Morgunblaðið - 02.05.2017, Side 21
✝ Júlíus ÓskarÁsgeirsson
fæddist á Eskifirði
7. júní 1954. Hann
lést á sjúkradeild á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 14. apríl
2017 eftir löng og
erfið veikindi.
Foreldrar Júl-
íusar Óskars voru
merkishjónin Hjör-
dís Helgadóttir,
sauma- og listakona, og Ásgeir
Júlíusson, sýslufulltrúi Sunn-
mýlinga á Eskifirði. Systir Júl-
íusar er Kristbjörg Þuríður bú-
skóla Íslands. Að loknu námi
tók hann við starfi verkstjóra
hjá Sambandi ísl. samvinnu-
félaga í Holtagörðum og sinnti
því starfi í 16 ár þar til Sam-
bandið hætti rekstri. Eftir það
vann hann sem öryggisvörður
hjá Securitas í önnur 16 ár, eða
þar til veikindi hans gerðu
honum ókleift að vinna. Júlíus
var alla ævi mikill náttúruunn-
andi og elskaði sitt land með
sínu fjölbreytilega líferni
plantna, steina, fugla, fiska og
allskonar gróðurs frá hæstu
fjalltoppum til sjávarbotns.
Heimsborgari í þeim efnum.
Stundaði veiðar og var einkar
flink skytta á fuglum til lands
og sjávar.
Júlíus Óskar verður jarð-
sunginn frá Hafnarfjarð-
arkirkju í dag, 2. maí 2017,
klukkan 15.
sett í Maine í
Bandaríkjunum.
Synir hennar eru
Ásgeir Júlíus, Ólaf-
ur Sigurður og
David Eli, sem allir
eru búsettir í
Bandaríkjunum.
Júlíus stundaði
nám í barna- og
unglingaskóla
Eskifjarðar og
fermdist frá Eski-
fjarðarkirkju 2. júní 1968.
Hann lauk gagnfræðaprófi frá
Flensborg í Hafnarfirði og út-
skrifaðist síðar frá Fiskvinnslu-
Sértakar tilfinningar bærð-
ust með mér þegar ég frétti af
fráfalli Júlíusar vinar míns.
Annars vegar dapurt að hann
væri farinn svo ungur að árum
en hins vegar léttir að þessari
áralöngu, erfiðu og síðastliðin
ár vonlausu lífsbaráttu sé loks-
ins lokið. Það var við hæfi að
Júlíus segði skilið við þetta
jarðneska líf á föstudaginn
langa.
Það var fyrir rúmum 30 ár-
um sem Júlíus fór að bjóða mér
með sér til rjúpna. Hann átti þá
jeppa en ég bara fólksbíl. Árum
saman gengum við saman til
rjúpna, mest hér á suð-vest-
urhorni landsins og austur í
Bláfell en einnig norður á
Gjögri þar sem við fórum líka á
sjóinn svona til að fá okkur fisk
og stundum rauðmaga í soðið.
Einhverju sinni keyrðum við
norður yfir Kjöl, Blöndudal og
fórum Holtavörðuheiðina heim.
Þá gengum við á Hlöðufell og í
bakaleiðinni skrifaði Júlíus, í
gestabók FÍ, einstaka lýsingu
af upplifun okkar í ferðinni. Ég
hef leitað í tiltækum gestabók-
um FÍ án þess að sjá aftur
þann ágæta texta, hughrif og
ferðalýsingu, sem Júlíus setti
þar á blað. Í þessum ferðum
hafði Júlíus jafnan myndavélina
með og kunni flestum betur
með hana að fara. Það er
ómældur fjársjóður fólginn í
þeim myndum sem hann skilur
eftir sig. Þúsundir mynda sem
hann hefur sett á netið hafa
vakið verðskuldaða athygli og
aðdáun.
Raunalegt hefur verið að
fylgjast með veikindum Júl-
íusar. Í árslok 2011 var hann
orðinn óvinnufær. Hann hafði
þá unnið hjá Securitas hf. sem
næturvaktmaður í rúm 16 ár og
áunnið sér þar verðskuldað
traust og trúnað. Júlíus vist-
aðist síðan í Drafnarhúsinu í
Hafnarfirði þar sem var ein-
staklega vel hugsað um hann af
Erlu Einarsdóttur og hennar
fólki. Árið 2014 hélt Kristbjörg,
Krilla, systir hans upp á 60 ára
afmæli Júlíusar og þótt hann
gæti lítið tjáð sig, sitjandi í
hjólastól, þá virtist hann þekkja
fólkið og njóta stundarinnar í
góðra vina hópi. En áfram hélt
að halla undan fæti með heilsu
Júlíusar. Hann hætti með öllu
að geta tjáð sig. Þannig var fyr-
irkvíðanlegt að heimsækja Júl-
íus síðustu árin. Ég undirbjó
mig því vel, segja honum tíðindi
af samferðamönnum okkar o.fl.
Hélt í höndina á honum án þess
að merkja að hann svo mikið
sem vissi af mér. Það var ekki
fyrr en kom að kveðjuorðum að
ég greindi að hann af veikum
mætti reyndi að þrýsta hendi
mína.
Það er umhugsunarefni
hvernig það megi vera að hér á
landi séu fóstureyðingar leyfi-
legar en ekki sé leyft að hjálpa
dauðvona fólki að binda endi á
vonlaust dauðastríð sitt með
virðingu og reisn.
Það var einhverju sinni, áður
en samband okkar Júlíusar
komst á það stig sem ég hef
hér lýst, að við Emil bróðir vor-
um að ræða um fólk sem skar-
aði fram úr í trausti og áreið-
anleika. Emil nefndi þá að
vinur sinn Júlíus Ásgeirsson
væri sá maður sem hann treysti
best. Það var ekki frítt við að
mér fyndist fram hjá mér geng-
ið og spurði: „Treystir þú hon-
um betur en mér?“ Fann að ég
setti bróður minn í smá vanda
en hann var hreinskilinn og
sagði: „Já, Hilli minn, það er nú
bara þannig.“
Mikið sá ég síðar, þegar ég
fór að þekkja Júlíus, hvað Emil
hafði rétt að mæla. Geti menn
með breytni sinni hér á jörðu
unnið sér sess og sæti í Himna-
ríki, þá tel ég Júlíus manna lík-
legastan til að hafa náð því. Ég
met mikils að hafa kynnst Júl-
íusi og fjölskyldu hans og notið
velvildar þeirra og vináttu.
Blessuð sé minning Júlíusar
Óskars Ásgeirssonar.
Hilmar F. Thorarensen.
Einn minn besti, sanni vinur,
Júlíus aðeins 63 ára er fallinn
frá, langt fyrir aldur fram.
Kynntumst á Eskifirði, en
miklu betur eftir að Júlli flutti
til Hafnarfjarðar eftir að sr.
Kolbeinn Þorleifsson fermdi
okkur 2. júní 1968.
Júlíus var einstakt ljúfmenni,
drengur hinn besti, hvar sem
niður var borið í hans lífs-
hlaupi.
Minning mín byrjar að telja
frá því hann ól sinn aldur á
Lambeyrarbrautinni á Eski-
firði, en síðar í Arnarhrauni og
Smyrlahrauni í Hafnarfirði.
Hann passaði vel upp á syst-
ursyni sína, Ásgeir og Ólaf. Var
óþreytandi duglegur við að fara
með þá í barnavagni og síðar
kerru þegar árin liðu.
Á Verslunarskólaárum mín-
um styrktist vinskapur okkar
og margt var brallað á höf-
uðborgarsvæðinu sem og aust-
ur á fjörðum. Við stunduðum
leirdúfuskotfimi til undirbún-
ings árangri í rjúpnaveiðum.
Eftir að ég byrjaði minn bú-
skap með Báru Rut Sigurðar-
dóttur, í Piparsveinahöllinni,
kom Júlli árlega í sínar rjúpna-
veiðiferðar austur á Eskifjörð.
Og aflaði vel. Eitt árið skaut
hann 99 rjúpur og merkti
fjöldann með rómverskum töl-
um í byssuskeftið. Ég spurði
þegar hann var að segja frá
þessum merka árangri: „Af
hverju segir þú bara ekki 100
stykki?“ Þá kom samviskusem-
in upp í honum og hann svar-
aði: „Maður fer nú ekki að gera
sig að lygara fyrir eina rjúpu.“
Stundum kom Júlli keyrandi á
sínum fjallabíl, suðurleiðina,
ásamt móður sinni og skaut þá,
til upphitunar fyrir rjúpnaveið-
arnar, nokkra skarfa, enda
þóttu Hjördísi skarfar herra-
mannsmatur.
Uppáhaldsveiðistaðir Júlla til
rjúpna hér austanlands voru:
Eskifjarðarheiði, Þverárdalur,
Öxi og Sauðatindur. Þegar til
Eskifjarðar var komið gisti
Hjördís yfirleitt hjá Elísabetu
og Hjalta á Tómasarhúsi eða
hjá Öddu og Agli að Jaðri. Júlli
var alls staðar eftirsóttur
vinnukraftur, enda í senn dug-
legur og fram í fingurgóma
heiðarlegur. Það var honum
mikið áfall þegar Sambandið
leið undir lok, en samt kom það
honum ekki á óvart, miðað við
hvernig á höndum var haldið
þar á bæ.Árum saman var Júlli
aufúsugestur á heimili minnar
fjölskyldu. Hlökkuðum við jafn-
an til komu hans, ekki síst fyrir
þær sakir að hann státaði ætíð
af einhverju nýstárlegu til að
ná betri árangri á rjúpnaveið-
um, og naut þar tæknilegrar
aðstoðar mágs hans sem var
nokkuð háttsettur í bandaríska
hernum og lumaði því Júlli
ávallt á einhverjum nýjungum,
langt á undan Íslendingum, svo
sem talstöðvum, veðurathugun-
um, handfrjálsum símum, hler-
unarbúnaði, sem heyrði í rjúp-
unum á næsta leiti og síðar
GPS-tækjunum. Allan þennan
búnað og ýmislegt fleira virkj-
aði Júlli og reyndi að kenna
mér á.
Júlli sá og skynjaði fleira en
margt okkar samferðafólk.
Hann var um tíma spámaður
fjölmiðla. Sá fyrir óorðna at-
burði. Hætti svo á þeim slóðum,
þar sem honum fannst svo allt
of margt rætast, sem hann sá
og skynjaði.
Þegar von var á því að Júlli
ætti betri daga í vændum eftir
áratuga fórn í garð foreldranna,
sem hann elskaði og dáði, greip
hann í tómt, missti heilsuna og
endaði sína ævi, síðustu árin á
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Emil K. Thorarensen.
Júlíus Óskar
Ásgeirsson
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017
✝ Helga Þórð-ardóttir,
Didda, fæddist 9.
mars 1931 á Ísa-
firði. Hún lést 20.
apríl 2017 á Landa-
koti.
Foreldrar henn-
ar voru Þórður Jó-
hannsson, úrsmið-
ur, fæddur 16.
desember 1888, lát-
inn 3. desember
1979, og Kristín Magnúsdóttir,
fædd 22. ágúst 1898, látin 26.
september 1991. Systkini Helgu
voru Högni, Hjördís, Anna,
Ólafur og Magnús. Helga giftist
28. desember 1952 Hallgrími P.
Bandaríkjunum. Eiginkona Pét-
urs er Rose Njardvik, búsett í
Alabama, Bandaríkjunum.
Didda ólst upp á Ísafirði. Eftir
hefðbundna skólagöngu fór
Didda að vinna hjá Pósti og
síma á Ísafirði. Didda flutti til
Reykjavíkur 1961, þar sem hún
fór að vinna hjá Frímerkjasölu
Pósts og síma. Hún vann á Frí-
merkjasölunni þar til hún lét af
störfum vegna aldurs. Didda
keypti sér íbúð á Kaplaskjóls-
vegi 1961 og bjó þar til 2006, þá
flutti hún á Eskivelli í Hafn-
arfirði til að vera nær son-
ardóttur og barnabarnabörn-
um. Didda starfaði mikið með
skátahreyfingunni Valkyrjan á
Ísafirði.
Útför Helgu verður gerð frá
Garðakirkju í dag, 2. maí 2017,
og hefst athöfnin klukkan 15.
Njarðvík. Helga og
Hallgrímur skildu
1954. Barn Helgu
og Hallgríms er
Pétur H. Njarðvík,
f. 10. ágúst 1951.
Pétur á tvær dætur
og eru þær: 1)
Brynhildur, f. 13.
mars 1970 og á
hún þrjú börn og
eru þau: Sunna
Björk, Daníel Örn
og Ástrós María. Eiginmaður
Brynhildar er Sigurður Jóns-
son. 2) Bryndís, f. 1. febrúar
1980 og á hún tvo börn og eru
þau: Aden Ezra Joe og Harper
Ann, búsett í Washington,
Elsku amma.
Allar minningarnar sem ég á
um þig eru svo ljúfar og skemmti-
legar. Kærustu minningar eru
þegar ég var yngri. Það var alltaf
svo gaman að koma í heimsókn til
þín á Kaplaskjólsveg. Það var svo
margt sem við gerðum saman, t.d
að fara í gönguferðir um Vest-
urbæinn, kíkja á Tjörnina og gefa
öndunum, skoða allar stytturnar á
leiðinni og heyra sögurnar um
þær, fara í ísbúðina, í Melabúðina,
í Þjóðleikhúsið, fara í sund og svo
margt fleira. Þú kenndir mér að
spila á spil, teikna landslagsmynd-
ir og spila á orgelið. Við eyddum
stundum tímunum saman að spila
á spil, og alltaf leyfðir þú mér að
vinna. Það var alltaf gaman að
gista hjá þér og heyra sögurnar,
ljóðin og sönginn. Þegar ég varð
eldri og eignaðist mín börn þá
vildu þau alltaf fara í heimsókn til
ömmu Diddu, þú varst svo dugleg
að vera með barnabarnabörnin
þín og þeim fannst svo gott að
vera hjá þér. Ég kveð þig, elsku
amma mín, með þessum orðum:
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín verður sárt saknað. Hvíldu í
friði, elsku amma mín, þú átt alltaf
stað í hjarta mínu. Guð blessi þig.
Takk fyrir allar góðu minning-
arnar.
Sonardóttir þín,
Brynhildur.
Mig langar til að minnast
Helgu móðursystur minnar eða
Diddu eins og við kölluðum hana
sem lést á Landakoti að morgni
sumardagsins fyrsta eftir erfið
veikindi.
Didda ólst upp á Ísafirði og var
Ísfirðingur í húð og hár. Þar tók
hún virkan þátt í skátastarfi og
hafði unun af. Á meðan hún bjó á
Ísafirði starfaði hún hjá Pósti og
síma. Didda eignaðist einn son,
Pétur Njarðvík, sem fæddist á
Ísafirði, en síðar fluttust þau til
Reykjavíkur og bjuggu lengst af á
Kaplaskjólsvegi þar sem ég man
fyrst eftir Diddu þegar ég var lítill
strákur. Pétur sótti um skeið
skóla á Laugarvatni og bjó þá hjá
foreldrum mínum og var mér sem
eldri bróðir. Þegar foreldrar mínir
áttu leið til Reykjavíkur var alltaf
komið við á Kaplaskjólsveginum
hjá Diddu þar sem málefni líðandi
stundar voru rædd, en Didda hafði
ávallt sterkar skoðanir á hlutnum
og þá sérstaklega ef stjórnmál
voru annars vegar. Hún var einnig
fylgin sér í orði og verki. Ef gista
þurfti yfir nótt í Reykjavík var
alltaf auðsótt mál að fá gistingu
hjá Diddu og heimili hennar stóð
alltaf opið fyrir okkur. Þetta voru
góðar stundir þar sem ég kynntist
Diddu vel. Síðar kynntist ég gest-
risni hennar og hlýju enn betur
þegar hún bauð mér að búa í her-
bergi hjá sér þá fjóra vetur sem ég
stundaði nám við Háskóla Íslands.
Það var góður tími og Didda kapp-
kostaði að dvöl mín yrði sem best.
Fyrir það verð ég henni ávallt
þakklátur.
Elsku Didda frænka.
Megi algóður guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Árni Árnason.
Helga Þórðardóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HÓLMFRÍÐUR GUÐRÚN
SVEINSDÓTTIR,
Sléttuvegi 19,
sem lést á landspítalanum við Hringbraut
20. apríl verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju fimmtudaginn 4. maí klukkan 13.
Jóna Magnúsdóttir Sigurður Óli Sumarliðason
Freyja Magnúsdóttir Pétur Þór Jónasson
barnabörn og langömmubörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
KRISTÍN MARGRÉT
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Lindarbraut 10,
Seltjarnarnesi,
lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 26. apríl.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
5. maí klukkan 15.
Blóm og kransar afþakkast.
Auður Pétursdóttir
Jóhann Pétursson Margrét Lilja Magnúsdóttir
Brynja Pétursdóttir
Baldvin Búi Wernersson
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug vegna andláts og
útfarar ástkærrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
SESSELJU ÁSTU ERLENDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á
Dvalarheimilinu Kumbaravogi og
Hjúkrunarheimilinu Fossheimum fyrir góða umönnun og hlýhug
við Sesselju Ástu og fjölskyldu.
Vigdís Hjartardóttir Þórður Grétar Árnason
Hreinn Hjartarson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SVEINN HEIÐAR JÓNSSON,
byggingameistari
á Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 30. apríl. Útför hans
fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. maí kl. 10.30.
Ragnheiður Sveinsdóttir Hrafn Þórðarson
Fríða Björk Sveinsdóttir Jóhann Ómarsson
Lovísa Sveinsdóttir Heiðar Jónsson
Erlingur Heiðar Sveinsson Rósa Björg Gísladóttir
afabörn og langafabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN KOLBEINS
bifreiðastjóri, Dunhaga 17,
lést að kvöldi 22. apríl á hjúkrunarheimilinu
Grund.
Jarðarförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 5. maí klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rósa Þorláksdóttir