Morgunblaðið - 02.05.2017, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Samtök eldri sjálfstæðismanna boða til
hádegisfundar í Valhöll miðvikudaginn
3. maí kl. 12 á hádegi.
Gestur fundarins:
Unnur Brá Konráðsdóttir,
forseti Alþingis
Húsið verður opnað
kl. 11:30.
Boðið verður upp á súpu
gegn vægu gjaldi, 850 krónur.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9, gönguhópur 1 kl 10:15, vatns-
leikfimi í vesturbæjarlaug kl 10:50, tálgað í tré kl 13, postulínsmálun 1
kl 13, jóga kl 18
Árskógar 4 Leikfimi Maríu kl. 9-9.45. Smíðar/útskurður m/leiðb. kl. 9-
16. Leshringur kl. 10.30-11.30. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl.
12.30. Handavinna m/leiðb. kl. 12.30-16.30. Kóræfing hjá Kátum
körlum kl. 13-15. MS-fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16.
Áskirkja Spilum félagsvist í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar, kl
20 Allir velkomnir
Boðinn Þriðjudagur: Boccia kl. 10.30. Bridge og Kanasta kl. 13.00. In-
grid Kuhlmann verður með fyrirlestur um hamingjuna á efri árum,
stutt mynd verður sýnd og umræður í kjölfarið. Kaffi og kleinur í boði,
allir hjartanlega velkomnir
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa 9-16. Morgunkaffi 10-10:30.
Lesið og spjallað 10:30. Hjúkrunarfræðingur með viðveru frá 11-11:30.
Bónusrútan kemur 12:30. Leshópur hittist 13-14:30. Útskurður 13-16.
Opið kaffihús 14:30-15:30.
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl.9, félagsvist kl.14.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Landið skoðað með nútímatækni
kl.13.50. Kaffiveitingar kl.14.30-15.30. Nánari upplýsingar í síma 411-
2550. Verið öll velkomin.
Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá
09:30-16:00. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Qi-gong í Sjálandsskóla kl
09:10. Bútasaumur í Jónshúsi kl 13:00. Karlaleikfimi kl 13:00. Boccia í
Sjál. kl 13:45. Vatnsleikfimi kl. 15:00. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl
14:45. Línudans í Kirkjuhvoli kl 15:00 og 16:00.Tekið á móti
sýningarmunum fyrir vorsýningu.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl.
9-12. Glervinnustofa m/leiðb. kl. 13-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45.
Leikfimi gönguhópsins kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30.
Starf Félags heyrnarlausra kl. 12-16.
Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.30 aukatími í Gler- og post-
ulínsmálun, kl.9.45 Stólaleikfimi, kl. 13.00 Handavinna, kl. 13.00
Hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 Alkort, kl. 14.00 Hreyfi- og
jafnvægisæfingar.
Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12.
Gullsmári Myndlist kl. 9, boccia kl 9.30, ganga kl. 10, kanasta kl. 13,
leshópur kl. 20
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9– 14. Morgunleikfimi kl. 9.45. Jóga kl. 10.10 –
11.10. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl.
13.15. Kaffi kl. 14.15.
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi
og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, jóga kl. 9, 10 og
11, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 10.30. Opin vinnustofa frá kl. 13
tálgun, Helgistund kl. 14, séra Ólafur Jóhannsson, kaffi kl. 14.30.
Fótaaðgerðir, hársnyrting.
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, myndlistarnámskeið kl. 9
hjá Margréti Zóphoníasd.,Thai Chi kl. 9, leikfimi kl. 10. Bónusbíll kl.
12.40. Bridge kl. 13. Ganga kl. 13.30. Bókabíllinn kl. 14.30,
síðdegiskaffi kl. 14.30. Framhaldsþættir kl. 15.00, Kvikmyndahópur
Hæðargarðs sýnir. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu.
Nánar í síma 411-2790.
Korpúlfar Sundleikfimi með Brynjóli 7:30 í Grafarvogssundlaug,
listmálun með Martein í Borgum kl. 9, helgistund kl. 10:30 í Borgum.
Leikfimishópur Korpúlfa kl. 10:30 í Egilshöll, tréskurður kl. 9:30 á
Korpúlfsstöðum. Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 13:30 í dag,
heimanámskennsla kl. 16:30 í dag í Borgum.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.15. Kaffispjall í
króknum kl. 10.30. Pútt á Eiðistorgi kl. 10.30. Lomber Skólabraut kl.
13.30. Karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14.00. Skráning hafin í
sameiginlega ferð félagsstarfsins og kirkjunnar sem farin verður
þriðjudaginn 16. maí nk. Skráning og upplýsingar í síma 8939800.
Munið félagsvistina í salnum á Skólabraut nk. fimmtudag kl. 13.30.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Skák kl. 13.00 allir velkomnir.
Vesturgata 7 Þriðjudagur . Fótaaðgerð kl.09:00. Glerskurður (Tiff-
fanýs) kl:13:00. -16:00. Vigdís Hansen.
Smáauglýsingar
Bækur
Vestfirskar sagnir 4. hefti
Vestfirskar sagnir 4. hefti komið í
bókaverslanir. Einn af fjársjóðum
Íslands sem við megum ekki
gleyma og týna.
Vestfirska forlagið
jons@snerpa.is
456 8181
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Húsviðhald
VIÐHALD
FASTEIGNA
Lítil sem stór verk
Tímavinna eða tilboð
℡
544 4444
777 3600
jaidnadarmenn.is
johann@2b.is
JÁ
Allir iðnaðarmenn
á einum stað
píparar, múrarar, smiðir,
málarar, rafvirkjar
þakmenn og flísarar.
Þjónustu-
auglýsingar
Þarft þú að koma fyrirtækinu
þínu á framfæri
Hafðu samband í síma
569 1100 eða á
augl@mbl.is
og fáðu tilboð
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
borgara, því það er mamma sem
er söngfuglinn á heimilinu. Lán-
samir eru afastrákarnir þínir
hvort sem þeir hafa tínt með þér
plómur, farið með þér á fótbolta-
leiki til útlanda eða siglt með þér
um höfin blá. Lánsamar eru af-
astúlkurnar þínar sem nutu þess
að borða með þér rjómatertur.
Þau syrgja þig nú eins og þau
ljómuðu alltaf nálægt þér. Nú
segja þau öll „Afi Kiddi var best-
ur.“
Elsku pabbi, takk fyrir að vera
alltaf góður við börnin okkar og
börnin þeirra.
Elsku Kiddi, tengdapabbi, afi
og langafi. Við þökkum þér öll.
Fyrir hönd okkar allra
Trausti
Þá er komið að því að kveðja
elskulega afa minn, Kidda. Afi
var mikið á sjó þegar ég var barn
og var ég þá oft hjá ömmu Bökku
á meðan. Þegar afi kom heim þá
spilaði hann við mig Ólsen Ólsen
og gaf mér djús, en ég var með
sérþarfir um hvernig átti að
blanda djúsinn, það átti að setja
vatnið fyrst og djúsinn svo, fékk
ég oft að heyra það frá honum eft-
ir að ég fullorðnaðist og var gert
mikið grín að því. Afi hafði mjög
gaman af því að fíflast í okkur og
segja ýmsar sögur sem hann
kryddaði alltaf mjög skemmti-
lega. Stundum var ekki að marka
orð sem hann sagði og hlógum við
mikið að honum, ekki síður nú í
seinni tíð.
Einnig man ég hvað það var
spennandi þegar hann kom heim
úr siglingum á gamla Sólberginu,
þá gaf hann okkur krökkunum
nammi, sem gladdi mig mikið,
enda nammisjúk.
Afi var yndisleg persóna; ljúf-
ur, góður, hjálpsamur, duglegur,
hress og skemmtilegur. Ég
kynntist honum svo enn betur
eftir að hann hætti á sjónum og
ég flutti aftur til Ólafsfjarðar með
mína fjölskyldu. Börnin mín
fengu því að alast upp með að
eiga langafa. Það eru nefnilega
mikil forréttindi að fá að alast
upp í svona litlu bæjarfélagi þar
sem maður getur alltaf hoppað
inn hjá ættingjum eða bara hitt
þá úti í búð eða á rúntinum eins
og var með þig.
Elsku afi, ég á eftir að sakna
þín mikið, en ég lofa því að ég skal
passa ömmu fyrir þig og bjóða
henni á rúntinn. Ég á einnig eftir
að sakna þess að heyra þig ekki
kalla „litla Björk“, því mér þótti
alltaf vænt um það. Ég mun fá
mér eina rjómatertusneið til að
minnast þín, því rjómatertur voru
jú eitt af því besta sem þú fékkst.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Björk Óladóttir.
Í síðustu viku dó afi Kiddi,
skemmtilegasta manneskja sem
ég hef þekkt.
Aldrei hef ég hlegið jafnmikið
með nokkrum manni eins og hon-
um.
Aldrei hef ég heyrt eins marg-
ar ótrúlegar, yfirgengilegar og
skemmtilegar lygasögur hjá
nokkrum manni eins og honum.
Aldrei hef ég misst svo kæran
og náinn fjölskyldumeðlim.
Hvíldu í friði afi minn Kiddi.
Tindur Þormarsson.
✝ Gyða EbbaSalómons-
dóttir er fædd í
Mosdal við Önund-
arfjörð 3. apríl
1929. Hún lést 12.
apríl 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Ingibjörg
Sigríður Jörunds-
dóttir, fædd 30.
september 1896,
dáin 1984, og Sal-
ómon Mosdal Sumarliðason,
fæddur 24. júní
1895, dáinn árið
1981. Gyða átti tvö
alsystkini, þau
Lilju Van Beers,
Sumarliða Jóhann
og fóstursysturina
Jóhönnu Sumar-
liðadóttur, þau eru
öll látin.
Útförin fer fram
frá Seljakirkju í
dag 2. maí 2017,
klukkan 13.
Gyða frænka eins og við köll-
uðum hana lést í íbúð sinni í
Seljahlíð þann 12. apríl síðastlið-
inn, 88 ára að aldri. Gyða giftist
aldrei og bjó hjá afa okkar og
ömmu meðan þau lifðu. Hún var
mjög náin fjölskyldu okkar og
voru þær mamma (Jóhanna) eins
og tvíburar. Gyða tók þátt í öllum
fjölskylduviðburðum okkar alveg
frá því við munum eftir okkur og
fram að dánardegi. Gyða hafði
gaman af að sprella og glettast
við litlu krílin í fjölskyldunni. Já,
það er margs að minnast í gegn-
um tíðina og er okkur mjög í
minni ferð okkar systra, mömmu
og Gyðu til London 2004.
Mamma var þá orðin frekar léleg
til heilsunnar og lést hún árið
2006. Þetta var fyrsta ferð Gyðu
til Evrópu en hún hafði gegnum
tíðina ferðast mikið til Ameríku
til systkina sinna sem þar
bjuggu. Árið 2007 fórum við syst-
ur og Gyða til Kaupmannahafnar
og gengum um slóðir Íslendinga
og skoðuðum merka staði,
skruppum til Svíþjóðar og hittum
ættingja. Gyða naut þessara
ferða mjög og talaði oft um þær.
Gyða hafði sterkar skoðanir á
hlutunum og lá ekki á þeim, hún
var trúuð og bað fyrir okkur öll-
um með nafni og víða í Biblíunni
hennar eru undirstrikuð vers og
við þau er dagsetning og nafn
fjölskyldumeðlima okkar.
Eftir andlát mömmu var Gyða
eins og önnur mamma okkar og
tók þátt í öllum okkar sorgum og
gleðistundum. Við þökkum góð-
um Guði fyrir að hafa átt þig fyrir
frænku og þökkum þér fyrir sam-
fylgdina og kveðjum þig með
söknuði og trega.
Hvíl í friði.
Ingibjörg Sigfúsdóttir,
Guðný Sigfúsdóttir,
Sigrún Sigfúsdóttir.
Í dag verður borin til grafar
Gyða Ebba Salómonsdóttir.
Hún tilheyrði fjölskyldu kon-
unnar minnar, Sigrúnar. Var hún
uppeldissystir tengdamóður
minnar, Jóhönnu Sumarliðadótt-
ur. Þær voru mjög nánar og í
daglegu sambandi. Þetta var
ákveðinn grunnur að kynnum
mínum við Gyðu, sem reyndist
fjölskyldu minni ákaflega vel.
Hún naut þess að taka þátt í
gleðistundum um hátíðar og í af-
mælisboðum, svo eitthvað sé
nefnt.
Mig setti hljóðan er ég fletti
Biblíunni hennar. Þar var mikið
um undirstrikanir versa og bæn-
arefnin sett fram af trúfesti með
dagsetningum og nöfnum.
Það voru forréttindi að kynn-
ast mætri konu, sem ég veit að
hvílir nú í faðmi frelsarans okkar,
Jesú. Hún elskaði sannarlega
Guð sinn.
Vil ég heiðra minningu hennar.
Þinn vinur,
Gunnar Böðvarsson.
Gyða Ebba
Salómonsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Kristinn Jóhann Trausta-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.