Morgunblaðið - 02.05.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.05.2017, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mig langar að bjóða áheyrendum upp á smá forsmekk af því sem koma skal í haust,“ segir tenórinn Kristján Jóhannsson sem kemur fram á hádegistónleikum undir yfir- skriftinni „Ást og umhyggja“ í Hafnarborg í dag, þriðjudag, kl. 12. Sem kunnugt er syngur Kristján hlutverk listmálarans Cavaradossi í uppfærslu Íslensku óperunnar á Toscu eftir Giacomo Puccini í haust, en frumsýnt verður 21. október. „Á tónleikunum í Hafnarborg mun ég kynna óperuna og syngja báðar aríur Cavaradossi auk þess sérstakur leynigestur bregður sér í hlutverk Toscu og syngur með mér dúettinn fræga úr fyrsta þætti,“ seg- ir Kristján, sem þekkir hlutverk Cavaradossi eins og lófann á sér enda hefur hann sungið hlutverkið á sviði í á fjórða hundrað skipti. Hár listrænn túlkunarstandard „Aríurnar tvær eru mjög ólíkar. Fyrri arían er full af ástríðu og ung- æðishætti. Þar leikur allt í lyndi og ástin í garð Toscu blómstrar. Þetta er mjög krefjandi aría sem liggur mjög hátt. Það þarf að skila gleðinni, ástríðunni og ástinni í textanum og tónlistinni. Seinni arían er ekki eins raddlega krefjandi. Hún er mýkri og sorglegri, enda syngur Cavaradossi hana þegar hann veit að hann mun deyja og að ástarævintýri þeirra Toscu er á enda. Í aríunni fer hann yfir sögu þeirra Toscu og ástarfundi þeirra í gegnum tíðina. Þessi aría er þannig skrifuð og textinn að söngv- arinn þarf að vera í háum listrænum túlkunarstandardi til að geta skilað henni vel. Þessi aría snýst ekki um tónana heldur fremur tilfinning- arnar þar sem miðla þarf bæði ástríðunni og söknuðinum. Aríurnar eru því gjörólíkar.“ Spurður hvort hann þurfi eitthvað að æfa fyrir tónleikana í ljósi þess hversu vel hann þekkir músíkina segir Kristján að með nýju sam- starfsfólki breytist áheyrslan hverju sinni. „Auðvitað er maður með Pucc- ini alltaf í hjartanu, en með nýju fólki þarf að hliðra til. Við leynigest- ur minn smellum saman í dúettinum, hún gerir þetta mjög vel,“ segir Kristján og viðurkennir að það sé kærkomið tækifæri að fá að bregða sér í hlutverk Cavaradossi nokkrum mánuðum fyrir frumsýningu í Hörpu. Heldur aftur af villidýrinu „Ég er því mjög spenntur að vinna með Bjarna Frímanni [Bjarnasyni hljómsveitarstjóra uppfærslu Ís- lensku óperunnar] í haust, enda mjög hæfileikaríkur ungur maður. Ég er búinn að hlusta á Toscuna mína á netinu [Claire Rutter] og hún er stórglæsileg og hefur fantagóða rödd, þannig að þetta verður spenn- andi,“ segir Kristján og bendir á að Tosca kalli á mjög sérstakar raddir til að verkið virki. Aðspurður segir hann mjög mik- inn mun á því að syngja í Hafnar- borg og Hörpu. „Það eru ekki marg- ir söngvarar sem þekkja Eldborg, en það þarf auðvitað að beita sér öðruvísi og meira eftir því sem sal- urinn verður stærri. Ætli ég verði ekki aðeins að halda aftur af villidýr- inu í mér í Hafnarborg, enda minni salur,“ segir Kristján kíminn. Auk Toscu hyggst Kristján á tón- leikunum bjóða upp á „einhverja hjartaknúsara frá Ítalíu og eitthvað íslenskt með. Það er spurning hvað ég næ mörgum lögum, því tónleik- arnir eru ekki nema 30 mínútna langir,“ segir Kristján og bætir við: „Markmið mitt, eins og alltaf, er að áheyrendur fari hamingjusamir heim að loknum tónleikum.“ Annað sinn á hádegistónleikum Að sögn Kristjáns hefur hann í gegnum tíðina lítið sem ekkert gert af því að koma fram á hádegistón- leikum. „Ég held þetta sé aðeins í annað sinn á ferlinum sem ég kem fram á hádegistónleikum,“ segir Kristján og tekur fram að fyrra skiptið hafi líka verið í Hafnarborg að beiðni Antoníu Hevesi, píanóleik- ara sem er listrænn stjórnandi tón- leikaraðarinnar í Hafnarborg, fyrir nokkrum árum. „Hún er einn besti píanisti sem við eigum á Íslandi í dag og alltaf ánægjulegt að vinna með henni. Ég þurfti því ekkert að hugsa mig um þegar hún leitaði til mín.“ Sem fyrr segir hefjast tónleikarn- ir kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir og verður hús- ið opnað kl. 11.30. Morgunblaðið/Eggert Hamingja Kristján Jóhannsson segir það ávallt markmið sitt að áheyrendur fari hamingjusamir heim. Antonía Hevesi píanóleikari (til vinstri) er listrænn stjórnandi hádegistónleikaraðarinnar í Hafnarborg. „Smá forsmekk“  Kristján Jóhannsson syngur í Hafnarborg í dag kl. 12 Óhætt er að segja að ákveðinn kyn- usli hafi gert vart við sig í dönsku leikhúsi. Fyrir stuttu frumsýndi leikhúsið Mungo Part norður af Kaupmannahöfn Hamlet eftir Shakespeare þar sem leikkonurnar Christine Albeck Børge og Meike Bahnsen skiptast á að leika titilhlut- verkið. Nýverið kynnti Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn komandi leikár og þar verður í a.m.k. tveimur sýningum kyni persóna breytt. Frá þessu er greint í Politiken. Um er að ræða Óþelló eftir Shakespeare og Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman, en bæði verkin rötuðu á svið hérlendis í vetur. Leikstjórinn Elisa Kragerup hefur ákveðið að láta hörundsdökka leikkonu leika Óþelló sem í verkinu verður nýgift Desdemónu, en í uppfærslu Þjóð- leikhússins í samstarfi við Vestur- port var Jagó leikin af konu og Em- ilía af karli. Morten Kirkskov, leikhússtjóri Konunglega leikhússins, og Sofie Gråbøl leika hjónin í Brotum úr hjónabandi og ákveðið hefur verið að persónur þeirra víxli textanum. Þannig fer Gråbøl með allan texta karlhlutverksins úr sjónvarpsþátt- unum og Kirkskov með allan texta kvenhlutverksins að undanskilinni setningunni „Ég er ólétt“ sem Grå- bøl heldur. silja@mbl.is Kynusli í dönsku leikhúsi Morgunblaðið/RAX Leikkonan Sofie Gråbøl. Handgerð bók eftir danska þjóð- skáldið H.C. Andersen frá árinu 1868 verður boðin upp hjá uppboðs- húsinu Bruun Rasmussen í Kaup- mannahöfn í dag. Frá þessu greinir danska dagblaðið Politiken. Þar kemur fram að um sé að ræða 184 bls. bók með 175 ljóðum, athugasemdum, pappírsverkum og teikningum sem Andersen bjó til haustið 1868 handa Marie Henri- ques stuttu áður en hún fagnaði þriggja ára afmæli sínu. Stúlkan var dóttir Martin og Therese Henriques, sem gerðu það gott í fjármálageiranum á sínum tíma og vinguðust við fjölda listamanna, þeirra á meðal Edward Grieg. Bókin er metin á 1-1,5 milljónir danskra kr., sem samsvarar 15,7- 23,5 millj. ísl.kr. Hún er ein af níu handgerðum bókum sem vitað er að Andersen hafi búið til, en hann bjó einnig til bækur í samvinnu við Adolph Drewsen og Marie Ørsted. Samkvæmt upplýsingum frá upp- boðshúsinu er umrædd bók sú síð- asta sinnar tegundar sem vitað er um í einkaeigu. silja@mbl.is Handgerð bók H.C. Andersen til sölu Ljósmynd/Bruun Rasmussen Einstök Lærke Bøgh, bókasérfræðingur Bruun Rasmussen, skoðar bókina. BÍÓ áþriðjudögum í Laugarásbíó 750 á allarmyndir, allan daginn! kr. FRÍ ÁFYLL ING Á GOS I Í HLÉI SÝND KL. 10.25SÝND KL. 8SÝND KL. 5.50 SÝND KL. 6, 9 SÝND KL. 6, 9 FRÍSKANDI BRAGÐ OG FULLT AF HOLLUSTU LÝSI MEÐMYNTU- OG SÍTRÓNUBRAGÐI Lýsi með myntu- og sítrónubragði er ný vara frá Lýsi sem innheldur omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA og er þar að auki auðugt af A-, D- og E-vítamínum. LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR NÝ F E R S K T O M Y N T U- OG SÍTRÓN U B R A G Ð V E R T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.