Morgunblaðið - 02.05.2017, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 122. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
1. Dæmi hver fyrir sig – myndskeið
2. Forsetahús úr felum
3. Fyrsta æfing Svölu – myndband
4. Sá til kajakræðaranna frá landi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sýning á svarthvítum ljósmyndum
franska ljósmyndarans Réza Kalfane
verður opnuð í Listastofunni galleríi,
Hringbraut 119, í dag kl. 18. Mynd-
irnar prýða nýútkomna bók Kalfane,
Ísland. Kalfane mun árita bókina í
dag frá opnun til kl. 20.
Ljósmyndasýning og
áritun í Listastofunni
Stutt gam-
anópera eftir
Mozart, Við-
burðastjórinn,
verður sýnd í
kvöld og fimmtu-
dagskvöld í Iðnó
kl. 20. Í óperunni
berjast tvær
söngkonur um
hylli viðburðastjóra og beita öllum
brögðum til að fanga athygli hans.
Söngvarar í verkinu eru Fjóla Krist-
ín Nikulásdóttir, Lilja Guðmunds-
dóttir, Snorri Wíum og Bjarni Thor
Kristinsson en Bjarni sér einnig um
leikstjórn, þýddi verkið og skrifaði
leikgerð. Píanóleikari og tónlistar-
stjóri er Matthildur Anna Gísladóttir.
Barist um hylli stjóra
Verðlaunarithöfundurinn Kim Leine
tekur þátt í höfundakvöldi í Norræna
húsinu í kvöld, sem hefst kl. 19.30 og
er öllum opið meðan húsrúm leyfir.
Jón Yngvi Jóhannsson, lektor í ís-
lenskum bókmenntum við HÍ, stýrir
umræðu sem fer fram á dönsku. Kim
Leine hlaut bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs 2013
fyrir skáldsöguna Spá-
mennirnir í Botnleysufirði
sem út kom hérlendis
2015. Bækur hans hafa
verið þýddar á yfir 20
tungumál.
Höfundakvöld með
Kim Leine í kvöld
Á miðvikudag Suðaustan 5-13 m/s á Suður- og Vesturlandi og
léttir heldur til og lægir er líður á daginn. Hiti 10-16 stig. Hæg suð-
læg átt á Norður- og Austurlandi, léttskýjað og hiti 14-20 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-18 m/s, hvassast suðvestantil
með snörpum vindhviðum við fjöll. Lægir heldur síðdegis. Rigning
eða súld með köflum en stöku skúrir norðaustantil. Hiti 6-17 stig.
VEÐUR
Nýliðarnir í Pepsi-deild
karla gerðu það gott þegar
fyrstu 1. umferðinni lauk í
gærkvöld. KA gerði sér
lítið fyrir og skellti vel
mönnuðu liði Breiða-
bliks 3:1 á Kópavogs-
velli. Grindavík náði í
stig gegn silfurliðinu
frá því í fyrra, Stjörn-
unni. Þá vann Víkingur
flottan 2:1 útisigur á
KR. Úrslit sem koma
mörgum á óvart. » 2-3
Óvænt úrslit í 1.
umferðinni
Ítalski afreksmað-
urinn Gianluigi
Buffon er tekinn
til umfjöllunar í
íþróttablaðinu í
dag en hann lék á
dögunum meist-
araflokksleik númer
1.000 þegar Ítalía mætti
Albaníu. Um leið sló hann
leikjamet Iker Casillas og er
leikjahæsti landsliðsmaður í
Evrópu. Buffon hefur aldrei
sigrað í Meistaradeildinni en
er kominn í undanúrslit með
Juventus. »4
Meira en 1.000 leikir á
22 árum hjá Buffon
„Við munum gera allt sem við getum
til þess að þetta verði skoðað. Þetta
er það slæmt,“ sagði Guðmundur B.
Ólafsson, formaður HSÍ, þegar Morg-
unblaðið spurðist fyrir um mögulegar
aðgerðir sambandsins í kjölfar leiks
Potaissa Turda og Vals í síðari við-
ureigninni í undanúrslitum Áskor-
endakeppni Evrópu í handknattleik á
sunnudag »1
Næg ástæða til að
skoða atvikin
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
tfh@mbl.is
Hönnunarvaran Jón í lit hefur slegið
í gegn á íslenskum heimilum á síð-
ustu árum. Nýjasti liturinn, fyrir ár-
ið 2017, er fölgrænn og hefur platt-
inn nú verið gefinn út í yfir fimmtíu
litum frá því að hugmyndin um að
lita afsteypur af Jóni Sigurðssyni
spratt upp hjá vöruhönnuðinum Al-
mari Alfreðssyni.
„Ég keypti koparlágmynd af Jóni
Sigurðssyni í Góða hirðinum sum-
arið 2010. Um veturinn var ég í af-
steypukúrsi í Listaháskólanum og
datt í hug að taka afsteypu af þessari
mynd og gefa fjölskyldumeðlimum í
jólagjöf. Þetta sló rækilega í gegn og
spurðist fljótt út,“ segir Almar. „Ár-
ið 2011 ákváðum við hjónin svo að
koma þessu út á markaðinn. Þetta ár
voru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns og
ákváðum við að gera tuttugu lág-
myndir í lit og komum þessu í nokkr-
ar verslanir um landið. Þá byrjaði
boltinn að rúlla og hefur ekki hætt
síðan og er Jón nú seldur í 20 versl-
unum um land allt.“
Litirnir lýsa heimilunum
Fyrstu tuttugu litirnir spönnuðu
allt litrófið og síðan þá hefur Almar
bætt við ýmsum litbrigðum. Hann
segir að stór þáttur í vinsældum
hönnunarinnar sé að fólk getur per-
sónugert hönnunina með því að velja
og raða litunum á þann veg sem
hentar heimilinu best.
„Þegar við veljum nýja liti skoð-
um við vel hvað er að gerast
úti í heimi og hvernig þeir
litir passa við litapallett-
una okkar. Í dag eru 36
litir í boði og því nóg
um að velja þegar
finna á rétta liti inn á
heimilið. Við erum
alltaf að sjá nýjar upp-
raðanir og litasamsetn-
ingar hjá fólki, og lýsir
þetta heimilunum og íbúunum oft
mjög vel.“
Almar útskrifaðist sem vöruhönn-
uður úr Listaháskólanum árið 2011
og hafa plattarnir tekið mikið af
tíma hans síðan þá. „Við tókum þá
ákvörðun í upphafi að við myndum
gera þetta sjálf frá grunni en ekki
panta þetta að utan. Ferlið er um 5
til 6 dagar frá dufti til fullunnins ein-
taks í umbúðum. Við sjáum alls ekki
eftir því vegna þess að hvert eintak
er einstakt. “
Fyrir þremur árum ákváðu Almar
og eiginkona hans, Heiða Björk Vil-
hjálmsdóttir, að opna minnstu og
einu hönnunarsjoppu landsins í
Listagilinu á Akureyri, sem kallast
Sjoppan vöruhús, og selja þar hönn-
unarvörurnar út um lúgu.
Jón í yfir fimmtíu litum
Afsteypurnar af
Jóni Sigurðssyni
áfram vinsælar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lúga Almar og Heiða selja lágmyndirnar litríku og ýmsa aðra hönnun út um lúgu í anddyrinu hjá sér.
Lágmyndirnar af Jóni Sigurðssyni
urðu fljótlega vinsæl innflutnings-
gjöf. Almar segir að hönnunin
hafi komið á markaðinn á
hárréttum tíma, eftir
hrunið hafi fólk horft inn
á við og leitað í þjóðleg
einkenni. Hann telur að
lágmyndin hafi fyrst
verið steypt fyrir Lýð-
veldishátíðina árið 1944
þar sem ýmis félög hafi
selt hana og eftir hátíðina hafi mátt
finna lágmyndirnar á mörgum
heimilum. Vegna vísunar þeirra í
sögu Íslands segir Almar að erf-
iðara sé að markaðssetja þær gagn-
vart útlendingum. „Við ákváðum að
einblína á íslenskan markað því út-
lendingar þurfa mun meiri útskýr-
ingu á mikilvægi Jóns forseta en
hægt er að gera í búðarápi. En þeim
sem þekkja söguna og Jón finnst
þetta skemmtileg hönnun.“
Erfiðara að selja útlendingum
JÓN Í LIT