Morgunblaðið - 31.05.2017, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 1. M A Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 132. tölublað 105. árgangur
HREYFIVIKA
UMFÍ - 29.05-04.06
HrEYfiVIka.Is
ER MIKILL
GLEÐIGJAFI
OG KÚRUDÝR
HLJÓMSVEITIN
KOMIN MEÐ
GOTT ORÐSPOR
DÝRÐARLJÓMI
FLUGFREYJUNNAR
FLÓKIÐ FYRIRBÆRI
TORTELIER OG SÍ 78 ÍMYND FLUGFREYJUNNAR 10LÚLLI OG LAMBASTELPAN 12
Morgunblaðið/Golli
Þyrilsnældur Vinsælt leikfang.
Þyrilsnælduæðið kemur á
óheppilegum tíma til að hægt sé að
nýta leikfangið til kennslu á þessari
önn, að sögn Magnúsar Þórs Jóns-
sonar, skólastjóra Seljaskóla í
Reykjavík, skólinn sé að verða bú-
inn en hann sér fyrir sér að nýta
leikfangið til kennslu ef það verður
áfram í tísku í haust. Nægur sveigj-
anleiki sé í náminu til þess og tæki-
færin sem það býður upp á í
kennslu snerti mörg atriði sem
rúmast innan aðalnámskrár og
þeirra vinnubragða sem þar er vís-
að í.
Þyrilsnældurnar (e. fidget spin-
ner) hafa víða verið bannaðar í
skólum en Elín H. Hinriksdóttir,
formaður ADHD samtakanna, segir
þetta gott tæki til að grípa athygli
barna með athyglisbrest. »16
Nægur sveigjanleiki
til að nota þyril-
snældur í náminu
Herbergi á 11 milljónir
» Dæmi um verðið er ósam-
þykkt herbergi í Álftamýri á 11
milljónir króna.
» Það er 15 fermetrar og án
snyrtingar.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Flest bendir til að ásett verð á ósam-
þykktum íbúðum og herbergjum
hafi aldrei verið jafn hátt á Íslandi.
Þetta er mat Grétars Jónassonar,
framkvæmdastjóra Félags fast-
eignasala, sem segir skýringuna
vera mikla umframeftirspurn.
Hann telur rétt að hafa í huga að
stundum þurfi lítið að breyta íbúðum
til að þær fáist samþykktar. Þá sé
verð á fasteignum í sumum tilvikum
orðið svo hátt að kaupendur séu
orðnir hikandi. „Þeir láta ekki bjóða
sér hvað sem er,“ segir Grétar.
Fram kemur í úttekt blaðsins að
dæmi séu um að fermetrinn í ósam-
þykktum íbúðum í Reykjavík kosti
837 þúsund. Þá var meðalverð 20
ódýrustu íbúðanna, eða herbergj-
anna, sem voru til sölu í Reykjavík
rúmlega 562 þúsund á fermetra.
Sigurður Helgi Guðjónsson, for-
maður Húseigendafélagsins, segir
svo mikla eftirspurn eftir íbúðum að
lakara húsnæði sé nú dregið fram.
Ósamþykkt á metverði
Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir kaupendur vera orðna hikandi
Ósamþykktar íbúðir aldrei dýrari Dæmi um að fermetrinn kosti 837 þúsund
MFermetraverð allt að … »6
Morgunblaðið/Gúna
Flóttinn Börn sem eru ein á flótta eru eftirsótt af mansalshringum.
Guðrún Hálfdánardóttir
guna@mbl.is
Börn sem dvelja í flóttamannabúðum
á grísku eyjunni Lesbos glíma mörg
hver við margvísleg vandamál enda
koma þau úr erfiðum aðstæðum. Dvöl
á Lesbos á aðeins að vera tímabundið
úrræði á meðan beðið er eftir því að
komast til meginlandsins. En vegna
þess hve kerfið er þungt í vöfum er
flóttafólk oft um eitt ár þar.
Öll börn eiga rétt á skólagöngu í
Grikklandi en allur gangur er á því
hvort börn á flótta njóta þeirra for-
réttinda að ganga í skóla. Sum þeirra
hafa kannski aldrei gengið í skóla þar
sem þau koma frá átakasvæðum í
Sýrlandi eða þau hafa verið á flótta
lengi.
Ef ungmenni fá ekki ensku- og eða
grískukennslu er hætt við að þau
verði einfaldlega undir í kerfinu og
eigi lítinn sem engan möguleika á
mannsæmandi lífi í Evrópu. Stofn-
anir Sameinuðu þjóðanna, svo sem
UNICEF, reyna að halda utan um
þau börn sem koma til Grikklands og
verja þau en það er oft allt annað en
auðvelt, því fylgdarlaus börn eru eft-
irsótt bráð mansalshringa. Ekki ligg-
ur fyrir hversu mörg börn hverfa á
hverju ári en þau skipta hundruðum
ef ekki þúsundum. »18-20
Börn á flótta eru eftirsótt bráð
Skólaganga getur skipt sköpum
varðandi framtíð flóttafólks í Evrópu
Kjölbátar sigldu seglum þöndum í góðum byr á
Sundunum við Reykjavík í gær. Átta bátar tóku
þátt í keppninni, sem var hluti af Reykjavíkur-
mótinu. Siglt var innan eyja og eftir baujum á
Rauðarárvíkinni, en leiðin hverju sinni er kynnt
á skipstjórnarfundi áður en keppni hefst.
Sigldu seglum þöndum í góðum byr á Sundunum
Morgunblaðið/Golli
Líklega er elsta íslenska skrofan
fundin. Ingvar A. Sigurðsson, for-
stöðumaður Náttúrustofu Suður-
lands, fór á vit skrofanna í Ysta-
kletti í Vestmannaeyjum um
síðustu helgi. Ingvar náði þar
skrofu sem Jóhann Óli Hilmarsson
merkti sem fullorðinn varpfugl 10.
júní 1991, fyrir 26 árum. Skrofur
byrja yfirleitt varp 6-7 ára gamlar
og því er líklegt að fuglinn verði
minnst 32 ára í sumar og bæti
aldursmet skrofa um þrjú ár. »25
Elsta íslenska skrof-
an líklega 32 ára