Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017
HENRA
VAGNAR Á ÍSLANDI
Leirutangi 14 | 270 Mosfellsbær | Sími 861 7177 | www.henra.is
Vagnar - Kerrur - Varahlutir
og góð þjónusta
• S
• Hagstætt verð beint frá
framleiðenda
• Stuttur afgreiðslutími
tyrkleiki og ending
Elsta kaupfélaginu slitið
Kaupfélag Þingeyinga náði 135 ára aldri Ekki verið með starfsemi í 18 ár
Ákveðið hefur verið að slíta elsta
samvinnufélagi landsins, Kaupfélagi
Þingeyinga. Félagið hefur ekki haft
rekstur með höndum í átján ár. Það á
engar eignir og skuldar engum neitt,
að því best er vitað.
Kaupfélag Þingeyinga var stofnað
á Þverá í Laxárdal 20. febrúar 1882
og er því 135 ára gamalt. Á tuttugu
ára afmæli þess var Sambandskaup-
félag Þingeyinga stofnað á Ystafelli í
Köldukinn en það varð síðar að Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga, SÍS.
Kaupfélag Þingeyinga var með
fjölbreytta atvinnustarfsemi á síð-
ustu öld, eins og mörg kaupfélög á
þeim tíma. Það rak mjólkursamlag,
sláturhús með kjötvinnslu og fjöl-
breytta verslun á Húsavík og víðar á
félagssvæðinu. Það var stærsti hlut-
hafinn í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur
og undir það síðasta hluthafi í ný-
sköpunarfélaginu Aldin sem fram-
leiddi vörur úr innfluttum trjám. Fé-
lagið komst í greiðsluþrot á árinu
1999 og fékk heimild til greiðslu-
stöðvunar.
Enginn tapaði á uppgjörinu
Allar eignir félagsins voru seldar
og skuldir greiddar og það hætti
starfsemi. Kaupfélag Eyfirðinga
keypti mjólkursamlagið og slátur-
húsið. Tryggvi Finnsson, sem sæti á í
stjórn KÞ og er annar af tveimur lög-
giltum skilanefndarmönnum félags-
ins, segir að söluandvirði eignanna
hafi nokkurn veginn dugað fyrir
skuldum og enginn sem átti inni fé
hjá félaginu hafi tapað á þessu
skuldauppgjöri.
Félagið hefur starfað síðan, án
þess að hafa nokkra starfsemi.
Tryggvi segir að það hafi staðið í
fólki að leggja þetta fornfræga félag
formlega niður. Komið hafi til tals að
sameina það við KEA en ekki verið
áhugi á því. Einnig hafi verið athug-
að með að finna því annað hlutverk.
Það hafi heldur ekki gengið upp.
Segir hann erfitt að halda úti félagi
nema félagsmennirnir hafi allir sömu
hagmunina. Í KÞ eru á annað þúsund
félagsmenn sem dreifðir eru um all-
an heim.
Töluverður kostnaður er við að
halda úti félagi, halda þarf aðalfundi
og auglýsa þá með ákveðnum hætti.
Niðurstaðan varð að slíta félaginu og
var það samþykkt á félagsfundum
sem haldnir voru í mars og apríl sl.
helgi@mbl.is
Kaupfélagshúsið Aðal-versl-
unarhús KÞ í miðbæ Húsavíkur.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al-
þingis fundar áfram í dag um tillögu
dómsmálaráðherra um skipan dóm-
ara í væntanlegan Landsrétt. Njáll
Trausti Friðbertsson, starfandi for-
maður nefndarinnar, sagðist í gær-
kvöldi eiga von á að niðurstaða fengist
í dag. Stefnt er að þingslitum í kvöld.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
fundaði í gær um tillögu Sigríðar Á.
Andersen dómsmálaráðherra til Al-
þingis um skipun fimmtán dómara í
Landsrétt. Ráðherra hyggst víkja frá
tillögu sérstakrar dómnefndar um
hæfi umsækjenda með því að skipa
fjóra umsækjendur sem nefndin taldi
ekki í hópi þeirra hæfustu.
Deilt var um það í gær hvort ráð-
herrann færi að lögum.
Sigríður kom á fund stjórnskipun-
ar- og eftirlitsnefndarinnar sem einn-
ig kallaði til formann dómnefndarinn-
ar, sérfræðinga í stjórnskipunarrétti
og formenn Lögmannafélags Íslands
og Dómarafélags Íslands.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG,
sem tekur þátt í störfum nefndarinn-
ar í þessu máli, lagði til í gær að Al-
þingi myndi fresta afgreiðslu tillög-
unnar og óska eftir frekari gögnum.
Ef greiða á atkvæði um tillögu ráð-
herrans þarf það að gerast í dag.
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti
Alþingis, segir stefnt að þingfrestun í
dag.
Í gær lauk umræðu um fjármála-
áætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin
2018-2022 auk fjölmargra annarra
mála en atvæðagreiðslu var frestað.
Fundað var fram eftir kvöldi í gær-
kvöldi og halda umræður áfram í dag
og þá verða jafnframt greidd atkvæði
um þau mál sem útrædd eru.
helgi@mbl.is »38
Stefnt að þingfrestun í dag
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ekki lokið
umræðu um tillögu ráðherra um skipan dómara í Landsrétt
Landsréttur
» Nýr áfrýjunardómstóll,
Landsréttur, á að taka til starfa
10. janúar 2018.
» Skipaðir verða 15 dómarar.
37 sóttu um embættin en þrír
drógu umsóknir sínar til baka.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
komist að þeirri niðurstöðu að rík-
inu hafi verið óheimilt að skerða
laun fimm ljósmæðra, sem störfuðu
á Landspítalanum á því tímabili
sem verkfallsaðgerðir Ljósmæðra-
félags Íslands stóðu yfir árið 2015,
með þeim hætti sem gert var. Rík-
inu beri að greiða ljósmæðrunum
fjárhæðir sem nema hinni ólög-
mætu skerðingu ásamt drátt-
arvöxtum, auk málskostnaðar.
Dómur var kveðinn upp í málinu
í gær af Ingiríði Lúðvíksdóttur,
settum héraðsdómara. Fram kem-
ur í frétt frá Bandalagi háskóla-
manna (BHM) að héraðsdómur
telji að aðferð ríkisins við að
reikna út laun ljósmæðranna hafi
hvorki staðist ákvæði kjarasamn-
ings né meginreglur vinnuréttar.
Ríkinu hafi borið að reikna þeim
laun út frá því hversu hátt hlutfall
vinnuskyldu sinnar þær inntu af
hendi á verkfallstímanum. Störfin
hafi verið unnin, vinnutímarnir
inntir af hendi og fyrir það eigi að
greiða laun, segir m.a. í niðurstöðu
héraðsdóms skv. frétt BHM. Fall-
ist er í einu og öllu á kröfur stefn-
enda hvað varðar fjárhæðir van-
goldinna launa og að auki er ríkið
dæmt til að greiða hverri og einni
þeirra 250 þúsund krónur í máls-
kostnað.
Dómurinn hefur fordæmisgildi
„Ljóst er að niðurstaða héraðs-
dóms hefur fordæmisgildi gagnvart
öðrum ljósmæðrum sem sættu hlið-
stæðum launaskerðingum og ljós-
mæðurnar fimm sem höfðuðu mál-
ið. Þá mun niðurstaðan hafa
fordæmisgildi gagnvart öðrum fag-
stéttum sem vinna vaktavinnu á
Landspítala og sættu launaskerð-
ingum líkt og ljósmæður í verkfall-
inu árið 2015.
Bandalag háskólamanna og hlut-
aðeigandi stéttarfélög munu fylgja
því fast eftir að félagsmenn sem
brotið hefur verið á fái hlut sinn
leiðréttan,“ segir í frétt BHM.
Fallist á
kröfur
ljósmæðra
Ríkið greiði þeim
vangoldin laun
Morgunblaðið/Ómar
Ljósmæður Frá verkfallinu 2015.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Í dag er síðasti dagur maímánaðar
og mánuðurinn getur slegið tvö
met. Hann getur orðið bæði hlýjasti
og úrkomusamasti maímánuður á
þessari öld.
„Útlit er fyrir að maímánuður
2017 verði meðal þeirra hlýjustu
frá því að mælingar hófust – en þó
ekki methlýr. Hann á enn mögu-
leika á að verða sá hlýjasti á öld-
inni,“ segir Trausti Jónsson veð-
urfræðingur á Moggablogginu.
Landsmeðalhiti í byggð stendur
nú í 7,3 stigum (gæti orðið 7,4), en á
landsvísu varð hlýjast á öldinni
(hingað til) í maí 2008, 7,2 stig,
segir Trausti. Standi 7,3 stig þurfi
að fara aftur til 1946 til að finna
hærri tölu, 7,4 stig. Svo hlýtt varð
1946 – og einnig 1928. Enn hlýrra
var í maí 1939 (7,5 stig) og 1935 (7,6
stig). „En þó að meti verði ekki náð
er árangurinn samt mjög góður,“
segir Trausti.
Á einstökum stöðvum er meðal-
hiti það sem af er hæstur í Öræfa-
sveitinni. Í Skaftafelli er hann 9,1
stig og 9,2 stig við Sandfell.
Þegar einn dagur er eftir af
mánuðinum hefur úrkoma í Reykja-
vík mælst 80,3 millimetrar og hefur
aðeins einu sinni mælst meiri í maí
á öldinni að sögn Trausta. Mán-
uðurinn á reyndar enn möguleika á
að komast fram úr maí 2001 (87,1
mm), í maí 1999 mældist úrkoman
86,5 mm. En sé leitað lengra aftur
kemur í ljós nokkur fjöldi úrkomu-
samari mánaða. Maí 2001 er í 9.
sæti og á toppnum er maí 1989,
þegar úrkoma mánaðarins mældist
126,0 millimetrar.
Á Akureyri er staðan nær meti –
þar hafa nú mælst 57,6 millimetrar
og hefur úrkoma í maí aðeins tvisv-
ar mælst meiri, 1929 og 1985. Til að
slá þau met þarf ekki mikið að bæt-
ast við þennan sólarhring sem eftir
er að sögn Trausta.
Meðalvindhraði á landsvísu í maí
er nú 5,4 m/s – það er í meira lagi
en nokkuð frá meti. Vindur var
sjónarmun meiri í maí 2015 og tals-
vert meiri bæði 2011 og 2009.
Maímánuður er í metaham
Morgunblaðið/Ófeigur