Morgunblaðið - 31.05.2017, Page 20

Morgunblaðið - 31.05.2017, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is ALDE hitabúnaður, gólfhiti, aukin burðargeta (max 2000kg), 12V kerfi, TFT stjórnskjár, sjónvarps- armur. Thulemarkísa (4x2,5m). Raðnúmer 256198 KOMDUOG SJÁÐU! BY 560 CFE PREMIUM Glæsilegt nýtt hjólhýsi af flottustu gerð! Besta verðið! 5.490.000 Biðsalur eftir betra lífi auk þess sem sex ára gömul systur- dóttir móðurinnar er einnig í þeirra umsjá. „Öll fjölskyldan er í raun á skóla- aldri í okkar huga,“ segir Michai- lidou. Hún segir að því sé stundum þannig farið að foreldrar unglings- stúlkna telji að betra sé að gefa dætur sínar í hjónabönd en að þær eigi á hættu að verða fyrir kynferð- islegu ofbeldi eða öðru á flóttanum. „En þetta eru bara börn,“ bætir hún við. Búðir og skýli fyrir flóttafólk á Lesbos eiga aðeins að vera tíma- bundin úrræði en vegna skorts á úr- ræðum á meginlandinu er flóttafólk- ið á Lesbos í 7-15 mánuði. Þær Michailidou og Kitidi segja að í mörgum tilvikum sé mjög erfitt fyr- ir börn sem fullorðna að aðlagast aðstæðum á Lesbos, þar sem þau vita að þetta er aðeins tímabundið úrræði. „Þau velta fyrir sér hvers vegna þau séu yfir höfuð að leggja þetta á sig, þar sem úrræðið er aðeins tíma- bundið. Náminu hér lýkur kannski jafn skyndilega og það hófst. En ekkert bendir til þess að biðtíminn sé að styttast og því er allt útlit fyrir að þau muni búa við þessar að- stæður áfram,“ segir Michailidou. Antonios Zeimpekis, fram- kvæmdastjóri mannúðarsamtak- anna Iliahtida (NGO), sem reka átta heimili fyrir börn og fjölskyldur á flótta á Lesbos, segir að miðað sé við að ekki séu fleiri en sextán börn á flótta á hverju heimili sem Ilia- htida rekur og þá séu starfsmenn- irnir 14 talsins, en þeir vinna á þrí- skiptum vöktum allan sólarhringinn. Reynt er að koma börnum á svip- uðum aldri fyrir á sama stað og eins er horft til þess hvaðan þau koma. Ekki bara til þess að einfalda túlka- þjónustu heldur til þess að tryggja að ólíkum hópum sé ekki att saman. Börnin og unglingarnir komi nefni- lega víða að þrátt fyrir að flest þeirra séu frá Sýrlandi, Pakistan, Írak og Afganistan. Iliahtida nýtur stuðnings frá Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), en eitt af heimilunum átta er rekið í nafni UNICEF. Þrátt fyrir að íbúar Lesbos hafi almennt tekið flóttafólkinu sem þangað hefur komið vel er það ekki algilt og segir Zeimpekis að til þess að tryggja bætt samskipti við heimamenn séu flestir starfsmenn Iliahtida frá Lesbos, en mikið at- vinnuleysi er meðal kennara og þeirra sem vinna við umönnun á eyj- unni, líkt og alls staðar í Grikklandi. Á vegum samtakana er rekin þrenns konar starfsemi, en alls er rými fyrir 155 börn og unglinga á aldrinum 11 til 18 ára hjá Iliahtida á Lesbos. Í öðrum úrræðum á vegum Ilia- htida á Lesbos er rými fyrir 400 manns; bæði einstaklinga á aldr- inum 18 til 23 ára og síðan fjöl- skyldur. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Zeimpek- is fyrr í mánuðinum var fullt út að dyrum í hverju athvarfi en unnið er að því að fjölga rýmum í 600 á næstu mánuðum. „Með því að ráða fólk til starfa hjá okkur sem býr hér á Lesbos sýnum við stuðning við samfélagið hér. Það er mikilvægt þegar at- vinnuástandið er jafn slæmt og ver- ið hefur undanfarin ár vegna efna- hagskreppunnar. Í öðru lagi búa flestir skjólstæðingar okkar í íbúð- um sem stóðu auðar. Með því að leigja þær sköpum við eigendum þeirra tekjur. Í þriðja lagi kaupum við nánast allt sem við þurfum hér á Lesbos. Þetta er mjög mikilvægt og jákvætt fyrir alla, held ég,“ segir Zeimpekis, en hann hefur búið á Lesbos frá árinu 2002. Annað sem hann segir mikilvægt varðandi samskipti flóttafólks, sem hefur margt verið mun lengur á Lesbos en það ætlaði, og heima- manna er að fjölskyldur búa í íbúð- um úti um allt. „Við leigjum ekki heilu fjölbýlis- húsin eins og við vitum að er gert sums staðar. Með því komum við í veg fyrir að þau verði auðveld skot- mörk rasista. Þetta eykur líka lík- urnar á að flóttafólkið kynnist ná- grönnum og dregur úr líkum á hatri. Því hatur byggir yfirleitt á fá- fræði. Þú óttast það sem þú þekkir ekki en um leið og þú kynnist fólki hverfur hræðslan,“ segir Zeimpekis. Hann segir að fólk eigi ekki að láta reiði sína, til að mynda vegna efnahagsástandsins, bitna á flótta- fólki heldur miklu frekar á stjórn- völdum, sem ekki hafi alltaf staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Að sögn Zeimpekis reyna sam- tökin að auka samskipti á milli flóttafólks og heimamanna. „Flestir þeirra sem eru á flótta eru fórnarlömb stríðs og það er mik- ilvægt að fólk hér geri sér grein fyr- ir því. Þetta eru ekki glæpamenn heldur fólk sem hefur gengið í gegn- um hörmungar og þarf á stuðningi að halda.“ Alls starfa 190 manns hjá Ilia- htida á Lesbos og um 300 í Norður- Grikklandi, þar sem samtökin reka nokkur heimili fyrir flóttafólk. Stór hluti þeirra flóttamanna sem búa á heimilum sem Iliahtida rekur eru ungir karlar. Margir þeirra segjast vera yngri en átján ára þeg- ar þeir koma til Lesbos og skrá sig inn í landið þrátt fyrir að vera eldri. Einfaldlega vegna þess að þá telji þeir líklegra að fá hjálp og heimild til þess að setjast að í Evrópu. Zeimpekis segir að þeir séu sjaldan sendir í aldursgreiningu, svo sem á tönnum líkt og gert er víða, enda tímafrekt og kostnaðarsamt og sam- tökin vilji frekar nýta peningana í að styðja við bakið á flóttafólki. Einfaldlega mannvonska „Þeir þurfa líka á hjálp að halda hvort heldur sem þeir eru 16 ára eða 18 ára. Við reynum að hýsa ald- urshópinn 18-23 ára saman og kenn- um þeim að standa á eigin fótum. Til að mynda að elda, þrífa og þvo þvott. Aftur á móti er sorglegt að hugsa til þess að þar sem kunnátta þeirra í grísku og mjög oft ensku er afar takmörkuð eiga þeir litla mögu- leika í grísku samfélagi. Því það er nánast vonlaust að fá vinnu ef fólk talar hvorki grísku né ensku. Að minnsta kosti vinnu sem krefst þess að fólk tjái sig. Á sama tíma er sleg- ist um hvert starf sem losnar, þann- ig að staða þeirra er oft slæm og veldur þeim vonbrigðum. En við getum ekki hent fólki út á gaddinn þegar það verður 18 ára. Það er ein- faldlega mannvonska,“ segir Zeim- pekis og bætir við að sjálfsbjarg- arviðleitnin hafi komið fólkinu til Evrópu og það beri að meta. „Á sama tíma verðum við að koma fram við þá sem karlmenn en ekki drengi. Það er heimskulegt að ímynda sér að ungir menn, sem hafa kannski þurft að bjarga sér í fimm ár, fari eftir reglum eins og að fara að sofa fyrir klukkan 22 á kvöldin.“ Flestir þeirra flóttamanna sem koma til Evrópu koma til Ítalíu og Grikklands. Yfir 60 þúsund flótta- menn eru í Grikklandi um þessar mundir og frá áramótum hafa yfir 1.500 manns drukknað á flóttanum, flestir á sjóleiðinni milli Ítalíu og Líbíu. Þrátt fyrir tilmæli Evrópusam- bandsins um að ríki ESB deili ábyrgðinni á komu flóttafólks er enn verið að senda flóttafólk sem hefur komist lengra inn í Evrópu aftur til þessara tveggja ríkja á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Við- mælendur Morgunblaðsins eru sam- mála um að erfitt sé að sjá önnur ríki líta undan og láta Grikki og Ítali bera ábyrgðina vegna legu sinnar. börn eru á flótta í Grikklandi um þessar mundir. Af þeim eru um það bil 2.000 ein á flóttanum.Af þeim börnum sem eru á flótta en bíða í Grikklandi njóta 2.500 einhverrar formlegrar skólagöngu. börn voru send til annarra ríkja á tímabilinu 4. nóvember 2016 til 31. mars 2017. Þar á meðal voru 245 börn sem annað hvort voru ein á flóttanum eða höfðu orðið viðskila við fjölskyldur sínar. börn sem voru á flótta með öðrum voru send til Tyrklands á grundvelli samkomulags ESB og Tyrkja frá því í mars í fyrra þar til í lok mars í ár. 20.300 Börn á flótta í Grikklandi Lykiltölur frá 31.mars 2017 4.865 59 Finnland Spánn Holland Lúxemborg Noregur Belgía Írland Sviss Þýskaland Portúgal Fjöldi barna sem hafa verið flutt til annarra landa Flóttamenn sendir til annarra ríkja frá Grikklandi 107 26 26 21 20 16 14 9 4 2 1 1 1 4 2 1 8 Börn 4.865 Fullorðnir 6.420 Flutt til annarra landa Unnið að flutningi 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Hælisumsóknir barna janúar 2016 – mars 2017 Fjöldi barna sem komu til Grikklands sjóleiðina apríl 2016 til mars 2017 jan. ‘16 feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sep. okt. nóv. des. jan. feb. mars ‘17 Börn sem eru í fylgd með fullorðnum Börn sem eru ein á flótta Heildarfjöldi barna Börn ein á ferð apríl ‘16 maí júní júlí ágúst sep. okt. nóv. des. jan. feb. mars ‘17 þeirra barna sem komu sjóleiðina á þessu tímabili eru ein á flótta. 17% H ei m ild :U N IC EF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.