Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 25
Tengsl sjávarfangs
við minnkaða
áhættu krabbameina
Krabbameinsfélagið býður upp á erindi um tengsl sjávar-
fangs í mataræði við krabbamein. Kynningin er fimmtu-
daginn 1. júní, frá kl. 12–12:40, í Háalofti í Hörpu.
Fundarstjóri: Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmdastjóri SFS.
Heilsusamlegir lífshættir draga
úr líkum á krabbameini
Valgerður Sigurðardóttir,
krabbameinslæknir og formaður
stjórnar Krabbameinsfélags Íslands.
Rannsóknir hafa sýnt að draga megi úr
líkum á krabbameini með hollri fæðu og
daglegri hreyfingu. Fyrir Evrópubúa hefur
verið áætlað að þeir sem tileinka sér
heilsusamlega lífshætti geti minnkað líkur
á krabbameini um allt að helming.
Tengsl sjávarfangs
og krabbameina
Jóhanna E. Torfadóttir,
löggiltur næringarfræðingur og doktor
í lýðheilsuvísindum við Miðstöð
lýðheilsuvísinda Háskóla Íslands.
Jóhanna kynnir nýja skýrslu sem unnin
var fyrir Krabbameinsfélagið. Þar er farið
yfir helstu rannsóknir á tengslum fisk-
neyslu við krabbameinsáhættu og
framgang sjúkdómsins, með áherslu á
krabbamein í brjóstum og blöðruhálskirtli.
Fæðuvenjur á mismunandi
æviskeiðum og áhætta
á brjóstakrabbameini
Álfheiður Haraldsdóttir,
lýðheilsufræðingur og doktorsnemi
í lýðheilsuvísindum.
Álfheiður kynnir niðurstöður úr doktors-
verkefni sínu, um áhrif íslensks matar-
æðis á áhættu á brjóstakrabbameini.
Fundurinn er öllum opinn og ókeypis.
Skráðu þig gegnum krabb@krabb.is
í síðasta lagi 31. maí.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Líklega er elsta íslenska skrofan
fundin. Ingvar Atli Sigurðsson, for-
stöðumaður Náttúrustofu Suður-
lands, fór fyrstu ferð sumarsins á vit
skrofanna í Ystakletti í Vestmanna-
eyjum um síðustu helgi. Skrofuverk-
efnið hófst 2006 og er það unnið í
samstarfi við Jacob Gonzalez-Solis
við Barselónaháskóla og Yann Kol-
beinsson hjá Náttúrustofu Norð-
austurlands.
Ingvar náði nú skrofu sem Jóhann
Óli Hilmarsson merkti sem fullorð-
inn varpfugl 10. júní 1991, fyrir 26
árum. Skrofur byrja yfirleitt varp
6-7 ára gamlar og því er líklegt að
fuglinn verði minnst 32 ára í sumar.
„Samkvæmt upplýsingum frá
Náttúrufræðistofnun Íslands var
elsta íslenska skrofa sem vitað er um
fugl sem merktur var 29. júlí 1974 og
skotinn ólöglega 21. mars 1997, tæp-
lega 23 árum síðar. Þessi nýi fugl er
því að bæta íslenska aldursmetið um
þrjú ár,“ segir í frétt á heimasíðu
Náttúrustofunnar (nattsud.is).
Dægurritar skrá ferðirnar
Í vor náðust skrofur í öðrum hol-
um en þeim sem þær hafa orpið í
undanfarin ár. Ingvar sagði að ekk-
ert hefði verið að holunum sem þær
urpu í áður.
„Sennilega hefur makinn drepist
og skrofan fundið sér maka í næstu
holu. Holurnar eru nálægt hver ann-
arri og við erum með marga merkta
fugla þarna. Það hefur gerst alla
vega þrisvar að við höfum fengið
merktan fugl sem hefur flutt í holu
nálægt á þeirri þar sem hann bjó.
Hann hefur þá líklega misst maka
sinn og fundið sér nýjan maka í ná-
lægri holu,“ sagði Ingvar.
Í fyrrasumar voru dægurritar
settir á 17 skrofur og verður reynt að
endurheimta þá í sumar og lesa af
þeim. Dægurriti er lítið tæki sem
skráir sólarganginn. Gögnin gefa til
kynna hvar hann hefur verið staddur
á hverjum tíma, með undantekningu
á jafndægri en þá eru gögnin óná-
kvæm.
Dægurritagögnin sýna að skrofan
sé mjög langförul. Farleið hennar
slagar upp í farflug kríunnar. Sumar
skrofur fara alveg niður undir Eld-
land, suðurodda Suður-Ameríku, en
annars eru þær rétt við landamæri
Brasilíu og Argentínu á veturna.
Verpir bara í Vestmannaeyjum
„Skrofan er lítið þekktur fugl og
fæstir sjá hana. Hún verpir bara í
Vestmannaeyjum hér á landi og það
er nyrsta varp skrofunnar. Skrofan
sést yfirleitt ekki á daginn nema hér
utan við Ystaklett og fyrir utan
Garðskaga þar sem hún er í fæðuöfl-
un. Vestmannaeyjaskrofurnar taka
hring um Reykjanesið og inn á Faxa-
flóa,“ sagði Ingvar. Aðalfæða skrof-
unnar eru krabbadýr, áta, í yfirborði
sjávar. Stærsti hluti skrofustofnsins
verpir á Bretlandseyjum. Hún verp-
ir líka í Færeyjum og svo á Kanarí-
eyjum, Madeira og Azor-eyjum.
Í kringum 1990 var áætlað að hér
yrpu um 6.000 skrofupör. Talið er að
eitthvað hafi fækkað í stofninum.
Stefnt er að því að telja skrofustofn-
inn í sumar eða næsta sumar.
Sumarið 2007 varð vart við að villi-
köttur veiddi skrofur í Ystakletti.
Það var læða sem hafði gotið 5-6
kettlingum í holu skrofu sem var
með tæki frá Náttúrustofunni. Fugl-
inn hefur ekki sést síðan. Kötturinn
settist að í holunni og veiddi sér og
kettlingunum til matar. Ingvar sagð-
ist stundum hafa séð villiketti í Ysta-
kletti síðan en ekki hefði orðið vart
mikils fugladauða af þeirra völdum.
Einstæðar ná
í nýja maka
Elsta íslenska skrofan líklega fundin
Farflug skrofu slagar upp í flug kríu
Ljósmynd/Ingvar A. Sigurðsson
Í Ystakletti Ingvar A. Sigurðsson með skrofu. Vestmannaeyjar eru nyrsti
varpstaður skrofunnar. Í vor var handsömuð skrofa sem líklega er 32 ára.
Ljósmynd/Ingvar A. Sigurðsson
Skrofuflug Myndin sýnir nánast óyfirfarin gögn úr dægurrita skrofu. Óná-
kvæm gögn frá fjórum vikum í kringum jafndægur á vori og hausti voru
fjarlægð. Dægurritinn skráir birtu og tíma og þannig fæst staðsetning.
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017
Bjarni Bene-
diktsson for-
sætisráðherra
hefur und-
anfarna daga
átt tvíhliða
fundi með
forsætis-
ráðherrum
hinna norrænu
ríkjanna í
tengslum við sumarfund ráð-
herranna sem haldinn hefur verið
í Bergen í Noregi.
Skiptust ráðherrarnir á upplýs-
ingum varðandi stöðu efnahags-
mála, vinnumarkað, málefni
tengd ferðaþjónustu, auk innflytj-
enda- og hælisleitendamála. Þá
var útganga Bretlands úr Evr-
ópusambandinu einnig rædd, sem
og nýafstaðinn leiðtogafundur
NATO í Brussel.
Í gær kynntu forsætisráðherr-
arnir verkefnið „Norrænar lausn-
ir á hnattrænum viðfangsefnum“
en verkefnið byggist á norrænum
lausnum við alþjóðlegum áskor-
unum.
Sömuleiðis sátu ráðherrarnir
fund með forseta Norður-
landaráðs og framkvæmdastjóra
Norrænu ráðherranefndarinnar
þar sem málefni Norðurlanda
voru rædd, sem og hugmyndir
um eflingu norræns samstarfs.
Tvíhliða viðræður í tengslum við
fund forsætisráðherra Norðurlanda
Bjarni
Benediktsson
Þjóðaröryggi í
nýju ljósi er yfir-
skrift erindis sem
Guðlaugur Þór
Þórðarson
utanríkisráð-
herra flytur á
fundi Varðbergs,
félags um vest-
ræna samvinnu
og alþjóðamál, á
morgun, fimmtudaginn 1. júní kl. 12-
13 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns-
ins. Í tilkynningu segir að á undan-
förnum þremur árum hafi orðið
breytingar í öryggismálum í Evr-
ópu. Innan NATO beinist athygli að
öryggi á N-Atlantshafi að nýju.
Utanríkisráðherra
á Varðbergsfundi
Guðlaugur Þór
Þórðarson