Morgunblaðið - 31.05.2017, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.05.2017, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 HEFUR OPNAÐ STOFU Í KLÍNÍKINNI ÁRMÚLA 9 Sérgrein: Lýtalækningar Kári hefur undanfarin 6 ár starfað í Kaupmannahöfn en snýr nú aftur heim með mikla reynslu innan fegrunaraðgerða, svo sem brjóstastækkanir, brjóstalyftingar, brjóstaminnkanir, svuntuaðgerðir, fitusog, andlitslyftingar, augnloksaðgerðir auk sprautumeðferða með Botox og fylliefnum. Tímapantanir í síma: 519 7000 Kári Knútsson, Sérfræðingur í lýta- og fegrunarlækningum Klíníkin Ármúla · Ármúla 9 · 108 Reykjavík · Ísland · www.klinikin.is 31. maí 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 99.61 100.09 99.85 Sterlingspund 127.92 128.54 128.23 Kanadadalur 74.02 74.46 74.24 Dönsk króna 14.968 15.056 15.012 Norsk króna 11.855 11.925 11.89 Sænsk króna 11.457 11.525 11.491 Svissn. franki 102.29 102.87 102.58 Japanskt jen 0.8944 0.8996 0.897 SDR 137.46 138.28 137.87 Evra 111.39 112.01 111.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 138.7318 Hrávöruverð Gull 1262.8 ($/únsa) Ál 1949.0 ($/tonn) LME Hráolía 52.24 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Almar Guðmunds- son lét í gær óvænt af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, en hann hefur gegnt starfinu í tæp þrjú ár. Í tilkynningu frá SI kemur fram að stjórn samtakanna hafi gert starfsloka- samning við Almar. Jón Bjarni Gunnarsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri SI, hefur þegar tek- ið við og mun hann gegna starfi framkvæmdastjóra tímabundið. Í tilkynningunni er haft eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni SI, að Almar hafi tekið þátt í miklu umbreytingarstarfi hjá samtökunum og gegnt lykilhlutverki í að auka slagkraft þeirra og sýnileika. „Stjórnin mat það hins vegar sem svo að þetta væri rétti tíminn til að leita að nýj- um aðila til að leiða daglegt starf sam- takanna og byggja ofan á góðan árangur Almars.“ Framkvæmdastjóri SI lætur af störfum Almar Guðmundsson STUTT BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Það á enn eftir að koma í ljós hvar í heiminum leiðandi fyrirtæki í líftækni munu spretta. Lög og reglur geta ýmist ýtt undir slíka starfsemi eða kveðið hana í kútinn, að sögn Arvind Gupta, fjárfestis í líftækni. Hann segir að löggjöfin í Evrópu á þessu sviði sé þung í vöf- um og því hafa mörg slík fyrir- tæki ekki náð flugi. Það skipti til að mynda máli hvernig rann- sóknir á stofn- frumum vísindamönnum sé heimilt að stunda. „Það virðist ekki fylgja því mikil áhætta að löggafinn banni eitt og ann- að. Hvað getur farið úrskeiðis? Jú, at- vinnuvegur sem skapar vel borguð störf getur dregist hratt aftur úr,“ segir Gupta í samtali við Morgunblað- ið. Áhættufjárfestir í líftækni Hann er meðeigandi í bandaríska áhættufjárfestingafyrirtækinu SOS- ventures og stofnandi viðskipta- hraðalsins IndieBio, sem fjárfestir í líftæknifyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu skref. Gupta mun flytja erindi á Startup Iceland sem fram fer í Hörpu í dag. Gupta hefur heimsótt Ísland við ýmis tækifæri undanfarin ellefu ár, enda kvæntur íslenskri konu. „Ísland er einstakur staður fyrir líftækni,“ segir Gupta og nefnir að DeCode hafi náð langt og að íslenska genamengið hafi sérstöðu vegna ein- angrunar. Hann hyggst ræða við að minnsta kosti þrjú líftæknifyrirtæki meðan á dvöl hans stendur í tengslum við Startup Iceland. Kjöt án landbúnaðar Hann segir að með líffræðina að vopni megi leysa mörg af stærstu vandamálum jarðarinnar. Það ætti ekki að þurfa, með réttu tækninni, að fella skóga til að búa til pálmaolíu eða rækta kýr til slátrunar til að nálgast dýraprótein. Gupta hvetur líffræð- inga til þess að leggja hönd á plóg við nýsköpun en margir líffræðingar stefna á að verða kennarar við há- skóla, eins og sakir standa. Þeim standi fleiri dyr opnar. Kostnaður lækkar Mikil tækifæri eru að skapast til að fjárfesta í líftækni, að hans sögn, vegna þess að kostnaðurinn við rann- sóknir hefur lækkað umtalsvert. Áð- ur fyrr hafi það verið fjárfrekt að setja slík fyrirtæki á stofn. Á sama tíma vex þekking á sviði líftækni sem skapi sömuleiðis tækifæri. „Hug- mynd okkar er að aðstoða vísinda- menn við að verða frumkvöðlar. Við leggjum til 250 þúsund dollara til að byrja með og ef vel gengur getum við lagt fram fram allt að tvær milljónir dollara. Auk þess sem alla jafna er sótt um 2,1 milljón dollara til annarra áhættufjárfesta,“ segir hann. Fyrir- tækið hefur fjárfest í 65 fyrirtækjum frá stofnun fyrir tveimur árum. „Fjárfestingar í líftækni eru áhættusamar. Og það þarf dýpri þekkingu til að ná langt á þessu sviði, það nægir ekki að hafa fulla vasa fjár,“ segir Gupta. Aðspurður með hvaða hætti há- skólar geti fóstrað nýsköpun segir hann að það hafi reynst vel í Banda- ríkjunum að þar sé hægt að sækja um opinbera styrki til þess að stunda ein- faldar rannsóknir á einhverju gagn- legu og ef vel tekst upp er mögulegt að fá frekara fjármagn. „Það er frá- bær byrjun,“ segir hann. Evrópsk löggjöf hefur hamlað nýsköpun í líftækni Morgunblaðið/Kristinn Nýsköpun Fjárfestingartækifæri eru að skapast í líftækni þar sem rannsóknarkostnaður hefur lækkað umtalsvert.  Bandarískur fjárfestir segir að Ísland sé einstakur staður fyrir líftækni Arvind Gupta Hagnaður fasteignafélagsins Regins nam 620 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins. Það er 17% minni hagnaður en á sama ársfjórðungi í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir mats- breytingar og afskriftir jókst hins vegar um 2% á milli ára og var 1.020 milljónir króna. Matsbreyting fjárfestingareigna nam 331 milljón á fyrsta ársfjórðungi en hún var 551 milljón króna í sama árshluta í fyrra. Rekstrartekjur Regins námu 1.643 milljónum króna og þar af námu leigutekjur 1.523 milljónum. Hækkun leigutekna á milli ára er rúmlega 9%. Í afkomutilkynningu Regins til Kaup- hallar kemur fram að áhrif yfirstand- andi umbreytinga í Smáralind séu nú í hámarki, en verslunarmiðstöðin er stærsta eign félagsins. Þau áhrif felist í tímabundið lægri tekjum og hærri rekstrarkostnaði á um fjórðungi leigj- anlegra fermetra í Smáralind. Bókfært virði fjárfestingareigna var 84,1 milljarður króna í lok árs- fjórðungsins, en fasteignasafnið er metið á gangvirði í lok hvers upp- gjörstímabils í samræmi við alþjóð- lega reikningsskilastaðla. Fjöldi fast- eigna í lok tímabilsins var 121 og heildarfermetrafjöldi þeirra eigna var um 314 þúsund. Útleiguhlutfall á safni Regins er um 95% miðað við þær tekjur sem 100% útleiga gæfi. Skuldsetning sem hlutfall af fjár- festingareignum var 59% í lok mars og eiginfjárhlutfallið var 35%. Í Kauphallartilkynningunni segir að stjórnendur Regins telji að horfur í rekstri séu góðar og að ekki séu vís- bendingar um annað en að áætlanir félagsins standist í öllum aðalatriðum. Morgunblaðið/RAX Reginn Helgi S. Gunnarsson for- stjóri telur horfur í rekstri góðar. Reginn hagnast um 620 milljónir  Umbreytingar í Smáralind hafa tímabundin áhrif
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.