Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Óhugnað-arverkin íManchester urðu til þess að hlé var gert á kosn- ingabaráttu í Bret- landi. Nú er aðeins rúm vika í kosningar og baráttan komin á fullt skrið. Forystumenn stjórnmálaflokkanna forðuðust eðlilega allar spurningar um hver væru líkleg áhrif atburð- anna á niðurstöðu kosning- anna. Nokkrir fréttaskýrendur töldu sig hafa meira svigrúm og svöruðu spurningum um efnið. Þeim bar saman um að þessir atburðir væru líklegir til að styrkja stöðu May for- sætisráðherra. Hún væri ímynd stöðugleikans á meðan andstæðingurinn Corbyn, leið- togi Verkamannaflokksins, þætti vaklandi og veikur leið- togi og með dapra ímynd sem gæslumaður laga og réttar. Það kom því á óvart þegar fyrstu kannanir eftir árásirnar virtust sýna að bilið á milli stærstu flokkanna hefði minnkað mjög verulega. Greinendur gáfu þær skýr- ingar á þessu að forsætisráð- herrann, sem áður hafði gegnt embætti innanríkisráðherra, með öryggis- og lögreglumál á sínu forræði, bæri óskil- greinda sök á því að illvirkj- anum hefði tekist ætlunarverk sitt. Það ýtti undir vangavelt- ur af þessum toga að upplýst var að yfirvöld höfðu vitað sitt- hvað um tilræðismanninn. Hann hefði þannig farið til Líbíu og Sýrlands. Þá hefði trúarleiðtogi þess safnaðar múslima þar sem Salman Abedi iðkaði trú sína bent lög- reglu á að hafa gætur á hon- um. Samherjar forsætisráð- herrans binda von- ir sínar við að þetta hafi verið fyrstu viðbrögð og þá hafi reiði skilj- anlega blandast við harm og sorg. En kjós- endur þyrftu að horfa á ný til þess hver væri líklegur til að tryggja mest öryggi í Bret- landi og þá myndi staða May forsætisráðherra taka að styrkjast. Síðasta vika var Jeremy Corbyn ekki til framdráttar og hann þótti gera mörg mistök og andstæðingarnir hömruðu um leið á samstarfi hans og samúð með hryðjuverkamönn- um Írska lýðveldishersins á sínum tíma. Skömmu fyrir ódæðið hafði May hins vegar átt við mótbyr að búa vegna mistaka við stefnumörkun varðandi eftirlaunaþega. Mis- tökin þóttu svo stjórnmálalega alvarleg að forsætisráð- herrann taldi sig ekki eiga annan kost en að kúvenda í málinu. Það skaðaði trúverð- ugleika hennar verulega. Það mál hvarf á augabragði í mökkinn sem lagði um allt Bretland frá tónleikahöllinni í Manchester. Einn af stjórnmálaskrif- urum The Telegraph, sem hall- ar sér oftast í átt að Íhalds- flokknum fyrir kosningar, gaf í gær út aðvörun um að vart væri að treysta því að mat al- mennings á Jeremy Corbyn sem leiðtoga myndi sjálfkrafa tryggja forsætisráðherranum góð úrslit. Sá sagði sem svo: „Theresa May byggir allt sitt á því að höfuðandstæðingurinn, Jeremy Corbyn, sé ókjós- anlegur. Sú var einnig sann- færing Hillary Clinton varð- andi sinn andstæðing.“! Vika er til kosninga í Bretlandi og óvissan vex} Úrslit óljósari en áður Það er ekki að-eins að borg- arlínan svokallaða muni kosta tugi eða hundruð millj- arða króna. Það væri svo sem nógu slæmt fyrir skattgreiðendur, sem óhjá- kvæmilega fá að borga brús- ann þrátt fyrir að hafa flestir sýnt í verki að þeir vilja frekar ferðast sjálfir á bíl en með al- menningssamgöngum. Fleira gerir borgarlínu- hugmyndina þó undarlega, ekki síst að hún snýst að öllum líkindum um úrelta tækni. Ey- þór Arnalds kom inn á þetta á fundi Framfarafélagsins um daginn og benti þar á að sjálf- keyrandi bílar væru þegar tæknilegur möguleiki og yrðu ekki minni breyting en snjall- síminn. Sjálfkeyrandi bíllinn muni „stytta farartíma og gera okkur kleift að vera frjálsari, nýta bílastæði betur og fækka slysum. Á sama tíma og heimurinn er að búa sig undir sjálfkeyrandi bíla er hér rætt um að byggja línur og nota lestir. Lína og lest er eins og ritsíminn. Það er lína frá einum stað til ann- ars. Ekkert annað. Bíllinn er eins og internetið. Þú ferð þangað sem þú ætlar þér. Lín- an er 19. aldar hugmynd. Rit- síminn og lestin eru 19. aldar hugmyndir. Bíllinn er 20. ald- ar hugmynd. Sjálfkeyrandi bíllinn er 21. aldar hugmynd. Við getum ekki annað en skipulagt okkur fyrir þessa öld. Annað er tímaskekkja.“ Er ekki tímabært að borgar- yfirvöld fikri sig inn í nýja öld? Borgarlínan er úrelt áður en byrjað er að leggja teinana} Tímaskekkja Þ að hefur læðst að mér sá grunur að það væri eitthvað einstaklega óheilt á bak við öll þessi vinnu- brögð,“ sagði Kristinn Hrafnsson, fyrrverandi talsmaður Wikileaks og samstarfsmaður Julian Assange Wikileaks- stjóra, í viðtali við mbl.is um daginn og átti þar við þá ákvörðum sænskra yfirvalda að reyna að sækja Assange til saka fyrir þvingun, kynferð- islegt áreiti, kynferðislega misbeitingu og nauðgun haustið 2010. Til að komast undan réttvísinni forðaði Ass- ange sér úr landi fyrir hálfu sjöunda ári, hélt til Bretlands og þegar réttvísin sótti að honum þar stökk hann í ekvadoríska sendiráðið, leitaði skjóls hjá alþekktum óþokka, Rafael Correa, sem var forseti Ekvador á þeim tíma og frægur fyrir skerðingu tjáningarfrelsi íbúa landsins og árásir á blaðamenn. Í sendiráðinu hefur Assange svo setið og situr enn, búinn að bíða af sér fyrningu á þeim sökum sem á hann hafa verið bornar. Þrennt er þegar fyrnt, þvingun, kynferðislegt áreiti og kynferðisleg misbeiting, en eftir stendur meint nauðgun. Viðtalið við Kristin Hrafnsson sem vísað er til í upphafi var einmitt tekið vegna þess að sænsk yfirvöld hafa fallið frá rannsókn á nauðgunarákærunni, ekki vegna þess að þau telji Assange saklausan, heldur vegna þess að útséð sé með að hægt verði að rannsaka málið, ekki síst vegna tregðu ekvadorískra stjórnvalda, að því fram kom á blaða- mannafundi Marianne Ny í Stokkhólmi um daginn. Við leit í greinasafni Morgunblaðsins sé ég að þetta er fimmta greinin sem ég skrifa um ódáminn Assange, ódám vegna þess að maður sem beitir konur þvingun, kynferðislegu áreiti og kynferðislegri misbeitingu er ódámur, hvað þá ef hann er líka sekur um nauðgun. Það sem helst hefur vakið gremju mína og verið for- vitnilegast í þessi málavafstri öllu, sem er þó hugsanlega ekki lokið – nauðgun fyrnist á tíu árum í Svíþjóð – hefur verið að fylgjast með því hvernig allskyns fólk sem maður hefði talið vel gefið og meinandi, jafnvel fólk sem barist hefur fyrir kynfrelsi kvenna í orði, hefur leynt og ljóst stutt þá ákvörðun Assange að flýja undan réttvísinni. Fjölmargir hafa þannig gert lítið úr meintum brotum hans, farið háðulegum orðum um konurnar sem koma við sögu, kallað þær lauslátar druslur og gert lítið úr þeim, aukinheldur sem sumir hafa lýst því að það sem hann sé sakaður um sé í raun hefðbundið kynlíf (nánast eins og ástarsaga að mati aðstoðarmanns Correa). Í viðtölum hefur sænskur lögmaður Assange einnig drepið málinu á dreif, farið með ósannindi og útúrsnún- inga, sem hann fær vissulega borgað fyrir (vitnisburður hans fyrir enskum friðdómara í febrúar 2011 er sannar- lega makalaus lesning), og eins talsmenn Assange, ís- lenskir sem erlendir, en þeir fá einmitt líka borgað fyrir slíka iðju. Það hefur læðst að mér sá grunur að það sé eitt- hvað einstaklega óheilt á bak við slík vinnubrögð. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Ódámurinn Assange STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ég er ósammála matidómnefndarinnar á vægieinstakra matsþátta engeri ekki athugasemd við rannsókn eða vinnu nefndarinnar sem slíka. Þvert á móti legg ég til grundvallar vinnu nefndarinnar,“ segir Sigríður Á. Andersen dóms- málaráðherra, en deilt hefur verið um það hvort ráðherra geti vikið frá til- nefningum dómnefndar vegna skip- unar í embætti fimmtán dómara við Landsrétt, þar sem tillögur Sigríðar til Alþingis eru aðrar en dómnefndar. Í rökstuðningi ráðherra víkur hún m.a. að ólíku mati sínu og dóm- nefndar er varðar störf dómara í samanburði við önnur störf, en orð- rétt segir í rökstuðningi hennar: „Ef lögð er saman reynsla af fræðistörfum og kennslu ásamt menntun þá vegur það jafn þungt og þrír fyrrgreindu þættirnir. Þrír mats- þættir, sem sérstaklega er vikið að í reglum nr. 620/2010, eru hins vegar látnir liggja milli hluta með því að gera ekki upp á milli umsækjenda hvað þá þætti varðar. Um er að ræða matsþætti er lúta að stjórn þing- halda, samningu og ritun dóma og al- menna starfshæfni. Með því að gera ekki tilraun til þess að leggja tvo fyrr- nefndu þættina til grundvallar heild- armati verður ekki annað ráðið en að reynsla dómara fái ekki það vægi sem tilefni er til og gert er ráð fyrir í reglum nr. 620/2010. Þá verður ekki fram hjá því litið, og sem m.a. kom fram í andmælum tveggja umsækj- enda, að möguleikum dómara til að afla sér reynslu með aukastörfum eru verulegar skorður reistar með lög- um.“ Sigríður segir að við nánari skoðun málsins sé ekki hægt að kom- ast að sömu niðurstöðu og dómnefnd- in, þ.e. að eingöngu 15 væru hæfastir í þessi 15 embætti. „Ég tel að fleiri ættu að vera í þessum hópi og vísa þar sérstaklega til allra þeirra með dómarareynslu.“ Deilt um heimild ráðherra Ástráður Haraldsson, hæsta- réttarlögmaður og einn umsækjenda um starf dómara við Landsrétt, telur tilraun Sigríðar til að afla sér heim- ildar Alþingis með tillögu sinni til skipunar í embætti 15 dómara í Landsrétt vera ólögmæta embætt- isfærslu. Í bréfi, sem Ástráður ritaði forseta Alþingis segir hann að þau frávik sem ráðherra geri á tillögu dómnefndarinnar uppfylli á engan hátt kröfur sem gera verði varðandi skipan dómara og sem umboðsmaður Alþingis og dómstólar hafi lagt til grundvallar. Rökstuðningur ráðherra geti ekki verið á almennum nótum, eða tekið til hóps manna sameig- inlega líkt og ráðherra hafi nú gert. „Ráðherra verður að rökstyðja sérstaklega fyrir hvern nafngreindan umsækjanda sem dómnefnd hefur talið hæfastan hvers vegna ráðherra leggur til að viðkomandi verði ekki skipaður og gera rökstudda tillögu um annan nafngreindan umsækjanda í staðinn,“ segir í bréfi Ástráðs. Túlkun Ástráðs gerir að sögn Sigríðar ákvæði dómstólalaga mark- laust en það heimilar ráðherra að víkja frá tillögu dómnefndar um þann sem þar er metinn hæfastur í emb- ætti ef Alþingi samþykkir tillögu ráð- herra um heimild til að skipa í emb- ætti aðra sem uppfylla að mati dómnefndar almenn hæfisskilyrði. „Ráðherra á ekki að þurfa að rökstyðja sérstaklega menn út eða inn af einhverjum lista. Allir umsækj- endur uppfylla almenn hæfisskilyrði og byggt er á vinnu nefndarinnar við val á umsækjendum,“ segir Sigríður. Ráðherra ósammála mati dómnefndar Morgunblaðið/Golli Eldhúsdagur Ráðherrarnir Sigríður Á. Andersen og Jón Gunnarsson og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, við umræður á Alþingi í fyrrakvöld. Í 4. gr. a dómstólalaga sem deilt er um segir að óheimilt er að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda, hvort heldur einn eða samhliða öðrum. Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í emb- ættið annan nafngreindan umsækjanda sem fullnægir að mati dóm- nefndar öllum almennum skilyrðum. Ráðherra skal þá leggja slíka tillögu fyrir Alþingi innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar er afhent honum eða innan þess tíma frá því að Alþingi kemur næst saman eftir að umsögn er fengin. Tillaga Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur nú verið afhent forseta Alþingis. Ákvæðið sem deilt er um DÓMSTÓLALÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.