Morgunblaðið - 31.05.2017, Qupperneq 39
39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017
Á vit ævintýra Ferðamaður á gangi í miðbæ Reykjavíkur með ýmislegt íslenskt og gott í farteskinu, vel skóaður og tilbúinn í ævintýraferð um Ísland í sumarsins algræna skrúða.
Hanna
Félagshyggjumenn,
vinstrimenn, sósíalist-
ar eða hvað þeir kallast
sem hafa meiri trú á
ríkinu en einstaklingn-
um hafa alltaf átt erfitt
með að skilja samspilið
milli hagsældar og
hvata einstaklingsins
til að afla sér tekna og
skapa eitthvað nýtt.
Ríkissinnar hafa ekki áttað sig á að
ofstjórn og óstjórn eru tvíburasyst-
ur og fátækt er frænka þeirra.
Hugmyndafræði vinstrimanna
hefur komið ágætlega í ljós við um-
ræður um fjármálaáætlun 2018 til
2022, sem verður afgreidd á Alþingi í
dag, gangi starfsáætlun þingsins
eftir. Áætlunin gerir ráð fyrir að
skatttekjur ríkisins verði um 185
milljörðum króna hærri árið 2022 en
á þessu ári. Heildartekjur verða 222
milljörðum hærri. Hækkun skatt-
tekna kemur að mestu fram annars
vegar í sköttum af vöru og þjónustu,
eða 105 milljarðar, og hins vegar
tekjusköttum, sem áætlað er að skili
76 milljörðum meira árið 2022 en í
ár. Þessi mikla hækkun skatttekna
sem endurspeglar vöxt efnahagslífs-
ins er ekki nægjanleg í hugum
margra þingmanna. Þeir vilja ganga
lengra jafnt í skattheimtu og í út-
gjöldum. Og það er töluverð sam-
keppni meðal vinstrimanna.
Fjórar milljónir á fjölskyldu
Samfylkingin hefur lagt fram
breytingatillögu við fjármálaáætl-
unina sem gerir ráð fyrir að skatta-
og eignatekjur verði 31
til 52 milljörðum króna
hærri á ári. Í heild telja
Samfylkingarmenn
rétt að auka skatt-
heimtuna um 236 millj-
arða á fimm ára tíma-
bili. En tillögurnar eru
nálægt því að vera hóf-
samar í samanburði við
hugmyndir Vinstri
grænna, sem eru harð-
ir á því að hækka
skatta um nær 334
milljarða, króna, eða um 53 til 75
milljarða á ári. Hvernig þessari
auknu skattheimtu verður háttað er
óljóst. Það eina sem hægt er að
segja með fullvissu er að tillögur
Vinstri grænna fela í sér að aukna
skattheimtu sem jafngildir um fjór-
um milljónum króna á hverja fjög-
urra manna fjölskyldu á fimm árum,
umfram það sem fjölskyldurnar
þurfa að bera að óbreyttu.
Að minnsta kosti tveir fyrrverandi
forsetar Bandaríkjanna hefðu átt
erfitt með að skilja hugmyndafræði
íslenskra vinstrimanna og stefnu
þeirra í skattamálum og harða sam-
keppni; John F. Kennedy og Ronald
Reagan.
Reagan hélt því fram að því hærri
sem skattarnir væru, því minni
hvata hefði fólk til að vinna og afla
sér aukinna tekna. Lægri skattar
gæfu almenningi tækifæri til auk-
innar neyslu og meiri sparnaðar,
hvatinn til að leggja meira á sig og
afla tekna yrði eldsneyti hagkerfis-
ins. „Niðurstaðan,“ sagði Reagan, er
„meiri hagsæld fyrir alla og auknar
tekjur fyrir ríkissjóð.“ Hugmynda-
fræði Reagans var sú sama og John
F. Kennedy kynnti um þremur ára-
tugum fyrr. Repúblikaninn sótti í
smiðju demókratans, sem margir ís-
lenskir vinstrimenn hafa haft í há-
vegum í liðlega hálfa öld.
Mótsagnakenndur sannleikur
Á blaðamannafundi í nóvember
1960 sagði Kennedy:
„Það er mótsagnakenndur sann-
leikur að skattar eru of háir og
skatttekjur of lágar og að til lengri
tíma litið er lækkun skatta besta
leiðin til að auka tekjurnar.“
Kennedy lagði áherslu á að lækk-
un skatta yrði til þess að auka ráð-
stöfunarfé heimilanna og hagnað
fyrirtækja og þar með kæmist jafn-
vægi á ríkisfjármálin með hækkandi
skatttekjum. Á fundi félags hag-
fræðinga í New York árið 1962 sagði
forsetinn meðal annars:
„Efnahagskerfi sem er þrúgað af
háum sköttum mun aldrei skila
nægilegum tekjum til að jafnvægi
náist í ríkisfjármálum, alveg eins og
það mun aldrei búa til nægilegan
hagvöxt eða nægilega mörg störf.“
Efnahagsstefnan bar árangur. Á
fjórum árum, frá því að John F.
Kennedy tók við forsetaembættinu,
jókst landsframleiðslan í Bandaríkj-
unum meira en hún hafði gert á átta
árum þar á undan. Verðbólga hélst
lág og atvinnuleysi snarminnkaði.
Hagvaxtarskeiðið sem hinn ungu
forseti lagði grunninn að stóð fram
til 1970.
Sameiginleg hugmyndafræði
Síðasta mánudag var öld liðin frá
því að John F. Kennedy fæddist í
Brookline í Massachusetts í Banda-
ríkjunum. Hann var kjörinn 35. for-
seti Bandaríkjanna og tók við emb-
ætti í janúar 1961, þá rétt tæplega
44 ára. Óhætt er að halda því fram
að fáir stjórnmálamenn 20. aldar-
innar hafi haft meiri útgeislun og
áhrif á tímum mikilla umróta. Enn í
dag veitir hann ungu fólki jafnt þeim
sem eldri eru innblástur.
John F. Kennedy var „haukur“ í
utanríkismálum, andkommúnisti,
baráttumaður frelsis og jafnréttis.
JFK, eins og hann var oft kallaður,
skildi samspil velmegunar og skatta.
Hann gerði sér grein fyrir því að
bætt lífskjör verða ekki sótt annað
en í aukna verðmætasköpun – hag-
vöxt.
Ég get haft á því nokkurn skilning
að íslenskir vinstrimenn vilji ekki
taka Ronald Reagan sér til fyrir-
myndar. En a.m.k. einhverjir þeirra
gætu farið í smiðju JFK. Við hægri-
menn eigum að skilja sameiginlega
hugmyndafræði þessara tveggja for-
seta, en mörgum okkar virðist erfitt
að muna eftir henni eða erum af ein-
hverjum ástæðum ekki reiðubúnir
til að vinna henni brautargengi.
Eftir Óla Björn
Kárason » JFK skildi samspil
velmegunar og
skatta. Hann gerði sér
grein fyrir því að bætt
lífskjör verða ekki sótt
annað en í aukna verð-
mætasköpun – hagvöxt.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Kennedy, Reagan og íslenskir vinstrimenn
Forsetar John F. Kennedy og Ronald Reagan hefðu átt erfitt með að skilja
hugmyndafræði íslenskra vinstrimanna og stefnu þeirra í skattamálum.