Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 43
UMRÆÐAN 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017
Baldur Eyþórsson,
prentsmiðjustjóri í Odda,
var fæddur í Vest-
mannaeyjum 2. sept-
ember 1917. Í tilefni af
aldarafmæli hans er hér í
fáum orðum rifjuð upp
saga þessa manns sem
hafði umtalsverð áhrif á
samtíma sinn og þróun
prentiðnaðar á Íslandi.
En hann var sömuleiðis
frumkvöðull í stjórnun
með stjórnunarstíl sem nú hefur rutt
sér til rúms undir heitinu þjónandi
forysta.
Þjónandi forysta fyrir 80 árum
Baldur var atkvæðamikill í starfi
fyrir HÍP, stéttarfélagi prentara, og
gerðist síðar atvinnurekandi og for-
maður í Félagi íslenskra prent-
smiðjueigenda. Hann sat einnig í
stjórnum Búnaðarbankans, Áburð-
arverksmiðjunnar og Iðnskólans.
Svanur Jóhannesson kynntist
Baldri, en þeir mættust í samninga-
viðræðum oftar en einusinni, t.a.m.
árið 1966 þegar samið var um 40
stunda vinnuviku. Sennilega voru
þetta einhverjir bestu samningar sem
gerðir voru um þær mundir og það á
undan öllum öðrum verkalýðs-
félögum. Svanur telur að aðrir hafi
fengið þessa samninga á silfurfati ár-
ið 1972 með lögum. „Baldur var alltaf
mjög fastur fyrir, en hann var mjög
stéttvís maður,“ segir Svanur. Baldur
var á þeim tíma formaður Félags ís-
lenskra prentsmiðjueigenda en Svan-
ur í forsvari bókagerðarmanna. Þetta
voru ekki auðveldir samningar en
með samvinnu allra sem hlut áttu að
máli tókust þeir afspyrnu vel og fleiri
nutu góðs af.
Baldur lagði alla tíð mikla áherslu
á að velja starfsmenn sína af kost-
gæfni og ef marka má hina fjölmörgu
sem áttu í samskiptum við hann virð-
ist hann hafa viðhaft það sem nú
nefnist þjónandi forysta og er talin
skilvirkasta stjórnunaraðferðin. Í því
felst að taka persónum mjúklega en
verkefnum af festu. Hann var auð-
mjúkur leiðtogi og hafði þann stjórn-
unarstíl að starfsmenn hans lögðu
töluvert á sig til að standast vænt-
ingar. Lúther Jónsson sem starfaði
undir stjórn Baldurs í 43 ár segir:
„Mér líkaði bara svo vel í Odda því
þar var alltaf það nýjasta að gerast í
bransanum. Oddi var nefnilega alltaf
skrefinu á undan.“ Lúther hafði upp-
haflega verið að vinna á Þjóðviljanum
og hafði ekki hugsað sér að fara að
vinna fyrir eitthvert kratafyrirtæki.
En Baldur hafði heyrt vel af honum
látið og var mikið í mun að fá hann til
liðs við sig. „Baldur var geysilega
mikill mannþekkjari og hafði mikla
náttúrugreind,“ segir Lúther.
Baldur var fenginn ásamt Ásgeiri
Jóhannessyni til að reka Alþýðublað-
ið árið 1963 þegar illa áraði fyrir blað-
ið og nauðsynlegt reyndist að taka til
hendinni. Ásgeir segir um Baldur:
„Öllum þótti augljóslega vænt um
Baldur, hann var þannig manneskja.
Síðar mætti ég honum á öðrum vett-
vangi þegar hann var formaður Fé-
lags prentsmiðjueigenda, FÍP, sem
var á sínum tíma nokkurs konar aka-
demía. Þar stjórnaði Baldur af skör-
Frumkvöðull í stjórnun – á undan sinni samtíð
ungsskap og ég dáðist að
honum því hann hafði
fullkomið vald á þessu
hlutverki. Eitt af því sem
var eftirtektarvert við
Baldur var að hann hélt
hlut meðeigenda sinna að
Prentsmiðjunni Odda á
lofti og margtók fram að
hann ætti ekki einn heið-
urinn af því að fyrirtækið
gekk svo vel. Þar ættu
starfsmenn auk þess
mikinn heiður skilinn.“
Kunni kúnstina að snerta
Grímur Kolbeinsson var starfs-
maður Baldurs um áratuga skeið. Að-
spurður hvað væri minnisstæðast um
Baldur nefnir Grímur fyrst af öllu
snertinguna. „Baldur hafði sérstakan
hátt á að þakka okkur fyrir vel unnin
störf, hafði til dæmis þann vana þeg-
ar hann mætti á morgnana og mest
var að gera að ganga inn í prentsal,
taka þétt í hnakkadrambið á okkur,
hrista svolítið og segja: „Vel gert.“
Hann kunni kúnstina að snerta.“
Fæddur leiðtogi
Gunnhildur Arnardóttir starfaði í
Odda á árunum 1971 til 1986, þar af í
ellefu ár með Baldri. Hún er með
meistaragráðu í stjórnun og rekur nú
eigið fyrirtæki, HR Monitor. „Baldur
var sterkur stjórnandi og mjög lær-
dómsríkt, gagnlegt og gaman að
vinna með honum. Hann hafði lifandi
áhuga á starfsmönnum sem mann-
eskjum og bar virðingu fyrir þeim. Ef
stjórnendur hjá honum fipuðust tók
hann þá gjarnan í ísbíltúr og þegar
þeir komu til baka hafði kúrsinn verið
leiðréttur og fókusinn skerptur. Það
var enginn skilinn eftir í vindinum
heldur var alltaf horft fram á veginn,
markmiðin skýr og fyrirtækinu stýrt
styrkri hendi. Og umfram allt voru
starfsmenn með í ráðum eins og hægt
var.“ Gunnhildur minnist þess að
þegar ný verkefni komu inn í fyr-
irtækið þá útbjó Baldur A4 blað þar
sem verkinu var lýst og síðan fylgdi
þetta blað verkinu í allar deildir. Að
verklokum var sest niður og rýnt í
hvað fór vel og strax dreginn lær-
dómur af því hvað hefði mátt betur
fara. „Þarna var Baldur á undan sinni
samtíð. Hann hafði það sem nú er
verið að kenna í háskólum,“ segir
Gunnhildur.
Í honum var bæði gull og grjót
Baldur gekk að eiga Sigríði Þor-
geirsdóttur og eignuðust þau fimm
börn en þau eru Þorgeir, Eyþór,
Hildur, Hilmar og Sólveig. Sigríður
var tvíburasystir Guðrúnar sem gift-
ist Vilhjálmi, eldri bróður Baldurs.
Jódís, tengdamóðir þeirra bræðra,
var sögð mikill mannþekkjari og lét
hafa eftir sér um Baldur: „Í honum er
bæði gull og grjót“ sem er ágætis
mannlýsing. Baldur þótti gull af
manni og hafði góða nærveru og ríkt
skopskyn, en hafði líka til að bera
hörku þegar á þurfti að halda.
Snemma víðsýnn og klókur
Saga er sögð af Baldri þegar Vaka,
félag lýðræðissinnaðra stúdenta, fór
þess á leit við Odda að prenta rit fé-
lagsins. Styrmir Gunnarsson, sem
starfaði ötullega fyrir Vöku á náms-
árum sínum í HÍ, segir svo frá: „Í
kringum 1960 var pólitíkin miklu
harðari en hún er í dag. Við litum á
alla sem ekki voru sammála okkur í
pólitík sem fjandmenn. Við vissum að
Baldur var krati og hafði mikil sam-
skipti við Alþýðuflokkinn. Mér fannst
mjög skrýtið þegar ég kom inn í starf
Vöku að félagið skyldi vera í við-
skiptum við þennan mann. Við ungu
mennirnir vorum fullir af pólitísku
hatri en Baldur greiddi götu okkar á
allan hátt. Sjálfstæðisflokkurinn var
á þessum tíma kominn í samstarf við
Alþýðuflokkinn en við, krakkarnir í
Sjálfstæðisflokknum, vorum full
grunsemda. Þess vegna var það op-
inberun fyrir okkur að Baldur skyldi
taka okkur svona vel. Baldur hefur
greinilega ekki verið jafn þröngsýnn
og við,“ segir Styrmir. Þessi orð eru
sennilega til marks um klókindi Bald-
urs því eflaust sá hann í þessum ungu
mönnum framtíðaráhrifamenn í ís-
lensku þjóðlífi sem betra væri að eiga
að vinum en fjandmönnum.
Hugmyndin að Odda fæðist
Baldur var ástríðufullur jafn-
aðarmaður alla tíð og umhugað um að
hinir efnaminni gætu notið bóka til
jafns við aðra. Hann starfaði töluvert
innan Alþýðuflokksins en þar kynnt-
ist hann Finnboga Rúti Valdimars-
syni og saman stofnuðu þeir Prent-
smiðjuna Odda. Finnbogi hafði verið
ritstjóri Alþýðublaðsins á mekt-
arárum þess en var á þessum tíma
orðinn framkvæmdastjóri Menning-
ar- og fræðslusambands alþýðu og
hugði á bókaútgáfu. Þar fóru hags-
munir Baldurs og Finnboga saman.
Finnbogi Rútur hafði kynnst Ás-
mundi Sveinssyni myndhöggvara á
námsárum þeirra í París og í húsnæði
Ásmundar við Freyjugötu var stofn-
fundur Prentsmiðjunnar Odda hald-
inn hinn 9. október 1943 þegar ljóst
var að prentvélar sem Finnbogi hafði
pantað frá útlöndum næðust til lands-
ins, þrátt fyrir höft á innflutningi sem
þá ríktu. Ásmundur lét síðan eftir
hluta af vinnustofu sinni til verksins
og þar var prentsmiðjan starfrækt
fyrsta árið. Þá flutti hún að Grett-
isgötu 16 þar sem hún var til húsa
næstu 24 árin eða þar til flutt var á
Bræðraborgarstíg 7 árið 1968 þar
sem prentsmiðjan var starfrækt til
ársins 1981. Þá hafði verið ráðist í
byggingu sérhannaðs húsnæðis fyrir
prentsmiðjurekstur að Höfðabakka 7
þar sem fyrirtækið er enn til húsa.
Fyrsta skóflustungan var tekin í
ágúst 1979 og húsið var risið 20 mán-
uðum síðar. Baldur náði að fylgja
prentsmiðjunni á nýjan stað en hann
lést í ágúst árið 1982.
Oddi nær forskoti
Framsýni Odda gerði fyrirtækinu
kleift að halda forskoti nánast alla tíð.
Forverar tölvunnar voru gagna-
vinnsluvélar en þær ruddu sér til
rúms snemma á sjötta áratugnum og
stjórnendur eygðu möguleikana sem
í þessari tækni fólust. Vélakosturinn
til að framleiða tölvupappír var upp-
færður mjög ört sem aftur átti ríkan
þátt í að gera Odda að stærstu og full-
komnustu prentsmiðju landsins.
Enn ein tækninýjungin var inn-
leidd á síðari hluta áttunda áratug-
arins þegar tölvur tóku við af setning-
arvélum. Oddi var í fararbroddi sem
fyrr og forysta fyrirtækisins jókst
enn. Þorgeir, sonur Baldurs, starfaði
við hlið föður síns frá því á sjöunda
áratugnum og tók við starfi hans þeg-
ar Baldur lést. Líkt og önnur fyr-
irtæki á Íslandi gekk Prentsmiðjan
Oddi í gegnum margar efnahags-
kreppur og gengissveiflur. Á árunum
2005-2008 var fjárfest í prentiðn-
aðarfyrirtækjum í þremur Austur-
Evrópuríkjum. Rekstur þessara fyr-
irrækja, auk rekstursins á Íslandi,
gekk að óskum en hrunið 2008 hafði
sín áhrif og þegar stuðningur frá
bankastofnunum var ekki lengur til
staðar horfðust stjórnendur og hlut-
hafar í augu við samdrátt. Í dag er
fyrirtækið enn á ný orðið öflugasta
prentiðnaðar- og umbúðafyrirtæki
landsins með nýjum hluthöfum sem
hafa styrkt það og eflt.
Sólveig Baldursdóttir.
Málverk Einar Hákonarson málaði myndina eftir ljósmynd frá 1975.
Á Höfðabakka Baldur á tali við Viðar Þorsteinsson, starfsmann Odda til áratuga, skömmu eftir
flutninga. Í baksýn er Björgvin Benediktsson sem var einn af stofnendum prentsmiðjunnar.
Baldur Eyþórsson í Odda 100 ára
Oddi við Bræðraborgarstíg Síðasta myndin sem tekin var af starfsmönnum Odda áður en fyrir-
tækið var flutt upp að Höfðabakka. Baldur og Þorgeir sonur hans standa lengst til vinstri.
Kvöldverðarboð Hátíðarkvöldverður í tilefni af stofnun Prentsmiðjunnar. Baldur, lengst til hægri, og Sigríður eig-
inkona hans. Bróðir Baldurs, Vilhjálmur, 3. f.v., og Guðrún, eiginkona hans og tvíburasystir Sigríðar, við hlið hans.