Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017
Auðun Georg Ólafsson
audun@mbl.is
Hvað réði kaupunum á K100, hvers
vegna réðst Árvakur í útvarps-
rekstur?
„Það var vilji hjá stjórn Árvak-
urs að víkka út starfsemina og
bjóða upp á meira úrval af fjöl-
miðlum sem fyrirtækið rekur,“
segir Magnús. „Útvarp hefur hald-
ið sínum hlut í síbreytilegu um-
hverfi fjölmiðlunar og K100 og
einnig útvarpsstöðin Retro, sem
fylgdi með í kaupunum, var spenn-
andi kostur. Við sáum tækifæri á
að nýta mannauðinn á K100 og hjá
okkur hjá Árvakri til að byggja
upp og gera góðar útvarpsstöðvar
enn betri. Við búum meðal annars
að því að reka stærstu fréttastofu
landsins og þekkingu og getu til að
bjóða upp á vandaðan fréttaflutn-
ing og umræðu um málefni líðandi
stundar.“
Lifandi útvarpsstöð
á vef og í snjallsíma
Tæknin er í örri þróun og mörk-
in verða æ óskýrari á milli dag-
blaðs, vefs, sjónvarps og útvarps.
„Það eru spennandi tímar í fjöl-
miðlum í dag þar sem þróunin er
ör,“ segir Magnús. Mörkin á milli
hvar hver fjölmiðill er skilgreindur
eru mjög breytileg. Við þekkjum
það hér á Morgunblaðinu að dag-
blað er ekki alveg eins framreitt og
það var fyrir örfáum árum. Auðvit-
að er alltaf hægt að lesa það á
pappír, sem margir kjósa, en nú er
einnig hægt að lesa Morgunblaðið í
spjaldtölvu. Eins verður á næstu
dögum hægt að nota síma og
spjaldtölvur til að hlusta á valið
efni úr Morgunblaðinu lesið upp.
Með aukinni tækni er sjónvarp að
verða sífellt snjallara. Útvarpi er
ekki lengur bara dreift á FM-
bylgjulengd. Einnig má finna út-
varp á vefnum og í snjallsímum.
Sérstaða K100 er að um er að ræða
fyrstu útvarpsstöðina á Íslandi sem
verður „útvarp í mynd“. Hægt
verður að horfa á útsendingu
stöðvarinnar bæði á netinu, á
mbl.is og í beinni útsendingu í
Sjónvarpi Símans. Slíkt býður upp
á gagnvirkari tengsl við hlustendur
og áhorfendur en áður hafa þekkst
í íslenskum fjölmiðlum.“
Hver er sérstaða K100?
„K100 er þekkt fyrir góða tónlist
og svo verður áfram,“ segir Magn-
ús. „En útvarp er einnig fólkið sem
starfar við það. Liðsmenn K100
eru frábært fólk sem er tilbúið að
leggja allt í sölurnar til að búa til
skemmtilega, líflega en jafnframt
fræðandi og upplýsandi dagskrá.
Öflugt og reynslumikið dag-
skrárgerðarfólk og fréttamenn
hafa síðan bæst í hópinn sem munu
gefa stöðinni aukna dýpt og
reynslu. Fréttir verða sagðar á
klukkutíma fresti á virkum dögum
frá stærstu fréttastofu landsins,
sem nýtur virðingar og trausts.
Sérstaða okkar byggist á því að við
erum fyrsta alvöru „lifandi“ út-
varpsstöðin á Íslandi sem er bæði í
hljóð og mynd; á vef, í sjónvarpi, í
snjallsímanum og í hefðbundnum
útvarpstækjum. Hægt er að horfa
á það sem fram fer í stúdíói K100;
horfa á myndbönd af lögum sem
leikin eru, viðtöl og á fréttir og
dagskrárgerðarfólk sem kryfur
málefni líðandi stundar til mergjar.
Þetta gerir K100 að nútímalegri
stöð með puttann á púlsinum, þátt-
takanda í samfélaginu og leiðandi í
upplýsandi en jafnframt skemmti-
legri umræðu í beinum tengslum
við áhorfendur og hlustendur.“
Gagnvirkari tengsl við hlustendur
og áhorfendur en áður hefur þekkst
Árvakur hf., útgefandi Morgunblaðsins og mbl.is, festi nýverið kaup á útvarpstöðinni K100. Magnús E. Kristjánsson,
framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Árvakurs, gegnir jafnframt stöðu útvarpsstjóra á K100. Hann hefur víðtæka
reynslu af rekstri fjölmiðla og starfaði meðal annars um árabil sem einn af framkvæmdastjórum Íslenska útvarpsfélagsins.
Morgunblaðið/Golli
„Lifandi“ útvarpsstöð Magnús E. Kristjánsson, útvarpsstjóri K100. „Við sáum tækifæri á að nýta mannauðinn á K100 og hjá Árvakri til að byggja upp og
gera góðar útvarpsstöðvar enn betri. Við búum meðal annars að því að reka stærstu fréttastofu landsins,“ segir Magnús.
K100 í sjónvarpi, á vefnum og í útvarpi
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Hönnun fyrir lífið
Besta vörumerkið í Þýskalandi 2015
Góð hönnun á ekki aðeins við umútlit hlutar, heldur einnig upplifun
notandans á honum. Nýju innbyggðu eldhústækin fráMiele eru
hönnuðmeð þessa hugmyndafræði í huga. Tækin passa öll
fullkomlega saman hvað varðar útlit, áferð og virkni.
Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í eldhústækin og innréttinguna
og tryggðu þér raunveruleg gæði á réttu verði.
Hönnun og ráðgjöf á staðnum.
best
brands
IIIJlillr 11