Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017
Auðun Georg Ólafsson
audun@mbl.is
Sigurður hefur leitt innleiðingu
myndræns útvarps á K100 ásamt
tæknimönnum Árvakurs. „Við sem
útvarpsstöð þurfum að koma okkur
á framfæri til fólks og nýta til þess
allar þær boðleiðir sem bjóðast. Út
úr þessari hugsun verður til hjá okk-
ur sú hugmynd að vera með útvarp í
sjónvarpi. Það hefur verið reynt áð-
ur á Íslandi að vera með sjónvarps-
þætti sem hafa verið sendir út í út-
varpi en við tökum allt aðra nálgun á
þetta. Hljóðið hjá okkur er alltaf
númer eitt og svo kemur myndin.
Með þessu verður hægt að hlusta og
horfa á K100 í gamla góða útvarp-
inu; í gamla góða sjónvarpinu, í tölv-
unni, í spjaldtölvunni og í símanum.
Við erum semsagt að stíga næsta
skref í miðlun útvarps. Við erum að
búa til nýja kynslóð af útvarpi.“
Myndrænt útvarp
„Hugmyndin að því að breyta
K100 í sjónvarp og margmiðl-
unarstöð kemur frá Hollandi, bæði
frá ríkisútvarpinu þar í landi og frá
stöðinni Radio538. Þeir hafa verið að
gera þetta í yfir áratug með góðum
árangri. Við settum okkur í sam-
band við þarlenda sérfræðinga og
fengum þá til að hanna með okkur
myndrænt útvarp hér á Íslandi.
Fólk hefur áður séð myndbönd úr
hljóðveri en þarna erum við að gera
allt aðra hluti. Við erum að senda út
sjónvarpsstraum úr útvarpinu
hverja einustu sekúndu, allan sólar-
hringinn,“ segir Sigurður og hlær
þegar hann er spurður hvort dag-
skrárgerðarfólk sé alltaf í mynd á
meðan lag er leikið. Á meðan lögin
eru í loftinu þá ertu ekki að horfa á
dagskrárgerðarfólkið humma og
tralla eða bora í nefið heldur sýnum
við myndbönd við lögin sem við er-
um að spila hverju sinni,“ segir Sig-
urður. Ég lofa að þetta verður eitt-
hvað sem enginn hefur séð hér á
landi áður. Með þessu erum við að
búa til nýja upplifun fyrir hlust-
endur og áhorfendur. Einnig verða
viðtöl og annað efni aðgengilegt,
bæði í hljóðformi og í myndformi á
vefnum okkar eftir útsendingu, sem
gerir það að verkum að hægt verður
að deila því áfram á samfélagsmiðla
með auðveldum hætti. Við lítum
þess vegna ekki lengur á K100 sem
gamla og góða útvarpsstöð heldur er
K100 orðið að margmiðlunarvöru-
merki og jafnvel er hætt að tala um
útvarp. Farsíminn er hvorki útvarp
né sjónvarp. Hann er einhvern veg-
inn „allt“. Það sem við viljum að
neytandinn geti gert er annaðhvort
að hlusta á hljóðið, horfa á myndina
eða lesa efnið okkar á heimasíðu
okkar.“
Nýjasta tækni
Útsendingarkerfið á K100 er al-
gjörlega sjálfvirkt þar sem manns-
höndin þarf aldrei að koma að. Fjór-
ar myndavélar eru tengdar við
hljóðnemana í hljóðverinu. Skipt er
sjálfvirkt á milli sjónarhorna eftir
því í hvaða hljóðnema er verið að
tala. Sigurður segir upplifunina vera
þá sömu og ef útsendingarstjórn
væri á bak við. „Tækjabúnaðurinn
er sá fullkomnasti sem völ er á og er
sérstaklega sniðinn fyrir útvarps-
stöðvar sem eru að taka þetta skref,
eins og við erum að gera. Þetta hef-
ur verið draumur okkar K100-liða í
mörg ár. Við höfum skoðað margar
lausnir og setið fjölda funda um
þetta mál. Loksins er þetta að verða
að veruleika. Undirbúningur hefur
staðið yfir í marga mánuði. Við erum
með einvala lið tæknifólks hér inn-
anhúss sem hefur lagt nótt við nýtan
dag að tengja allt sem þarf að tengja
svo allt gangi hnökralaust fyrir sig.
En af því við erum á Íslandi þá er að
sjálfsögðu allt á síðustu stundu,“
segir Siggi og hlær.
„Á nýrri fjölmiðlaöld, sem sumir hafa nefnt „tíma skjásins“ þar sem flestir nú til dags eru með
snjallsíma í vasanum, þýðir ekki lengur fyrir fjölmiðla að binda sig við eitt útgáfuform. Þróunin
er sú að fjölmiðlar þurfa að dreifa efni sínu víðar en þeir voru kannski upphaflega stofnaðir til,“
segir Sigurður Þorri Gunnarsson, tónlistarstjóri og dagskrárgerðarmaður á K100 sem jafn-
framt er með meistaragráðu í útvarpsfræðum frá háskólanum í Sunderland í Bretlandi.
Morgunblaðið/Golli
Nýjung „Við erum að búa til nýja kynslóð af útvarpi,“ segir Sigurður Þorri
Gunnarsson, tónlistarstjóri og dagskrárgerðarmaður á K100.
Ný margmiðlunartækni á K100
Morgunblaðið/Golli
Tækni Smári Baldursson og Björn Thors vinna að uppsetningu nýja útsendingakerfisins með Sigurði Gunnarssyni .
Bylting í íslensku útvarpi
Útsendingartækni á K100
sú fullkomnasta sem völ er á
Nýtt myndrænt útvarp K100 (Visual Radio) er hið fyrsta hér á landi
þar sem sent er út samtímis í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum.
Myndrænt útvarp felst í því að öll dagskrá stöðvarinnar fær á sig
lifandi blæ. Tónlistarmyndbönd eru sýnd samhliða þeirri tónlist sem
leikin er á K100.is. Útsendinguna er hægt að sjá á mbl.is, k100.is og á
rás 30 í Sjónvarpi Símans auk þess sem hægt er að sjá viðtöl og annað
dagskrárefni í beinni á milli laga.
Myndavélarnar í hljóðveri K100 eru tengdar við hljóðnemana sem
stýra því hverjir eru í mynd hverju sinni. Sjálfvirknin og tæknin gera
að verkum að myndræna útsendingin verður eins og sjónvarpsþáttur.
Útsendingarkerfið er sérstaklega sniðið fyrir K100 og er algjörlega
sjálfvirkt.
Viðtöl og annað efni er aðgengilegt í hljóð- og myndformi á vef eft-
ir útsendingu, og auðvelt er að dreifa því áfram á samfélagsmiðla. Öll
dagskrá í beinni útsendingu er aðgengileg í snjallsímum, tölvum og
hefðbundnum sjónvarps- og útvarpstækjum.
audun@mbl.is
kranar &
talíur
STAHL kranar og talíur frá
Þýskalandi eru áreiðanlegir
vinnuþjarkar sem auðvelda
alla vinnu. Kranarnir og
talíurnar
eru í hæsta gæðaflokki þar
sem öryggi og góð ending
eru höfð að leiðarljósi.
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna