Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Í samvinnu við ritstjórn mbl.is og Morgunblaðsins eru nú fréttir fluttar á klukkutíma fresti á K100, FM100,5 alla virka daga, frá klukkan sjö á morgnana til sex síðdegis. „Á ritstjórn Morgun- blaðsins og mbl.is starfa hátt í 70 þaulreyndir blaða- og fréttamenn með víðtæka reynslu sem njóta virðingar og trausts,“ segir Har- aldur Johannessen, ritstjóri Morg- unblaðsins. „Frá upphafi hefur Morgunblaðið verið leiðandi í að nálgast lesendur eftir því sem tækninni hefur fleygt fram. Mbl.is fór í loftið þann 2. febrúar árið 1998 og hefur síðan þá verið vin- sælasti vefur landsins. Prentút- gáfa Morgunblaðsins er aðgengi- leg í tölvum og spjaldtölvum og senn verður snjallforrit aðgengi- legt þar sem hægt verður að heyra blaðið lesið upphátt. Það er ánægjulegt að geta bætt við út- varpsfréttum á K100 sem einnig eru sendar út í sjónvarpi og á vefnum. Þannig náum við að nýta allar þær boðleiðir sem bjóðast til að miðla fréttaefni okkar beint til hlustenda, áhorfenda og lesenda.“ Svali Kaldalóns, dagskrárstjóri K100, fagnar því að fréttir hljóma nú á stöðinni. „Við erum mjög ánægð að fá öflugustu ritstjórn landsins til liðs við okkur sem mun styrkja og efla stöðina til muna,“ segir Svali. Auðun Georg Ólafsson, frétta- stjóri á K100, flytur fréttirnar ásamt Sigríði Elvu Vilhjálms- dóttur, fréttamanni. Auðun segir að fréttir á K100 séu ekki bara upplýsandi og hnitmiðaðar heldur einnig vandaðar og traustar í takt við það sem fólk á að venjast frá Morgunblaðinu og mbl.is. „Við höldum fólki upplýstu um öll stærstu mál líðandi stundar. K100 er kraftmikil og lífleg tónlist- arstöð. Fréttirnar hjá okkur eru líka líflegar og kraftmiklar en jafnframt innihaldsríkar og traust- ar frá öflugustu og stærstu rit- stjórn landsins.“ Fréttir í sjónvarpi, á vefnum og í útvarpi Morgunblaðið/Golli Ritstjórnin Fréttir á K100 eru nú á heila tímanum, frá klukkan 7 á morgnana til klukkan 18 síðdegis, alla virka daga. Fjöldi manns kemur að framleiðslu fréttanna á hverjum degi. Fréttir Morgunblaðsins og mbl.is á K100 Útvarpsfréttir bætast nú við fjölbreytta þjónustu Árvakurs Morgunblaðið/Golli Framlínan Auðun Georg Ólafsson, fréttastjóri á K100, og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, fréttamaður á K100. Sendu okkur fimm toppa af Merrild umbúðum og þú gætir unnið gjafabréf fyrir utanlandsferð að upphæð 100.000 kr. Að auki verða dregnar út 10 kaffikörfur á tímabilinu. Dregið verður í júní, júlí og ágúst. Gildir fyrir alla Merrild pakka. Toppar af öllum Merrild umbúðum gilda. Þátttökuumslög er að finna í öllum verslunum. Úrslit verða birt á Facebook-síðu Merrild á Íslandi, og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um leikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.