Morgunblaðið - 31.05.2017, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 31.05.2017, Qupperneq 52
Arnarlax sjósetur nýjan fóðurpramma Ljósmynd/Arnarlax Einbeitt Starfsfólk Arnarlax sér um fóðrun og fylgist með fiski og búnaði með hjálp tækninnar. Morgunblaðið/Guðlaugur Fiskeldi Arnarlax hefur vaxið hratt frá stofnun fyrirtækisins árið 2009. Stefnt er núna að smíði nýs pramma. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Fiskieldisfyrirtækið Arnarlax hefur tekið í notkun nýjan og öflugan fóðurpramma sem borið getur 650 tonn af fóðri. Til samanburðar geta hinir tveir prammarnir í eldinu, sem fyrir voru, aðeins borið 300 tonn hvor um sig. Víkingur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Arnarlax, segir í sam- tali við Morgunblaðið að kaupin á prammanum séu liður í öruggri sókn fyrirtækisins, sem stofnað var árið 2009. „Þetta er merki um hvað íslenskt fiskeldi er orðið faglegt og er að nota nýjustu tækni og tól til uppbygg- ingar á greininni hér á Íslandi,“ seg- ir Víkingur. Pramminn var smíðaður í Eist- landi og kostaði 300 milljónir að sögn Víkings. Allt er til alls þar um borð, eldhús og káetur auk stjórn- stöðvar með kraftmiklar ljósavélar. Sérútbúið skip til landsins Arnarlax mun þó ekki láta þar staðar numið. „Við reiknum með að við smíðum annan pramma að svipaðri stærð. Það sýnir bara hversu mikil upp- bygging er í þessum geira, sem er í raun orðinn stór iðnaður hér á landi,“ segir Víkingur. Pramminn verður settur niður í Tálknafirði síðar í vikunni, af sér- útbúnu skipi sem Arnarlax leigir að utan til verksins. „Það er mjög öflugur vinnubátur sem er meðal annars með kafbát til að skoða allar festingar. Allt er þetta gert eftir ströngustu kröfum því það er það sem við viljum gera, til að koma í veg fyrir hvers kyns óhöpp og slys.“ 43 tonn af fóðri á klukkustund Pramminn getur blásið frá sér allt að 43 tonnum af fóðri á klukkustund sem þykir feikilega kröftugt. Sú geta verður þó ekki fullnýtt um leið og hann verður tekinn í gagnið. „Þetta fer mjög eftir árstíma og hvenær mest er verið að fóðra. Það er erfitt að segja til um hvenær hann fer upp í þessi mörk en hann getur það að minnsta kosti, sem er lykil- atriðið,“ segir hann og tekur dæmi: „Þetta er eins og bátur sem getur siglt á 40 mílna hraða en þú siglir bara á tuttugu mílum, því þannig er hagkvæmast að reka hann.“ Prammanum er stjórnað úr landi af sérhæfðu starfsfólki Arnarlax í stjórnstöð á Bíldudal, en starfsfólkið fylgist einnig með ástandi fisks og búnaðar í gegnum myndavélakerfi. „Þannig pössum við að ef fisk- urinn étur ekki það sem við setjum út, þá stöðvast fóðrunin. Fylgst er með þessu allan tímann sem verið er að fóðra.“ Fer út og seldur í Whole Foods Varla hefur farið fram hjá þeim sem fylgjast með gangi sjávarútvegs sá fjöldi nýrra skipa sem komið hafa til landsins undanfarin misseri. Vík- ingur segir fjárfestingarnar innan eldisgeirans síst minni. Vöxtur Arn- arlax hefur enda verið nokkuð ör frá stofnun fyrirtækisins. „Við slátrum tíu þúsund tonnum á þessu ári. Héðan frá Bíldudal flytj- um við því tíu þúsund tonn af fersk- um laxi út um allan heim.“ Stór hluti laxins fer út til Banda- ríkjanna og er seldur í Whole Foods- verslunum þar í landi, en sömuleiðis er hann fluttur út til Evrópu og As- íu. „Og það sem okkur finnst skemmtilegt er að við fáum af- skaplega góðar viðtökur við hráefn- inu hvert sem við komum. Fólki finnst laxinn sérstakur, góður, og hann skorar hátt. Við getum alveg staðið með nefið upp í loft og verið stolt af laxinum okkar. Við köllum þetta íslenskan lax og erum bara stolt af því.“ Fóðrið stærsti liðurinn Fóðrið er allt fengið að utan að sögn Víkings, þar sem enga fóður- verksmiðju er að finna á Íslandi sem búið getur til fóður af réttum gæð- um. Styrking krónunnar hefur því ekki haft jafn slæm áhrif á eldið og raun ber vitni hjá útgerðunum. „Fóðrið er náttúrlega stærsti kostnaðarliðurinn og þetta kemur ekki eins harkalega niður á okkur og öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum. En þetta hefur samt talsvert að segja.“ Til sýnis í höfninni á morgun Að lokum er Víkingur spurður hvert hann horfi þegar litið sé fram á veginn. Hann er snöggur til svars. „Við viljum fá að vaxa jafnt og þétt í sátt við umhverfið og allt í kringum okkur, og leggjum í það mikinn metnað. Þá horfum við björt- um augum fram á veginn í þessum geira, þar sem við höfum góðan möguleika á að auka enn frekar við útflutningstekjur Íslendinga ef rétt er staðið að verki.“ Pramminn hefur fengið nafnið Arnarborg en hann verður til sýnis í Tálknafjarðarhöfn á morgun, fimmtudag, á milli klukkan 16 og 18. Ljósmynd/Arnarlax Arnarborg Pramminn hefur hlotið nafnið Arnarborg og verður til sýnis á morgun í höfninni. ● Flytja út tíu þús- und tonn af laxi frá Bíldudal á þessu ári MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 PI W A • SÍ A • 17 11 7 ÍSBLÓMMEÐMANGÓ Blómleg nýjung
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.