Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 54

Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 • AMT eru hágæða pönnur úr 9 mm þykku áli • Allar pönnur mega fara inn í ofn við allt að 240° hita • 3 ára ábyrgð á verpingu • Ný byltingakennd viðloðunarfrí húð sem er sterkari en Teflon og án eiturefna • Nothæf fyrir allar eldavélar • Má setja í uppþvottavél • Kokkalands- liðið notar AMT potta og pönnur Úlfar Finnbjörnsson notar AMT potta og pönnur Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið Þýskar hágæða pönnur frá AMT Ný sending WORLD’S BESTPAN „ “ THE * “The world‘s best pan” according to VKD, largest German Chefs Association * Íshúsið ehf ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur viftur.is -andaðuléttar hljóðlátu baðvifturnar Stundum þarf maður bara smá frið Á annað hundrað manns tók þátt í risa björgunaræfingu sem haldin var á Faxaflóanum síðdegis á sunnudag. Að æfingunni stóðu hvalaskoðunarfyrirtækin Special Tours og Elding, auk Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Þrjú hvalaskoðunarskip frá Special Tours, eitt frá Eldingu, tíu slöngu- bátar og tvö skip Landsbjargar tóku þátt í æfingunni. Að sögn Hilmars Stefánssonar, framkvæmdastjóra Special Tours, gekk æfingin vel fyrir sig en hún var sett þannig upp að tvö skip áttu að hafa lent í árekstri og það þriðja sem er á leið á slysstað til þess að bjarga farþegum skipanna tveggja verður vélarvana. Þúsund manns á hverjum degi „Skipin voru rýmd og björg- unarbátar blásnir upp sem fólk fór um borð í yfir í önnur skip,“ sagði Hilmar í samtali við 200 mílur. Um þúsund manns fara í hvala- skoðun frá Reykjavík hvern ein- asta dag og því er mikilvægt að hvalaskoðunarfyrirtækin séu búin að æfa viðbragð ef slys á sér stað. „Við æfum reglulega til þess að vera viðbúin ef eitthvað kemur upp á. En þessi æfing var meiri en hefðbundnar æfingar. Við ákváðum að æfa saman þar sem þessi skip eru á svipuðum slóðum úti á Flóanum. Það hentaði vel að skipin æfðu saman því þetta snýst um að vera með öll viðbrögð í lagi, fara yfir hlutina þannig að allir kunni sín hlutverk.“ Með stærstu æfingum flokka Ómar Örn Aðalsteinsson, hjá björgunarsveit Hafnarfjarðar og í æfingastjórn björgunarsveitanna, sagði að á annað hundrað manns hefðu tekið þátt í æfingunni, sem sé ein sú stærsta sem bátaflokkar á svæði eitt hafa tekið þátt í. „Það voru um 60 sjúklingar um borð í skipunum og 45 björg- unarmenn frá höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.“ Ómar sagði þá að björg- unarsveitirnar reyni að æfa með hvalaskoðunarskipunum á um það bil árs fresti enda fari mikill fjöldi út á hverjum einasta degi í ferðir á vegum fyrirtækjanna. „Þetta er með stærri æfingum sem við erum að halda og er part- ur af samhæfingu bátaflokka á svæði eitt,“ segir Ómar. Æfingin hafi gengið vel en núna í fram- haldinu verði fundað um hvað megi gera til að bæta viðbragð enn frekar. Stór björgunaræfing á Faxaflóa Ljósmynd/Guðjón Valgeirsson Á siglingu Fjögur hvalaskoðunarskip tóku þátt auk tíu slöngubáta. Fyrstu erlendu skúturnar eru byrj- aðar að koma til Ísafjarðar þetta sum- arið en þær eru ýmist á leið til Græn- lands og Noregs eða eru við siglingar um Jökulfirði, Hornstrandir, Ísafjarð- ardjúp eða annars staðar við Íslands- strendur. Guðmundur Kristjánsson, hafn- arstjóri Ísafjarðarhafnar, segir einmitt að óvenjulega margar skútur hafi ver- ið á leið til siglinga við Ísland en ekki í millilandasiglingum af þeim sem hafa stoppað í höfninni það sem af er sumri. Aðstaðan bætt í höfninni „Ég held að það megi segja að það sé aukning í þessu,“ segir Guðmundur en mest er um skútukomur frá júní til ágústloka. „Við erum að bæta aðstöð- una í innri höfninni fyrir móttöku á skútum,“ segir Guðmundur, til bæði styttri og lengri tíma, en einhverjar skútur eru geymdar á Ísafirði yfir vet- urinn, ýmist á sjó eða landi. Guðmundur segir að skútum heima- manna hafi einnig fjölgað nokkuð á undanförnum árum. Skúturnar eru þó ekki eini vorboði Ísfirðinga, en fjöldi skemmtiferðaskipa kemur til Ísafjarðar ár hvert og er mikil fjölgun í ár frá því í fyrra. „Það eru 106 skemmtiferðaskip áætluð í sumar, sem er aukning úr 82 skipum í fyrra,“ segir Guðmundur. „Við segjum samt að fiskveiðar séu það sem við lifum á,“ bætir hann við léttur í bragði. Sjá um þjónustu frá A til Ö Að sögn Guðmundar hafa tekjur af skemmtiferðaskipunum verið vaxandi þáttur í starfsemi hafnarinnar. Mikið líf sé þá í bænum vegna skemmti- ferðaskipanna. „Við erum heppin að ferðaþjónustuaðilar hér í bænum sjá um þjónustu við skemmtiferðaskipin frá A til Ö,“ segir Guðmundur. ash@mbl.is Skútum fjölgar í Ísafjarðarhöfn ● Skemmtiferðaskip og skútur boða komu sumarsins Fley Skútan Bella Donna er í eigu eins heimamanna að sögn Guðmundar. Innlendum og erlendum skútum hefur fjölgað nokkuð á Ísafirði síðustu ár. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferðalag Búist er við 106 skemmtiferðaskipum til Ísafjarðar og fjölgar þeim frá síðasta ári. Guðmundur segir fiskveiðar þó lifibrauð bæjarbúa. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Líf Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar, segir mikið líf í bænum vegna skipanna. Allt um sjávarútveg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.