Morgunblaðið - 31.05.2017, Page 62
62
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017
FERÐALÖG
Bergljót Friðriksdóttir
beggo@mbl.is
„Lundinn er okkar þjóðarfugl, að
minnsta kosti ef marka má allar túr-
istabúðirnar sem hafa sprottið upp í
Reykjavík og víðar, og nú gefst ferða-
mönnum tækifæri til að kynnast
þessum fallega og stórskemmtilega
fugli og snorkla með honum í Gríms-
ey, ævintýraeyjunni við heimskauts-
baug,“ segir Halla Ingólfsdóttir,
ferðamálafræðingur, leiðsögukona og
eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins
Arctic Trip.
„Ástríða mín fyrir Grímsey og
þeim sem þar búa varð kveikjan að
stofnun fyrirtækisins fyrir tveimur
árum. Ég hef áralanga reynslu af
leiðsögn í og umhverfis Grímsey,
eyjan er sannkölluð náttúruperla, þar
er einstakt fuglalíf og heimamenn eru
þekktir fyrir gestrisni og þjón-
ustulund. Ég vildi gera ferðamönnum
kleift að upplifa Grímsey með öðrum
hætti en hægt hefur verið hingað til
og komast í návígi við lundann, kynn-
ast lífsháttum hans, kafa með honum
og jafnvel ná að smella af honum
flottri mynd í sjónum.“
Sigið eftir eggjum
Halla leggur áherslu á að enda
þótt lundinn sé aðalstjarnan í skipu-
lögðum ferðum Arctic Trip út í
Grímsey bjóði fyrirtækið upp á aðra
afþreyingu og ferðir í og umhverfis
eyjuna. „Í sumar förum við í reglu-
legar bátsferðir hringinn í kringum
Grímsey, þar sem ferðamenn geta til
dæmis spreytt sig á sjóstangaveiði.
Einnig verðum við með skemmtilegar
og fróðlegar gönguferðir með leið-
sögn um eyjuna, sérsniðnar að hverj-
um og einum hóp. Leiðsögumenn eru
langflestir heimamenn sem þekkja
eyjuna og sögu hennar mjög vel.“
Hún bætir við að í maímánuði
fari fram eggjatínsla í Grímsey sam-
kvæmt gamalli hefð. „Þá síga reyndir
sigmenn niður í björgin eftir bjarg-
eggjum, eins og við köllum þau, en
það eru svartfuglsegg til dæmis
skeglu-, langvíu-, álku- og hringvíu-
egg. Ferðamönnum gefst kostur á að
upplifa það ævintýri með okkur,
fylgjast með sigmönnum ofan af
bjargbrúninni og gæða sér á eftir á
ferskum eggjum, soðnum eða
hráum.“
Kúnstir í kafi
Síðastliðið sumar fór Arctic Trip
með fyrstu ferðamennina í köfunar-
og snorklferðir í Grímsey og vöktu
þær mikla hrifningu, að sögn Höllu.
„Við erum í góðu samstarfi við Er-
lend Bogason og Gísla Arnar Guð-
mundsson en þeir eru báðir atvinnu-
kafarar og hafa mikla reynslu af
köfun, meðal annars með ferðafólki.
Við leggjum ríka áherslu á að gæta
öryggis ferðamanna og starfsfólks og
það er gríðarlegur styrkur fyrir fyrir-
tækið að njóta leiðsagnar þeirra.“
Halla er spurð nánar út í köf-
unar- og snorklferðirnar, hvað ferða-
menn geti reiknað með að sjá og upp-
lifa í sjónum? „Lundinn stelur alltaf
senunni, þetta er svo krúttlegur og
skemmtilegur fugl. Hann leikur listir
sínar bæði ofan sjávar og neðan og er
flinkur að kafa. Reyndar minna sund-
tökin frekar á hlaup og það er óborg-
anlegt að vera neðansjávar og fylgj-
ast með lunda á „harðahlaupum“ í
sjónum. Margir ferðamenn eru með
góðar, vatnsheldar myndavélar og
hafa náð af lundanum frábærum
myndum.“
Nýjung hjá Arctic Trip í sumar
er „Puffin Selfie“; Halla útskýrir: „Þá
gefum við ferðamönnum kost á því að
komast í návígi við fuglinn í bjarginu
og taka af sér sjálfu „selfie“ með
lunda. Við njótum aðstoðar atvinnu-
manna sem sjá um að háfa fuglinn og
vitaskuld er honum svo sleppt strax
aftur. Eins og kunnugt er er leyfilegt
að veiða lunda í Grímsey frá júl-
íbyrjun og þangað til hann yfirgefur
eyjuna um miðjan ágúst, en það er
auðvitað ekki það sem vakir fyrir
okkur. Það má líkja þessu við laxveið-
ar þar sem laxinn er veiddur og hon-
um sleppt og við gætum þess að fara
mjúkum höndum um fuglinn.
Við stefnum að því að fá leyfi til
að merkja lunda í þessum ferðum og
leggja þannig okkar af mörkum við
rannsóknir á honum. Leiðandi stef
hjá Arctic Trip er virðing fyrir um-
hverfinu, hinu villta dýralífi og við-
kvæmri náttúru Íslands. Því eru aldr-
ei fleiri en 10 gestir í
„selfie“-ferðunum og allir eru meðvit-
aðir um að trufla fuglinn sem allra
minnst.“
Vin í eyðimörk
Arctic Trip býður upp á ferðir út
í Grímsey árið um kring og er með
bækistöðvar bæði þar og á Akureyri,
að sögn Höllu. Sjálf hefur hún verið
búsett nyrðra frá 14 ára aldri og seg-
ist líta á sig sem Eyfirðing. „Ég hef
starfað um árabil í ferðaþjónustu,
unnið sem leiðsögumaður í Grímsey
og í hvalaskoðun í Eyjafirði og var í
mörg ár á Grímseyjarferjunni Sæ-
fara ýmist sem kokkur, háseti eða
þerna. Það lá beinast við að læra
ferðamálafræði og þegar ég byrjaði
að velta því fyrir mér að stofna mitt
eigið fyrirtæki sá ég strax mikla
möguleika í náttúruupplifun og æv-
intýraferðamennsku í Grímsey.
Þessi afskekkta eyja undir heim-
skautsbaug, nyrsti oddi Íslands, hef-
ur gríðarlega mikið aðdráttarafl og
hún heillar þá sem þangað koma.
Grímsey er einstakur staður þegar
kemur að fuglalífi, klettaborgirnar á
austurströndinnni rísa hæst eitt
hundrað metra úr sjó og það er til-
komumikil sjón að sigla þar um.
Eyjan er sannkölluð vin í eyðimörk,
Norður-Atlantshafinu, og björgin
veita skjól þeim fjölmörgu sjófuglum
sem þangað sækja. Auk lunda er þar
til dæmis mikið um fýl, teistu, ritu,
álku, langvíu og stuttnefju. Á þessu
litla landsvæði má finna flesta þá
vað-, mó- og sjófugla sem eiga sum-
ardvöl á Íslandi og því er Grímsey
frábær staður til fuglaskoðunar.“
www.arctictrip.is
Á sundi með lunda
Arctic Trip skipuleggur ævintýraferðir út í Grímsey þar sem gefst kostur á að snorkla með
lunda og gæða sér á bjargeggjum. Grímsey er rómuð fyrir náttúrufegurð og fjölskrúðugt
fuglalíf og á siglingu umhverfis eyjuna geta gestir spreytt sig á sjóstangaveiði.
Básavík Stærsta lundabyggðin í Grímsey og vinsælasti staðurinn til að snorkla.
Vinnugallinn Halla Ingólfsdóttir, eigandi Arctic Trip, hefur mikla ánægju
af því að snorkla með lundanum. Undir sjávarborðinu er heill heimur.
Lundi Fallegur og skemmtilegur fugl sem heillar ferðamenn yfirleitt upp úr skónum.
LANGVIRK SÓLARVÖRN
ÞOLIR SJÓ, SUNDOG LEIK
www.evy.is
Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð.
Engin paraben, engar nanóeindir, ilm- eða litarefni.
NÝTT NAFN
UVA