Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 66
66 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017
Margrét var móð-
ir minnar ástkæru
æskuvinkonu, Svövu
heitinnar. Henni á
ég að þakka ótaldar gleðistundir
og síðast þegar ég sá hana, þá orð-
in veik og minninu farið að förla,
skein samt enn í gegn sami gamli
persónuleikinn sem mér þótti svo
vænt um.
Margrét var dökk yfirlitum og
fríð sýnum. Hún var ríkum mann-
kostum búin, hafði áhuga á fólki í
góðum skilningi þess orðs, var
hreinskilin, skrumlaus og gestris-
in, hafði góða sýn inn í málefni líð-
andi stundar og taldi ekkert eftir
sér.
En hún var fyrst og fremst góð
manneskja. Samúð, hjartahlýja og
djúpur skilningur á innri líðan
annarra var hennar aðall. Hún bar
tilfinningar sínar aldrei á torg en
samt var hún ekki lokuð.
Heimili Guðmundar og Mar-
grétar var mikið menningarheim-
ili. Tónlist var í hávegum höfð og
öll börnin spiluðu á hljóðfæri.
Þau hjónin höfðu einlægan
áhuga á náttúru Íslands. Þau fóru
mikið um landið og um allar versl-
unarmannahelgar á meðan ég
dvaldi í sveit komu þau og náðu í
mig.
Hjá Guðmundi og Margréti var
oft mikið hlegið, enda kímnigáfan
Margrét Rakel
Tómasdóttir
✝ Margrét RakelTómasdóttir
fæddist 20. ágúst
1927. Hún lést 16.
maí 2017.
Margrét var
jarðsungin 26. maí
2017.
rík. Þau voru fyndin,
gátu verið hæðin en
þó aldrei meiðandi.
Ég laðaðist að
þessu heimili. Ég var
aðeins 7 ára þegar
ég fór að venja kom-
ur mínar þangað;
þar ríkti líf og fjör,
enda börnin fimm.
En það ríkti líka vel-
vild og ég fann fyrir
öryggi í loftinu. Það
voru ófár máltíðir sem ég þáði og
helgar sem ég eyddi hjá þeim.
Fljótlega bundumst við Margrét
sterkum böndum. Hún hjálpaði
mér með skólahandavinnuna sem
ég var alltaf of sein með og við
Svava vorum ótregar að segja
henni frá lífinu í skólanum. Við
vorum ekkert sérlega ánægðar
með útlit okkar – þó var Svava ein-
staklega falleg – og Margrét sagði
okkur að málið væri alls ekki að
vera smáfríður, að fegurðin lægi
annars staðar. Einhverra hluta
vegna festist þetta í minni mínu.
En það syrti í lofti og Margrét
fékk meira á því að kenna en al-
mennt gerist. Árið 1987 missti hún
eiginmann sinn, Guðmund, þá að-
eins 59 ára gamlan og sex mán-
uðum síðar Svövu dóttur sína sem
var aðeins 32 ára. Aldrei eru
strandhögg dauðans jafn óbæri-
leg, sár og óskiljanleg og þegar
hann ber að með skjótum og svip-
legum hætti. Tvö þung högg á
einu ári. Hver hefði ekki brotnað?
En Margrét sem hafði alltaf fyrst
hugsað um aðra áður en hún hugs-
aði um sjálfa sig lét ekki bugast;
hún áskildi sér ekki réttinn til
þess. Því allir hinir höfðu líka
misst og þeim þurfti að huga að og
ekki síst drengjunum tveim sem
misst höfðu móður sína í blóma
lífsins.
Þannig var Margrét.
Eftir að ég varð fullorðin hélt
ég áfram að vera í sambandi við
Margréti. Hún bauð mér oft í mat
heim til sín og nokkrum sinnum
kom hún til Parísar þar sem við
eyddum löngum stundum saman.
Ofarlega er mér í huga þegar hún
kom til Parísar ásamt Fjólu systur
sinni stuttu eftir andlát Svövu. Sú
ferð gleymist mér seint.
Að lokum vil ég þakka Margréti
samfylgdina og fyrir alla þá vel-
vild sem hún sýndi mér alla tíð.
Nú er raust hennar þögnuð,
hún er flogin á vit annarra heima,
minningin ein lifir skír og fögur.
Ég votta börnum Margrétar og
Fjólu systur hennar mína dýpstu
samúð.
Ragnheiður Ásgeirsdóttir.
Það var alveg sama hvernig á
stóð. Hvort sem það var happ-
drætti Þjóðviljans eða félagsgjald-
ið í Alþýðubandalaginu. Eða að
mæta á fund svo það yrði nú
örugglega einhver. Alltaf var
þetta fólk, þessir góðu félagar, á
staðnum. Uppeldið úr Sósíal-
istaflokknum, Æskulýðsfylking-
unni og seinna Alþýðubandalag-
inu.
Það brást aldrei.
Svona var Magga.
Margrét Tómasdóttir og Guð-
mundur Magnússon voru hjón.
Hann var svona gegnheill banda-
maður líka. Kynntust þau ekki á
einhverju æskulýðsmótinu? Sósí-
alistar.
Fyrst málstaðurinn, svo ég.
Guðmundur var forseti Æsku-
lýðsfylkingarinnar sambands
ungra sósíalista; þannig sá ég
hann þegar ég var unglingur. Svo
var hann formaður Alþýðubanda-
Vort líf er svo ríkt af
ljóssins þrá,
að lokkar oss himins
sólarbrá,
og húmið hlýtur að dvína,
er hrynjandi geislar skína.
Vor sál er svo rík af trausti og trú,
að trauðla mun bregðast huggun sú,
þó ævin sem elding þrjóti,
guðs eilífð blasir oss móti.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást,
að hugir í gegnum dauðann sjást.
– Vér hverfum og höldum víðar,
en hittumst þó aftur – síðar.
(Jóhannes úr Kötlum)
Komið er að kveðjustund. Við
Kolfinna vorum ungar þegar leið-
ir okkar lágu saman er við gift-
umst þeim frændum og fóst-
bræðrum Þorsteini og Kristjáni.
Aldrei hefur slitnað sá strengur
sem þá var ofinn milli fjölskyldna
okkar og skipti ekki máli hvort
Kolfinna og Þorsteinn byggju ná-
lægt okkur eða fjarri. Það er okk-
ur mikil gleði hversu börn okkar
eru mikil frændsystkini og vinir
enn í dag. Aðeins 12 dagar voru
milli þess að frumburðir okkar
fæddust og næst var rúmur mán-
uður milli fæðinga, svo að barna-
lánið var okkur sameiginlegt.
Kolfinna var einstök kona, lista-
maður sem kom með nýja
strauma inn í samfélagið hvar
sem hún bjó. Þegar hún var á
Reyðarfirði sóttu konur víða af
Austurlandi námskeið í postu-
Kolfinna
Ketilsdóttir
✝ Kolfinna Ket-ilsdóttir fædd-
ist 10. ágúst 1943.
Hún lést 13. maí
2017.
Útför Kolfinnu
fór fram 26. maí
2017.
línsmálun hjá henni
og minnast þess
með gleði og þakk-
læti. Ég fór bara á
eitt námskeið hjá
henni og var alveg
viss um að ég hefði
enga hæfileika, en
það var hjá mér eins
og mörgum öðrum,
Kolfinna þurfti bara
aðeins að taka við
penslinum til að flat-
ar og líflausar myndir lifnuðu við.
Ég og Kristján eigum margar
góðar minningar um ferðalög
með þeim hjónum, útilegur í
Hallormsstaðaskógi með barna-
skarann, fjölskylduferð til Spán-
ar og ljúfar minningar seinni árin
um ferðalög um Austurríki,
Þýskaland, Danmörku og að
sjálfsögðu Svíþjóð. Í dag, 26. maí,
er ár síðan við komum heim frá
Gautaborg úr ferðalagi með Kol-
finnu og Þorsteini og heimsókn til
þeirra í Laholm þar sem við nut-
um gestrisni þeirra eins og oft áð-
ur. Elsku Þorsteinn, Katla,
Steini, Ingibjörg og fjölskyldur,
megi góðar minningar um yndis-
lega konu milda sorgina. Innileg-
ar samúðarkveðjur frá okkur
Kristjáni.
Álfheiður Hjaltadóttir
(Heiða).
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta
fara að finna oft
(Úr Hávamálum)
Þannig minntust þau Kolfinna
og Þorsteinn Viðars míns þegar
hann lést. Eins vil ég minnast
minnar kæru vinkonu, Kolfinnu,
nú þegar hún er farin héðan, eftir
ótrúlega stutt veikindi sem hún
tók af miklu æðruleysi.
Vinátta okkar hófst fyrir rúm-
um 60 árum þegar við byrjuðum í
Réttarholtsskóla og eins voru
Viðar og Þorsteinn æskufélagar
svo það er margs að minnast. Í
gegnum árin hefur verið mikill
samgangur á milli heimila okkar,
þegar þau bjuggu á landsbyggð-
inni þá voru heimsóknir tíðar á
báða bóga, eftir að þau fluttu aft-
ur til Reykjavíkur, sem var okkur
Viðari til mikillar ánægju, þá
tóku við skemmtilegir tímar, leik-
húsferðir, óperusýningar, bæði
innan og utanlands ásamt ferða-
lögum hér heima og svo líka til
Svíþjóðar, já þangað fórum við
með þeim, þegar þau komu í
fyrsta skipti til Lindome, sem er
ógleymanleg ferð. Eftir að þau
fluttu til Laholm má segja að ég
hafi verið eins og grár köttur hjá
þeim öll árin. Við Anna Kristjáns
komum til þeirra einu sinni til
tvisvar á ári og ég kom þess á
milli annað hvort vor eða haust.
Við ferðuðumst um Svíþjóð og
fórum einnig til Austurríkis í
heimsókn til Kristjáns og Heiðu.
Þetta voru yndislegir tímar og
alltaf fann ég mig jafn velkomna
hjá þeim hjónum. Einu sinni
sagðist ég ætla að stoppa frekar
stutt. „Ha, áttu ekki sumarfrí
eins og aðrir?“ sagði Kolla mín.
Kolfinna var mikill listamaður,
allt lék í höndunum á henni, bók-
staflega allt. Hún kenndi postu-
línsmálningu til fjölda ára og þeg-
ar hún flutti út til Svíþjóðar þá
lagði hún postulínsmálun á hill-
una og sótti námskeið í vatnslit-
un, sem hún hafði reyndar líka
gert hér heima. Þetta veitti henni
mikla ánægju og bera myndir
hennar því fagurt vitni. Hún hef-
ur haldið sýningar bæði hér
heima og úti í Svíþjóð. Eins var
með allan saumaskap, ef hana
langað í fallegt pils eða eitthvað
annað þá saumaði hún það bara.
Vinátta okkar hefur vaxið og
dýpkað með árunum og minning-
arnar eru margar, sem nú er gott
að ylja sér við. Fyrir það þakka
ég.
Á sama tíma og
fyrstu vorblómin
fagna vori kvaddi
mamma þessa jarð-
vist og valdi einnig dag sem var
vel við hæfi – sjálfan mæðradag-
inn. Þó svo að vitað væri að
mamma myndi ekki ná sér af
veikindunum og beðið hefði ver-
ið í nokkra daga var fregnin
þung og sláandi. Lamandi þögn-
in eftir að símtalinu við Sollu
systur lauk þennan morgun,
hafði aðeins eitt að segja: – Það
er ekki hægt að búa sig undir
móðurmissi.
Í þeim eftirbylgjum sem
dynja á manni fyrstu dagana eft-
ir stóra höggið hendist hugurinn
til og frá í rúmi og tíma. Tóma-
rúmið sem verður til er stórt og
sorgin skapar ómælda þörf til að
fylla það. Minningarnar streyma
og hugurinn reikar um svið eigin
tilveru og safnar gersemum til
að fylla upp í tómið. Í þessum
hugrenningum er ryki tímans
blásið af alls kyns myndum og
minningabrotum og í stað gam-
allar konu fer ég að sjá mömmu
skýrar fyrir mér frá þeim tíma
þegar ég var barn. Hún stendur
ljóslifandi fyrir mér þessi kraft-
mikla og atorkusama kona sem
vílaði ekkert fyrir sér, hélt utan
um sjö manna fjölskyldu í stóru
húsi og lét aldrei verk úr hendi
falla. Þó svo að hún væri ekki
mikið fyrir pjátur og prjál var
heimilið alltaf í toppstandi, agi
og reglufesta, alltaf eldað á mat-
málstímum þó svo að unnið væri
fullan vinnudag, laugardagar yf-
irleitt tiltektardagar fyrri part-
inn, oft bakaðar kleinur en meiri
rólegheit það sem eftir lifði helg-
ar. Á kvöldin hafði hún alltaf
eitthvað fyrir stafni, við bakstur,
að sauma föt á okkur systkinin,
prjóna, hekla og mála, svo eitt-
hvað sé nefnt.Tíminn alltaf nýtt-
ur til einhvers uppbyggilegs.
Mamma var tilfinningarík, um
það vitna ljóðin sem hún lét eftir
sig, en hún átti ekki auðvelt með
að sýna tilfinningar sínar eða tjá
út á við. Þess í stað sýndi hún
þær í verki á margan hátt, með
þeirri alúð og natni sem hún
lagði í uppeldi barna sinna, með
öllu sem því tilheyrir og gagn-
vart náunganum í hjálpsemi á
ótal sviðum. Blómin voru einnig
stór hluti af tilveru hennar, þar
sem hún ræktaði þau í stórum
stíl, bæði úti og inni, og var eins
og hún væri gædd einhverjum
töframætti á því sviði, því allt
sem hún snerti í þeirri flóru óx
og dafnaði svo um munaði.
Mamma hafði mjög næmt
innsæi fyrir hæfileikum og
hvatti mig áfram á þeim sviðum
sem ég var sterkur í. Hún á
stóran þátt í því að ég fetaði tón-
listarbrautina og hve góðum tök-
um ég náði á móðurmálinu.
Ótaldar eru fjölmargar dyggðir
frá henni og pabba komnar sem
ég hef leitast við að tileinka mér
í lífinu og innræta mínum börn-
um.
Það er komið kvöld þegar
þessar lokalínur eru slegnar inn.
Vorregnið bylur á þakinu og
blómin hafa lokað krónum sínum
fyrir nætursvefninn. En eins og
mér er innanbrjósts finnst mér
þau lúta höfði í sorg til heiðurs
móður minni og það geri ég
einnig, fullur þakklætis fyrir allt
það veganesti sem mamma,
blómakonan Solla í Sunnuhvoli,
gaf mér fyrir göngu mína á lífs-
ins vegi. Guð blessi minningu
hennar að eilífu.
Solveig G.
Sigurjónsdóttir
✝ Solveig G. Sig-urjónsdóttir
fæddist 2. sept-
ember 1932. Hún
lést 14. maí 2017.
Útför hennar fór
fram 27. maí 2017.
Nú saman leggja
blómin blöð,
er breiddu faðm mót
sólu glöð, –-
í brekkum fjalla hvíla
hljótt,
þau hafa boðið góða
nótt.
(Magnús Gíslason)
Sólmundur.
Í dag kveðjum við mömmu
mína sem nú er farin í ferðalagið
yfir í Sólskinslandið og þegar
kemur að kveðjustund sækja
margar minningar á hugann.
Mamma var mikill dugnaðar-
forkur og kom miklu í verk, sí-
starfandi frá morgni til kvölds.
Var með græna fingur og allt
dafnaði í höndunum á henni og
hún var mjög fróð um íslenskar
og erlendar plöntur. Unni nátt-
úrunni og hafði gaman af útivist.
Mikil hannyrðakona og mjög
listræn. Hún málaði á koddaver
og í handklæði og gaf við ýmis
tilefni. Þegar við fórum á sund-
námskeið voru handklæðin okk-
ar fallega merkt nafninu okkar.
Þegar gamli vefstóllinn var sett-
ur upp í Sunnuhvoli óf hún mott-
ur úr niðurklipptum fötum heim-
ilisfólks. Þegar hún fékk sér
nýrri vefstóla urðu verkin fín-
gerðari, með fallegu mynstri.
Ef mig langaði í nýja flík eða
peysu var hún saumuð, prjónuð
eða hekluð. Þegar ég baksaði við
hannyrðir hafði hún ekki þol-
inmæði og þá var viðkvæðið oft:
„Hana, ég skal gera þetta.“
Mamma söng í kirkjukórnum
um árabil og í messum hlustaði
ég alltaf eftir röddinni hennar.
Hún söng líka í eldhúsinu, með
sunnudagsmessunni og uppá-
haldssöngkonunum sínum.
Mamma var vel máli farin og
vildi að við töluðum rétt mál.
Hún var lestrarhestur og las alls
kyns bækur, á íslensku og Norð-
urlandamálunum. Alltaf var lesið
fyrir okkur á kvöldin og hún var
sá allra besti lesari sem ég hef
kynnst. Hún skrifaði líka ým-
islegt sem hún hélt fyrir sig og
hélt dagbók í marga áratugi.
Í Fögruhlíð í Skriðdal var
sælureitur mömmu og pabba.
Þar dvöldu þau löngum stundum
og mamma var mesta aflaklóin.
Oft bretti hún buxurnar upp að
lærum, óð út í Skriðuvatnið á
skónum og stóð lengi og veiddi.
Þegar vinkonur komu í heim-
sókn var ég alltaf send upp eða
út með orðunum: „Litlar könnur
hafa stór eyru.“ Ég hafði það að
leiðarljósi með mín börn að þau
heyrðu ekki hvað sem er.
Mamma bar tilfinningarnar
ekki á torg og það tók sinn toll.
Iðjusemin frá morgni til kvölds
var hennar leið til að þurfa ekki
að horfast í augu við erfiða
reynslu og tilfinningar. Hún
fékk viðvörunarmerki frá líkam-
anum um að hægja á en virti
þau ekki og veiktist alvarlega
andlega þegar kerfið gaf sig.
Hún varð aldrei söm og það var
erfitt fyrir okkur að takast á við
það. Pabbi var hennar klettur en
þegar hann lést héldum við að
hún myndi brotna. Hún bognaði
en rétti úr kútnum og hélt
áfram.
Hún naut þess að vera með
fjölskyldunni og fylgjast með
börnunum mínum þegar þau
fæddust og prjóna á þau það
sem vantaði hverju sinni.
Við systkinin buðum mömmu
til Danmerkur þegar hún varð
sjötug og áttum saman dýrðar-
daga þar. Saman fórum við tvær
til Noregs fyrir nokkrum árum.
Það var góð ferð þó þrekið væri
farið að minnka.
Mamma bjó á Uppsölum á
Fáskrúðsfirði í rúm fjögur ár.
Hún naut einstaklega góðrar
umönnunar, hlýju og virðingar
fram á hinstu stund. Heilabil-
unin bankaði upp á og síðasta
árið átti hún erfitt með að tjá sig
en hélt alltaf áfram á æðru-
leysinu fram á síðustu stund.
Ég kveð í dag með þakklæti í
hjarta fyrir allt sem mamma
kenndi mér og gaf mér alla tíð.
Solveig Friðriksdóttir.
Nú er hún amma komin yfir í
sumarlandið. Elsku fallega
amma mín.
Þó ég hafi ekki náð að heim-
sækja hana eins oft og ég hefði
viljað síðustu árin, þá var hugur
minn alltaf hjá henni. Þar sem
fjarlægðin á milli okkar var allt-
af mikil vorum við duglegar að
skrifast á. Ég á mörg bréf frá
ömmu þar sem hún sagði mér
allt það helsta að austan og
spurði fregna af mér. Með tím-
anum minnkuðu þessi bréfa-
skipti en við héldum þó áfram
sambandi símleiðis. Ég sendi
henni síðasta bréfið nokkrum
dögum fyrir andlátið. Ég sendi
það til Sollu frænku sem las það
svo fyrir hana.
Hluti af bréfinu finnst mér
eiga vel við í dag sem minning-
arorð.
„Stundum er svo gott að vera
bara með manni sjálfum og
hugsa. Hugsa um það sem mað-
ur vill og þráir, hugsa um lífið
og tilganginn, hugsa um fólkið
sitt og allt milli himins og jarð-
ar. Maður kemst því ekki hjá því
að hugsa örlítið til fortíðar og
fara yfir góða tíma. Ég hugsaði
mikið til þín. Þín og afa. Hversu
heppin ég er að hafa átt ykkur
að. Þó tíminn sem ég hafði með
afa hafi ekki verið mjög langur
þá var hann svo góður vinur
minn í minningunni og er enn.
Ég man svo vel hvað ég var mik-
il afastelpa. Ég mun aldrei
gleyma því þegar ég fór með
ykkur í ferðalag á húsbílnum.
Ég var ekki nema 5 ára eða
jafnvel yngri, en þetta man ég
eins og það hafi gerst í gær. Ég
man eftir því að sofa á milli ykk-
ar, sofna við hroturnar í afa …
það sem hann gat hrotið. Ég
man eftir baunahlífinni sem var
á bílstjórasætinu og besta minn-
ingin er þegar afi dró fram Sæ-
mund í sparifötunum og bauð
mér eitt. Svo hélt ég áfram að
koma í heimsókn til þín á Greni-
melinn. Ég man vel eftir því að
ég dundaði mér stundum inni í
herbergi þar sem vefstóllinn var.
Þar sat ég og litaði eða teiknaði
á meðan ég hlustaði á geisla-
diskana þína. Þar eignaðist ég
minn uppáhalds geisladisk,
hlustaði endalaust á hann og
geri enn. Á honum voru lög sam-
in við ljóð Tómasar Guðmunds-
sonar. Egill Ólafsson og Guðrún
Gunnars syngja lögin. Seinna
gafstu mér svo þennan geisla-
disk í jólagjöf og ég fer með
hann eins og gull. Þar á ég mörg
uppáhalds lög og finnst ekkert
skemmtilegra en að setja disk-
inn í tækið og syngja hástöfum
með. Þegar ég var orðin eldri
voru heimsóknirnar þar sem ég
kom ein eflaust ekki eins marg-
ar. En ég man samt alveg eftir
þeim. Við eyddum oft tímanum
saman yfir sjónvarpinu á kvöld-
in, sátum og prjónuðum og
spjölluðum. Það var alltaf svo
notalegt að koma til þín í heim-
sókn. Skoða steinasafnið þitt,
gægjast í gróðurhúsið og laum-
ast í eitt og eitt hindber á meðan
ég lék mér í garðinum fyrir of-
an. Ég mun alltaf vera svo þakk-
lát fyrir allar þessar minningar.
Ég á öll bréfin sem þú skrifaðir
mér þegar við vorum sem dug-
legastar að skrifast á. Það er svo
dýrmætt að geta grafið svona
hluti upp og lesið, hoppað aftur í
tímann í smá stund og hlýjað sér
við minningarnar.“
Elsku amma er nú komin á
betri stað, sameinuð afa á ný og
kveð ég hana að sinni. Ég óska
henni góðrar ferðar og alls hins
besta, þar til við hittumst aftur.
Hildur.