Morgunblaðið - 31.05.2017, Page 67

Morgunblaðið - 31.05.2017, Page 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 lagsins í Reykjavík löngu seinna. Þar snerum við bökum saman og alltaf uns hann lést langt langt fyr- ir aldur fram. Magga vann fyrst hjá Alþýðubandalaginu í Reykja- vík, já, flokksfélagið í Reykjavík var svo öflugt að það hafði sér- stakan starfsmann. Félagarnir borguðu félagsgjöld og fé- lagsskrifstofan gaf út flokksskír- teini. Flokksmaður sem ekki átti gilt skírteini gat ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslum. Magga pass- aði þetta svo vel að eftir var tekið, ég tók að minnsta kosti eftir því enda var hún eftirmaður minn á þeirri skrifstofu. Svo fór hún að vinna fyrir flokkinn á landsvísu. Hjá flokknum sinnti hún margvís- legum skrifstofuverkum af öryggi og myndarskap og umfram allt af tryggð við málstaðinn. Sjálf bað hún aldrei um pláss fyrir sjálfa sig. Í persónu hennar birtist mik- ilvægi liðsheildarinnar. Þegar liðs- heildin bregst næst ekki pólitískur árangur. Það er lexía sem þarf enn að kenna. Við unnum saman fram undir það að Alþýðubandalagið gekk út af sviðinu; þá gerði ég það líka og Magga litlu fyrr. Alltaf var hún á staðnum í þessi ár sem ég hafði einhvers konar forystu á hendi í Alþýðubandalaginu. Margrét brást aldrei. Innilegar þakkir eiga að felast í þessum línum fyrir að hafa fengið að eiga Margréti Tómasdóttur að vini og félaga. Svavar Gestsson. Alþýðuhreyfingarnar, hugsjón- irnar um jafnrétti og bræðralag, urðu á síðustu öld hið áhrifaríka afl sem breytti íslensku samfélagi á flestan hátt; undirstöður þeirrar velferðar sem nú er talin sjálfsögð. Baráttan var oft erfið og átökin sögurík; tilhneiging í frásögnum að beina kastljósinu að foringjum, ríkisstjórnum og ráðherrum. Vissulega skipti forystan miklu en sigrar alþýðuhreyfinganna byggð- ust ekki síður á fjölmennri sveit félaga sem helguðu málstaðnum krafta sína, voru virkir á vettvangi hinnar daglegu annar, burðarásar í félagsstarfi og baklandinu sem gaf flokkunum kraftinn. Margrét Tómasdóttir átti á sinn hógværa, elskulega og fórn- fúsa hátt ríkan þátt í þessari sögu. Hún var ásamt Guðmundi manni sínum og fleirum úr fjölskyldunni athafnasöm í sínu flokksfélagi en kom svo til starfa á skrifstofu Al- þýðubandalagsins þar sem hún varð strax kjölfesta í ys og þys óreiðunnar sem oft einkennir flokka þegar mikið gengur á. Margrét tók á móti öllum með brosi og glaðværð, hló léttum hlátri þótt aðrir væru uppteknir af átökum. Formennirnir í flokknum komu og fóru, fylkingar voru ým- ist sárar eða sigurglaðar en ætíð var Margrét með sitt jafnaðargeð einskonar velviljuð húsmóðir flokksskrifstofunnar. Þegar ég tók við af Svavari og Margrét Frímannsdóttir svo af mér var Margrét vinkona okkar allra og hafði reyndar líka unnið með Lúðvík og Ragnari og með fjölmörgum öðrum í forystusveit Alþýðubandalagsins. Hún var tengiliður við flokksmenn jafnt í Reykjavík sem í öðrum byggðum landsins. Fyrir daga netmiðlanna túlkaði hún í símann við þá sem hringdu ákafir og óþolinmóðir, hvort sem það var frá Neskaup- stað, Hellissandi eða Breiðholtinu, hvernig bæri að túlka á jákvæðan hátt nýjustu átök eða atburði í flokknum. Það var oft á tíðum ekki létt verk en hin greinda sómakona leysti það ætíð eins og eðalborinn diplómat. Á kveðjustundu þakka ég Mar- gréti vináttu og samvinnu á langri leið og votta börnum hennar og fjölskyldu einlæga samúð. Það var gaman að sjá stoltið í augum Mar- grétar þegar hún kom glöð á góð- an fagnað með fjölskyldunni og gömlum vinum. Ólafur Ragnar Grímsson. Það breyttist margt þegar hún Margrét Tómasdóttir kom til starfa á skrifstofu Alþýðubanda- lagsins fyrir tæpum 40 árum. Hún flutti með sér reynslu úr sínu fyrra starfi, húsmóðurstarfinu, sem hún gegndi svo auðvitað áfram með launavinnunni eins og aðrar útivinnandi konur. Hún var afbragðsstarfsmaður á skrifstofunni en jafnframt sýndi hún okkur sem vorum í verkunum fyrir flokkinn stuðning, umhyggju og elskusemi sem við áttum ekk- ert endilega að venjast. Fundir framkvæmdastjórnar- innar breyttust. Þeir voru alltaf á mánudögum og þegar fundar- menn mættu, hver úr sinni áttinni, banhungraðir eftir langan vinnu- dag, þá var Magga búin að reiða fram góðan og hollan mat: brauð, álegg, ávexti, vatn og kaffi. Það fór svo ekki framhjá neinum hversu geðbætandi áhrif veitingarnar höfðu á fundarmenn. Ekki vissum við hvernig hún fann tíma til að kaupa inn og reiða matinn fallega fram jafnframt því að undirbúa fundinn með öllum pappírum og öðru stússi. En það gerði hún. Á þessum árum var kvenna- starfið í Alþýðubandalaginu öfl- ugt, Vilborg Harðardóttir stjórn- aði jafnréttissíðu í Þjóðviljanum, tekist hafði að koma á kynjakvóta í stofnunum flokksins, sem var, 1980, í fyrsta sinn í íslenskum stjórnmálaflokki. Ungt róttækt fólk flykktist í flokkinn. Það var haft eftir fullorðnum forystu- manni í flokknum, karlkyns, að nú væru bara konur og börn í mið- stjórn. En kynjakvótinn var kom- inn til að vera og varð þegar í stað eðlilegur hluti af starfinu. Magga okkar Tomm tók fullan þátt í kvennastarfinu eins og reyndar í öllu starfi flokksins. Hún var alls staðar með: Þegar við héldum fjölmennan kvenna- fund í Ölfusborgum þar sem við ræddum stjórnmál og önnur mál frá morgni til kvölds. Svona við- burðir styrktu vináttuböndin en þetta var nokkru áður en átökin í flokknum náðu hámarki sínu. Það voru góðir tímar. Einhvern veg- inn tókst Möggu að vera vinur allra, þrátt fyrir átök. Það verður að teljast afrek. Eins styrkti það heldur betur vináttuböndin þegar við fórum saman á Norrænt kvennaþing í Osló 1988, en þá flugu 800 íslenskar konur á vit ævintýranna og dvöldu þar saman í heila viku. Tvær okkar, Stefanía og Sig- urbjörg, gegndu formannsstarfi í Alþýðubandalaginu í Reykjavík og minnast þær sérstaklega hversu mikil stoð og stytta hún var þeim og hvað gott var að eiga hana að. Magga hafði sterkar skoðanir og lá ekki á þeim. Hún var ein- staklega góð manneskja og góður sósíalisti, réttsýn og víðsýn. Heimili hennar og Guðmundar Magnússonar verkfræðings var sannkallað menningarheimili og þar ólu þau upp börnin sín. Heim- ilið var opið og komum við þar bæði á gleði- og sorgarstundum. Við minnumst Möggu okkar Tomm með virðingu og þakklæti fyrir allan hennar stuðning og elskusemi í okkar garð. Álfheiður Ingadóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Sigurbjörg Gísladóttir, Sjöfn Ingólfsdóttir og Stefanía Traustadóttir. „Einstakur“er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt „Einstakur“ er orð sem lýsir þér best. (Terri Fernandez) Elsku Þorsteinn minn, þinn missir er mikill, megi allar góðar vættir vera með þér. Elsku bestu Katla, Ingibjörg, Steini og ömmubörnin. Þið eigið alla mína samúð. Guð styrki ykkur öll. Sigríður Friðþjófsdóttir. Kynnin ná 40 ár aftur í tímann. Hún var með námskeið í postu- línsmálun á Reyðarfirði og ég skráði mig. Þar var ég heppin. Það var notalegt að koma í vinnu- stofuna hennar Kolfinnu, þar ríkti ró og friður og notalegt and- rúmsloft í gefandi samfélagi við konur sem sátu saman við postu- línsborðið. Kolfinna var mikill og góður listamaður og eru verk hennar víða. Ekki síst var hún góður kennari, ákaflega vandvirk og ekki komust nemendur henn- ar upp með fúsk. En hún var fljót að rétta hjálparhönd og bætti oft- ar en ekki verkið. Framkoma hennar og snyrtimennska var til eftirbreytni. Yndisleg mann- eskja. Hún flutti að austan vestur á land með fjölskyldu sinni og þeirra var sárt saknað. En síðar gafst aftur tækifæri til að setjast við postulínsborðið hennar, þá í Reykjavík. Þar var stofnað til kynna við nýjar postulínskonur og þar varð til vinkvennahópur sem í mörg ár sat og málaði undir handleiðslu Kolfinnu og gerði sér oft og einatt dagamun. Kolfinna hafði einstakt lag á að gera þess- ar samverustundir sérstakar og ánægjulegar. Hafi hún hjartans þökk fyrir. Við Bogi vorum lánsöm að eignast vináttu þeirra hjóna, Kol- finnu og Þorsteins. Þau voru skemmtileg og góðir vinir og við eigum dýrmætar minningar um stundir með þeim. Enn þurftum við að sjá á eftir þeim. Þau hjónin tóku nýjan kúrs og fluttu búferlum til Svíþjóðar. Kolfinna hætti að mála postulín og hélt sér eingöngu við málverk- ið og málaði dásamlega fallegar myndir. Síðastliðið haust stóð Fanney, vinkona og fyrrum nemandi Kol- finnu, fyrir postulínskvennaferð til Danmerkur. Það var tilhlökk- un að hitta Kolfinnu, sem ákvað að slást í hópinn. Hún kom með lest frá Svíþjóð og hitti hópinn nýlentan á Kastrup. Þar urðu fagnaðarfundir og okkar biðu nokkrir eftirminnilegir stelpu- dagar. Hún kvaddi okkur síðan sæl og glöð og það var síðasta skiptið sem við hittumst. Ég veit að ég tala fyrir hönd allra þeirra kvenna sem hafa not- ið tilsagnar Kolfinnu við postu- línsborðið þegar henni er þakkað af heilum hug fyrir innlegg henn- ar í að gefa konum tækifæri til að njóta þess að finna að það er hægt að vera lítill listamaður þrátt fyr- ir mismunandi hæfileika. Ég kveð mína kæru Kolfinnu Ketilsdóttur og votta ástvinum hennar innilega samúð. Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsa Petersen. Ég var svo lánsöm að vera í hópi þeirra fjölmörgu sem Kol- finna leiðbeindi í postulínsmálun. Hún var einstök listakona og góð- ur leiðbeinandi. Það var ávallt til- hlökkunarefni að fara í tíma til hennar og þar myndaðist líka vin- átta sem náði út fyrir postulíns- námið og við í mínum hópi áttum margar góðar stundir saman í gegnum árin. Árlega höfðum við þorramat í einum tímanum og eins vorum við með sérstakan jólatíma. Það var mikið notað af gulli til að gera gripina enn fal- legri og oft haft á orði „gull og gleðileg jól“. Við hittumst líka yf- ir sumarið þótt ekki væru tímar í máluninni, oft á kaffihúsi þar sem var mikið spjallað og hlegið. Þegar þau hjónin fluttu til Sví- þjóðar árið 2008 og tímum hjá henni í postulíninu lauk héldum við samt áfram að hittast fjórar saman, mála postulín, fara á veit- ingahús og njóta samverunnar. Oft var minnst á Kolfinnu og hvað hún hefði miðlað okkur miklu og stundum hringdum við í hana þegar við vorum saman, svona til að hafa hana aðeins hjá okkur þótt langt væri á milli. Þegar ég fór sjálf að leiðbeina í postulínsmálun hvatti Kolfinna mig áfram á þeirri braut og það er mér mikils virði að hafa haft stuðning frá henni. Í október var ég með henni í Danmörku í stuttri ferð ásamt nokkrum „postulínskonum“ og þar áttum við góðar stundir, Kol- finna hafði aldrei litið betur út eða verið glæsilegri. Þegar ég kvaddi hana að lokinni góðri ferð óraði mig ekki fyrir því að ég ætti ekki eftir að sjá hana aftur. Ég á henni margt að þakka og kveð hana með þakklæti og sökn- uði. Við Friðbert vottum Þorsteini, börnum og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Fanney Gísladóttir. Mín kæra vinkona er nú farin í ferðina sem við öll munum fara, bara alltof snemma, svo snöggt og óvænt. Tveim mánuðum áður vissi enginn að hún væri haldin banvænum sjúkdómi. Það eru ekki nema sjö vikur síðan ég var einu sinni sem oftar gestur á heimili þeirra heiðurs- hjóna í Laholm. Það voru alltaf miklir fagnaðarfundir er við hitt- umst og var það orðið hefðbundið að við tvær vinkonur þeirra, Sigga Friðfinns og ég, legðum land undir fót a.m.k. einu sinni á ári til að heimsækja þau. Alltaf var okkur tekið sem værum við þjóðhöfðingjar. Slík var gestrisni þeirra hjóna. Það var ekki leið- inlegt hjá okkur í þessum heim- sóknum, mikið spilað, spjallað, skraflað og skrafað. Þó að Kol- finna hefði kannski ekki sama út- hald og áður er við vorum þar síð- ast grunaði okkur ekki að hún ætti svo stutt eftir. Ég er afar þakklát fyrir að hafa átt þessa viku með þeim á meðan Kolla hafði ennþá þrek til að njóta þess- ara gæðastunda. Það yrði langur listi ef ég ætl- aði að reyna að telja upp alla þá kosti er prýddu þessa konu. Eins og allir sem þekktu til Kollu vita, þá var hún með afbrigðum list- ræn og það var nánast ekkert sem hún ekki gat, það lék allt í höndunum á henni. Aldrei lét hún mann þó finna að hún væri eitt- hvað flinkari en aðrir. Stærilæti var ekki til í hennar fari. Ekki vafðist það heldur fyrir henni að tileinka sér nýtt tungu- mál og lagði hún sig fram um að ná tökum á sænskunni og heyrði ég ekki betur en hún hefði hana fullkomlega á valdi sínu er hún spjallaði við nágrannana eða af- greiðslufólk í verslunum, en við fórum auðvitað stundum í búðir þar ytra. Það er gott að eiga góðar minningar til að ylja sér við á þessum erfiða tíma. Ég kveð mína kæru vinkonu með sárum söknuði og trega. Elsku Jotti frændi minn, ég vona að þér veitist styrkur til að mæta þessu mótlæti því ég veit að þinn missir er mikill. Elsku Katla, Steini, Ingibjörg, makar ykkar og börn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning elskaðrar eiginkonu, móður, ömmu og vinkonu. Göfugri sál sem horfin er úr heimi, hugirnir fylgja yfir gröf og dauða. Kærleikans faðir ástvin okkar geymi, ylgeislum vefji daga gleðisnauða. Sólbjarmi vakir yfir minning mærri, mótlætis vegu sveipar birtu skærri. (F. J. Arndal) Anna Kristjánsdóttir. Ástkær eiginkona og systir, ÁSBJÖRG ÍVARSDÓTTIR, áður til heimilis að Lækjasmára 8, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 25. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 1. júní klukkan 13. Jón Sigurðsson og systkini hinnar látnu Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLS BJARNASONAR málarameistara, Jörundarholti 20a, Akranesi. Guðrún Vilhjálmsdóttir Jón Þór Hallsson Ástríður Ástbjartsdóttir Jóhanna Hugrún Hallsdóttir Sturlaugur Sturlaugsson Bjarnheiður Hallsdóttir Tómas Guðmundsson Hallur Þór, Rúnar Magni, Sigurður Valur, Bjarki Þór, Hallur Heiðar, Sólveig, Kári Víkingur, Jökull, Guðrún Þórbjörg, Hallur, Tómas Týr og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRUNN ALICE GESTSDÓTTIR Lísa, Borgarlandi 42, Djúpavogi, lést fimmtudaginn 25. maí. Jarðarförin fer fram í Fella- og Hólakirkju föstudaginn 2. júní klukkan 13. Björn Ófeigur Jónsson Ómar Friðbergs Dabney Ingveldur Gísladóttir María Vala Friðbergs og fjölskyldur þeirra Faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og vinur, KRISTJÁN JÓNSSON, fyrrv. rafmagnsveitustjóri ríkisins, lést þriðjudaginn 9. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd ættingja og vina, Walter Ragnar Kristjánsson Kristey Jónsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS THORBERG GUÐMUNDSSON, Dvalarheimilinu Ási Hveragerði, lést á Landspítalanum 23. maí. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 1. júni klukkan 15. Bjarney Magnúsdóttir Davíð Ómar Gunnarsson Stefán Magnússon Elías Jón Magnússon Andrés Magnússon María Óskarsdóttir Sigurður Karl Hólmfríðarson Hrefna Hrafnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, STEFÁN GEIR JÓNSSON stýrimaður, Hjarðarhóli 22, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 27. maí. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 5. júní klukkan 13. Dóra Fjóla Guðmundsdóttir Hanna Jóna Stefánsdóttir Sigurður Jóhann Freygarðss. Guðmundur Árni Stefánsson Elsa Dögg Stefánsdóttir Jón Guðlaugsson Hanna Stefánsdóttir Guðl. Rúnar Jónsson Stefán Leó Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.