Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 71
MINNINGAR 71
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017
Hér sitjum við
tvær yngstu systurn-
ar og erum að reyna
að átta okkur á að
hún yndislega Jóna systir okkar sé
dáin. Þetta gerðist svo fljótt að það
er erfitt að sætta sig við það. Við
systkinin vorum 9, en nú eru 4
systur farnar. Jóna var þriðja
yngst svo þetta er mjög sárt og
ótímabært.
Við systur höfum farið í nokkrar
utanlandsferðir sem voru ógleym-
anlegar og fara í minninganna sjóð.
Við systur, mágkona og æskuvin-
konur okkar höfum verið saman í
saumaklúbbi í 45 ár, sem hefur gef-
ið okkur mikla gleði og hamingju.
Það var aðdáunarvert þegar
Jóna ákvað að fara í sjúkraliðanám
um fertugt og vann hún við það til
67 ára aldurs. Þá var komið að því
að fara að njóta fleiri ferða með
Ella sínum í hjólhýsinu. Þau Elli og
Jóna eiga 3 yndislega stráka og 10
barnabörn, sem voru ljósið í lífi
þeirra.
Við kveðjum kæra systur með
sorg í hjarta og djúpri virðingu og
þakklæti fyrir samfylgdina sem
var okkur mjög dýrmæt, hlý og
gefandi.
Elsku Elli, börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabarn,
megi algóður Guð umvefja ykkur
kærleika og gefi ykkur styrk.
Þínar systur,
Dagfríður (Dæja) Hall-
dóra (Dóra).
Elsku hjartans föðursystir. Það
er þyngra en tárum taki að hugsa
til þess að þú sért farin frá okkur
og ég eigi aldrei eftir að knúsa þig
aftur. Af öllum þeim árum sem ég
hef búið erlendis þá hefur aldrei
verið eins erfitt að búa erlendis og
núna! Að geta ekki verið hjá sínum
nánustu, faðmað þau og knúsað og
syrgt saman. En það er líka á
stundu sem þessari að maður sest
niður og hugsar um það sem við
eigum saman – minningarnar! Þær
eru dýrmætar og sjaldan dýrmæt-
ari en akkúrat núna! Þú ert og
verður alltaf einstök í mínum huga.
Þú og fóstri voruð eins klettar í
hafinu í mínu lífi, þið voruð bak-
landið sem veittuð mér allan þann
stuðning sem ég þurfti á að halda
þegar mikið af tíma foreldra minna
fór í að sinna systkinum mínum í
veikindum þeirra og þá sérstak-
lega á meðan Viðar bróðir var á lífi.
Alltaf var heimili ykkar opið fyrir
mér og aldrei gerðuð þið upp á milli
mín og strákanna ykkar – ég var
einn af þeim! Þú varst einstök
smekkmanneskja og bjóst þér og
þínum ávallt til fallegt heimili. Öllu
var smekklega komið fyrir en það
var alltaf hægt að gera betur – þú
miklaðir aldrei fyrir þér að rífa nið-
ur veggi eða færa til, og alltaf tókst
þér að tala fóstra til og fá hann í lið
með þér.
Þér þótti ekki leiðinlegt að
ferðast hvort sem það var innan-
lands eða utan og á ég margar góð-
ar minningar sem tengjast ferða-
lögum okkar saman. Þær ferðir
sem eru hvað eftirminnilegastar
eru þegar ég fór með þér og fóstra
til Mallorca 1984 ásamt Dóru,
Dæju, Árna og strákunum. Marm-
aris í Tyrklandi 2007 til að fagna
sextugsafmælinu þínu og nú síðast
árið 2014 þegar Edward og ég buð-
um þér og fóstra ásamt mömmu og
pabba til Brugge og Ostende í
Belgíu til að halda upp á sjötugs-
afmælið hans pabba og gullbrúð-
kaupsafmæli þitt og fóstra. Sú ferð
fær sérstakan stað í hjarta mínu
núna því þetta var síðasta ferð okk-
Jóna Geirný
Jónsdóttir
✝ Jóna GeirnýJónsdóttir
fæddist 2. ágúst
1947. Hún lést 15.
maí 2017.
Útför Jónu fór
fram 26. maí 2017.
ar saman. En það
ferðalag sem stendur
upp úr er þegar ég
fór með þér og
fóstra, Bigga og
Adda hringveginn
1982. Leið lá um Suð-
urlandið þar sem
fóstri stoppaði á öll-
um helstu ferða-
mannastöðum, okkur
var dröslað út úr
bílnum í myndatökur
því það átti að festa ferðina, heldur
betur, á filmu. Síðan lá leið um
Austurland og Norðurland og allt-
af stoppað og myndað á helstu
stöðum. Þegar við vorum komin að
Goðafossi voru farnar að renna á
okkur tvær grímur – þetta var orð-
in ansi löng filma hjá honum fóstra.
Þegar betur var að gáð kom í ljós
að það var engin filma í vélinni!
Þetta var yndisleg ferð í alla staði
og aldrei leiddist okkur að rifja upp
þessa ferð og þá sérstaklega þetta
með filmuna og fóstra.
Að lokum langar mig til að
minnast Teigakjörs-áranna en þar
tók ég mín fyrstu spor í atvinnulíf-
inu undir tryggri leiðsögn þinni og
fóstra. Það voru ógleymanleg ár og
margs að minnast en það veganesti
sem ég fékk þaðan hefur reynst
mér dýrmætt í lífinu seinna meir!
Elsku hjartans föðursystir, það er
erfitt að kveðja þig með skrifuðum
orðum því það er svo margt sem
mig langar að þakka fyrir og segja
þér. Ég kveð þig með þessum orð-
um: Takk fyrir allt! Elsku fóstri,
Jói og Magga, Biggi og Ríkey,
Addi og Adda og fjölskyldur. Ég
bið góðan Guð að geyma ykkur og
veita ykkur allan þann styrk sem
þið þurfið til að takast á við þessa
miklu sorg!
Ég elska þig meira en allt.
Þinn elskulegi bróðursonur,
Tómas Bolli Hafþórsson.
Ljúf, hlý og glaðleg er það
fyrsta sem kemur í huga okkar
þegar við minnumst Jónu vinkonu
okkar og eiginkonu Ella Más
frænda.
Hugurinn reikar til liðins tíma
þegar fjölskyldur okkar bjuggu á
Eiði á Seltjarnarnesi í litlu og
skemmtilegu samfélagi. Á þeim
tíma voru Elli Már og Jóna að stíga
sín fyrstu spor í einlægu og góðu
hjónabandi. Þau hjón komu bæði
úr stórum og sérlega samheldnum
systkinahópi og voru þrjú systkin
gift þremur systkinum.
Jóna var alltaf ljúf, skemmtileg
og brosmild kona. Það voru for-
réttindi að hafa fengið að fylgja
henni og fjölskyldunni á lífsleiðinni.
Við kveðjum okkar kæru vin-
konu með söknuði og þökk fyrir
samveruna og biðjum góðan Guð
að taka hana í sína arma, en yljum
okkur við allar góðu minningarnar.
Ég, börn mín og tengdabörn
vottum Ella Má og fjölskyldunni
allri innilega samúð.
Ég bý að brosum hennar
og blessa hennar spor,
því hún var mild og máttug
og minnti á jarðneskt vor.
(Davíð Stefánsson.)
Guðrún Eyjólfsdóttir
(Dúna) og fjölskylda.
Við ólumst upp í holtinu við leik
og störf, krakkaskarinn. Holtið er
Kleppsholtið sem um miðja síðustu
öld var eins og lítið sveitaþorp þar
sem allir þekktust. Í þessum
krakkaskara, sem ólst þar upp,
voru, Laufholtssystkinin, systurn-
ar átta og einn bróðir. Ein systr-
anna var Jóna bernskuvinkona
mín. Við vorum jafnaldra og jafn-
stórar, önnur ljóshærð og hin
dökkhærð og báðar bláeygar. Að-
eins átta dagar skildu á milli okkar
í aldri. Strax á fyrstu árum okkar
byrjuðum við að stauta saman og
bundumst sterkum böndum sem
aldrei slitnuðu þrátt fyrir að langt
gæti liðið milli þess að við hittumst
eða heyrðumst. Vináttan var djúp
og laus allra skuldbindinga. Það
var mikið leikið og fóru leikirnir að
mestu fram úti í holtinu á milli
þúfna og sléttra klappa holtsins.
Það var engin gata yfir holtið þá
heldur troðningar, sem gaman var
að þræða. Allt í kring voru litlir
kofar sem eflaust hafa haft sinn til-
gang fyrir okkar tíð og þar gat
krakkaskarinn leikið sér vordaginn
langan og langt fram á kvöld. Eins
og að framan segir var Jóna eitt
barna Jóns og Geirnýjar í Lauf-
holti. Í næsta húsi við þau bjuggu
ættingjar að vestan, systkinin Pía
og Jói og Óli sonur Píu. Einhvern
veginn fór það svo að Jóna var mik-
ið hjá frændfólki sínu og þegar við
héldum af stað í skólann á morgn-
ana þá kom ég við þar og þaðan
leiddumst við Jóna saman í Lang-
holtsskólann sem var nokkuð langt
fyrir litlar og smástígar stúlkur.
Þegar skóla lauk héldum við heim
á leið og lékum okkur saman alla
daga. Við vorum báðar miklar
dúkkukonur og lékum okkur með
dúkkurnar okkar fram að 12 ára
aldri en við fórum leynt með það,
enginn mátti vita, af því það var svo
barnalegt. Eftir að barnaskóla lauk
fórum við hvor í sinn gagnfræða-
skólann en þráðurinn slitnaði ekki.
Jóna var mjög ung þegar hún hitti
Ella og þau ung þegar elsti dreng-
urinn þeirra fæddist. Þau voru
fyrst í skjóli hjá Píu eða þar til þau
stofnuðu sitt eigið heimili. Á þess-
um árum kom ég oft til þeirra í
heimsókn og fylgdist með lífi
þeirra. Samband þeirra einkennd-
ist alltaf af mikilli hlýju og virðingu
og þessa þætti skynjaði ég í sam-
bandi þeirra í hvert skipti sem ég
hitti þau hjónin og það breyttist
aldrei. Nú er Jóna bernskuvinkona
mín horfin okkur, en eftir sitja hlýj-
ar minningar um góða og vandaða
konu og þessar minningar halda
áfram að styrkja þráðinn okkar
Jónu. Elsku Elli og fjölskylda þín
öll, hlýjar hugsanir streyma til
ykkar. Megi allar góðar vættir
vera með ykkur áfram.
Magnea Ingólfsdóttir.
Í dag kveðjum við Jónu vinkonu
okkar með miklum söknuði. Við
höfum þekkst síðan við vorum litl-
ar stelpur í Kleppsholtinu. Við höf-
um verið ásamt systrum hennar og
Lilju mágkonu í saumaklúbb í
næstum hálfa öld. Það hefur verið
ómetanlegt fyrir okkur að eiga vin-
áttu þeirra. Þær eru allar einstak-
lega kærleiksríkar og hlýjar konur.
Saumaklúbburinn okkar er ein-
stakur og hefur aldrei fallið skuggi
á vináttuna. Við höfum bæði hlegið
mikið og veitt hver annarri stuðn-
ing á þessum árum. Við höfum allt-
af hlakkað til að hittast. Makar
okkar hafa notið góðs af, þó að
hlátrasköllin hafi stundum haldið
fyrir þeim vöku. Nágrannar hafa
haft orð á því að við keyrðum heim
eftir fjörið. Héldu að við hlytum að
hafa haft áfengi um hönd. Það hef-
ur aldrei verið, heldur höfum við
fundið þessa heilbrigðu innilegu
gleði þegar við hittumst. Við höfum
fylgst að í gegnum gleði og sorg.
Við erum ekki búnar að átta okkur
á því að Jóna sé farin og munum
sakna hennar yndislegu nærveru
um ókomin ár Við sendum Ella,
Jóa, Bigga, Adda og fjölskyldum,
systkinum Jónu og þeirra fjöl-
skyldum okkar innilegustu
samúðarkveðjur
Guð gefi ykkur styrk á þessari
erfiðu stundu.
Helga, Rósa, Ása
og fjölskyldur.
Að kveðja elsku Jónu okkar,
eina af Eirarholtsrósunum, eins og
við köllum okkur, er sárt og erfitt
að trúa að við eigum ekki eftir að
sjá fallega brosið hennar aftur og
finna hennar einstöku nærveru.
Eftir að hún hætti að vinna á Eir-
arholti ákváðum við nokkrar af
þeim sem höfðum unnið lengi sam-
an að stofna „saumaklúbb“ til að
halda hópinn og hittast reglulega.
Við höfum þekkst mislengi og
frá fyrstu kynnum við Jónu fór
ekki á milli mála hvaða manneskju
hún hafði að geyma. Alltaf blíð og
góð, traust, heiðarleg, með sterka
réttlætiskennd. Hún lét sig varða
hvernig samferðafólkinu leið,
hlustaði, hvatti og huggaði með
sínu rólega fasi og setti hlutina í
samhengi. Hnippti í okkur ef henni
fannst við hafa unnið of mikið: „Þú
verður að passa þig elskan mín, er
þetta ekki of mikið fyrir þig?“ Það
fór ekki á milli mála hve öllum leið
vel þegar Jóna var á vakt á Eir-
arholti, bæði starfsfólki og heim-
ilisfólki.
Eirarholtsrósirnar fóru saman í
ferðalög og sumarbústaðaferðir.
Síðasta ferðin sem Jóna fór í með
okkur var til Dyflinnar á liðnu
hausti. Sú ferð verður lengi í minn-
um höfð – dýrmæt minning.
Að hlusta á hana tala um Ella
sinn og fjölskylduna fékk mann til
að hugsa hve lánsöm þau væru að
eiga hvort annað. Minnisstætt er
þegar Elli keyrði okkur í jólaboð
fyrir þremur árum, einhver sagði
þá að við myndum passa Jónu og
hann svaraði „já gerið það því ég
ætla að eiga mörg ár í viðbót með
þessari konu“. Það er sárt að hugsa
til þess að árin þeirra verði ekki
fleiri.
Við megum til með að nefna
samband Jónu og Þórunnar son-
ardóttur hennar, en því kynntumst
við þegar Þórunn vann með okkur.
Það var alltaf eins og þær hefðu
ekki sést í margar vikur þegar þær
hittust í vinnunni, knús, kossar og
falleg orð. En þær höfðu þá jafnvel
hist daginn áður.
Við kveðjum þig elskan okkar
með tárum og mikið eigum við eftir
að sakna þín. Sendum Ella og öðr-
um ástvinum innilegar samúðar-
kveðjur. Guð blessi ykkur öll.
Jóhanna Arndal,
Herdís, Erna, Jóhanna
Hrafnkels, Kristjana,
Else, Hallfríður (Halla),
Sigríður (Sirrý), Sólrún,
Gerður, Hjördís og
Ingibjörg Halldóra
(Inga Dóra).
Skammt hefur verið á milli
högga í vinahópi okkar sem hefur
varað í marga áratugi gegnum
ferðalög, söng og ýmsar uppákom-
ur.
Jóna, mín elskuleg vinkona til
margra áratuga, er fallin frá.
Með tárin í augunum reyni ég að
skrifa nokkur minningarorð, get
varla trúað að þetta sé raunveru-
leiki, svo óvænt var þetta fyrir okk-
ur öll, vini og vandamenn. Hverj-
um hefði dottið það í hug nú í vor að
vortónleikar Strætókórsins í Ás-
kirkju yrði okkar síðasta samveru-
stund. Að kveðjustundin biði við
næsta horn á sama stað.
Allt sem við höfum gert og deilt
saman, rifjast upp bæði þegar við
bjuggum í sömu götunni til margra
áratuga og eins eftir að fjarlægðin
varð meiri á milli okkar. Það rifjast
upp þegar við hittumst fyrst á
árshátíð 1972 og þið systkina-
þrenningin komuð eftir ballið heim
í litlu kjallaraíbúðina okkar. Frá
þeim tíma hefur vinátta okkar ver-
ið svo djúp, einlæg og sönn. Það
var svo gott að eiga hana Jónu og
svo erfitt að trúa að hún sé ekki
lengur til staðar. Góð vinátta er
það dýrmætasta sem maður á og
það höfum við átt hjá þeim hjónum
frá fyrstu kynnum. Allt það sem
við ætluðum að gera á síðasta ári
og gerðum ekki og það sem við vor-
um byrjaðar á að plana í okkar síð-
asta spjalli, þar sem við hittumst
fyrir nokkrum vikum og verður
aldrei.
Á svona tímamótum, sérlega
þegar maður er kominn á seinni
hluta æviskeiðsins en finnst samt
maður eiga svo mikið eftir, þá
hugsar maður, ekki fresta, ekki
bíða, heldur framkvæmum hugs-
anir, vináttu, langanir, ræktum,
verum, elskum og njótum alls sem
við höfum möguleika á og tækifæri
til.
Á svona stundum skynjum við
hvað lífið er stutt og mikilvægi þess
að rækta vini, maka og ástvini.
Elsku Jóna mín var einstaklega
ljúf, blíð, falleg, hlý og geislandi
kona. Það fór ekki fram hjá neinum
sem kynntist henni hversu mikill
mannvinur hún var og hve mikla
mannelsku hún hafði til að bera
eins og allt hennar fólk.
Einstaklega er það minnisstætt
þegar við fórum saman í okkar
fyrstu ferð út til Bergen á norð-
urlanda-kóramót með karlakór
SVR 1983. Öll vorum við ung og
sum kornung, lífið blasti við okkur
„endalaust“. Þetta sama á eflaust
við um börnin okkar í dag. Þannig
er lífið. Engu að síður þykir okkur
sem fórum í þessa fyrstu ferð 1983
svo ótrúlega stutt síðan. Þrátt fyrir
það hefur mikið vatn runnið til
sjávar og margir horfnir úr hópn-
um okkar.
Elli minn, elsku kæri vinur, við
sendum þér og allri fjölskyldunni,
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Biðjum góðan Guð að styrkja
og blessa ykkur öll í sorginni. Þú
átt okkur að nú sem endranær.
Eygló og Reynir.
✝ Jóna GuðbjörgBaldvinsdóttir
fæddist á Akureyri
28. maí 1940. Hún
lést 23. maí 2017 á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri. Foreldrar
hennar voru Lilja
Svanbjörg Jóns-
dóttir, f. á Steiná,
A-Hún. 12. október
1917, og Baldvin
Marinó Kristinsson,
f. á Blönduósi 3. júlí 1917. Systk-
ini Jónu eru Kristlaug Kolbrún
Baldvinsdóttir, f. 1944, Helga
Jónsdóttir, f. 1950, og Stefán
Jónsson, f. 1952.
Eiginmaður Jónu
var Bjarni Anton
Bjarnason, f. 1935,
d. 2000. Börn Jónu
eru Jón Halldórs
Bjarnason, Ingi-
björg Elfa Bjarna-
dóttir, Pétur
Bjarnason og Lilja
Kolbrún Bjarna-
dóttir. Barnabörn
Jónu eru níu talsins
og tvö barnabarnabörn.
Útför Jónu fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag, 31. maí 2017,
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku tengdamamma, nú í vor
eru 31 ár frá því við hittumst fyrst,
þegar Pési þinn kynnti mig fyrir
ykkur Bjarna í Lerkilundinum.
Síðan þá höfum við gengið saman
langan veg bæði í gleði og sorg.
Það er svo skrýtið að þú sért
ekki lengur til staðar, því frá okk-
ar fyrstu fundum varð Lerkilund-
urinn og þið Bjarni nokkurs konar
kennileiti mitt á Akureyri. Þar átti
ég, sunnanstelpan, öruggt og hlýtt
skjól. Þegar við Pési fluttum suð-
ur og Bjarni kvaddi fyrir 17 árum
varðst þú enn stærri hluti af til-
veru okkar og heimilislífi. Þú
komst í reglulegar hressingar-
ferðir suður og við gistum hjá þér í
Lerkilundinum. Ég er þakklát
fyrir hvað krakkarnir okkar, þau
Ari, Kári og Rut, kynntust þér vel
fyrir vikið. Þau nutu þess oft að
spjalla við þig um heima og geima
hvort sem það var yfir kvöld-
kaffinu sem þú kenndir þeim að
meta, mjólk og kleinu eða í seinni
tíma yfir pizzusneið, sem þau
kenndu þér að meta.
Fyrstu árin eftir að Bjarni
kvaddi voru þér erfið en með hjálp
fjölskyldu, vina og dásamlegra ná-
granna fetaðir þú veginn fram.
Síðustu árin sóttir þú í góðan fé-
lagsskap í dagþjónustunni á Hlíð
þar sem þú naust umönnunar ynd-
islegs starfsfólks.
Það verður erfitt að koma norð-
ur þegar þú, þessi fasti punktur í
tilveru okkar, ert ekki lengur til
staðar. Landslagið er breytt og
kennileitið horfið, þaðan sem allar
ferðir norður byrjuðu og enduðu.
Mikið sem ég sakna þín elskuleg.
Það er huggun harmi gegn að
vita að fallegur, vel greiddur og
broshýr maður bíður þín fyrir
handan. Mig dreymdi hann fyrir
stuttu við opnar dyr í leðurjakkan-
um með Agio í hönd. Ég var hissa
og spurði hvort hann væri kominn
strax og hann svaraði á sinn ein-
staka hátt: Hvað heldurðu!?
Það verða vafalítið fagnaðar-
fundir hjá ykkur elsku samhentu,
samrýndu og yndislegu hjón. Mik-
ið sem ég er rík að hafa kynnst
ykkur. Hafið þökk fyrir allt, bless-
uð sé minning Jónu Bald og
Bjarna Bjarna.
Í fjarlægum, fögrum skógi
ég friðsælt rjóður veit.
Þar skjálfa geislar í grasi,
þar ganga hindir á beit.
Á bak við blávötn og akra
rís borgin með þys og ljós,
en skóggyðjan felur í faðmi
friðarins hvítu rós.
Þar líður tíminn og líður, —
sem laufelskur, mildur blær.
Og yfir nöfnunum okkar
á eikinni börkur grær.
(Hulda)
Ágústa Björnsdóttir.
Í Hávamálum segir:
en til góðs vinar liggja gagnvegir.
Kynni okkar Jónu hófust fyrir
alvöru þegar hún bankaði upp á
hjá mér með Lilju dóttur sína á
fjórða ári sér við hönd, til að fá
litlu systur mína, sem var jafn
gömul og var í heimsókn, til að
koma út að leika. Eftir þetta var
nánast innangengt milli húsa okk-
ar í 43 ár, eða jafn lengi og við
bjuggum báðar í Lerkilundinum.
Jóna bjó yfir einstöku æðru-
leysi og léttri lund og fleytti það
henni langt þegar á móti blés. Við
vorum búnar að eiga margar glað-
ar stundir í gegnum tíðina þar sem
stutt var í hláturinn.
Vinátta hennar, Bjarna manns
hennar og barna þeirra var mér
mikils virði þar sem ég var nýflutt
til Akureyrar frá Reykjavík. Síðar
bættust í fjölskyldu þeirra
tengdabörn og barnabörn sem
einnig urðu vinir okkar. Þegar
fjölgaði í fjölskyldu okkar var
dóttirin umvafin velvild og hlýju
fjölskyldunnar í númer eitt og á
hún ógleymanlegar minningar frá
æskuárunum þar sem Jóna gæddi
henni á góðgæti og Bjarni
galdraði fram sleikjó, sem jafnvel
fannst bak við eyru hennar.
Yngsti fjölskyldumeðlimurinn í
okkar fjölskyldu átti góðan vin í
Jónu og saknar vinar í stað. Þær
mæðgur, Þórunn Kristín og Þór-
unn Birna, spurðu oft hvort þær
ættu ekki að taka Jónu með þegar
til stóð að borða saman um helgar.
Þórunn Birna var mjög glöð
þegar Jóna gat komið í 10 ára af-
mælið hennar í febrúar, en hún
hafði verið lasin og vissi ekki hvort
hún kæmist.
Kynni okkar Jónu til 45 ára
voru fölskvalaus. Þegar við rædd-
um um vináttu okkar rúmum sóla-
hring fyrir andlát hennar hafði
hún eitt orð yfir hana, dásamleg,
og endurtók það. Ég tek heilshug-
ar undir það um leið og ég þakka
Jónu áratuga vináttu.
Við hjónin, dóttir og dótturdótt-
ir sendum börnum, tengdabörn-
um, barnabörnum, systkinum og
öðrum aðstandendum Jónu okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Þórunn K. Birnir.
Jóna Guðbjörg
Baldvinsdóttir