Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 74
74 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017
Það er verið að vinna í húsinu hjá mér. Það er 120 ára gamalt ogkominn tími á endurnýjun. Ég geri því enga stóra hluti í tilefniafmælisins enda íbúðin í rúst. Ætli ég fari ekki út að borða og
hafi það huggulegt,“ segir Ragnhildur Kolka, sem á 75 ára afmæli í dag.
Ragnhildur býr í hjarta Reykjavíkur, á Bókhlöðustígnum, við hliðina
á Menntaskólanum í Reykjavík, en hún hefur búið í sama í húsinu í 45
ár. „Það er enginn hérna í hverfinu sem hefur búið hér jafnlengi og ég.
Það er mjög fínt að búa hérna þegar maður er einhleypur. Þá er gott að
fara niður í bæ til að fá sér að borða. Uppáhaldsstaðurinn er Jómfrúin.
Eini gallinn er slagurinn við Bílastæðasjóð. Það er eins og að vera
staddur í myndinni Groundhog Day, því ég þarf að sannfæra Bílastæða-
sjóð á hverju ári um rétt minn til að leggja bílnum hérna í götunni. Það
tekur, standard, þrjár vikur að herja út leyfið. En ég er nýbúin að fá
leyfið fyrir næsta ár.“
Ragnhildur er bæði lífeindafræðingur og bókmenntafræðingur að
mennt og er með mastersgráðu í báðum fögunum. Hún starfaði sem líf-
eindafræðingur hér heima og í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Ég hætt
að vinna sjötug en átti þá efni í tvær greinar til birtingar í læknis-
fræðilegum fagtímaritum. Ég er búin að koma annarri greininni út en
er að vinna í hinni. Hún er um ónæmiskerfið, þ.e. frumstæðasta hluta
ónæmisviðbragða (lektínferil komplimenta). Ég æfi kínverska leikfimi
og svo fylgist ég mjög vel með þjóðmálum, bæði hér innanlands og al-
þjóðamálum. Við lifum á óræðum tímum, ég segi ekki að maður sé
þunglyndur yfir því, en við vitum ekkert hvað gerist næst.“
Ragnhildur er fráskilin, en sonur hennar heitir Marvin Elmer
Wallace og sonardóttirin heitir Fjóla Lind.
Í Frakklandi Ragnhildur í ferð um La Camargue síðastliðið haust.
Hefur búið á Bók-
hlöðustígnum í 45 ár
Ragnhildur Kolka er 75 ára í dag
J
ón Kristinn Snæhólm
fæddist í Reykjavík 31.5.
1967 en ólst upp í Kópa-
vogi: „Ég er Vestur-
bæingur í Kópavogi, ólst
upp á Sunnubrautinni. Þar fór vel
um okkur guttana sem kunnum að
meta holtið og fjöruna og vorum við
ekki alltaf í takt við boð og bönn
hinna fullorðnu. Við brenndum sinu
á vorin, stunduðum lífshættulegt
jakahlaup úti á voginum á veturna
og teikuðum bíla þegar færi gafst.
Þetta var auðvitað allt saman harð-
bannað og stórhættulegt en rosa-
lega spennandi.
Frá æskuárunum eru mér auk
þess minnisstæðar landgræðsluferð-
ir með pabba á landgræðsluvélinni
Páli Sveinssyni - TF-NPK, sem er
Douglas C-40, ósvikin herútgáfa af
DC-3. Þetta er líklega frægasta
flugvélategund í heimi og ég hef
alla tíð síðan verið yfir mig hrifinn
af þessum flugvélum. Ég var reynd-
ar einn af stofnendum Þristavina-
félagsins á Íslandi sem hefur það
markmið að varðveita þessa frá-
bæru flugvél, sem er enn í notkun,
og halda henni í flughæfu ástandi.“
Jón Kristinn var í Kársnesskóla
og Þinghólsskóla, lauk stúdentsprófi
frá MK 1987, lauk BA-prófi í sagn-
fræði frá HÍ 1994 og lauk MSc-
prófi í evrópskum og aþjóðlegum
stjórnmálum frá Edinborgarháskóla
1996.
Jón Kristinn starfaði hjá Íslensku
vátryggingarmiðluninni 1997-2002
og var þar starfandi stjórnar-
Jón Kristinn Snæhólm, fjölmiðla- og athafnamaður – 50 ára
Með Járnfrúnni Varaformaður Europian Young Conservatives heilsar hér Margréti Thatcher forsætisráðherra.
Alvöru íhaldsnagli
með flugdellu í blóðinu
Með börnunum Þórunn Soffía, Jón
Kristinn og Fannar Alexander.
Ingibjörg Hulda Valdimarsdóttir og Sigrún Efemía Halldórsdóttir héldu tom-
bólu við Bónus í Spönginni og söfnuðu 6.200 kr sem þær færðu Rauða kross-
inum á Íslandi að gjöf.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
lÍs en ku
ALPARNIR
s
alparnir.is ÁRMÚLA 40 | SÍMI 534 2727
Í leik & starfi
SUMARTILBOÐ
Salmon Quest gönguskór
+ legghlífar + 1 par af sokkum
SUMARTILBOÐ
KEYPTU 3 PÖR AF SOKKUM
OG BORGAÐU FYRIR 2
GÓÐ GÆÐI – BETRA VERÐ
39.900 kr.