Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 77

Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 77
DÆGRADVÖL 77 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt þér sýnist í fljótu bragði það liggja í augum uppi að gera ákveðinn hlut skaltu hægja á þér og skoða málið vandlega. Vertu raunsær og varastu að láta óskhyggj- una taka öll völd. 20. apríl - 20. maí  Naut Enda þótt þú sért einfari í eðli þínu kannt þú vel að meta félagsskap annarra bæði í leik og starfi. Reyndu þó að eyða ekki um efni fram og láta matföng nægja. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú á tímum er hægur vandi að bæta við þekkingu sína svo þú hefur enga af- sökun fyrir því að láta ekki undan þessari löngun þinni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að vera á varðbergi svo þú missir ekki af tækifærum til að bæta aðstöðu þína. Takist þér þetta ættirðu ekki að verða fyrir neinum skakkaföllum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Rómantískt samband þarfnast smáveg- is innspýtingar – vertu hvatvís og djarfur. Komdu makanum á óvart. Farðu varlega og gáðu að þér, þér hættir dálítið við slysum í dag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt að láta tilfinningar þínar í ljós en ekki byrgja þær inni. Notaðu kvöldið til að endurnýja orku þína. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu engan texta frá þér fara fyrr en þú ert fullviss um að hann geti ekki valdið nein- um misskilningi. En varastu að gera vanda- mál annarra að þínum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er þér í hag að málamiðlun náist í mikilvægu máli. Trú þín er ekki heimskuleg – allt annað en það. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú getur átt góðan dag í vinnunni en það sama er ekki að segja um einkalífið. Ekki gera stórinnkaup eða taka mikilvægar ákvarðanir í dag því hlutirnir eru á iði. 22. des. - 19. janúar Steingeit Farðu í gegnum símaskrána þína til að hafa aftur samband við frábært fólk. Eitt er víst, allir vilja vera í návist þinni. Kannski er meðvitundin að tala. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vinur gæti blekkt þig í dag. Hjón lífga upp á sambandið með því að passa mis- kunnarlaust upp á samveruna. Sambönd þarf að rækta. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er mikið slúðrað í kringum þig og ætlast er til að þú takir þátt í leiknum. Kannski verður einhver afbrýðisamur. Ég hitti karlinn á Laugaveginumþar sem hann skundaði niður Njarðargötuna. Það lá vel á honum. Hann leit um öxl og tautaði: Hún er leikandi létt í spori enda langt síðan vann hún í slori. Eins og kerlinga er siður setur kartöflur niður mín kerling og fagnar vori. Og var horfinn. Séra Hjálmar Jónsson kvaddi söfnuð sinn í Dómkirkjunni á sunnudaginn og var það hátíðleg stund sem þó var létt yfir eins og prestinum. Eins og við var að búast flugu vísur. Jón Ingvar orti í orða- stað sr. Hjálmars: Ekki ligg ég enn í valnum allt þó sé að fara á hvolf. Keyri burt úr Katedralnum, kitla pinnann, fer í golf. Og svo þegar hann gekk út úr kirkjunni: Messan þótti gild og góð, Guðs þar ríkti friður og átján sinnum upp ég stóð eða settist niður. Undir messunni orti Eyþór Árna- son Bjarnasonar frá Uppsölum í Blönduhlíð: Kátur fer sérann úr kjólnum, kallar á sumarið hlýtt. Nú stígur Hjálmar úr stólnum og stokkar sinn dag upp á nýtt. Og sem þeir nálguðust kirkju- dyrnar og Alþingishúsið blasti við sagði sr. Vigfús Þór Árnason við mig að ég yrði að kveðja sr.Hjálmar með vísu – og henni laust inn í höfuðið á mér eins og stundum ger- ist: Það er mörgu að moða úr meðan ævitíminn líður; boðun sinni og túlkun trúr með Templarasund á báðar síður. Það var eftir mér – og líkt mér auðvitað – að fara rangt með föð- urnafn Helga R. Einarssonar og segja hann Jónsson í Vísnahorni á laugardag og bið ég hann og les- endur afsökunar á því. Helga fannst sjálfsagt að nota tækifærið fyrst ég rangfeðraði hann og koma með leiðréttingu: Einar pabbi og mamma mín, man ég, voru hjón, sem áttu saman unga sín, en ekki þessi Jón. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af kartöflum, kveðju- messu og rangfeðrun Í klípu „ÞETTA ER OFURLÍM. NOTIST AÐ VILD.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ REYNA EKKI AÐ STILLA RÚMIÐ SJÁLFUR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... nógu lítil til þess að komast fyrir í lófa þínum, en nógu stór til þess að rúma ykkur bæði. JÆJA, ÞETTA VAR INDÆLL DAGUR ÆTLAR ÞÚ AÐ BORÐA ÞETTA DAUNILLA KVIKINDI? NEI… ÉG ÆTTI HELST AÐ SLEPPA ÞVÍ… ÉG Á STEFNUMÓT Í KVÖLD! ÉG HATA VETURINN Víkverji þarf daglega að komastleiðar sinnar í höfuðborginni og þarf að fara lengra en svo að áfangastaðir hans séu í hjólafæri, hvað þá í göngufæri. Hann hefur hvorki þolinmæði né tíma til að nýta sér almenningssamgöngur og fer því um á einkabíl. Víkverji fær hins vegar ekki það mikla ánægju út úr því að keyra að hann væri ekki til í að nota tímann til einhvers annars. Tækifærið til þess nálgast ef marka má reglulegar fréttir um framfarir í smíði sjálfakandi bíla og svo virðist sem þeir séu orðnir algengari á göt- unum en menn (í það minnsta Vík- verji) gera sér almennt grein fyrir. x x x Nýverið heyrði Víkverji af manniá Suðurnesjum sem reglulega ekur í bæinn á sjálfakandi bifreið. Á leiðinni fer hann í gegnum tölvu- póstinn sinn. Bíllinn sér um að koma honum á leiðarenda og er ein- fær um það nema á hringtorgum, þar sem hann virðist eiga erfitt með að átta sig og farþeginn neyðist til að gerast ökumaður. Víkverja skilst þó að sjálfakandi bílar taki fyrr eft- ir öðrum bílum en ökumenn al- mennt. x x x Erfitt er að sjá fyrir hvaða afleið-ingar innleiðing sjálfakandi bif- reiða mun hafa. Leitt hefur verið getum að því að fólk muni síður vilja eignast bíla en áður, heldur muni það gera samning við bíla- framleiðanda- eða umboð um visst mánaðargjald gegn því að það hafi bíl til umráða þegar á þarf að halda. Slíkt fyrirkomulag þekkist þegar, til dæmis í stórborgum í Þýskalandi. x x x Breiðist þetta út fyrir alvöruvaknar spurningin hvaða áhrif það hafi á almenningssamgöngur. Ljóst er að í það minnsta til að byrja með muni vera minna um- burðarlyndi gagnvart þessari tækni fari eitthvað úrskeiðis, en þegar maður af holdi og blóði situr undir stýri. Svo er spurningin með trygg- ingar. Nú byggist tryggingin á frammistöðu bíleigandans undir stýri. Hver er ábyrgð þess sem sit- ur í sjálfakandi bifreið þegar hún lendir í árekstri? vikverji@mbl.is Víkverji Engill Drottins setur vörð kringum þá sem óttast hann og frelsar þá. (Sálm. 34:8) Fyrir salernið Karl K. Karlsson, Nýbýlavegi 4, 200 Kópavogi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.