Morgunblaðið - 31.05.2017, Page 79

Morgunblaðið - 31.05.2017, Page 79
MENNING 79 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Okkur líður svolítið eins og við séum rokkstjörnur,“ segir Halldóra Rut Baldursdóttir leikari um upp- lifun hennar af undirbúningi fyrir CPH-Stage-hátíðina í Kaupmanna- höfn, en þar mun leikhópurinn RaTaTam flytja leikritið Suss! innan um fjölmargar sýningar annarra evrópskra leikhópa á morgun, 1. júní. Suss! er heimildarleikrit sem RaTaTam hefur flutt við góðar und- irtektir í Tjarnarbíói frá því í haust og er tilgangur þess að vekja athygli á heimilisofbeldi með dæmisögum teknum úr viðtölum við þolendur, gerendur og aðstandendur. Endurspeglar allan heiminn „Þetta byrjaði á því að við vorum að fjármagna sýninguna okkar og sóttum um Norðurlandastyrki,“ seg- ir Halldóra um þátttöku leikhópsins í hátíðarhöldunum. „Við töluðum við leikhús og leikhús töluðu við okkur. Við höfðum fyrirhugað Norður- landaferð í vor, svo við bókuðum okkur í leikhús sem heitir Teater V í Kaupmannahöfn. Í kjölfarið hafði CPH-Stage samband og óskaði eftir að fá sýninguna til sín. Teater V sá um það allt saman. Síðan gerðu þau okkur eina af aðalsýningunum á há- tíðinni.“ Halldóra telur að umfjöllunarefni leiksýningarinnar eigi erindi við all- an heiminn og því hafi leikhópurinn ekki talið þörf á að gera verulegar breytingar á leikritinu fyrir erlenda áhorfendur. „Við ræddum lengi hvort við ættum að heimfæra þetta yfir á Danmörku eða Kaupmanna- höfn og taka fyrir tölurnar þar, en við teljum að sýningin sem slík endurspegli allan heiminn. Við á Ís- landi njótum þeirra forréttinda að geta ráðist inn á heimili fólks og reynt að laga aðstæður þar. Annars staðar í heiminum er það frekar þannig að við reynum að laga það sem er utan við heimilið.“ Suss! verður flutt á ensku á sýn- ingunni í Kaupmannahöfn. Þótt leik- stýra sýningarinnar, Charlotte Bøving, sé dönsk viðurkennir Hall- dóra að flestir leikarar hópsins séu ekki nógu færir í dönsku til að geta gert verkinu góð skil á því tungu- máli. Hún telur að upplifunin af leik- verkinu sé allt önnur þegar það er flutt á ensku: „Mín upplifun sem leikari í verkinu var að á ensku fór ég að skilja verkið á allt annan hátt. Ég upplifði sjálf íslenskuna sem frekar harða og grófa í umræðu um heimilisofbeldi en enskan er mýkri. Þar af leiðandi var ég ekki í eins mikilli vörn þegar ég var að hlusta á sögurnar af ofbeldinu og fannst ég tengjast sögunum upp á nýtt.“ Njósnað eftir hugmyndum Halldóra segist upplifa góðan meðbyr með verkinu erlendis sem innanlands. „Miðað við hvernig við- tökurnar hafa verið hjá leikhúsunum höldum við að fólk sé mjög opið fyrir því að sjá heimildarleikhús. Það hef- ur verið mikið um það á Íslandi núna en í Danmörku og annars staðar er það þekkt fyrirbæri og hefur meira fylgi. Við upplifum góðan meðbyr á sýninguna okkar með því að fara út og fá fyrirspurnir í Danmörku og annars staðar. Ég held að pólsk út- varpsstöð og rússneskur blaðamað- ur hafi haft samband við okkur líka.“ Fyrir leikhópinn er hátíðin í Dan- mörku uppfull af tækifærum og mik- ið þar að læra fyrir undirbúning RaTaTam á næsta leikverki, sem á að fjalla um ástina. „Það er rosa gott fyrir íslenskan markað að fara út og leita, skoða og fara út í heiminn,“ segir Halldóra. „Það er mikil gróska í leikhúsi í heiminum. Maður er endalaust að læra í leikhúsinu. Að mæta heiminum og hitta önnur leik- hús er heilmikill lærdómur. Þegar maður er að vinna að öðrum sýn- ingum og fer á leiklistarhátíðina er maður eiginlega að njósna og reyna að sjá hvað við getum reynt, hvað við getum gert nýtt í okkar verkum. Þar sem við erum að stíga inn í ástina er- um við að leita að efnivið og nýjum hugmyndum. Þetta er vettvangur til þess, alveg áreiðanlega. Svo er þetta líka tengslanet. Það eru leikhús- stjórar og leikarar að koma að sjá okkur. Það getur vel verið að það verði til samstarfs í framtíðinni.“ Norðurlandaferð RaTaTam hefur verið frestað að sinni vegna óléttu tveggja úr leikhópnum en Halldóra gerir þó ráð fyrir að hópurinn muni fyrr eða síðar sýna í Noregi, Svíþjóð og Færeyjum auk þess sem hún seg- ir leikhópinn stefna á sýningu í London. Áætlað er að næsta leik- verk RaTaTam, Ahh! verði frum- sýnt í Tjarnarbíó í febrúar næst- komandi. Morgunblaðið/Eggert Tilhlökkun Leikhópurinn RaTaTam hyggst leika á ensku til að danskir áhorfendur skilji betur það sem fram fari. Suss! ein af aðalsýn- ingum hátíðarinnar  RaTaTam sýnir heimildarleikritið Suss! á leiklistarhátíð í Kaupmannahöfn  „Að mæta heiminum og hitta önnur leikhús er heilmikill lærdómur,“ segir Halldóra Rut leikari Endurfæðing Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Laufey Elíasdóttir. Ritsmiðja með rithöfundinum Gerði Kristnýju verður haldin í Bókasafni Reykjanesbæjar dagana 6.-9. júní. „Ritsmiðjan er hugsuð fyrir börn á aldrinum 9 til 13 ára. Ritsmiðjan hefst þriðjudaginn 6. júní klukkan 9.30 og verður til klukkan 12.00, alla dagana,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að á lokadegi smiðjunnar verði síðasta klukku- tímanum eytt í upplestur á af- rakstri námskeiðsins. „Einstakt tækifæri fyrir skap- andi krakka að koma hugsunum og tilfinningum sínum frá sér á skap- andi hátt.“ Í tilkynningu kemur fram að ritsmiðjan er þátttak- endum að kostnaðarlausu en þar sem takmarkað pláss er í boði er nauðsynlegt er að skrá sig á vef safnsins: sofn.reykjanesbaer.is/ bokasafn/vidburdir/vidburdir/ ritsmidja. Morgunblaðið/Eggert Skáld Gerður Kristný leiðbeinir. Ritsmiðja fyrir 9 til 13 ára krakka Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Mið 31/5 kl. 20:00 178 s. Mið 7/6 kl. 20:00 Sing-along Sun 11/6 kl. 20:00 186 s. Fim 1/6 kl. 20:00 179 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s. Mið 14/6 kl. 20:00 Sing-along Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s. Fim 15/6 kl. 20:00 188 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Lau 10/6 kl. 20:00 185 s. Allra síðustu sýningarnar! Síðasta sýning fimmtudaginn 15. júní. RVKDTR- THE SHOW (Litla svið) Lau 3/6 kl. 20:00 5. sýn. Reykjavíkurdætur taka yfir Litla sviðið og láta gamminn geisa. Elly (Nýja sviðið) Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara. Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið) Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 7. sýn Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 9/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn Sýningar í haust komnar í sölu. Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 11/6 kl. 13:00 Sun 10/9 kl. 13:00 Lau 2/9 kl. 13:00 Sun 17/9 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Fim 1/6 kl. 20:00 Lau 10/6 kl. 19:30 Lokasýning Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fim 1/6 kl. 19:30 23.sýn Fim 8/6 kl. 19:30 Lokasýning Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Naktir í nátturunni (None) Fim 15/6 kl. 19:30 Aðeins ein sýning ÁHUGASÝNING ÁRSINS leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Bókin Reykjavík á tímamótum er komin út í ritstjórn Bjarna Reyn- arssonar hjá bókaútgáfunni Skruddu. Í bókinni fjalla 30 fræði- menn á ýmsum sviðum um þau mál sem efst eru á baugi varðandi þró- un og skipulag borgarinnar um þessar mundir. Segir á bókarkápu að höfundarn- ir fjalli „um flesta þá þætti sem snerta þessa þróun, m.a. uppbygg- ingu í miðbænum, byggingu nýrra hverfa og breytingar á eldri hverfum. Einnig er fjallað um um- hverfismál, húsnæðismál og hag- fræðileg viðfangsefni sem tengjast borgarskipulagi. Jafnframt er fjallað um áætlanir sem uppi eru um breytingar á samgöngum og aðra þætti sem snerta alla íbúa borgarinnar.“ Bókin Reykjavík á tímamótum verður kynnt í útgáfuteiti í Tjarn- arsal ráðhússins í Reykjavík á morgun, 1. júní, milli kl. 17 og 19. Höfuðborgarmál í brennidepli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.