Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 79
MENNING 79 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Okkur líður svolítið eins og við séum rokkstjörnur,“ segir Halldóra Rut Baldursdóttir leikari um upp- lifun hennar af undirbúningi fyrir CPH-Stage-hátíðina í Kaupmanna- höfn, en þar mun leikhópurinn RaTaTam flytja leikritið Suss! innan um fjölmargar sýningar annarra evrópskra leikhópa á morgun, 1. júní. Suss! er heimildarleikrit sem RaTaTam hefur flutt við góðar und- irtektir í Tjarnarbíói frá því í haust og er tilgangur þess að vekja athygli á heimilisofbeldi með dæmisögum teknum úr viðtölum við þolendur, gerendur og aðstandendur. Endurspeglar allan heiminn „Þetta byrjaði á því að við vorum að fjármagna sýninguna okkar og sóttum um Norðurlandastyrki,“ seg- ir Halldóra um þátttöku leikhópsins í hátíðarhöldunum. „Við töluðum við leikhús og leikhús töluðu við okkur. Við höfðum fyrirhugað Norður- landaferð í vor, svo við bókuðum okkur í leikhús sem heitir Teater V í Kaupmannahöfn. Í kjölfarið hafði CPH-Stage samband og óskaði eftir að fá sýninguna til sín. Teater V sá um það allt saman. Síðan gerðu þau okkur eina af aðalsýningunum á há- tíðinni.“ Halldóra telur að umfjöllunarefni leiksýningarinnar eigi erindi við all- an heiminn og því hafi leikhópurinn ekki talið þörf á að gera verulegar breytingar á leikritinu fyrir erlenda áhorfendur. „Við ræddum lengi hvort við ættum að heimfæra þetta yfir á Danmörku eða Kaupmanna- höfn og taka fyrir tölurnar þar, en við teljum að sýningin sem slík endurspegli allan heiminn. Við á Ís- landi njótum þeirra forréttinda að geta ráðist inn á heimili fólks og reynt að laga aðstæður þar. Annars staðar í heiminum er það frekar þannig að við reynum að laga það sem er utan við heimilið.“ Suss! verður flutt á ensku á sýn- ingunni í Kaupmannahöfn. Þótt leik- stýra sýningarinnar, Charlotte Bøving, sé dönsk viðurkennir Hall- dóra að flestir leikarar hópsins séu ekki nógu færir í dönsku til að geta gert verkinu góð skil á því tungu- máli. Hún telur að upplifunin af leik- verkinu sé allt önnur þegar það er flutt á ensku: „Mín upplifun sem leikari í verkinu var að á ensku fór ég að skilja verkið á allt annan hátt. Ég upplifði sjálf íslenskuna sem frekar harða og grófa í umræðu um heimilisofbeldi en enskan er mýkri. Þar af leiðandi var ég ekki í eins mikilli vörn þegar ég var að hlusta á sögurnar af ofbeldinu og fannst ég tengjast sögunum upp á nýtt.“ Njósnað eftir hugmyndum Halldóra segist upplifa góðan meðbyr með verkinu erlendis sem innanlands. „Miðað við hvernig við- tökurnar hafa verið hjá leikhúsunum höldum við að fólk sé mjög opið fyrir því að sjá heimildarleikhús. Það hef- ur verið mikið um það á Íslandi núna en í Danmörku og annars staðar er það þekkt fyrirbæri og hefur meira fylgi. Við upplifum góðan meðbyr á sýninguna okkar með því að fara út og fá fyrirspurnir í Danmörku og annars staðar. Ég held að pólsk út- varpsstöð og rússneskur blaðamað- ur hafi haft samband við okkur líka.“ Fyrir leikhópinn er hátíðin í Dan- mörku uppfull af tækifærum og mik- ið þar að læra fyrir undirbúning RaTaTam á næsta leikverki, sem á að fjalla um ástina. „Það er rosa gott fyrir íslenskan markað að fara út og leita, skoða og fara út í heiminn,“ segir Halldóra. „Það er mikil gróska í leikhúsi í heiminum. Maður er endalaust að læra í leikhúsinu. Að mæta heiminum og hitta önnur leik- hús er heilmikill lærdómur. Þegar maður er að vinna að öðrum sýn- ingum og fer á leiklistarhátíðina er maður eiginlega að njósna og reyna að sjá hvað við getum reynt, hvað við getum gert nýtt í okkar verkum. Þar sem við erum að stíga inn í ástina er- um við að leita að efnivið og nýjum hugmyndum. Þetta er vettvangur til þess, alveg áreiðanlega. Svo er þetta líka tengslanet. Það eru leikhús- stjórar og leikarar að koma að sjá okkur. Það getur vel verið að það verði til samstarfs í framtíðinni.“ Norðurlandaferð RaTaTam hefur verið frestað að sinni vegna óléttu tveggja úr leikhópnum en Halldóra gerir þó ráð fyrir að hópurinn muni fyrr eða síðar sýna í Noregi, Svíþjóð og Færeyjum auk þess sem hún seg- ir leikhópinn stefna á sýningu í London. Áætlað er að næsta leik- verk RaTaTam, Ahh! verði frum- sýnt í Tjarnarbíó í febrúar næst- komandi. Morgunblaðið/Eggert Tilhlökkun Leikhópurinn RaTaTam hyggst leika á ensku til að danskir áhorfendur skilji betur það sem fram fari. Suss! ein af aðalsýn- ingum hátíðarinnar  RaTaTam sýnir heimildarleikritið Suss! á leiklistarhátíð í Kaupmannahöfn  „Að mæta heiminum og hitta önnur leikhús er heilmikill lærdómur,“ segir Halldóra Rut leikari Endurfæðing Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Laufey Elíasdóttir. Ritsmiðja með rithöfundinum Gerði Kristnýju verður haldin í Bókasafni Reykjanesbæjar dagana 6.-9. júní. „Ritsmiðjan er hugsuð fyrir börn á aldrinum 9 til 13 ára. Ritsmiðjan hefst þriðjudaginn 6. júní klukkan 9.30 og verður til klukkan 12.00, alla dagana,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að á lokadegi smiðjunnar verði síðasta klukku- tímanum eytt í upplestur á af- rakstri námskeiðsins. „Einstakt tækifæri fyrir skap- andi krakka að koma hugsunum og tilfinningum sínum frá sér á skap- andi hátt.“ Í tilkynningu kemur fram að ritsmiðjan er þátttak- endum að kostnaðarlausu en þar sem takmarkað pláss er í boði er nauðsynlegt er að skrá sig á vef safnsins: sofn.reykjanesbaer.is/ bokasafn/vidburdir/vidburdir/ ritsmidja. Morgunblaðið/Eggert Skáld Gerður Kristný leiðbeinir. Ritsmiðja fyrir 9 til 13 ára krakka Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Mið 31/5 kl. 20:00 178 s. Mið 7/6 kl. 20:00 Sing-along Sun 11/6 kl. 20:00 186 s. Fim 1/6 kl. 20:00 179 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s. Mið 14/6 kl. 20:00 Sing-along Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s. Fim 15/6 kl. 20:00 188 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Lau 10/6 kl. 20:00 185 s. Allra síðustu sýningarnar! Síðasta sýning fimmtudaginn 15. júní. RVKDTR- THE SHOW (Litla svið) Lau 3/6 kl. 20:00 5. sýn. Reykjavíkurdætur taka yfir Litla sviðið og láta gamminn geisa. Elly (Nýja sviðið) Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara. Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið) Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 7. sýn Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 9/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn Sýningar í haust komnar í sölu. Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 11/6 kl. 13:00 Sun 10/9 kl. 13:00 Lau 2/9 kl. 13:00 Sun 17/9 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Fim 1/6 kl. 20:00 Lau 10/6 kl. 19:30 Lokasýning Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fim 1/6 kl. 19:30 23.sýn Fim 8/6 kl. 19:30 Lokasýning Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Naktir í nátturunni (None) Fim 15/6 kl. 19:30 Aðeins ein sýning ÁHUGASÝNING ÁRSINS leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Bókin Reykjavík á tímamótum er komin út í ritstjórn Bjarna Reyn- arssonar hjá bókaútgáfunni Skruddu. Í bókinni fjalla 30 fræði- menn á ýmsum sviðum um þau mál sem efst eru á baugi varðandi þró- un og skipulag borgarinnar um þessar mundir. Segir á bókarkápu að höfundarn- ir fjalli „um flesta þá þætti sem snerta þessa þróun, m.a. uppbygg- ingu í miðbænum, byggingu nýrra hverfa og breytingar á eldri hverfum. Einnig er fjallað um um- hverfismál, húsnæðismál og hag- fræðileg viðfangsefni sem tengjast borgarskipulagi. Jafnframt er fjallað um áætlanir sem uppi eru um breytingar á samgöngum og aðra þætti sem snerta alla íbúa borgarinnar.“ Bókin Reykjavík á tímamótum verður kynnt í útgáfuteiti í Tjarn- arsal ráðhússins í Reykjavík á morgun, 1. júní, milli kl. 17 og 19. Höfuðborgarmál í brennidepli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.