Morgunblaðið - 31.05.2017, Qupperneq 86

Morgunblaðið - 31.05.2017, Qupperneq 86
Louisu Matthíasdóttur (1917-2000) þarf vart að kynna,svo greyptar eru stíl-hreinar landslagsmyndir hennar í sjónminni þjóðarinnar að stundum er talað er um Louisulands- lag líkt og talað er um kjarvalskt landslag. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið svo, því að Louisa var komin fast að sextugu þegar verk hennar voru sýnd í fyrsta sinn á Ís- landi um miðjan áttunda áratuginn. Hún fór ung að árum til Kaupmanna- hafnar í myndlistarnám, lærði síðan hjá hinum þekkta Marcel Gromaire í París. Á stríðsárunum var erfitt um vik fyrir listamenn að komast til náms í Evrópu og því lá beinast við að fara til Bandaríkjanna, sem Louisa gerði ásamt fleiri íslenskum lista- mönnum og nam við skóla hins þýska Hans Hoffmann í New York. Louisa settist að í Bandaríkjunum og bjó þar nánast alla tíð ásamt manni sínum Leland Bell og var verkum hennar fljótt vel tekið af gagnrýnendum og listunnendum vestra. Á sýningunni Kyrrð má sjá verk sem spanna allan listamannsferil Louisu, uppistaðan er olíumálverk á striga en einnig gefur að líta nokkur pastel- og vatnslitaverk auk sjald- séðra skúlptúra úr leir og skissubóka hennar. Tvö innri rými eru stúkuð af í saln- um og í öðru þeirra eru verk frá upp- hafi ferils Louisu, en þá málaði hún aðallega nærumhverfið og heimilið, nánustu fjölskyldu sína, t.d. Temmu dóttur sína, eiginmann og vini. Inni- leiki og nánd innan veggja heimilisins í anda viðfangsefna Mary Cassatt svífur yfir vötnum í þessum verkum. Skarpa útlínuteikningu og tilbrigði við bjarta ljósgula og kremaða lita- tóna á hreinum formum má sjá í verkinu „Temma með barnavagn“ (1948) en í „Ellen og Temma“ (1952) færist meira líf í bakgrunninn en hlýjan og væntumþykjan er næstum áþreifanleg. Í portrettunum frá 5. áratugnum af Matthíasi föður Louisu, Halldóri Laxness, Nínu Tryggvadóttur og fleirum má sjá hvernig hún einfaldar andlitsdrætti og með fáum áreynslulausum strok- um nær hún fram ríkri tilfinningu fyrir nærveru og útlitseinkennum þeirra sem sitja fyrir, þótt áherslan liggi fremur í uppbyggingu verksins en í persónueinkennum fyrirmynd- arinnar. Í hinu rýminu eru kyrralífs- myndir, en Louisa sneri sér að þeim, ásamt sjálfsmyndum og síðar lands- lagsverkum, eftir að einkadóttirin og helsta viðfangsefni hennar var farin að heiman. Verkin eru frá ólíkum tímum en flest frá u.þ.b. 1976-1984, í verkinu „Uppstilling með flösku“ (1984) og í fleiri áþekkum verkum bylgjast borðdúkur á borðplötu sem hallast lítið eitt og þar stillir listamað- urinn á klassískan hátt upp borðbún- aði, ávöxtum og grænmeti framar- lega á myndflötinn. Endurtekningin, djúpfjólublár litur eggaldins og grænn kúrbítur í mismunandi upp- stillingu sýnir aga, fumlaus vinnu- brögð og tæra myndsýn Louisu þar sem ákveðinni hugmynd er fylgt eftir og reynd í þaula. Sterkar sjálfsmyndir Louisu eru líkt og leiðarstef á sýningunni og fylgja áhorfandanum um salinn. Í þeim má greina áherslur hennar á mismunandi tíma á ferlinum og hvernig stíllinn þróast úr litlum verk- um af ungu listakonunni í stól eða með málaratrönurnar í verkinu „Sjálfsmynd“ (1939-1940) þar sem pensilskriftin er hröð og ferlið expressjónískara og sýnilegra en síð- ar varð. Sjálfsmyndirnar stækka síð- an í fulla líkamsstærð þar sem Louisa stendur gleið og ákveðin á svip, með hendur á mjöðmum og horfir sjálfs- örugg beint í augu áhorfenda í ódag- settri sjálfsmynd, þetta er verk lista- manns sem fylgir eigin sannfæringu og er viss í sinni sök. Formræn upp- röðun hreinna litaflata í verkinu endurspeglast í röndunum á prjóna- gollunni, sem var hönnuð og prjónuð af Louisu sjálfri. Verkunum á sýningunni er þema- skipt; auk innri rýmanna sem áður er lýst eru borgarmyndir í öðrum enda salarins og landslagsverk í hinum. Borgarmyndir frá 9. og 10. áratugn- um einkennast af hreinum formum úr útlínum húsa og tærum litaflötum þar sem sjóndeildarhringur og lands- lag hefur verið einfaldað en um leið úthugsað. Elstu borgarmyndirnar „Maine landslag II“ (um 1960) og „Iowa borg“ (um 1965), búa yfir frjálsari dráttum og mýkri litatónum. Louisa er þekktust hér á landi fyrir hinn hreina og tæra tón sem er gegn- umgangandi í landslagsverkum hennar á síðari hluta ferilsins. Öryggi í myndbyggingu, víðátta þar sem stöku kindur og hestar eru á beit og íslensk birta minninganna hafa skap- að einstakan persónulegan stíl, yfir þessum verkum hvílir kyrrð og ein- faldleiki sem hefur átt greiða leið í þjóðarsálina. Í verkum eins og „Gul“ (1990) og „Landslag og gulur himinn“ (1989) kjarnast tök Louisu á því að samtvinna orkuna og fegurðina sem býr í landslaginu, með kyrrðinni og einfaldleikanum. Rýnir saknar helst fleiri verka frá fyrri hluta ferilsins, frá skeiði sem er minna þekkt meðal almennings, en segja má að það sé sparðatíningur um annars fallega sýningu. Þakklátir áhorfendur munu eflaust flykkjast á Kjarvalsstaði í sumar og njóta heild- stæðs yfirlits yfir feril þessarar dáðu listakonu. Form Skarpa útlínuteikningu og kremaða litatóna á hreinum formum má sjá í verkinu Temma með barnavagn. Leitin að einfaldleikanum Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir. Kyrrð bbbmn Sýning á verkum Louisu Matthías- dóttur. Sýningarstjóri: Jón Proppé. Sýningin stendur til 17. september 2017. Opið alla daga frá kl. 10-17. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Morgunblaðið/Hanna Listakonan Sjálfsmynd á grænum skóm frá árinu 1993. Sveitasæla Landslag og gulur himinn nefnist verkið hægra megin. 86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Guðrún Antonsdóttir lögg. fasteignasali Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á sölu. Mjög mikil eftirspurn og lítið framboð. Núna er tækifærið ef þú vilt selja. Hringdu núna í 697 3629 og fáðu aðstoð við að selja þína eign, hratt og vel. Ertu í söluhugleiðingum? Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.