Morgunblaðið - 31.05.2017, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 31.05.2017, Qupperneq 92
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 151. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Jón Ásgeir svarar Grími Grímssyni 2. Telur Costco leggja 15 kr. á lítrann 3. Woods: Var ekki undir áhrifum áfengis 4. Nichole brast í grát í ræðustól »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Arkitektinn, sýningarstjórinn og höfundurinn Rory Hyde fjallar um nýjar forsendur og aðferðir í síbreyti- legum heimi hönnunar og arkitektúrs í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Við- burðurinn, sem fram fer á ensku, er haldinn í tilefni af opnun sýning- arinnar Borgarveran, sem er aðalsýn- ing ársins í Norræna húsinu. Aðgang- ur er ókeypis. Fjallað um arkitektúr í Norræna húsinu  Tilvistarleg angist er yfir- skrift tónleika sem haldnir verða á Hard Rock Café Reykjavík í Lækjargötu annað kvöld, fimmtudag, kl. 21. Þar troða upp Mosi frændi, Hemúllinn og Casio Fatso ásamt sér- stökum leynigestum. Casio Fatso sendir senn frá sér plötu og Mosi frændi er að ljúka upptökum á sinni plötu sem kemur út í haust. Tilvistarleg angist á Hard Rock Café  Soul’d Out er yfirskrift tónleika sem Harold E. Burr heldur í Hann- esarholti á morgun, fimmtudag, kl. 20. Harold hefur búið á Ís- landi undanfarin ár, en var á yngri árum með- limur í hljómsveitinni The Platters. Á tón- leikunum fer hann yfir sögu sálartónlistar í tali og tón- um. Sálartónlist í Hann- esarholti á morgun Á fimmtudag Austanátt, víða 10-15 m/s en 15-23 við suður- ströndina. Rigning um land allt, einkum þó suðaustan til. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og suðaustan 5-15 m/s, hvassast við norðurströndina. Súld eða rigning nyrðra og eystra fram yfir há- degi, annars skýjað með köflum og smá skúrir. Hiti 6 til 14 stig. VEÐUR „Ég var búin að segja að ég ætlaði að skora fyrir ömmu og ég var svo fegin þegar það tókst. Þetta mark og þessi sigur var algjörlega tileinkaður henni,“ segir Kristín Erna Sigur- lásdóttir, knatt- spyrnukona úr Vest- mannaeyjum, sem átti stóran þátt í sigri ÍBV á Breiðabliki í Pepsi- deild kvenna í fyrra- kvöld. » 4 Ég ætlaði að skora fyrir ömmu Eygló Ósk Gústafsdóttir, Bryndís Rún Hansen og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru gullverðlaunahafar Íslands á fyrsta degi sundkeppninnar á Smá- þjóðaleikunum í gær þrátt fyrir skamman nætursvefn í fyrri- nótt. Þær voru á meðal ís- lensku keppendanna sem voru nærri tvo sólarhringa að komast á keppnis- staðinn. Eygló Ósk hafnaði síðan í fjórða sæti í 100 m skriðsundi sem er auka- grein hennar á leikunum. »3 Eygló Ósk og stöllur söfnuðu saman gullinu Ásdís Hjálmsdóttir bætti eigið móts- met í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í gær. Ásdís hafði mikla yfirburði í sinni grein á þessum vett- vangi og í raun er meiri spenna um það hversu lengi met hennar mun standa heldur en hvort henni tækist að sigra í gær. Ásdís bætti eigið mótsmet um metra og kastaði í fyrsta sinn á árinu yfir 60 metra. »3 Bætti mótsmetið og kastaði yfir 60 metra ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sundkeppni á milli sveitarfélaga er liður í Hreyfiviku Ungmennafélags Íslands, sem hófst á mánudag, og á Rangárþing ytra tvöfaldan titil að verja. „Við ætlum að vinna þriðja árið í röð,“ segir Þórhallur Svav- arsson, forstöðumaður sundlaugar- innar á Hellu, en Félag forstöðu- manna sundstaða gaf farandbikar til keppninnar. Fyrir um tveimur árum ráðgerðu Fjallabyggð og Norðurþing að koma á laggirnar sundkeppni sín á milli en að höfðu samráði við UMFÍ varð úr sundkeppni á milli sveitar- félaga sem hluti af Hreyfiviku. 28 sveitarfélög skráðu sig til leiks og 35 í fyrra, en nú er keppt í 30 sund- laugum í 27 sveitarfélögum. Mikil keppni er á milli sveitar- félaga og sérstaklega á milli Rang- árþings ytra og Rangárþings eystra. Sveitarfélögin urðu í 1. og 2. sæti fyrir tveimur árum en í 1. og 3. sæti í fyrra. Þá skaust Hrísey á milli. 2015 voru syntir 311,5 km í sundlauginni á Hellu, eða 375 m á íbúa, en í lauginni á Hvolsvelli voru syntir 260,5 km, eða 279 m á íbúa. Í fyrra syntu íbúar á Hellu samtals 401 km, eða 487 m á mann, en íbúar á Hvolsvelli 257 km, eða 268 m á mann. Hríseyingar syntu samtals 64 km, 413 m á mann. Þurfa ekki gulrót á Hvolsvelli Þórhallur segir að ýmislegt sé gert á Hellu til þess að vekja at- hygli á keppninni og laða fólk ofan í laugina meðan á Hreyfivikunni stendur. „Nú er bara synt og synt og við ætlum að hafa opið til mið- nættis annað kvöld,“ segir hann. „Þá gerum við okkur glaðan dag með mjólk og skúffuköku eftir sundið.“ Að sögn Þórhalls er alltaf boðið upp á kaffi að loknu keppnissund- inu, stundum hefur verið grillað of- an í sundfólkið og krakkarnir fengið ís. „Það er mikil keppni á milli Hellu og Hvolsvallar og ég held að það sé aðalkeppnin,“ segir hann. „Ég veit ekki hver gulrótin er hjá þeim núna, hef ekki heyrt í þeim og þeir fara leynt með það.“ Ólafur Örn Oddsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á Hvolsvelli og for- stöðumaður sundlaugarinnar, segir að stefnan sé alltaf sett á fyrsta sætið og ekki þurfi gulrót til þess. „Krakkarnir á Hellu hafa fengið ís eftir hverja 500 metra en við seljum ekki einu sinni ís í sundlauginni og erum ekki með neinar gulrætur heldur hvetjum fólk til að synda,“ segir hann. Þó að grunnskólakrakkarnir á Hellu hafi verið í skólaferðalagi á mánudag segir Þórhallur að keppn- in hafi farið vel af stað og lofi góðu um framhaldið. „Á mánudag voru syntir 47,4 kílómetrar samanborið við 38 kílómetra fyrsta dag í fyrra,“ segir hann og bætir við að klukkan níu í gærmorgun hafi verið búið að synda 18 km til viðbótar. Þórhallur segir að fastagestirnir bæti við í hreyfivikunni og ný andlit bætist í hópinn. „Þeir sem koma þrisvar í viku að jafnaði mæta á hverjum degi og margir bæta við 200 til 500 metrum í hvert sinn,“ segir hann. „Það er mikil stemning í kringum þessa keppni, miklu fleira fólk í lauginni en venjulega og talað er um keppnina úti um allan bæ.“ Gulrótin er mjólk og kaka  Hella stefnir að sigri í sundkeppn- inni 3. árið í röð Ljósmynd/Þórhallur Svavarsson Keppni Krakkarnir á Hellu létu sig ekki vanta í laugina í gærmorgun og bættu nokkrum km í safnið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.