Freyr

Volume

Freyr - 01.08.2005, Page 8

Freyr - 01.08.2005, Page 8
VIÐTAL 1944 en hann hafði fram að því búið í Þykkvabæ. Guðríður Gísladóttir, frænka mín, sem amma tók unga í fóstur, var vinnukona og einnig Aðalheið- ur, móðursystir mín, sem þurfti á forsjá að halda. Þá komu á hverju sumri 4-6 börn um og innan við fermingu, sum í mörg ár. Þegar Guðrún, kona m(n, flytur að Seglbúðum haustið 1961 þá tekur hún að sér heim- ilið. Kynni okkar urðu þannig að hún var einkaritari Erlendar Ein- arssonar, mágs míns, og áður Vilhjálms Þór, forstjóra SÍS, en Erlendur átti sumarbústað í Seglbúðum ásamt frænda sín- um, Birni B. Björnssyni, sem var giftur Ólöfu, systur minni. For- eldrar Guðrúnar voru Bjarney Bjarnadóttir frá Loftsstöðum og Þorkell Sigurðsson frá Baugs- stöðum í Flóa. En þau bjuggu allan sinn búskap við Ránargötu í Reykjavík. SEGLBÚÐIR Hvernig er bæjarnafnið Segi- búðir til komið? Um það eru skiptar skoðanir. Að vísu segir í Landnámu að skip hafi komið í Sýrulækjarós en Sýrlækur er skammt frá bænum. Bærinn stendur neðst í brún Landbrotshraunsins og þar neðan við er landið rétt yfir sjáv- armáli. Til sjávar er nú um 10 km leið, Skaftárósviti og brimið við ströndina sést frá bænum. Spurningin er hvort skip hafi komist þarna upp að hraun- brúninni á landnámsöld. Séra Sæmundur Hólm var fæddur og uppalinn í Meðal- landi og gerði eftir minni úti í Kaupmannahöfn uppdrátt af Meðallandinu fyrir Eld. Hann skrifaði einnig um Seglbúða- stemmu, sem fornar bæjartætt- ur eru enn rétt hjá, að „þetta skal vera endinn af Sýrlækjarós að norðan ... er enn 5 og 4 faðmar á breidd og viðlíka djúp, en víst 200 faðmar á lengd ... Það er satt, að fyrir nokkrum ár- um var að sjá vestan megin högginn í bergið einn sterkan járnkeng og innsteyptan með blýi og digran járnhring í, um- vafinn með kaðli; er þar nú sprungið og fallið". Sveinn Páls- son tekur undir þetta I Ferðabók sinni. I elstu annálum frá miðöldum kemur hins vegar fyrir nafnið Selbúðir. Varðandi tengsl ættar minnar við Seglbúðir má geta þess að einn forfeðranna, Oddur Bjarnason, flutti þangað í Eldin- um ofan af Síðu og kom þang- að með sex dætur og eignaðist síðan sjö önnur börn. Börnin lifðu öll og eignuðust afkom- endur. Hversu vel gekk hjá hon- um var þakkað því að hann gat farið I lækinn, Grenlæk, og veitt þar silung. Sérstaklega var einn hylur gjöfull og nefndist hann eftir það Oddsbúr. Ég er afkom- andi þriggja dætra hans. Þarna hefur verið erfitt um að- drætti fyrr á timum? Já, héraðið var mjög einangr- að, ströndin hafnlaus og stór vatnsföll og torfærur á landi. Öldum saman og langt fram á 19. öld var verslun sótt annað hvort út á Eyrarbakka eða aust- ur á Djúpavog. Móðurafi minn, Páll Sigurðsson, lýsir í bókinni „Vestur-Skaftafellsýsla og íbúar hennar" kaupstaðarferð sem hann fór 11 ára gamall með föður sínum 1881. Landbryt- lingar fóru þá í hóp saman „í ferð" austur á Papós, þar sem þá var komin verslun. Þeir feðg- ar fóru þó ekki alla leið þangað, því að faðir hans reið austur á Melatanga við Hornafjörð, þar eð hann hafði verslun sína við skip Gránufélagsverslunarinnar, sem lá á Hornafirði á sumar- kauptíð. Þar lýsir hann hinni erf- iðu glímu við jökulvötnin. Ferð- irnar styttust svo enn meir þeg- ar stofnuð verslun í Vík í Mýrdal um aldamótin 1900. Með hverju var vöruúttektin greidd? I verslunarskýrslum Papós- verslunar, þar sem langflestir Landbrytlingar versluðu um 1880, sést að nær allt innlegg þeirra var ull, aðeins 2% tólg. Á því mun fyrst hafa orðið veruleg breyting, þegar sauðasala það- an til Bretlands hófst 1894. Voru sauðirnir reknir 9-11 daga leið til Reykjavíkur um Fjalla- baksveg, þar sem stundum gat orðið harðsótt vegna haust- bylja. Þó að útflutningur stöðv- aðist var sláturfé rekið áfram til Reykjavíkur til slátrunar og lagð- ist það ekki af fyrr en á næstu árum, eftir að Sláturfélag Suð- urlands hóf slátrun í Vík í Mýrdal 1911. Eftir það var sláturfé oft- ast rekið þangað og tók rekstur- inn rúmlega þrjá daga. Haustið 1918 skall þó hurð nærri hælum. í miðri sláturtíð varð tunnulaust hjá sláturhúsinu svo að stöðva varð rekstra þangað. Af þeim sökum voru rekstrarnir úr Landbroti ekki á Mýrdalssandi þegar Kötluhlaup- ið æddi yfir hann allan. Það varð þvl enginn í hættu í gosinu, en eftir var að slátra fénu. Þurfti því að grípa til þess að slátra því heima og var sent varðskip með tunnur, salt og mjöl austur að Skaftárósi, beint suður af Segl- búðum. Þar var vörum skipað upp í árabátum en þegar varð- skipið kom var stöðugt brim og uppskipun útilokuð. Áhöfnin greip þá til þess ráðs að setja salt og mjöl í tunnurnar og henda þeim í sjóinn utan við brimgarðinn. Svo vel gekk það að þessar 400 tunnur skiluðu sér nær allar upp í fjöru, en sumar að vlsu vestan við Eld- vatnsós sem var mikið vatnsfall rétt vestan við uppskipunarstað- inn. Þórarinn Helgason í Þykkva- bæ lýsir þessum atburðum I bók sinni, „Lárus á Klaustri", m.a. því hvernig draga þurfti tunn- urnar austur yfir ósinn. Sveinn, föðurbróðir minn, var vel syndur íbúðarhúsið í Seglbúðum á árunum 1906-1946. m Við Skaftárós var verslunarstaður Kaupfélags Skaftfellinga um árabil. Þar var byggt vöruhús árið 1920 sem sést hér á gömlu myndinni. Árið 1942 var húsið rifið og viðir þess notaðir við byggingu slátur- og frystihúss á Kirkjubæjarklaustri. Á hálfum grunni gamla vöruhússins stendur nú skipbrotsmannaskýli og viti sem vísar á staðinn þar sem verslun var rekin í tvo áratugi víðs fjarri mannabyggð. (Heimild: Kjartan Ólafsson, Verslunarsaga V-Skaftfellinga.) 8 FREYR 08 2005

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.