Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.2005, Qupperneq 14

Freyr - 01.08.2005, Qupperneq 14
HROSSARÆKT Fyljunarvottorð og A-vottun Til þess að folöld geti fengið A-vottun er nauðsynlegt að hrossaræktendur útvegi sér fyljunarvottorð eða fái staðfesta dvöl hryssu hjá stóðhesti á stóðhestaskýrslu. Með því er tryggt að ætterni folalds fari ekki á milli mála. IEftir Pétur Halldórsson, ráðunaut, Búnaðarsam- bandi Suðurlands Fyljunarvottorð má nálgast á skrifstofum búnaðarsambanda og Bændasamtaka íslands. Á vottorðinu kemur fram nafn og fæðingarnúmer viðkomandi stóðhests og hryssu, tímabil gangmáls, staður/girðing/hús- notkun, nafn og kennitala hryssueiganda/umráðamanns, nafn, kennitala og undirskrift stóðhestahaldara. Einnig eru reitir fyrir ómskoðun (sé hún framkvæmd, annars sleppt) en þá ber dýralækni að staðfesta með undirskrift niðurstöðu slíkr- ar skoðunar. Afar mikilvægt er að allar hryssur, sem eru í stóðhesta- girðingum, séu leystar út annað hvort með fyljunarvottorði eða komi fram á stóðhestaskýrslu - hvort heldur þær skoðast með fyli eður ei. Bæði er að alrangar niðurstöður fást um frjósemi stóðhesta ef eingöngu er skilað inn gögnum fyrir fengnar hryss- ur og enn fremur er ekki alveg óþekkt að folald fæðist að ári þó að við skoðun hafi hryssan metist „tóm". f því sambandi er rétt að nefna að fyl verður fyrst þokkalega greinanlegt við óm- skoðun eftir um hálfan mánuð frá getnaði. Þetta þýðir að þar sem stóðhestar eru teknir úr girðingum samtímis ómskoðun er nokkur von um fyl þó að són- ar við girðingu staðfesti það ekki. TIL UPPRIFJUNAR ÞÁ ERU SKILYRÐI FYRIR A-VOTTUN HROSSA ÞRENNS KONAR: 1 .Fyijunarvottorð eða stóð- hestaskýrsla sem staðfestir dvöl móður hjá viðkomandi hesti á fyljunarári - hvort sem sónað er eða ekki og hvort sem skoðun bendir til fyls eða ekki. Fyljunarvottorðum/stóð- hestaskýrslum ber að skila til viðkomandi búnaðarsam- bands (síðasta lagi fyrir árslok á fyljunarári. 2.Skýrsluhaldarar geri grein fyrir fæddum folöldum á folalda- skýrslu sinni og skili henni inn til skráningar I stðasta lagi fyr- ir áramót ár hvert ásamt af- drifaskýrslu um seld eða felld hross, gelta fola, nafngiftir o.fl. Þeir sem utan hefð- bundna skýrsluhaldsins standa verða á sama hátt að grunnskrá folöld sín á fæð- ingarári - og/eða að skila inn fullskráðu örmerkingaeyðu- blaði. 3.Verðandi folald sé einstak- lingsmerkt (örmerki/frost- merki) og gögnum þar að lút- andi skilað inn til skráningar á búnaðarsambandi í síðasta lagi fyrir 1. mars árið eftir fæðingu. Ekkert mælir gegn því að fol- öldin séu örmerkt sem allra fyrst eftir fæðingu í stað þess að bíða fram yfir áramót. Með því vinnst t.d. að hætta á „rangmæðruð- um" folöldum í stærri stóðum er lágmörkuð. Folaldið er strax skráð sem númeraður og merkt- ur einstaklingur í WorldFeng, svo fremi að tilgreindar upplýs- ingar séu á merkingareyðublaði. Sé hryssan á leið með folaldið f stóðhestagirðingu er merkingin trygg leið til að fyrirbyggja rugl- ing að loknu gangmáli. Folaldið verður þegar komið inn á blöð skýrsluhaldara þegar haust- skýrslur eru sendar út. FREYR 08 2005

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.