Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2005, Síða 17

Freyr - 01.08.2005, Síða 17
NAUTGRIPIR Tafla 1 sýnir árangur sæðinga eftir svæðum, þar sést að sum- staðar er uppsveifla í fangpró- sentu en annars staðar hefur árangur farið niður á við. Hvað heildarniðurstöðu varðar mun- ar mest um mun betri árangur á Suðurlandi en þar hækkar fanghlutfall um 2,4%. Það munar um minna enda er þar um að ræða rúmlega 40% af öllum fyrstu sæðingum á land- inu. Á árinu 2004 voru flestar fyrstu sæðingar í janúar eða 2.746 og I desember 2.654. Þessir tveir mánuðir voru einnig með flestar sæðingar á árinu 2003 en þá var toppurinn hærri og fleiri en 3.000 kýr voru sæddar í desember 2003. Fæst- ar voru fyrstu sæðingar í sept- ember, 967, og var það eini mánuður ársins með færri fyrstu sæðingar en 1.000. Best héldu kýrnar sem sæddar voru í ágúst eða 76,2%, september 75,4% og maí 74,5%. Verst héldu þær sem sæddar voru í janúar eða 64,5%. Alls voru 28 óreynd naut not- uð í 150 fyrstu sæðingum eða fleiri en á árinu 2004. Á mynd 2 kemur fram árangur þessara nauta. Svo sem sjá má hélt prýðilega við flestum þeirra en þó eru tvö naut sem ná ekki 60% árangri, sem telst slakur árangur, en meðalárangur þess- ara nauta var 69,3% og hefur heldur hækkað milli ára. Afleit útkoma Gilsungs hlýtur að valda sérstökum vonbrigðum. Við smásjárskoðun er allt sæðið flokkað í fjóra gæðaflokka, úr- valssæði, miðlungssæði, frekar slakt sæði en þó nothæft og síðan í sæði sem telst ónothæft og er hent strax. Úr ungnaut- unum fer helst aldrei út annað sæði en í besta gæðaflokki ef það á annað borð næst úr við- komandi einstaklingi. Á árinu voru notuð 22 reynd naut og holdanaut i 150 eða fleiri fyrstu sæðingum (holda- nautin náðu að vísu ekki þeirri notkun en þau sem voru mest notuð eru höfð með eins og áður). Árangur þeirra sést á mynd 3. Öll naut ná 60% fang- hlutfalli sem er gott. Meðalár- angur þessara nauta var 66,9% (á móti 65,37% og 20 naut 2003). Á árinu 2004 munar því 4% á óreyndum og reyndum nautum þeim óreyndu í vil (á móti 3,3% þeim óreyndu í vil 2003). Árgangur nauta frá 1996 var sá síðasti þar sem sæðið var þynnt og ef það hefur haft áhrif á árangur er þeim kafla sæðingasögunnar nú að Ijúka. Áberandi eftir- spurn var eftir Stíg 97010 frá Oddgeirshólum og voru nærri 1.900 fyrstu sæðingar skráðar með sæði úr honum og fang- hlutfall yfir 70%. Það telst af- bragðsgott því að væntanlega hefur hann verið notaður mikið á „bestu" kýr, sem oft eiga erf- itt með að festa fang rétt eftir burð. FREYR 08 2005 17

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.