Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 18

Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 18
ALIFUGLARÆKT Alifuglarækt Afurðir alifugla eru egg og kjöt, aðallega kjúklingakjöt en einnig kjöt af kalkúnum og gæsum. Samkvæmt gjaldstofni til búnaðargjalds vegna tekjuársins 2003 voru verðmæti alifugla- afurða annarra en eggja um 1.272,6 millj. kr. eða 6,5% af heildargjaldstofni og verðmæti eggja um 754 millj. kr. eða 3,9% af heildargjaldstofni. FJÖLDI ALIFUGLA Alifuglaræktin skiptist í tvær búgreinar, eggjaframleiðslu og alifuglakjötsframleiðslu. Árið 2004 voru varphænsn í land- inu 165.242 en holdahænsn 25.230, samkvæmt búfjár- skýrslum. Rösklega 72% af varphænsnum eru á Reykja- nessvæðinu. Tafla 1 sýnir fjölda alifugla eftir landshlut- um. Tafla 1. Fjöldi alifugla 2004 eftir landshlutum Fjöldi Fjöldi varp holda hænsna hænsna Reykjanessvæði 120.196 13.730 Vesturland 1.628 0 Vestfirðir 214 0 Norðurland vestra 3.899 0 Norðurland eystra 12.770 0 Austurland 1.504 0 Suðurland 26.255 ' 11.500 Samtals allt landið 166.466 25.230 Heimild: Bændasamtök íslands Tafla 2 sýnir fjölda alifugla árin 2000-2004. Tafla 2. Fjöldi alifugla 2000-2004 Ár Fjöldi varp hænsna Fjöldi holda hænsna 2000 170.745 31.500 2001 128.241 28.733 2002 160.537 41.296 2003 165.242 48.953 2004 166.466 25.230 Heimild: Bændasamtök íslands RÆKTUNARSTARF Ræktunarstarf í alifuglarækt er nú í höndum stórra fjölþjóð- legra fyrirtækja sem nýta sér bestu þekkingu og tækni til að velja bestu foreldrafuglana. Erfðaefnið er aðgengilegt fyrir þá sem gera samninga við fyr- irtækin. Hérlendis reka Félag eggjaframleiðenda og Félag kjúklingabænda saman ein- angrunarstöð á Hvanneyri í Borgarfirði. ( gegnum þessa stöð eru flutt inn frjóegg stofn- fugla af holda- og varpkyni. Síðan árið 1991 hafa varp- stofnar verið fluttir inn frá Nor- egi og holdastofnarfrá Svíþjóð. Með þessum innflutningi fæst aðgangur að besta erfðaefni sem til er í heiminum hverju sinni. Mun meiri framleiðsla er nú á hvern fugl en áður. Varp- hænur verptu t.d. vel yfir 20 kg af eggjum hver árið 2004 sam- anborið við um 11,5 kg árið 1987. Afurðamagn eftir hverja holdastofnhænu var allt að 150 kg árið 2004 samanborið við um 83 kg árið 1997. Vaxt- arhraði kjúklinganna hefur aukist verulega og er 5 vikna gamall kjúklingur nú jafn stór og 8 vikna kjúklingur var fyrir 20 árum síðan. Meginorsök þessara miklu framfara má rekja til aukinnar kunnáttu í stofneldi og aðgengi að besta erfðaefni sem til er hverju sinni. Vaxtarhraði kjúklinga og eggjamagn íslenskra varp- hænsna er vel samburðarhæft við önnur lönd. Árlega koma erlendir ráðu- nautar og starfsmenn þeirra fyrirtækja sem selja erfðaefni hingað til lands til að leiðbeina um meðferð þeirra stofna sem notaðir eru á hverjum tíma. Þá 18 FREYR 08 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.