Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 5
NAUTGRIPIR
ÞRÓUN í FJÖLDA
MISMUNANDI FJÓSGERÐA
Við rannsóknina var fjósgerðum skipt upp í
tvo yfirflokka og samtals sex undirflokka.
Yfirflokkarnir voru básafjós og legubása-
fjós, en undirflokkarnir tóku mið af þeirri
mjaltatækni sem í notkun var á hverjum
stað. Niðurstöðurnar má sjá í töflu 1, en þar
kemur í Ijós að mjög mikil breyting hefur átt
sér stað á einungis tveimur árum og munar
þar einna mest um mikið brottfall básafjósa
með rörmjaltakerfum og aukningu í fjölda
legubásafjósa almennt.
Fram kom í athugun á skiptingu fjós-
gerða eftir starfssvæðum leiðbeiningaþjón-
ustunnar að töluverður munur er á milli ein-
stakra svæða í hlutfalli einstakra fjósgerða. (
Ijós kom að þrátt fyrir að mikil fækkun hafi
orðið á hefðbundnum básafjósum með
rörmjaltakerfi, þá fækkar básafjósum með
mjaltabásum hlutfallslega hraðar, sem
bendir eindregið til þess að þessum fjósum
hafi mikið til verið breytt í legubásafjós á
síðustu tveimur árum.
GRUNNGERÐIR FJÓSA
Ef litið er til þeirrar grunngerðar fjósa, sem
um ræðir, þá er fyrst og fremst horft til þess
hvort kýr hafi val til þess að hreyfa sig þeg-
ar þeim hentar eða ekki. Þessum fjósum var
í rannsókninni skipt í tvo yfirflokka; básafjós
og legubásafjós. Mjög mikil breyting hefur
átt sér stað á síðustu tveimur árum í þessu
sambandi og fellur hlutfall básafjósa greini-
lega hratt eða úr 86% af heild í 77% af
heild. Þó skal vakin athygli á því að þrátt fyr-
ir að hlutfall básafjósa sé enn þetta hátt, eru
þessi fjós að jafnaði með minni framleiðslu-
rétt en legubásafjósin.
Þegar kúabóndi tekur ákvörðun um
breytingar á starfsumhverfi, krefst það at-
hugunar ýmissa þátta. Fróðlegt er að skoða
hvernig og hvar breytingarnar hafa orðið
mestar á síðustu tveimur árum, og hvar
ekki. Ljóst er að ytra starfsumhverfið er það
sama hjá öllum kúabændum landsins, en
ýmsir þættir, sem standa kúabóndanum
nær, skipta hér mjög miklu máli, eins og
ráðleggingar ráðunauta í heimahéraði,
vægi tekna af mjólkurframleiðslu af heildar-
tekjum búsins o.fl.
HLUTFALL MJÓLKURFRAMLEIÐSLU
EFTIR FJÓSGERÐUM
Þegar skoðuð er þróun mjólkurframleiðsl-
unnar síðustu tvö ár kemur í Ijós að mjög
mikil breyting hefur orðið á því við hvaða
aðstæður mjólkin er framleidd. Haustið
2003 voru einungis um 21,5% framleiðsl-
unnar í legubásafjósum, en aðeins tveimur
árum síðar er hlutfall mjólkur, sem fram-
leidd er í legubásafjósum, komið í 35,3%
og nemur aukningin 62,1%. ( töflu 2 er
sýnt hlutfall greiðslumarks eftir fjósgerðum.
BÚSTÆRÐ EYKST
Þróun bústærðar hefur jafnframt breyst
mikið á síðustu tveimur árum, en á þeim
tíma hefur greiðslumarkið verið aukið á
landsvlsu. Þrátt fyrir aukið heildargreiðslu-
mark hefur aukning jafnframt orðið í öllum
flokkum. Það skýrist m.a. af því að smærri
kúabúin hætta framleiðslu en einnig með
kaupum á greiðslumarki. Athygli vekur hve
mikill munur er orðinn á fjósum með
rörmjaltakerfum og fjósum með mjaltabás-
um og/eða mjaltaþjónum og er Ijóst að
meginþungi framleiðslunnar er að færast úr
rörmjaltakerfunum I mjaltabása og -þjóna
(sjá töflu 3). Þegar litið er til yfirflokks fjós-
gerða kemur þessi munur greinilega fram,
þar sem legubásafjósin eru að jafnaði með
r q
4 Í2) N « 2*^3 • =a V ú ' © 25 ~í ~l C i
■f* tP O 7 8 9
© CD H) 4 5 F f
71 o T T' F
▼ T T T ZZLá
FREYR 11 2005
5