Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2005, Síða 19

Freyr - 01.11.2005, Síða 19
NAUTGRIPIR verið breytt með fimm ára millibili. Nú var komið að slíkri breytingu. Undanfarin fimm ár hefur meðalgripurinn í útreikningunum, gripur sem fæddur er árið 1995, verið skil- greindur sem þessi viðmiðunargripur. ( hans stað er nú valinn sem umræddur viðmiðun- argripur, meðalgripurinn sem fæddur er árið 2000. Við það verða umtalsverðar til- færslur á einkunnum fyrir suma eiginleika. Þær breytingar sem þarna koma fram eru beinar mælingar á erfðabreytingum í stofn- inum og um leið þær nákvæmustu sem mögulegt er að fá þar um. Þessar breyting- ar eru langsamlega mestar fyrir magnþætt- ina og lætur nærri að þær séu um fimm einingar í einkunn eða sem svarar til breyt- inga um eitt stig í einkunn á ári. Þetta eru miklar breytingar og í raun aðeins staðfest- ing á því að umtalsverður hluti afurðaaukn- ingar f mjólkurframleiðslu á allra síðustu árum er vegna þess að stofninn hefur verið að breytast mjög hratt með sífellt getumeiri gripum. Þessar breytingar eru ívíð meiri fyrir verðefnin (mjólkurprótein og mjólkurfitu) en fyrir mjólkurmagnið, sem er í samræmi við það að örlitlar breytingar til hækkunar virðist mega greina f efnahlutföllunum og líklega heldur meiri fyrir fituprósentu en próteinprósentu. Breytingar fyrir aðra eigin- leika eru hverfandi litlar, þótt greina megi örlitlar jákvæðar breytingar fyrir júgur og spena. Verulega jákvætt er að hvergi virðist vera að sjá breytingar ( neikvæða átt. Nú er það vel þekkt að erfðasamband sumra eiginleikanna við afkastagetu er nei- kvætt og þessar niðurstöður eru því vís- bending um að sú tiltölulega takmarkaða áhersla, sem verið hefur á suma eiginleika, hefur samt nægt til þess að halda þeim í óbreyttu ástandi í stofninum. Athygli skal vakin á því að vegna þess hvernig einkunn fyrir endingu er unnin er viðmiðunargrunn- ur þar annar en fyrir hina eiginleikana. Við- miðunargrunnurinn fyrir þann eiginleika er þess vegna meðaltalnautið úr öllum hópnum sem fær reiknað mat fyrir þennan eiginleika. Kynbótamat fyrir nautin er aðeins reiknað fyrir endingu eins og flestir þekkja. Það sem að framan er rakið leiðir til þess að einkunnir nautanna nú fyrir afkastagetu og magnþætti mjólkurinnar eru eðlilega 4- 6 stigum lægri en áður var. Slíkt þýðir í raun óbreytt mat fyrir nautið hvað varðar þessa eiginleika. Eðlilegt er að sjá lækkun á bilinu 3-4 einingar fyrir kynbótaeinkunnina en það þýðir að matið stendur í reynd óbreytt. MATIÐ FYRIR YNGSTU NAUTIN Lítum þá aðeins á niðurstöðurnar en yfirlit um þær má sjá í töflu með greininni. Nú eru birtar niðurstöður fyrir nokkur af nautunum úr árganginum frá 1999. Til þess að kyn- bótamatið sé birt eru gerðar kröfur til að hið minnsta 30 dætur nautsins séu komnar með upplýsingar um afurðamagn fyrir fyrsta mjólkurskeið. Þetta er tæpur helm- ingur nautanna úr árganginum. Ástæða er um leið að leggja á það áherslu að vegna þess hve mikið kemur til með að bætast við upplýsingar um dætur þessara nauta á næstu misserum, er eðlilegt að breytingar verði á kynbótamati einhverra þeirra. Uppskeran úr þessum fyrri hluta árgangs- ins, sem er tæpur helmingur hans, er því miður rýr. Þær upplýsingar sem komnar eru um hinn hlutann gefa vonir til að hann skili öllu meiru. Samt er Ijóst að úr þessum ár- gangi koma ekki fram á sjónarsviðið neinar stórstjörnur á borð við bestu nautin úr hin- um öflugu árgögnum á síðustu árum. Tvö naut úr þessum hópi verða strax tekin f notkun sem reynd naut, þeir Þollur 99008 og Spuni 99014, en þeir eru báðir dætra- synir Bassa 86021. Þollur er frá Þverlæk í Holtum, sonur Skjaldar 91022, en Spuni er frá Berustöðum í Ásahreppi, sonur Stúfs 90035. Eins og lesa má úr einkunnum þeirra eru þeir báðir naut sem skila góðum mjólkurkúm og júgur- og spenagerð hjá dætrum Þolls er mjög góð. Úr Vita 99016 eru til mjög takmarkaðar sæðisbirgðir þannig að ákveðið var að fá um hann traustari dóm áður en ákvörðun yrði tekin um ráðstöfun sæðisins. Benda má á að bæði Mímir 99007 og Kátur 99012 koma með hátt afurðamat, þannig að hefðu þessi naut komið fram á sjónarsviðið fyrir áratug, hefðu þau strax farið til frekari notkunar. Vegna þess hve dætur þeirra virðast gallað- ar hvað varðar ýmsa aðra eiginleika, er þeim, með hliðsjón af þvf breiða ræktunar- markmiði sem nú hefur verið sett, ekki sleppt í gegnum nálaraugað. Rétt er að minna á það að óski einhver eftir að fá slík naut til notkunar er mögulegt að sérpanta sæði úr þeim frá Nautastöðinni. GÓÐ NAUT ÚR ÁRGANGINUM FRÁ 1998 Nú eru nautin úr árganginum frá 1998 komin með nokkuð traust kynbótamat og eins og taflan sýnir eru komnir til dóms stór- ir dætrahópar undan nær öllum þessum nautum. Mjög jákvætt er hve vel hefur tek- ist að fá nokkuð jafnstóra dætrahópa fyrir þennan stóra nautahóp. Heildarmynd fyrir þennan hóp er um margt jákvæð og Ijóst að áhrifa margra af þessum nautum mun gæta talsvert vegna þess að allmörg þeirra eru valin til frekari notkunar. Það var raunar gert strax í fyrravetur þegar afkvæmadómur þeirra lá fyrir, en einu nauti hefur verið bætt í þann hóp. Það er Príor 98042 frá Möðru- völlum í Hörgárdal. Þar fer sonur Stúfs 90035, sem á að móðurföður Þistil 84013. Dætur Príors eru öflugar kýr til afurða og fyrir aðra eiginleika hefur hann nokkuð jafnt og oftar en ekki jákvætt mat þannig að kynbótaeinkunn hans er 106 og er hann því góð viðbót við þann sterka hóp sem þegar var kominn til notkunar. Góðu heilli eru ekki miklar sveiflur í mati hjá þessum nautum frá því sem fram kom í fyrravetur. Það naut, sem mest styrkir hlut sinn frá fyrra mati er Glanni 98026 en af- urðamat hans hækkar og dætur hans eru útmetnir kostagripir með tilliti til fjölmargra annarra eiginleika. Breytt ræktunarmarkmið styrkir mynd hans því enn og er kynbótaein- kunn hans 109. Bæði Umbi 98036 og Hræsingur 98046 styrkja sitt mat. Fontur 98027 ber líkt og áður talsvert af í hópnum og heldur sterku mati sínu frá þvf f fyrravet- ur f meginatriðum. Kynbótaeinkunn hans er nú 113. Það nautanna sem mest hefur fallið ( mati frá niðurstöðunum í fyrravetur er Sveppur 98035 en mat um afurðir hefur fallið tals- vert mikið hjá honum þó það sé áfram mjög hátt eða 113. Hin nautin sýna ekki það miklar breytingar að ástæða sé til að tíunda þær hér. Þær breytingar sem hér hafa verið nefndar verða til þess að val á nautsfeðrum til notkunar á næstu mánuðum hefur verið endurskoðað. Sveppur hefur verið felldur úr þeim hópi en Fontur og Umbi verða þar áfram en með þeim verða einnig notaðir sem slíkir bæði Glanni 98026 og Þrasi 98052 en báðir hafa þeir 109 í kynbóta- einkunn. Þegar þessi hópur nautsfeðra er skoðað- ur nánar kemur í Ijós að allir eru þeir synir Almars 90019. Til að geta komist hjá óæski- legri skyldleikarækt verður Hersir 97033 því áfram notaður sem nautsfaðir enda með eitt besta mat allra nauta. Rosi 97037 fer einnig í hóp nautsfeðra en með viðbóta- upplýsingum um dætur hans er hann sífellt að styrkja mynd sína og hefur nú 108 í kyn- bótaeinkunn. VIÐBÓTARREYNSLAN UM NAUTIN SEM FÆDD VORU ÁRIÐ 1994 Hér verður ekki fjallað nánar um einstök naut nema árgang nautanna frá 1994. Hvað önnur naut varðar er aðeins vísað til töflu með greininni. Um nautin frá 1994 koma nú miklar viðbótarupplýsingar. Eftir fyrstu notkun þeirra sem reynd naut hefur nú verulegur fjöldi dætra þeirra lagt að baki sitt fyrsta mjólkurskeið. Ennfremur hefur fjöldi dætra þeirra komið til skoðunar é ár- inu 2005 og upplýsingar fengist um þær úr mjaltaathugun. Mat þessara nauta hefur því styrkst umtalsvert. Þessar nýju upp- lýsingar sýna í heild að nautin hafa skilað ís- lenska kúastofninum miklum framförum. Aðeins eitt nautanna, Völsungur 94006, fellur talsvert í mati um afkastagetu með hinum nýja dætrahópi en jákvæð mynd af þessum kúm með tilliti til annarra eiginleika heldur sér fyllilega. Enn er ókomin reynsla á fjölda dætra þessara nauta. Fróðlegt verður FREYR 11 2005 19

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.