Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 27

Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 27
GARÐYRKJA D2 ræður miklu um frjósemi plantnanna, með hærra hitastigi og lengdum tíma temjum við gróskumiklar plöntur (aukum frjósemi þeirra). Hitastig FN, hraði hita- lækkunar (frá D3) og lengd tímabilsins hafa áhrif á frjósemi og stærð aldina. Venjulegt hitastig í ræktun lýstra tómata er 16-17°C að nóttu, 20-22°C og loftun við 23-24°C. Til að auka frjósemi plantnanna er ráðlagt að halda meðalhita sólarhrings- ins undir 20°C og mun á dag- og nætur- hita meiri en 3°C en til að efla grænvöxt er meðalhita haldið 22°C með mismun milli dag- og næturhita 1,5°C en að sumrinu meiri mun eða yfir 3°C. Hröð skipti frá dag- að næturhita, eða að 6°C á klst., styrkir frjósemi en hæg kæling, eða um 1°C, eykur grænvöxt. Loftun, sem stillt er nálægt settum hita (óskgildi), eflir frjósemi en ef loftun er sett + 2°C frá óskgildi eykur það grænvöxt. Það er jafnmikilvægt að fylgjast með plöntunum og hitamælinum þegar hitinn er stilltur. Toppurinn má ekki verða of þykkur því þá notar plantan of mikla orku í blöð og topp og of lítið í aldin. Einnig getur orðið vandamál með setn- ingu. Ef toppurinn verður of þunnur er of FREYR 11 2005 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.