Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 31

Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 31
Hlunnindi Alls voru veiddir 435 selir árið 2004. Rekaviðurinn keppir við ódýran innflutning en áætlað verðmæti rekaviðarins var á bilinu 20-40 milljónir árið 2004. ÆÐARRÆKT Vorið 2004 var æðarfugli yfirleitt afar hag- stætt. Hægviðrasamt og milt veðurfar var einkennandi um allt land nema á stöku stað á Norðausturlandi. Æðarvarp gekk því víð- ast hvar mjög vel. Dúnnýting var því með besta móti hjá flestum. Undanfarin vor hafa æðarbændur víða um land tekið eftir því að fugl virtist ekki hafa nægjanleg æti. Á liðnu vori varð þó einhver breyting til hins betra í sumum landshlutum. Þó virðist vera skortur á æti hjá æðarfugli á Norðausturlandi og þar hefur æðarvarp minnkað undanfarin ár. Víða jókst varp því frá vorinu 2003, nema á Norðausturlandi. Dúntekja var því talin í meðallagi, þrátt fyrir lágar tölur um út- flutning. Æðarbændur velta því fyrir sér hvort stór- felldar loðnu- og grásleppuveiðar hafi áhrif á möguleika æðarfugls til að afla sér ætis. Skráð dúntekja var með minna móti árið 2004, eða 2.160 kg. Efasemdir eru um að skráð magn sé rétt og talið að raunveruleg dúntekja hafi verið eitthvað meiri. Verð á æðardúni var allgott allt árið. Alls voru flutt út 2.160 kg og var meðal fob-verð um 73.954 kr./kg. Tekjur af dúnræktinni námu tæplega 160 milljónum króna árið 2004. Tafla 1 sýnir útflutt magn og fob-útflutn- ingsverð á kg æðardúns árin 1999-2004. Vargur, sem herjar á æðarfugl og aðra fugla, virðist vera eilífðarvandamál. Mestum áhyggjum veldur þó að tófu og villimink fjölgar, enda þarf sífellt að leggja meiri vinnu í að verjast auknum ágangi þeirra. Víða næst góður árangur en annars staðar liggur æðarvarp undir auknu álagi af völd- um þessara dýra. Útflutningur á æðardúni 1999-2004 Tonn Þús. kr./kg 1999 2,0 39 2000 3,9 48 2001 3,0 65 2002 3,0 66 2003 2,4 63 2004 2,2 74 SELVEIÐI Selveiði hefur minnkað talsvert á síðustu árum. Alls voru veiddir 435 selir árið 2004. Þar af voru haustkópar 96, vorkópar 140 og fullorðnir útselir 199. Leðursútun á útsels- kópaskinnum fór fram hjá Skinnaiðnaði á Akureyri. Greiðslur Hringormanefndar vegna haustkópaselskinna voru óbreyttar frá fyrra ári en skinnin eru leðursútuð fyrir innanlandsmarkað. Hluti af vorkópaskinn- unum varfluttur út, en Eggert feldskeri not- ar árlega talsvert af vorkópaskinnum í káp- ur og aðrar flíkur. Áætla má að heildarverð- mæti selaafurða hafi verið um 3-5 milljónir króna árið 2004. REKI Nýting reka er með sama hætti og áður, þótt reki sé minni en oft áður. Rekabændur nýta reka sinn að talsverðu leyti til timbur- framleiðslu. Auk þeirra bænda, sem vinna reka fyrir sig og aðra, starfaði færanleg sög- unarsamstæða Háareka ehf. eins og áður. Þótt mál hafi þróast í rétta átt í þessum efn- um, er rekinn ekki fullnýttur. Sem fyrr veld- ur því fyrst og fremst erfið samkeppni við ódýrt, innflutt timbur. Framleiðsla á girðing- arstaurum í hefðbundnum stíl var allnokkur, þótt bændur kvarti undan samkeppni við ódýra, innflutta staura. Verð til bónda hélst svipað, eða um 200 kr. á staur án VSK og flutnings. Áætlað verðmæti rekaviðar árið 2004 var á bilinu 20-40 milljónir króna. ÖNNUR HLUNNINDI Nýting og sala sölva var með sama sniði og undanfarin ár. Allmargir bændur tfna, verka og selja söl og hafa gert um árabil. Verð hélst gott og eftirspurn er það mikil að söl vantar á innlendan markað á vissum árstíma. Nýting fjallagrasa hefur komist í nokkuð fastar skorður, bæði til útflutnings, sem hráefni til innlendrar framleiðslu og sem söluvara í verslunum. Nokkur hópur fólks hefur tekjur af tínslu fjallagrasa og ekki er annað að sjá en að á þessu sviði séu enn ónýttir möguleikar, bæði varðandi markað og öflun. FREYR 11 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.