Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.2005, Qupperneq 30

Freyr - 01.11.2005, Qupperneq 30
Ferðaþjónusta Tekjur í ferðaþjónustu eru annars vegar af sölu gistingar og veitinga í tengslum við hana og hins vegar af sölu annarrar þjónustu, svo sem af- þreyingar, minjagripa o.fl. Erfitt er að gera sér grein fyrir þeim verð- mætum sem greinin skilar þar sem samræmd skráning er ekki viðhöfð. Hagstofa íslands sér um gagnasöfn- un vegna talningar gistinátta og nýtingar herbergja en Ferðaþjónusta bænda er ekki aðgreind frá annarri gistingu. Flestir bændur hafa ferða- þjónustu sem aukagetu og bókanir á gistingu og afþreyingu eiga sér stað á bæjunum en þó eykst alltaf fjöldi bókana frá skrifstofu Ferðaþjónustu bænda í Reykjavík. Árið 2004 var ferðaþjónustubændum gott ár. Erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgaði á milli ára og bendir allt til þess að hlutur ferðaþjónustubænda hafi aukist, en þróunin hefur verið á þann veg síðustu árin. Ferðaþjónustubændur eru með um 30% af gistirými utan höfuðborg- arsvæðisins. Fjölmennasti hópurinn sem sótti bændur heim voru Þjóðverjar, Frakkar komu næstir, því næst ítalir og Svisslend- ingar. Þar á eftir komu ferðamenn frá Hol- landi, Bandaríkjunum, Danmörku, Spáni og Austurríki. GÓÐ NÝTING OG FJÖLBREYTTIR HÓPAR Nýtingin yfir hásumarið er mikil, víða um og yfir 90%. Islenskir ferðamenn hafa átt tölu- verðan þátt f aukningunni undanfarin ár. Þá hefur færst f aukana að starfsmannahópar nýti sér bændagistingu á ferðalögum og vin- sælt er orðið að halda fundi og ráðstefnur á landsbyggðinni og nýta bændagistingu f leið- inni. Á þetta ekki síst við um þau héruð sem næst eru Reykjavík. Þessari þróun hafa bænd- ur reynt að mæta, til dæmis með því að gera fyrirtækjum kleift að halda starfsmannafundi og Ijúka þeim með érshátíð eða jólagleði þar sem jafnvel er boðið upp á hlaðborð með villi- bráð eða eigin framleiðslu býlisins. Þessi þátt- ur í starfseminni er kærkomin viðbót, ekki síst vegna þess að hún fellur utan háannatímans yfir sumarið. Á haustin bætast við ýmsir möguleikar á afþreyingu, svo sem berjatínsla og rjúpna- eða gæsaveiðar. Víða hafa bændur lagt sig fram um að gera dvöl ferðamanna ánægjulegri með því að bjóða upp á leiðsögn um landareign sína eða nálæga sögustaði og náttúruperlur. Oft þarf ekki mikið meira en að merkja gönguleiðir til að gera ferðafólki dvölina ánægjulegri, jafn- vel svo að það dvelji lengur. MARKAÐSSTARF SKILAR SÉR I AUKNUM TEKJUM Öflugt markaðs- og kynningarstarf skrif- stofu Ferðaþjónustu bænda hefur skilað sér til félagsmanna. Slðustu ár hefur verið mikil aukning I bókunum og sölu á ferðaþjónustu til félagsmanna Ferðaþjónustu bænda. Ásamt því að gefa út íslenskan og erlendan kynningarbækling um ferðaþjónustu- bændur er þáttur vefsíðna að aukast. Þar að auki er skrifstofa Ferðaþjónusta bænda með mjög sterk viðskiptasambönd við tugi ferðaskrifstofa úti í heimi og sendir skrif- stofan fulltrúa sína á ýmsar ferðakaup- stefnur ár hvert. 3600 RÚM í BOÐI Árið 2004 auglýstu 145 ferðaþjónustubæir þjónustu slna í bæklingi Ferðaþjónustu bænda. Gistirými, sem skráð var í bæklingi Ferðaþjónustu bænda, nam um 3.600 rúmum. Skiptust þau í þrjá flokka í upp- búnu rúmi og þrjá flokka í sumarhúsum. íslenskir ferðamenn hafa átt töluverðan þátt í velgengni ferðaþjónustubænda undanfarin ár. 30 FREYR 11 2005

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.