Freyr - 01.11.2005, Side 17
TÓNNINN
Útrásarmöguleikar í mjólkinni?
Guðbrandur Sigurðsson
Töluvert hefur verið rætt
og ritað um möguleika á
útflutningi íslenskra
mjólkurafurða. Kannski
væri réttara væri að tala
um útrás því í raun má
segja að mjólkuriðnaður-
inn standi frammi fyrir
fjórum útrásarmöguleik-
um í dag.
ÚTFLUTNINGUR
í fyrsta lagi er það útflutningur-
inn en á því sviði er verið að
vinna að nokkrum athyglisverð-
um þróunarverkefnum. Til-
raunasendingar af skyri hafa
verið sendar til Bandaríkjanna
þar sem afurðin er seld í nokkr-
um verslunum Whole Foods
Markets á Austurströndinni.
Þessi verslunarkeðja gerir miklar
kröfur um hollustu og að afurð-
ir, sem seldar eru á hennar veg-
um, séu framleiddar á umhverf-
isvænan hátt. Miklar kröfur
endurspeglast í hærra verði en
því sem gengur og gerist, sem
hefur gert okkur kleift að selja
þeim skyr sem er framleitt hér á
landi en flutt með flugi til
Bandarikjanna.
Nýlegur frfverslunarsamning-
ur við Færeyjar opnar mögu-
leika á innflutningi sýrðra mjólk-
urafurða, osta og smjörs til Fær-
eyja. Þetta er spennandi mark-
aður en tæknilegir örðugleikar
vegna landamæraskoðunar í
Færeyjum hafa orðið til þess að
engar sendingar hafa farið á
þennan markað að svo stöddu.
Lfklegt er að tilraunasendingar
til Færeyja geti hafist í byrjun
næsta árs.
Varðandi útflutning á íslensku
mjólkurafurðum þá er það orð-
ið knýjandi að mjólkurframleið-
endur taki stefnumarkandi
ákvarðanir varðandi þennan
þátt. Ef niðurstaðan er sú að
áhugavert sé að stefna að út-
flutningi á fslenskum mjólkuraf-
urðum þá þyrfti að stefna að þvf
að byggja upp útflutning á af-
urðum sem svara til 10 - 15
milljónum lítra af mjólk. Ástæð-
an fyrir því að miðað er við
þetta magn er að kostnaðar-
samt er að byggja upp markað
fyrir þessar vörur sem aðrar og
því líklega ekki raunhæft að fara
af stað fyrir minna magn. For-
senda alls útflutnings er að vör-
urnar verði ávallt seldar á for-
sendum viðkomandi markaðar.
Ef við berum saman verð á
mjólktil bænda í nágrannalönd-
unum við verðið til bænda hér á
landi sést töluverður munur.
Verð í nágrannalöndunum er á
bilinu 20-35 kr./l á meðan
afurðastöðvaverð á fslandi er
um 45 kr./l. Væntanlega þarf að
taka eitthvert mið af þessum
verðmun ef til kæmu kaup af-
urðastöðva á mjólk til fram-
leiðslu á útflutningsafurðum.
SÉRLEYFISFRAMLEIÐSLA
Framleiðsla af þessu tagi er vel
þekkt innan mjólkuriðnaðarins
og eru mörg dæmi um slíkar
vörur á fslenska markaðnum
(Létt og laggott, LGG, Benecol
og fl.). Agrice, sem er að meiri-
hluta í eigu MS, hefur verið að
þreifa fyrir sér með sérleyfis-
framleiðslu á skyri erlendis. Skyr-
framleiðsla er í sjálfu sér ekki
bundin neinu sérleyfi frekar en
önnur almenn þekking á matar-
gerð á borð við bakstur og
kjötvinnslu. ( þessu tilfelli er búin
til pakkalausn þar sem aðilum
erlendis gefst kostur á að nýta
sér þekkingu MS á skyrgerð sem
og að nýta allt það markaðsefni
sem við eigum vegna sölu skyrs
á fslandi. Erlendu aðilarnir þýða
svo markaðsefnið og staðfæra
fyrir viðkomandi markað. Tekjur
sérleyfisins skila sér á löngum
tfma með hóflegu sérleyfisgjaldi
sem endurspeglar söluverðmæti
afurðanna. Agrice er búið að
gera tvo sérleyfissamninga um
skyrframleiðslu, annars vegar í
Bretlandi og hins vegar í Dan-
mörku, og er stefnt á að fram-
leiðslan skili sér í verslanir á
fyrsta ársfjórðungi næsta árs.
FJÁRFESTINGAR ERLENDIS
Þriðji valkosturinn eru fjárfest-
ingar erlendis sem má skipta í
tvo flokka: Annars vegar er hér
um að ræða fjárfestingar í
mjólkurvinnslu á þróuðum
markaðssvæðum á borð við
Evrópu eða N.-Ameríku. Með
þessu móti fæst beinn aðgang-
ur að þessum mörkuðum auk
þess sem reynsla hvors aðila um
sig gæti nýst hinum. Öllu
áhættumeiri fjárfestingar eru
hins vegar fjárfestingar í van-
þróuðum en upprennandi
mörkuðum á borð við Austur-
Evrópu og Kína. Eftir því sem ég
veit best eru engar fyrirætlanir
meðal íslenskra aðila um fjár-
festingar af þessu tagi.
RÁÐGJÖF OG
VERKEFNISSTJÓRN
Fjórði og síðasti flokkurinn I
útrásinni er ráðgjöf og verkefn-
isstjórn erlendis þar sem verið er
að byggja upp mjólkurfram-
leiðslu og -vinnslu en þar gæti
þekking okkar nýst þarlendum
aðilum.
FREYR 11 2005
17