Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2005, Page 24

Freyr - 01.11.2005, Page 24
FÓÐRUN Fóðurefnagreining gróffóður - NorFor NorFor Norrænt fóðurmatskerfi í grein 2 í 6. tbl. Freys 2005 um Nor- For-fóðurmatskerfið var farið í gegn- um efnagreiningu á fóðri og rakin nokkur dæmi um greiningu næring- arefna í kjarnfóðri. í þessari grein verður sjónum beint að efnagrein- ingu á gróffóðri. NDF-EIGINLEIKAR GRÓFFÓÐURS Bæði orku- (FEm) og próteingildi (AAT) í gróffóðri ráðast að töluverðu marki af NDF- innihaldi fóðursins eða frumuveggjarkol- vetnum. ( NorFor-kerfinu er NDF skipt upp f tvo hluta, ómeltanlegan (iNDF) og niður- brjótanlegan hluta (pdNDF). Ómeltanlegi hlutinn, iNDF, er fullkomlega óháður fóðrunaraðstæðum og skilst allur út með saur. Niðurbrjótanlegi hlutinn, pdNDF, er sá hluti NDF sem getur brotnað niður í vömb og ákvarðast umfang niðurbrotsins annars vegar af niðurbrotshraðanum (kdNDF) og hins vegar af dvalartíma fóðursins í vömb- inni. Dæmi um NDF-innihald og niðurbrot f gróffóðri er sýnt í töflu 1. Tölurnar eru frá Noregi. Niðurbrotið á NDF í vömb er breytilegt milli og innan gróffóðurtegunda. Lægsta innhald af iNDF og mestur niðurbrotshraði er f grösum í vexti og á beitarstigi en hæst iNDF-innihald er f hálmi. í töflu 1 sést að niðurbrotseiginleikar vallarfoxgrass eru verulega háðir þroska- stigi. Þar sést t.d. að frá því snemma á vaxt- arferlinum og þar til 10 dögum eftir skrið, eykst NDF-innihald í þurrefni um 50% en ómeltanlegi hlutinn, iNDF, nær fjórfaldast. Á mynd 1 eru sýnd áhrif þroskastigs og árasveiflu á iNDF í vallarfoxgrasi. Sömu spildurnar voru slegnar þrjú ár í röð og sýn- ir myndin vel breytileika í iNDF-innihaldi milli ára. Til viðbótar breytilegum sláttutíma getur munurinn stafað af mismunandi hita og úrkomu á vaxtartímanum þessi þrjú ár. Árið 1991 var kalt og úrkomusamt á sprettutímanum en 1992 var hins vegar hlýtt og þurrviðrasamt. Árið 1992 hefur hlý- viðri og lítil úrkoma valdið hærra iNDF-inni- haldi í vallarfoxgrasi, en aftur á móti var vorið og fyrri hluti sumars 1991 votviðra- söm og köld, sem leiddi til þess að iNDF- magn í vallarfoxgrasi var lægra. Þetta þýðir Tafla 1. Dæmi um innihald og niðurbrot NDF í gróffóðri Fóðurtegund NDF g/kg þe pdNDF, % af NDF iNDF, % af NDF kdNDF, %/klst Vallarfoxgras. Snemma á beitarstigi 416 93 7 7,6 Vothey, blandaðar tegundir. Skrið vallarfoxgrass 525 83 17 4,8 Vothey, blandaðar tegundir. 10 dögum eftir skrið vallarfoxgrass 621 74 26 3,6 Rauðsmári, við skrið vallarfoxgrass 243 76 24 8,1 Flálmur, ómeðhöndlaður 870 69 31 2,2 Maísvothey 420 77 23 2,8 Skammstafanir: pdNDF = niðurbrjótanlegt NDF, iNDF = ómeltanlegt NDF, kdNDF = niðurbrotshraði pdNDF í vömb. Mynd 1. Áhrif þroskastigs og tíðarfars á sprettutíma á innihald af ómeltanlegu NDF (iNDF) í vallarfoxgrasi (eftir Nordheim o.fl., 2002). að [ röku og köldu árferði hefur 14 daga mismunur í sláttutíma tiltölulega lítil áhrif á orkuinnihald gróffóðurs. ( hlýju og þurru ári (eins og 1992) eru sláttutímaáhrifin meiri. Sem dæmi má nefna að aukning iNDF- magns í grasi frá 10 til 20% lækkar reiknað orkugildi úr 0,92 í 0,85 FEm í kg þurrefnis. Á sama hátt mun minnkun á niðurbrots- hraða úr 6% í 3%/klst. lækka Fem-gildið úr 0,92 t 0,87. í reynd er það svo að aukinn grasþroski hefur áhrif bæði á innihald af iNDF og niðurbrotshraðann þannig að áhrif- in magnast. Munur í sláttutíma um 14 daga lækkar orku- og próteingildið um 20 af hundraði. PRÓTEINEIGINLEIKAR GRÓFFÓÐURS Verkunaraðferð gróffóðurs hefur mest áhrif á eiginleika próteinsins. Votheysgerjun gerir próteinið uppleysanlegra og um leið niður- brjótanlegra í vömb. Þannig hefur vothey lægra AAT-gildi og hærra PBV-gildi en gras við sama próteininnihald. GERJUNARAFURÐIR í VOTHEYI Andstætt núverandi fóðurmatskerfi tekur NorFor-kerfið tillit til þess hvernig gerjunar- afurðir í votheyi (lífrænar fitusýrur) hafa 24 FREYR 11 2005

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.