Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.2005, Qupperneq 15

Freyr - 01.11.2005, Qupperneq 15
FERÐAÞJÓNUSTA Hestaleigur og hestaferðafyrirtæki eru meðal afþreyingarfyrirtækja sem gjarnan hafa stutt starfstímabil ár hvert. Ljósm. Ingibjörg Sigurðardóttir. tækja en gististaða, er verulega takmark- andi þáttur þegar að því kemur að vega og meta ferðaþjónustu sem atvinnugrein. Kannanir hafa þó bent til að þörf sé á auk- inni þekkingu og rekstrarvitund meðal stjórnenda slíkra fyrirtækja (HRM rannsókn- ir og ráðgjöf, 2005; Guðrún Helgadóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir, 2005). Þá leikur grunur á að mörg fyrirtæki eigi í erfiðleikum með að halda rekstri réttu megin við strikið eins og sagt er. Því er nauðsynlegt að leita sem flestra leiða til að bæta rekstur og stjórnun slíkra fyrirtækja. AÐ AUKA FRAMLEIÐNI Því vaknar spurningin um það hvort aukin framleiðni fyrirtækjanna sé ekki rétta leiðin til að styrkja rekstrargrundvöll þeirra. Vissu- lega má leiða að því líkum. Vert er þó að hafa varann á við að færa aðferðir og þekk- ingu framleiðslufyrirtækja yfir á þjónustufyr- irtæki eins og áður er nefnt. Mjög stór kostnaðarliður í rekstri þjón- ustufyrirtækja er launakostnaður. Því hafa margir rekstraraðilar tllhneigingu til að horfa á lág laun og fækkun starfsmanna sem leið til sparnaðar og aukinnar framleiðni. Tækni- framfarir geta einnig þjónað svipuðum til- gangi og má þar nefna dæmi eins og sím- svörunarvélar í stað símsvörunarfólks. Með slíkum aðgerðum tekst oft á tíðum að lækka kostnað fyrirtækjanna og jafnvel að auka hagnað yfir ákveðið tímabil. En eru slíkar breytingar líklegar til að auka fram- leiðni og hagkvæmni í rekstri þjónustufyrir- tækja til lengri tíma litið? AUKIN HAGKVÆMNI ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKJA Efasemdir um möguleika þess að færa þekktar staðreyndir úr rekstri framleiðslu- fyrirtækja yfir á rekstur þjónustufyrirtækja, byggja á þeim eðlismun sem er á vöru og þjónustu, og nefndur var hér að framan. Helstu kenningar um framleiðni byggja á þeirri forsendu að engin raunveruleg breyting verði á gæðum í ferlinu. Slíkt getur hæglega átt við í mörgum tilfellum en ekki endilega þegar þjónusta á í hlut (Keh, Chu og Xu, 2004, bls. 266). Staðreyndin er sú að þegar starfsmönnum er fækkað og krafa gerð um að þeir vinni hraðar og sinni fleiri gestum, er ávallt ákveð- in hætta á að það komi niður á gæðum þeirrar þjónustu, sem viðskiptavinir njóta. Sama gildir oft um þau tilvik þar sem tæknin leysir mannlega þjónustu af hendi. Þegar sú er raunin má gera ráð fyrir að einhverjir við- skiptavinir hætti viðskiptum við fyrirtækið og að orðspor þess verði neikvæðara. Til lengri tíma litið getur það leitt til þess að heildarframleiðni fyrirtækisins minnki vegna minni spurnar eftir þjónustunni. Þrátt fyrir þetta er mikilvægt að þjónustu- fyrirtæki leiti leiða til að auka heildarfram- leiðni starfseminnar. Nauðsynlegt er að gæta þess að fórna ekki langtímahagsmun- um fyrir hugsanlegan tímabundinn ábata. Fjöldamargir þættir sem snúa að þjónustu og þjónustuumhverfi ferðaþjónustufyrir- tækja hafa áhrif á framleiðni. Má þar nefna þætti eins og framboð þjónustu og sveigjan- leika þess, þ.e. hversu auðveldlega fyrir- tækin geta dregið úr og aukið þjónustu eftir því hver eftirspurnin er. Einnig eru þættir eins og gæði þjónustunnar og upplifun gestsins mikilvægir ásamt fleiri þáttum sem ekki er tækifæri til að gera sérstaklega skil hér. ÞJÁLFUN OG FRÆÐSLA STARFSFÓLKS Nokkrar leiðir eru færar til að auka fram- leiðni án þess að það komi niður á þjónustu við gesti. í því sambandi má nefna þætti eins og fræðslu og þjálfun starfsfólks. Vel þjálfaður starfsmaður er líklegri en óþjálf- aður til að skila starfi sínu á skilvirkan hátt og þannig að viðskiptavinurinn sé ánægður. Kannanir hafa bent til að starfsmenn, sem fá vandaða þjálfun og fræðslu um hvernig þeir geti best þjónað viðskiptavinum sínum, öðlist aukið sjálfstraust og verði ánægðari í starfi (Kang, Jeon, Lee og Lee, 2005, bls. 301; Smith, 2002, bls. 402). Með því að veita starfsmönnum þjálfun og fræðslu við upphaf starfs og meðan á starfstíma stendur, má gera ráð fyrir að FREYR 11 2005 15

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.