Fréttablaðið - 21.12.2017, Síða 2

Fréttablaðið - 21.12.2017, Síða 2
Veður Í dag róast veðrið þegar dregur úr vestanáttinni og éljunum. Það kólnar og verður komið nokkurra stiga frost undir kvöldið. sjá síðu 46 Jólastund Það er ekki seinna vænna að fara að huga að því að kaupa jólatré ef sá gállinn er á manni, enda aðeins þrír dagar til jóla. Þessir feðgar áttu saman góða stund þegar þeir völdu sér hið fullkomna tré til að fara með heim og munu án efa eiga aðra eins gæðastund við að skreyta það. Fréttablaðið/Ernir Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin Opið alla daga til jóla Niðurfellanleg hliðarborð JÓLATILBOÐ 59.900 FULLT VERÐ 74.900 afslátt ur 20% Jólatilboð JÓLATILBOÐ 4.990 VERÐ ÁÐUR 6.990 Þráðlaus kjöthitamælir neytendur „Við gátum ekki sannað að ísinn væri framleiddur af ást,“ segir Gunnar Logi Malmquist, eigandi ísbúðarinnar Ísleifs heppna. Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvaði á dögunum dreifingu á rjómaís frá fyrirtækinu, á þeim forsendum að fyrirtækið skorti framleiðsluleyfi til að selja ís í verslanir. Þá gerði eftir- litið athugasemdir við fullyrðingar á umbúðum sem fyrirtækið gat ekki fært sönnur á. Á meðal þeirra fullyrð- inga var að ísinn væri „framleiddur af ást“. Gunnar Logi Malmquist Einarsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins hafi komið þeim á óvart og málið hafi komið upp á erfiðum tíma fyrir fyrir- tækið, sem opnaði ísbúð 19. ágúst síð- astliðinn. „Þetta hafði mikil áhrif og kom á mjög leiðinlegum tíma,“ segir hann. Vegna þessa hafi þurft að farga tæplega 50 lítrum af rjómaís. Aðalástæðan, að sögn Gunnars, fyrir því að ísinn var innkallaður var að fyrirtækið hafði ekki leyfi til að framleiða í ísbúðinni ís til að selja í verslanir. „Núna notum við tilrauna- eldhúsið hjá MATÍS og framleiðum þar ísinn fyrir verslanirnar,“ segir hann. Þær upplýsingar fengust frá fulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að kjarninn í reglum um merkingar á umbúðum sé að þær séu ekki vill- andi fyrir neytendur. Umrætt fyrir- tæki hafi ekki getað fært sönnur á þær fullyrðingar sem fram komu á umbúðunum. Þar eigi aðeins að birta staðreyndir um vörur, svo neytendur geti kynnt sér innihald þeirra. Um sé að ræða reglugerð á vegum Evrópu- sambandsins sem innleidd hafi verið hér. Fullyrðingin um ástina væri ein og sér ekki tilefni til að stöðva dreif- ingu á vörunnar. Á límmiða, sem límdur er á umbúðir íssins, var gerður saman- burður á ísnum frá Ísleifi heppna og „hefðbundnum ís“. Á honum kom fram að í hefðbundinn ís væru oft notuð E-efni, mjólkurduft væri notað í stað lífrænnar mjólkur Ísleifs heppna og að oft væri ekki notaður rjómi í rjómaís. Það gerði Ísleifur heppni hins vegar. „Við sögðum frá því að við notum salt frá Saltverki á meðan aðrir nota borðsalt. Svo var fullyrt að ísinn væri framleiddur af ást á meðan hefðbundinn ís væri fjölda- framleiddur,“ útskýrir Gunnar. Ísleifur heppni er fjölskyldufyrir- tæki sem starfrækir ísbúð á Hlemmi og selur ís í Fjarðarkaupum, Mela- búðinni og Frú Laugu. Gunnar rekur fyrirtækið með föður sínum en þrjár systur hans eru einnig í eigendahópn- um. Gunnar, sem er matreiðslumað- ur, segir að rjómaísinn frá fyrirtækinu njóti þeirrar sérstöðu að vera frystur með fljótandi köfnunarefni. Í honum sé miklu minna loft en í ís sem sé frystur á hefðbundinn máta. Ísinn sé bæði þéttari og bragðmeiri fyrir vikið. Hann segir mikilvægt fyrir rekstur fyrirtækisins að selja ís í búðum, sér- staklega yfir vetrarmánuðina. baldur@frettabladid.is Mega ekki fullyrða að ísinn sé gerður af ást Heilbrigðiseftirlitið stöðvaði dreifingu á rjómaís frá Ísleifi heppna, sem ekki var framleiddur í þar til bæru eldhúsi. Þá voru á umbúðunum ýmsar fullyrðingar sem ekki var hægt að færa sönnur á. Stofnandi segir málið koma sér á óvart. Gunnar logi Malmquist segir að stöðvunin hafi komið sér illa fyrir fyrirtækið, sem framleiður nú ísinn fyrir búðir hjá MatÍS. Fréttablaðið/Eyþór Hér má sjá merkingarnar sem Ísleifur heppni má ekki nota á ísinn sinn. GrÆnLAnd Þorláksmessa er anna- samasti dagur ársins hjá lögreglunni  á Grænlandi. Þá þarf lögreglan víða að skerast í leikinn vegna drykkju og heimilisofbeldis. Grænlenska útvarpið hefur það eftir Linu Davidsen vaktstjóra að misnotkun áfengis sé greinilegust í desember. Mesta annríkið hjá lög- reglunni hefjist á Þorláksmessukvöld og standi fram á aðfangadagsmorgun. Sorglegt sé að börn þurfi að verða vitni að drykkjunni og ofbeldinu. Lögreglan kveðst ekki hafa skýr- ingar á því hvers vegna lætin byrji 23. desember. Mögulega sé það vegna þess að margir fái útborguð laun 22. desember. Fulltrúi Barna- heilla á Grænlandi kveðst viss um að það sé ástæðan. Að borga út laun á þessum tíma eyðileggi jólagleði margra barna. – ibs Jóladrykkjan bitnar illa á börnunum FrAmkvÆmdir Grindavíkurbær stefnir að því að taka í notkun nýtt íþróttahús snemma árs 2019. Þetta segir Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs bæjar- ins. Undirbúningur hefur staðið yfir í þrjú ár en Batteríið arkitektar hefur nú lokið við að hanna húsið. Á næstu dögum verður verkið boðið út. Vonir standa til að framkvæmdir hefjist sem fyrst á nýju ári. Ármann segir að um verði að ræða rúmlega tvö þúsund fermetra hús sem samanstendur af bardagasal, klefum og íþróttasal. Ármann segir að húsið verði töluvert stærra en gamla Röstin. Það rúmi til að mynda tvo körfubolta- velli í fullri stærð. Rými ætti að verða fyrir umtalsvert fleiri áhorfendur í nýja húsinu en því gamla en Grindavík teflir fram sterku liði í efstu deild karla í körfuknatt- leik, svo dæmi sé tekið. „Grindavík er mikill íþróttabær og við leggjum mikið upp úr íþróttamenningunni,“ segir hann. – bg Byggja nýtt íþróttahús HeiLbriGðismáL Árlega glíma um fjörutíu börn við varanlegar afleið- ingar heilaáverka hér á landi en aðeins eitt til þrjú þeirra fá viðeigandi greiningu og meðferð. Börnin fá oft ranga greiningu um ADHD. Fagfólk í heilbrigðiskerfinu afhenti ráðherra áskorun í dag vegna þarfar á bættri þjónustu við fólk með heilaskaða. Árlega hljóta um 1.000 til 1.500 manns höfuðáverka á Íslandi og helmingur er börn undir 19 ára aldri. Stór hluti fær ákominn heilaskaða sem hefur varanlegar afleiðingar á heilastarfsemina, svo sem persónu- leikabreytingar eða minnisskerðingu. Einungis brot af þeim fjölda, sem þarf sérhæfða meðferð, fær slíka með- ferð. – ngy Oft ranglega greind með ADHDH 2 1 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F i m m t u d A G u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 2 1 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 9 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 3 -5 C 2 4 1 E 9 3 -5 A E 8 1 E 9 3 -5 9 A C 1 E 9 3 -5 8 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.