Fréttablaðið - 21.12.2017, Síða 12

Fréttablaðið - 21.12.2017, Síða 12
Viðskipti Hótelbókanir fyrir jól og áramót eru í takti við fyrri ár, þrátt fyrir verkfall flugvirkja hjá Icelandair í byrjun vikunnar. Þetta segja forsvarsmenn Icelandair hót- ela og Íslandshótela. Áramótin eru vinsælli tími en jólin. „Áramótin eru eins og fyrri ár, þau eru bara bókuð. Það er ánægju- legt að jólin hafa verið að koma til undanfarin ár. Þau eru ekki jafn eftirsótt og áramótin en eru að koma til,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela. Í ályktun sem stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar sendi frá sér á föstudaginn sagði að ferðaheild- salar hefðu áhyggjur af verkfalli flugvirkja, sem þá var yfirvofandi og þegar hefðu borist afbókanir. Magnea segir Icelandair hótel ekki hafa fengið mikið af afbók- unum, en einhverjar þó. „Það hjálpaði til að verkfallið var ekki lengra. Einhverjir voru tvístígandi en þó voru hópar sem létu vaða og afbókuðu,“ segir Magnea. Það hafi fyrst og fremst verið fólk sem ætlaði að vera hér í aðdraganda jólanna. Davíð Torfi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna mjög góða fyrir jól og áramót. „Hótelin í Reykjavík og á Suðurlandi og alveg austur að Jökuls árlóni eru með mjög góða bókunarstöðu,“ segir hann og bætir við að hótelin í Reykjavík séu nánast uppbókuð. Hins vegar sé minna á Austfjörðum, Vestfjörðum, Vestur landi og Norðurlandi. „Sum hótel eru bara alveg lokuð þar um jólin.“ Davíð Torfi segir verkfallið hafa haft áhrif, en það hafi mest verið í formi fyrirspurna. „Það var komið töluvert af afbókunum en svo hefur fyllst upp í það aftur.“ Breska blaðið Telegraph fjallar um uppvöxt ferðaþjónustunnar í grein sem birtist á vef blaðsins á mánudaginn. Þar segir að búist sé við því að 2,3 milljónir ferða- manna komi til landsins á þessu ári. Árið 2016 hafi komið hingað 5,4 ferðamenn á hvern íbúa. Nú nálgist það 7 ferðamenn á hvern íbúa. Efasemdir hafi komið upp um að fjölgun ferðamanna hér sé sjálfbær. Telegraph segir að landið veki athygli fólks sem hefur séð fal- lega náttúruna í sjónvarpsþáttum og Hollywood-bíómyndum eins og Game of Thrones, Star Wars og Interstellar. Það kann svo að hafa áhrif að í nýlegri grein í Hollywood Repor- ter var landið nefnt sem mögu- legur áfangastaður í brúðkaups- ferð Harrys Bretaprins og Meghan Markle, unnustu hans. Þau hafa ákveðið að ganga í hjónaband 19. maí næstkomandi. John Spence, forstjóri ferða- skrifstofunnar Scott Dunn, segir í samtali við Hollywood Reporter að Deplar í Fljótum gætu vakið athygli þeirra. Þar séu 13 svefnher- bergi sem hægt er að taka frá og þar sé góð þjónusta. „Ég held þau hefðu mjög gaman af því að fara á kajak, í hvalaskoðun, í fluguveiði, göngu- ferðir, á hestbak og jafnvel á brim- bretti,“ sagði hann. jonhakon@frettabladid.is Segja horfur góðar þrátt fyrir verkfall Mörg hótel eru uppbókuð fyrir áramótin og horfur fyrir jólin góðar. Verkfall flugvirkja virðist ekki ætla að hafa langtímaáhrif. Vöxtur ferðaþjónustu vekur heimsathygli og Ísland talið ákjósanlegur áfangastaður fyrir brúðkaupsferð Harrys Bretaprins og Meghan Markle. Ríki með flesta ferða- menn á íbúa árið 2016 1. Andorra - 36,6 ferðamenn á íbúa árlega 2. Makaó - 25,6 3. Bresku Jómfrúaeyjar - 13,3 4. St Martin-eyja - 13,1 5. Turks and Caicos eyjar - 13 6. Arúba - 10,5 7. Norður-Marianaeyjar - 9,6 8. Gvam - 9,4 9. Mónakó - 8,7 10. Palá - 6.4 11. Cayman-eyjar - 6,3 12. Bandarísku Jómfrúaeyjar - 6,2 13. Ísland - 5,4 14. Malta - 4,5 15. Bahamaeyjar - 3,8 *Heimild: Telegraph Á höfuðborgarsvæðinu eru mörg hótel uppbókuð um áramót og horfur fyrir jólin eru góðar. Verkfall flugvirkja virðist ætla að hafa lítil áhrif. FréTTABlAðið/ANToN BriNk Það hjálpaði til að verkfallið var ekki lengra. Einhverjir voru tvístígandi en þó voru hópar sem létu vaða og afbókuðu. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela Það var komið töluvert af afbók- unum en svo hefur fyllst upp í það aftur. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela Fáðu gjafirnar sendar heim á elko.is Viðskipti Sífellt færri landsmenn senda jólakort til vina eða ættingja með bréfpósti. Þetta sýnir nýleg könnun MMR sem framkvæmd var dagana 12-15. desember. Í ár munu 41,7% landsmanna senda jólakort með bréfpósti samanborið við 45 prósent í fyrra og 56 prósent árið áður. Á sama tíma fjölgar þeim sem eingöngu senda rafrænt jóla- kort. Þrettán prósent segjast munu senda rafrænt jólakort í ár, saman- borið við 11,5 prósent í fyrra og tæp 11 prósent árið áður. Þeim fjölgar jafnframt sem ekki senda jólakort en 45 prósent kváð- ust ekki ætla að senda jólakort í ár. Þetta er aukning um tæp tvö pró- sentustig milli ára og aukning um rúm 12 prósentustig frá árinu 2015. Íslendingar á aldrinum 18-29 ára voru talsvert ólíklegri til að senda jólakort heldur en fólk 30 ára og eldra. Þannig sögðust 72 prósent þeirra sem voru á aldrinum 18-29 ára ekki ætla að senda nein jólakort í ár. Könnun MMR var gerð þannig að 923 einstaklingar sem valdir voru handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR svöruðu spurningunni. – jhh Æ færri senda jólakort Desember er jafnan annatími hjá póstinum. FréTTABlAðið/ArNþór 42% landsmanna senda jólakort með bréfpósti í ár. 2 1 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F i m m t U d A G U r12 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 2 1 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 9 6 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 2 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 3 -7 E B 4 1 E 9 3 -7 D 7 8 1 E 9 3 -7 C 3 C 1 E 9 3 -7 B 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.