Fréttablaðið - 21.12.2017, Page 20
Bandaríkin Öldungadeild banda-
ríska þingsins samþykkti í fyrrinótt
umfangsmiklar breytingar á skatta-
löggjöf landsins. Um er að ræða
mestu breytingar í þrjá áratugi, að
því er BBC greinir frá.
Á meðal helstu breytinga er
lækkun skatta á fyrirtæki úr 35 pró-
sentum í 21 prósent og tímabundin
lækkun tekjuskatts. Þá er erfðafjár-
skattur lækkaður sem og skattur á
eignir utan Bandaríkjanna.
Deildar meiningar eru um ágæti
breytinganna en 51 Repúblikani
greiddi atkvæði með þeim og allir
Demókratarnir 48 á móti. Einn
þingmaður sat hjá. Leiðin í gegnum
fulltrúadeildina var greiðari þar
sem 227 greiddu atkvæði með, 203
á móti.
Demókratar hafa haldið því fram
að breytingarnar séu til þess fallnar
að auka hag hinna ríkustu á kostnað
ríkissjóðs. Halli ríkissjóðs muni
aukast verulega. Chuck Schumer,
þingflokksformaður Demókrata í
öldungadeildinni, varaði Repúbl-
ikana við því að þeir myndu gjalda
fyrir breytingarnar í þingkosning-
um næsta árs.
„Þetta er svo rotið að í framtíð-
inni munu Repúblikanar forðast
að minnast á að hafa greitt atkvæði
með þessum breytingum,“ sagði
Schumer.
Repúblikanar eru ósammála
mati andstæðinga sinna. Hafa þeir
sagt að breytingarnar muni auka
hagvöxt og bæta hag landsmanna
allra. „Í dag fögnum við því að við
séum að færa öllum landsmönnum
peningana sína til baka. Þetta eru
nú einu sinni þeirra peningar,“
sagði Paul Ryan, forseti öldunga-
deildarinnar, þegar frumvarpið var
samþykkt.
Samkvæmt greiningu BBC mun
nýja skattalöggjöfin koma sér einna
best fyrir fjölþjóðleg stórfyrirtæki.
Vellauðugir einstaklingar munu líka
hagnast mikið á breytingunum.
Ýmsar aðrar breytingar, ótengdar
sköttum, læddust inn í frumvarpið
og hafa þær verið umdeildar. Til að
mynda var heimilað að bora eftir
olíu á áður friðlýstum svæðum í
Alaska.
Frumvarpið er þó ekki fullsam-
þykkt þar sem upp komst á síðustu
stundu að þrjár vinnulagsreglur
hefðu verið brotnar. Var orðalagi
frumvarpsins því breytt lítillega.
Af þeirri ástæðu mun fulltrúadeild
þingsins þurfa að kjósa um frum-
varpið á ný. Ekki þykir líklegt að
fulltrúadeildin breyti afstöðu sinni.
„Endurtekin atkvæðagreiðsla
fulltrúadeildarinnar er til marks
um hroðvirknisleg vinnubrögð
Repúblikana,“ sagði Nancy Pelosi,
þingflokksformaður Demókrata í
fulltrúadeildinni, í gær.
John Kennedy, öldungadeildar-
þingmaður Repúblikana, sagði hins
vegar að um væri að ræða mannleg
mistök. „Þetta eru ekki beint enda-
lok vestræns samfélags,“ sagði hann,
kíminn.
Donald Trump forseti varðist
gagnrýni á frumvarpið á Twitter
í gær. „Skattalækkanirnar eru svo
miklar og mikilvægar. Samt vinna
falsfréttamenn yfirvinnu til þess að
fylgja fordæmi sigraðra vina sinna,
Demókrata, og reyna að gera lítið
úr lækkununum. Niðurstöðurnar
munu tala sínu máli og það fljótlega.
Störf, störf, störf,“ tísti Trump.
Um er að ræða fyrsta stóra sigur
Bandaríkjaforseta á sviði löggjafar.
Áður hafði honum til að mynda
mistekist að afnema löggjöf Bar-
acks Obama, fyrirrennara síns, um
sjúkratryggingar. Þótti það mikill
ósigur í ljósi þess að Repúblikanar
hafa meirihluta í báðum deildum
þingsins.
Líkt og með Obamacare voru
atkvæði nú greidd eftir flokkslínum.
En rétt eins og eitt þing getur sam-
þykkt ný lög getur annað fellt þau
úr gildi. Því má búast við, að því
er CNN telur, að afnám skattalög-
gjafarinnar sameini Demókrata á
sama hátt og afnám Obamacare
hefur sameinað Repúblikana.
thorgnyr@frettabladid.is
Forsetinn vinnur sinn fyrsta
stóra sigur á Bandaríkjaþingi
Fyrsti sigur Donalds Trump á sviði löggjafar er unninn. Bandaríkjaþing samþykkti að breyta skattalöggjöf og
lækka til dæmis skatta á fyrirtæki um þriðjung. Demókratar segja vinnubrögð Repúblikana hroðvirknisleg.
Repúblikanar segja breytingarnar vera til þess fallnar að auka hagvöxt og skila meiru í vasa landsmanna.
Repúblikanar í öldungadeildinni glöddust yfir sigri sínum. NoRdicphotos/AFp
Skattalækkanirnar
eru svo miklar og
mikilvægar. Samt vinna
falsfréttamenn yfirvinnu til
að fylgja fordæmi sigraðra
vina sinna, Demókrata, og
reyna að gera lítið úr lækk-
ununum.
Donald Trump, for-
seti Bandaríkjanna
Þetta er svo rotið að
í framtíðinni munu
Repúblikanar forðast að
minnast á að hafa greitt
atkvæði með
þessum
breytingum.
Chuck Schumer,
leiðtogi Demókrata
í öldungadeildinni
MjanMar Rannsakandi Sameinuðu
þjóðanna, sem senda átti til Mjan-
mar, fær ekki að koma inn fyrir
landamærin. Rannsakandinn, Yang-
hee Lee, átti að heimsækja Asíuríkið
skömmu eftir áramót til að kanna
meint mannréttindabrot af hálfu
stjórnvalda, einkum ofsóknir og
árásir sem beinast gegn Róhingjum
í Rakhine-héraði.
Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni
sagði að Lee væri bannað að koma
til landsins þar sem hún væri ekki
hlutlaus. Sjálf sagði Lee í gær að
ákvörðunin benti til þess að „eitt-
hvað hrikalega ömurlegt“ væri að
eiga sér stað í Rakhine.
Lee heimsótti Mjanmar síðast í
júlí. Þá sagðist hún hafa áhyggjur
af meðferð Róhingja í héraðinu.
Mánuði síðar braust ofbeldi þar út
eftir að skæruliðar úr þjóðflokknum
réðust á lögreglustöð.
Herinn svaraði með því að ráðast
gegn Róhingjum, ekki einungis
skæruliðum heldur einnig almenn-
um borgurum. Hefur mannréttinda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna sagt frá
því að Róhingjar hafi verið drepnir
án dóms og laga og þorp þeirra
brennd til grunna. Í síðustu viku
greindu yfirvöld í Mjanmar frá fundi
fjöldagrafar í einu þorpi Róhingja.
Alls hafa rúmlega 650.000
Róhingjar flúið til Bangladess frá
því í ágúst. Er um að ræða tvo þriðju
hluta allra Róhingja.
„Það ríkti mikil von um að Mjan-
mar gæti orðið frjálst lýðræðisríki.
Þessi ákvörðun veldur mér miklum
vonbrigðum,“ sagði Lee við BBC í
gær og bætti við að hún vonaðist til
þess að yfirvöld myndu endurskoða
afstöðu sína.
„Það treystir henni enginn,“ sagði
Zaw Htay, talsmaður ríkisstjórnar-
innar, við AFP. – þea
Yfirvöld meina rannsakanda SÞ að koma til Mjanmar
Róhingjabörn á göngu í Kutupalong-flóttamannabúðunum. NoRdicphotos/AFp
Það ríkti mikil von
um að Mjanmar
gæti orðið frjálst lýðræðis-
ríki. Þessi ákvörðun veldur
mér miklum
vonbrigðum.
Yanghee Lee,
rannsakandi SÞ
Bandaríkin Nikki Haley, sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð-
unum, varaði önnur aðildarríki við
því í gær að Donald Trump Banda-
ríkjaforseti hefði skipað henni að
láta sig vita hverjir væru á móti því
að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í
Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem.
Til stendur að allsherjarþing SÞ
komi saman á neyðarfundi, sem
sjaldan gerist, til þess að ræða málið
í dag. Leiðtogar stærstu múslimaríkja
heims kröfðust fundarins en viður-
kenning Jerúsalem sem höfuðborgar
Ísraels er mikið hitamál.
Allsherjarþingið mun greiða
atkvæði um ályktun sem snýr að því
að öllum ákvörðunum um Jerúsalem
verði slegið á frest. Ekki er minnst á
Bandaríkin sérstaklega í ályktuninni
en samhengið er augljóst.
Bandaríkin beittu neitunarvaldi
sínu í öryggisráðinu á mánudag þegar
hinir fjórtán meðlimir ráðsins sam-
þykktu ályktunina. Því hefur öryggis-
ráðið ekki samþykkt hana. – þea
Ætla að skrá
svikin niður
nígería Dino Melaye, nígerískur
öldungadeildarþingmaður, sætir
nú gagnrýni fyrir að hafa komið
fram í tónlistarmyndbandi rappar-
ans Kach við lagið Dino, sem nefnt
er eftir Melaye sjálfum. Í mynd-
bandinu sést Kach meðal annars
éta seðla, sýna dýra bíla, glæsihöll
og skartgripi. Þá segist hann eiga
„hundrað bíla á stæðinu eins og
Dino“.
Melaye er þingmaður vesturhluta
Kogi-héraðs. Á gagnrýnin rætur
sínar til þess að rekja að opinberum
starfsmönnum kjördæmisins hafa
ekki verið greidd laun svo mánuð-
um skipti. Á meðan sé Melaye ekki
að sinna starfi sínu heldur koma
fram í rappmyndbandi.
Sé Instagram-síða þingmanns-
ins (dinomelaye) skoðuð má sjá
að hann hefur mikið dálæti á gulli,
lúxusbílum og því dýrasta sem lífið
hefur upp á að bjóða. – þea
Gagnrýna
þingmann fyrir
rappmyndband
Bretland Aðlögunarferlið sem tekur
við þegar Bretar ganga úr Evrópu-
sambandinu á ekki að taka lengri
tíma en til 31. desember árið 2020.
Þetta er skoðun Evrópusambandsins
og greindi BBC frá henni í gær.
Hingað til hafa Bretar sagst stefna
að því að aðlögunarferlið spanni tvö
heil ár frá og með mars 2019 og miða
þeir því við lengra aðlögunarferli.
Aðlögunarferlið og samskiptin
eftir útgöngu eru meginviðfangsefni
annars kafla viðræðna Breta og ESB
um Brexit. Í leiðarvísi ESB fyrir við-
ræðurnar segir meðal annars að sóst
verði eftir því að Bretar fylgi áfram
evrópskum lögum um milliríkja-
viðskipti og tolla meðan á aðlögun
stendur. Þá muni dómar Evrópu-
dómstólsins enn hafa fullt gildi á því
tímabili.
Bretar hafa hins vegar viljað ganga
alfarið út úr tollabandalaginu og
hinum sameiginlega markaði við
útgönguna. – þea
ESB vill stytta
aðlögunarferlið
Fánar Bretlands og EsB.
NoRdicphotos/GEtty
2 1 . d e s e M B e r 2 0 1 7 F i M M t U d a g U r20 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
2
1
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
9
3
-7
9
C
4
1
E
9
3
-7
8
8
8
1
E
9
3
-7
7
4
C
1
E
9
3
-7
6
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
9
6
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K