Fréttablaðið - 21.12.2017, Síða 92
Þessi spurning á vel við núna þar sem svifryksmengun hefur aukist á höfuðborgar-
svæðinu síðustu daga. Gulbrún
rykský við umferðaræðar má rekja
til aukinnar svifryks- og köfnunar-
efnisdíoxíðsmengunar frá bíla-
umferð. Ákveðnar veðuraðstæður
geta ýtt undir hærri styrk umferðar-
tengdrar loftmengunar. Sem dæmi
má nefna eru þurrir, kaldir vetrar-
dagar með hægum vindi og hitastigi
undir frostmarki kjöraðstæður fyrir
aukna loftmengun.
Mengunina má meðal annars
rekja til þess að götunar eru salt-
aðar á veturna og nagladekkin tæta
upp agnir úr malbikinu. Á slíkum
dögum ná agnirnar á götunum að
þyrlast upp með bílaumferðinni í
nágrenni gatnanna en einnig safn-
ast upp köfnunarefnisdíoxíð sem
kemur til vegna bruna á dísilolíu.
Þetta á sérstaklega við á þungum
umferðartíma þegar fólk er á leið
í og úr vinnu. Vegna lítils vinds
feykjast efnin ekki í burtu heldur
ná agnirnar að svífa um andrúms-
loftið. Þannig getur styrkur loft-
mengunarefnanna orðið mikill.
Hægt er að draga úr þessu með
því að rykbinda göturnar en sam-
kvæmt áætlun um loftgæði til
næstu 12 ára sem umhverfis- og
auðlindaráðuneytið hefur gefið út,
er lagt til að götur landsins verði
rykbundnar oftar.
Rannsóknir hafa sýnt að bæði
svifryk og köfnunarefnisdíoxíð
getur haft slæm áhrif á heilsuna
með því að auka á einkenni meðal
einstaklinga sem þjást af hjarta-,
æða- eða lungnasjúkdómum. Því
er viðkvæmum einstaklingum
með undirliggjandi sjúkdóma,
auk barna og eldri einstaklinga,
ráðlagt að forðast útiveru þegar
loftmengun er mikil. Hægt er að
fylgjast með loftgæðum í landinu á
vef Um hverfis stofnunar, loftgæði.is.
Hvað orsakar svifryksmengun á veturna?
Heilsan
okkar
RannsókniR
Hafa sýnt að
bæði svifRyk og
köfnunaRefnis-
díoxíð getuR Haft
slæm áHRif á Heils-
una.Ragnhildur guðrún finn-
björnsdóttir, umhverfis-
og auðlindafræð-
ingur og doktor í
lýðheilsuvísindum.
Niðurstaða: Vetrarstillur
ýta undir loftmengun af
völdum umferðar og við-
kvæmir einstaklingar ættu
að forðast útiveru á þeim
tíma. Allir geta fylgst með
loftgæðum á loftgæði.is.
Lesendum er bent á að senda
sérfræðingum okkar spurningar
tengdar heilsu og lífsstíl á
heilsanokkar@frettabladid.is.
Skyrkakan er góð af því að hlutföllin af botni, skyrfyll-ingu og svo hlaupi eru svo mátuleg,“ segir Fannar um skyrkökuna góðu. Hann tekur fram að hana sé ein-
falt að útbúa og allir ættu að ráða við
það. „Góð skyrkaka skilur eftir bros á
vör eftir góða máltíð.“
skyRkaka
fyrir 10
skyrfylling:
50 g vatn
200 g sykur
500 g skyr
500 g léttþeyttur rjómi
5 stk. matarlímsblöð
70 g blandaðar hnetur
Botn:
300 g Lu-kex
300 g Oreo-kex
120 g smjör, brætt
Hlaup:
6 tsk. matarlímsblöð
150 g vatn
150 g bláber
150 g sykur
aðferð:
skyr:
Skyrið er hrært í hrærivél í 2-5 mín-
útur. Léttþeyttum rjómanum bætt
út í.
Sykur er bræddur í potti þar til
hann verður að sírópi. Matarlíms-
blöðunum, fimm stykkjum, bætt
út í sírópið og því síðan hellt rólega
saman við skyr- og rjómablönduna.
Öllu hrært varlega saman.
Botn:
Lu-kex og Oreo-kex er mulið saman
í matvinnsluvél. Bræddu smjörinu
hellt út í og blöndunni svo þjappað
saman við kexið í formið. Sett í kæli
í um það bil 25 mínútur.
Skyrblöndunni er síðan hellt yfir
eftir kælinguna og hnetum stráð yfir,
sett aftur í kælingu í fjórar klst. eða í
frysti í 1 klst. og 20 mín.
Hlaup:
Öllu blandað saman og sett í pott,
að undanskildum 6 stk. matarlíms-
blöðum. Eftir að suðan kemur upp
er blandan látin sjóða í átta mínútur,
síðan er matarlímsblöðunum bætt
út í.
Skyrkakan er tekin úr kæli og
hlaupinu hellt yfir. Að lokum er
kakan sett aftur í kæli og geymd þar,
þar til hún er borin fram.
skyrkaka sem skilur
eftir bros á vör
Matreiðslumaðurinn fannar arnarsson reiddi nýverið fram jólalega
og gómsæta skyrköku fyrir lesendur Lífsins. Meðfylgjandi er upp-
skrift að kökunni. Fannar segir hana vera nokkuð einfalda að útbúa.
Jólaskyrkaka Fannars er ekki bara ljúffeng heldur líka falleg. FrÉttaBLaðið/stEFÁN
Fannar er stofnandi fyrirtækisins
Matar Kompaní.
bókin
Bjarni
„Töframaður“
Fullt nafn:
Bjarni „Töframaður“
Baldvinsson
Ég er að lesa:
Þessa stundina er ég að lesa
Eitt þúsund tungumál eftir
Peter K. Austin.
uppáhaldsbókin mín:
Hringadróttinssaga eftir
J.R.R. Tolkien. Ég hef mikinn
áhuga á góðum ævintýrum.
Tolkien náði að setja saman
einn fallegasta heim töfra
og furðuvera sem ég hef
lesið um. Hobbitinn er líka
mjög góð lesning. Hitch-
hikers Guide to the Galaxy
eftir Douglas Adams er líka í
uppáhaldi hjá mér.
Versta bók sem ég hef lesið:
Klárlega símaskráin. Per-
sónusköpunin er mjög
slöpp og of mikið af endur-
tekningum. Sem betur fer er hætt
að prenta hana. Mig langar mikið
að lesa Hávamál næst, galdra
kannski fram tíma til þess um
jólin.
Verð frá
Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these
carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok.
Approved and OK New proof please
DATE:
SIGNATURE:
/Ingenjörsgatan 7-9
Box 814, 251 08 Helsingborg
Tel. vx. 042-24 73 00
info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se
14
0
280
Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina
Sogavegi 3
Höfðabakka 13.600 kr.kg
Súpuhum a r
Stór hum a r
&
2 1 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d A G U r76 l í F I ð ∙ F r É T T A b l A ð I ð
2
1
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
2
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
9
3
-7
E
B
4
1
E
9
3
-7
D
7
8
1
E
9
3
-7
C
3
C
1
E
9
3
-7
B
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
9
6
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K