Fréttablaðið - 20.12.2017, Side 4

Fréttablaðið - 20.12.2017, Side 4
Séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, var rangfeðraður í blaðinu í gær og sagður Gíslason. Beðist er velvirðingar á þessu. Leiðrétting LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–19 | laugardaga 11–19 „Hörkuspennandi flettitryllir …“ H E L G A B I R G I S D Ó T T I R / F R É T T A B L A Ð I Ð „Dúndurendir á spennandi þríleik … Lilja er mjög flinkur glæpasagnahöfundur.“ A N N A L I L J A Þ Ó R I S D Ó T T I R M O R G U N B L A Ð I Ð RÍGHELDUR kjaramáL Orðið er við ósk Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups þjóð­ kirkjunnar, með nýjum úrskurði kjararáðs og laun hennar hækkuð. Nemur hækkunin 18 prósentum og fara launin úr um 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur. Launahækkun biskups nemur 271 þúsund krónum á mánuði. Hækkunin er afturvirk til síðustu áramóta og fær Agnes því ríflega 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Það eru 70 prósent þeirrar upphæðar sem ríkisstjórnin ákvað í gær að verja af ráðstöfunarfé sínu í jólauppbót til 517 hælisleitenda. Vígslubiskuparnir tveir, Krist­ ján Valur Ingólfsson í Skálholti og Solveig Lára Guðmundsdóttir  á Hólum, hækka einnig umtalsvert í launum. Skálholtsbiskup fer úr 970 þúsund krónum á mánuði í 1.292 þúsund. Hækkunin hjá Kristjáni er 322 þúsund krónur eða 33,3 pró­ sent. Solveig hækkar úr 970 þúsund krónum í 1.196 þúsund á mánuði. Er hækkunin hjá Hólabiskupi 226 þúsund krónur sem er 23,3 prósent. Bæði fá þau afturvirka hækkun í eitt ár og skipta því á milli sín tæplega 6,6 milljóna króna eingreiðslu. Kjararáð úrskurðaði einnig um kjör presta þjóðkirkjunnar. Laun þeirra eru mishá eftir fjölda sóknar­ barna. Þeir sem eru með fæst sókn­ arbörn hækka um rúmar 66 þús­ und krónur og verða með tæp 670 þúsund í mánaðarlaun. Þeir sem flest sóknarbörn hafa fá umtalsvert hærri laun eða 971 þúsund. Getur því munað 300 þúsund krónum á launum presta eftir því hvar þeir eru staðsettir á landinu. Að því er fram kemur í umfjöllun kjararáðs sendi Agnes M. Sigurðar­ dóttir biskup ráðinu bréf í ágúst 2015 og óskaði eftir því að launa­ kjör biskups yrðu endurmetin „með hliðsjón af ábyrgð og umfangi emb­ ættisins“ sem sé „eitt af æðstu emb­ ættum landsins“. Biskup rekur að svokallaðar vísitasíur krefjist ferðalaga um allt land, gjarnan utan hefð­ bundins vinnutíma. Þá sé biskup fyrirsvarsmaður og talsmaður þjóðkirkjunnar hérlendis jafnt sem erlendis. Því fylgi starfsskyldur við opinbera viðburði og hátíðir – jafnt á vegum ríkisins, kirkjunnar og annarra aðila, hérlendis og erlendis. Biskup hafi verulega stjórnunar­ ábyrgð til viðbótar, meðal annars sem forseti kirkjuráðs. Undir hana heyri starfsfólk  biskupsstofu og prestar þjóðkirkjunnar, samtals um 150 manns. „Að endingu er þess getið í bréf­ inu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ upplýsir kjararáð en ekki kemur fram hversu há leiguupphæðin er. „V i ð á k v ö r ð u n l a u n a ­ kjara hans er höfð hliðsjón af því hlutverki hans og starfs­ skyldum samkvæmt lögum og starfsreglum sem og eðli og umfangi starfsins. Þá er einnig tekið mið af því innbyrðis samræmi sem kjara­ ráði ber að gæta,“ segir í úrskurði. gar@frettabladid.is johannoli@frettabladid.is Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. Hækkunin er afturvirk í eitt ár og fær Agnes því eingreiðslu upp á yfir 3,2 milljónir, 71 prósent af þeirri upp- hæð sem 517 hælisleitendur fá í jólauppbót. Laun tveggja vígslubiskupa hækka verulega sem og laun presta. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar á Íslandi, hækkar verulega í launum. FréttAblAðið/VilhelM DÓmSmáL Karlmaður var í Héraðs­ dómi Suðurlands síðasta mánu­ dag dæmdur í 30 daga fangelsi og til greiðslu skaða­ og miskabóta vegna líkamsárásar sem átti sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 2015. Refsingin er bundin skilorði í tvö ár. Atvik málsins voru að maðurinn fór óboðinn inn í svokallað „hvítt tjald“ til að kasta af sér þvagi. Þegar fólk kom inn í tjaldið brást hann hinn versti við. Skallaði hann einn þeirra og var af þeim sökum dæmd­ ur fyrir líkamsárás. Maðurinn var dæmdur til að greiða brotaþola 150 þúsund krónur í skaða­ og miskabætur. Þá var hann dæmdur til að greiða laun verjanda síns auk málskostnaðar. Sú upphæð nam rúmri milljón króna. – jóe Pissaði óboðinn í hvítu tjaldi kjaramáL Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem lands­ réttardómarar næstu áramót. Laun forseta réttarins eru sambærileg við laun ráðherra. Mánaðarlaun forsetans, að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu verða rétt rúmlega 1,8 milljónir króna. Aðeins munar tæpum 10 þúsund krónum á mán­ aðarlaunum forseta réttarins og kaupi ráðherra í ríkisstjórn. Varaforseta réttarins er skipað skör lægra en forseta en fast mán­ aðarkaup hans verður 1.735 þúsund krónur. Óbreyttir dómarar við rétt­ inn fá hins vegar tæplega 43 þúsund krónum minna í sinn hlut.– jóe Forsetinn fær ráðherrakaup LÖgregLUmáL Ekki liggur fyrir hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur sem handteknir voru hér á landi  vegna stórfellds fíkniefnamáls þann 12. desember síðastliðinn. Gæslu­ varðhald yfir mönnunum rennur út næstkomandi föstudag, 22. desember. Arkadiusz Maciej Latkowski, annar eigenda Market ehf., er einn þeirra þriggja sem sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna aðildar að stærsta máli tengdu skipulagðri glæpastarfsemi sem komið hefur upp hér á landi. Market ehf., sem á og rekur verslan­ irnar Euro Market í Hamraborg, Stakk­ holti og Smiðjuvegi, tengist málinu. Á meðal þeirra eigna sem haldlagðar hafa verið vegna málsins eru eignar­ hlutir í Market ehf., en samanlagt hefur lögregla lagt hald á eignir fyrir um 200 milljónir króna hér á landi í tengslum við málið. Latkowski hefur verið búsettur á Íslandi í um áratug en hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2009 fyrir vörslu og meðferð á rúmu kílói af marijúana. Í apríl 2013 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur svo ríkið til að greiða Latkowski hálfa milljón króna í miskabætur fyrir gæsluvarð­ hald sem hann mátti sæta árið 2010 vegna rannsóknar lögreglu á fíkni­ efnainnflutningi. – skh Óvíst með áframhaldandi gæsluvarðhald Frá blaðamannafundi europol og íslensku og pólsku lögreglunnar í fyrradag. FréttAblAðið/erNir 2 0 . D e S e m b e r 2 0 1 7 m i ð V i k U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 2 0 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 E -0 A A 0 1 E 8 E -0 9 6 4 1 E 8 E -0 8 2 8 1 E 8 E -0 6 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.