Morgunblaðið - 03.06.2017, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017
hefur alveg komið fyrir að þeir séu
hér fram á sumarið.“
Yann nefnir að nokkrir fugla-
áhugamenn hafi komið til Húsavíkur
til þess að berja endurnar augum en
einnig til að sjá hið auðuga fuglalíf
sem er þar.
Öndin var eitt sinn nokkuð út-
breidd í heimkynnum sínum en
henni hefur fækkað mikið vegna út-
flutnings og eyðingar skóglendis en
villtar mandarínendur verpa í þétt-
um skógi í nágrenni við grunn vötn,
votlendi eða tjarnir.
úrufræðistofan hefur ekki enn sett
sig í samband við eigendurna.
Flækjast hingað reglulega
Endurnar hafa fram til þessa ekki
verið þekktir varpfuglar hér á landi
en flækjast reglulega hingað til
lands. Yann segir að algengast sé að
steggir sjáist hér á landi og að að-
eins ein kolla hafi sést að hans vit-
und. Að hans sögn er mjög misjafnt
hvað þeir komi hér við lengi. „Þeir
koma hérna á vorin og oftast eru
þeir hér aðeins í nokkra daga en það
Katrín Lilja Kolbeinsdóttir
katrinlilja@mbl.is
Magnið af þrávirka efninu PCB,
sem fannst við gatnaframkvæmdir
á jarðvegi ofan Iðuvalla í Reykja-
nesbæ í síðasta mánuði, er undir
hættumörkum. Þetta sýna nið-
urstöður rannsóknar verk-
fræðistofunnar Verkís sem lágu
fyrir í gær. „Samkvæmt þessum
niðurstöðum eru efnin við grein-
ingarmörk og því þurfum við ekki
að grípa til neinna aðgerða. Styrk-
urinn þarf að fara töluvert upp
fyrir það sem þessar niðurstöður
sýna, til þess að við þyrftum að
fara að hafa áhyggjur,“ segir
Kjartan Már Kjartanson, bæj-
arstjóri Reykjanesbæjar
Engin lífræn efni á svæðinu
Að sögn Kjartans er ekki um
nein lífræn efni að ræða, heldur sé
um að ræða timbur, plast og járn-
rusl. Til stendur að farga því og
ganga frá tjörunni á svæðinu, en
vandlega þurfi að standa að því
ferli.
Á svæðinu, sem var lokað í
kringum 1970, var áður rusla-
haugur Varnarliðsins, en nú stend-
ur til að reisa þar þjónustu- og
verslunarsvæði. Við undirbúning
þeirra framkvæmda kom í ljós að
tjara var í jarðveginum og mikið
var þar af járnarusli.
Þá hefur byggingarrétti á 15
lóðum á svæðinu verið úthlutað og
segist Kjartan allt eins búast við
því að þegar framkvæmdir hefjist
við þær muni eitthvað koma upp.
„Þá verður það fjarlægt í samráði
við Heilbrigðiseftirlitið,“ segir
hann.
Jarðvegur á rusla-
haug hersins und-
ir hættumörkum
Fleira gæti komið upp á yfirborðið,
segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Mengun Tjara vall upp úr jarðveg-
inum við Iðuvelli í Reykjanesbæ.
Útlit er fyrir vætusamt veður í flest-
um landshlutum nú um hvítasunnu-
helgina. Á Norðurlandi eru minnst-
ar líkur á úrkomu. Hitatölur gætu
náð allt upp í 15 stig og hlýjast verð-
ur á Vesturlandi. Skýjað verður
með köflum en útlit er fyrir að sjáist
til sólar á Norður- og Vesturlandi.
Gangi veðurspár eftir mun vind-
ur snúast í norðaustanátt á mánu-
daginn, þá dregur úr úrkomu og fer
heldur að létta til sunnan og vestan
til.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu í
gær gekk umferðin úr bænum vel
fyrir sig í aðdraganda þessarar
fyrstu stóru ferðahelgar sumarsins.
Væta um allt land,
kannski sól fyrir
norðan og vestan
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófasts-
dæma telja sig ekki geta sinnt lög-
boðnu hlutverki sínu lengur og sendu
í gær frá sér ákall í fjölmiðlum.
Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts-
dæma, segir þrjár ástæður vera fyrir
þessari fjölmiðlabirtingu. „Í fyrsta
lagi ákall til stjórnvalda og almenn-
ings. Við höfum bent á slæma fjár-
hagsstöðu kirkjugarðanna í langan
tíma og bent stjórnvöldum á að við
getum ekki sinnt lögboðnum skyldum
okkar vegna fjárskorts. Í öðru lagi
kröfðust starfsmenn þess að staðan
yrði tilkynnt svo þeir þyrftu ekki að
takast á við skammir fyrir illa hirt
leiði og niðurníddan garð. Megin-
markmiðið var að tilkynna aðstand-
endum sem eiga ástvini í görðunum
að við höfum gert allt sem hægt er til
þess að halda hlutunum í jafnvægi.
Nú getum við ekki meir.“
Þórsteinn segir að rekja megi
vanda kirkjugarðanna til niðurskurð-
ar í kjölfar hrunsins. Stjórnvöld hafi
ekki tekið á rekstarvanda garðanna
þrátt fyrir niðurstöðu ráðherraskip-
aðrar nefndar um að stórlega vantaði
upp á að kirkjugarðarnir gætu upp-
fyllt lagaskyldu sína.
Tveir möguleikar í stöðunni
Þórsteinn segir að með sama
áframhaldi verði eingöngu hægt að
sinna grafartökunni. „Allt annað
verður að víkja. 453 milljónir króna
vantar í rekstur allra kirkjugarða
landsins í ár. Stjórnvöld geta leyst
vandamálið á tvennan hátt; leiðrétt
gjaldalíkanið í áföngum eða sam-
þykkt frumvarp um heimild kirkju-
garða til að innheimta gjald í líkhús-
um. Ef stjórnvöld heimila með lögum
að taka upp gjaldtöku í líkhúsum og
við losnum við að greiða prestum og
forstöðumönnum safnaða fyrir útfarir
getum við safnað 120 til 150 milljón-
um og nýtt í reksturinn. Að meðaltali
eru 2.300 útfarir á ári og miðað við
það þyrfti dánarbú hins látna eða að-
standendur að taka á sig um 52.000
krónum meiri kostnað við útfarir.“
Gæti orðið dýrara að deyja
453 milljónir vantar í rekstur kirkjugarðanna Geta ekki sinnt lögboðnum skyld-
um vegna fjárskorts Gætu þurft að hækka útfararkostnað um 52.000 krónur
Þórshani sást á Siglufirði nýverið en að sögn Sigurðar
Ægissonar, fuglaáhugamanns og uppalins Siglfirðings,
hefur slíkur fugl ekki sést þar áður svo hann muni eftir.
Þórshaninn er einn fágætasti og skrautlegasti varp-
fugl Íslendinga og er mjög viðkvæmur.
Hérlendis eru aðeins á milli 150-200 fuglar í smáum
byggðum umhverfis landið.
Íslenski þórshaninn er eindreginn farfugl og kemur
hingað til lands síðastur af öllum, eða í lok maímánaðar
og byrjun júní.
Að sögn Sigurðar verður fuglinn að teljast með algæf-
ustu fuglum er hér gista. „Hann er mjög félagslyndur árið um kring,“ seg-
ir Sigurður.
Áður óséður fugl á Siglufirði
EINN FÁGÆTASTI OG SKRAUTLEGASTI VARPFUGL ÍSLENDINGA
Þórshani á
Siglufirði.
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Þetta er fallegur og skrautlegur
fugl sem gaman er að berja augum,“
segir Yann Kolbeinsson, líffræð-
ingur hjá Náttúrustofu Norðaust-
urlands, en tvær mandarínendur
hafa undanfarið sést á Húsavík.
Öndin er meðalstór trjáönd, ætt-
uð frá Austur-Asíu og er skyld hinni
norðuramerísku brúðönd. Karlfugl-
inn er afar litskrúðugur og þekkist
auðveldlega. Hann hefur rauðan
gogg, stóra hvíta flekki yfir aug-
unum og rauðleitt andlit. Brjóstið
er fjólublátt með tveimur lóðréttum
röndum og á bakinu eru tvö
appelsínugul „segl“. Kvenfuglinn er
með hvítan hring kringum augun og
strípu sem liggur niður og aftur
með auga en fölari að neðan.
Öndin var flutt til Evrópu áður
fyrr þar sem hún var höfð til skrauts
í skrúðgörðum og öðru slíku.
Að sögn Yann er í dag til villtur
stofn mandarínandarinnar sem er
komin af fuglum úr dýragörðum sem
hafa sloppið. Stofninn er einnig enn
mjög vinsæll í einkasöfnum um Evr-
ópu. „Við erum að fá hingað til lands
flækinga annars vegar frá þessum
villta stofni í Evrópu en líka eins og
þessar tvær sem eru hérna á Húsa-
vík úr einkasöfnum.“ Parið sem
finnst þar er merkt en Nátt-
Ljósmynd/Höskuldur Erlingsson
Fugl Mandarínandarsteggur á Húsavík. Tegundin er ekki algeng hér á landi en flækist þó stundum hingað á vorin.
Önd með fjólublátt
brjóst og rauðan gogg
Mandarínendur á Húsavík Komnar af dýragarðsfuglum
TOPPUR ehf
Bifreiðaverkstæði
TOPPUR er viðurkennt
þjónustuverkstæði fyrir
Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.