Morgunblaðið - 03.06.2017, Page 13

Morgunblaðið - 03.06.2017, Page 13
hræðilega í breyttum heimi eftir- stríðsáranna. Þetta þótti merki þess að Íslendingar væru ekki með á nótunum um það sem var að gerast í stíl, stefnum og straumum,“ segir Marín Guðrún og bætir við að mikið óþol hafi myndast gagnvart Guðrúnu og öðrum vinsælum kvenrithöfundum sem komu fram á sjónarsviðið á þessum tíma. Í rannsóknum sínum hefur hún komist að raun um að þeir sem lásu Laxness, sökktu sér líka niður í bækur Guðrúnar frá Lundi. „Sumir vildu bara ekki viðurkenna það, ekki frekar en kannski núna að fólk þykist ekki horfa á ameríska sápuþætti í sjónvarpinu – eða fara í Costco,“ segir hún hlæjandi, en tekur fram að vitaskuld eigi bækur Guðrúnar ekkert skylt við fyrrnefnd fyrirbæri. Viðbrögðin séu bara svolítið af sama meiði. „Gríðarlegt valdaójafnvægi var í umræðunni. Annars vegar voru raddsterkir fræðimenn sem fundu bókum hennar flest til foráttu, og hins vegar þeir sem elskuðu þær og dáðu, en höfðu enga rödd, engan vett- vang til að tjá skoðanir sínar líkt og til dæmis núna á samfélagsmiðlum og kommentakerfum. Sýningunni er ætlað að spegla umræðuna eins og hún raunverulega var, þar á meðal „kellingabókaumræðuna“, og eins og hún hefur þróast frá aldamótum, þeg- ar farið var að meta Guðrúnu frá Lundi og verk hennar að verð- leikum.“ Ný Guðrúnar-bylgja Þótt bækur Guðrúnar hafi ekki fundið sér stað í bókahillum stássstof- anna á öllum heimilum, áttu þær sinn stað í hjarta þorra landsmanna. „Þökk sé Dagnýju Kristjánsdóttur, Helgu Kress og fleiri fræðikonum, sem haldið hafa kvennabókmenntum á lofti, fékk Guðrún uppreisn æru í bókmenntalegu tilliti. Ný Guðrúnar- bylgja gekk í garð. Hún var tekin fyr- ir í áföngum í ástarsögum og kvenna- bókmenntum í Háskóla Íslands, skrifaðar um hana lærðar BA- og MA-ritgerðir og bækur hennar end- urútgefnar. Árið 2006 fékk hún í fyrsta skipti inni í Íslensku bók- menntasögunni, heilan kafla upp á sex blaðsíður,“ segir Marín Guðrún. Sjálf hefur hún lagt sitt af mörkum, til dæmis þegar þau Guðjón Ragnar Jónasson og heimamenn í Fljótunum stóðu fyrir tveimur málþingum um skáldkonuna í Ketilási árin 2010 og 2011. „Ferðir Kristínar eru líka mjög skemmtilegar og þar er á ferðinni sannkölluð menningartengd ferða- þjónusta í Skagafirði.“ Marín Guðrún er þeirrar skoð- unar að bækur Guðrúnar frá Lundi séu vel skrifaðar og uppbyggðar, þótt stíllinn sé ekki lærður. „Hún skrifar mikið í talmálsstíl, samtöl þar sem hún beitir hvorki sérstökum stíl- brögðum né orðskrúði. Persónusköp- unin er frábær og hún kunni að segja sögur, oft miklar örlagasögur, sem að mínu mati eru ekki ólíkar hinum stóru, epísku skáldsögum Selmu Lagerlöf. Persónur Guðrúnar lifna við í augum lesandans. Þær eru margar hverjar miklir gallagripir og mannlegur breyskleiki í forgrunni,“ segir Marín Guðrún um sögur met- söluhöfundar í áratugi, sem þótti at- hyglin einfaldlega óþægileg og vildi helst fá að vera í friði. Feimnin fór aldrei af henni að sögn langömmu- barnsins og hún taldi sig aldrei til hóps íslenskra rithöfunda. Ung að árum F.v. Guðrún (sú lægri á myndinni) ásamt systur sinni Magneu sem var elst í systkinahópnum, Guðrún árið 1908, lengst til hægri eru Guðrún og Bjarnveig vinkona hennar sem var frá Hnífsdal. Hættulegir keppinautar „Af karlkyns rithöfundum eru það helzt Laxness og Hagalín sem dálítilla vinsælda virðast njóta, en þó hvergi nærri svo að þeir séu „kerlingunum“ hættulegir keppinautar. Og smærri spámenn vorir og atómskáld komast vitaskuld ekki á útlánsblað í neinu almennilegu bóka- safni,“ sagði í Speglinum 1966. Í ljós hafði komið að í útlánum á bókasöfnum hafði Guðrún slegið öll áður þekkt met, en Ingibjargirnar, Sigurðardóttir og Jónsdóttir, væru að verðleikum mikið lesnar. Fjaðurpenni Guðrún skrifaði ung með fjaðurpenna en sögur sín- ar með blýanti í stílabækur. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017 Áhugasamir um töfrabrögð ættu ekki að láta sýningar Shin Lim, eins þekktasta töframanns heims, fram hjá sér fara. Hann er hér á ferðinni til 12. júní og kemur víða við. Lim hreifst af landi og þjóð þegar hann sá tónlistarmyndband með Justin Bieber sem tekið var hér á landi ár- ið 2015. Sama ár var Lim krýndur heimsmeistari á heimsmeistara- mótinu í töfrabrögðum. Haft var eftir honum að hann ætlaði að „galdra Íslendinga upp úr skónum“ og bjó hann til sérstakan spilagald- ur sem hann tileinkar Íslandsferð sinni. Shin Lim hefur unnið sér eitt og annað til frægðar, til dæmis var hann einn af fáum sem náðu að plata tvo frægustu töframenn heims þegar hann kom fram í sjón- varpsþættinum Penn and Teller Fool us. Milljónir manna víða um heim horfa á Youtube-myndbönd Shin Lim. Ótrúleg töfrabrögð og magnaðar sjónhverfingar, segja áhorfendur, sem séð hafa Lim leika listir sínar á sýningum sem hann hefur þegar haldið á Íslandi. Hann leyfir áhorfendum að taka virkan þátt í sýningunum og velur oft áhorfendur úr sal til að aðstoða sig í töfrabrögðunum. Með honum á sýning- unum eru þrír af færustu töframönnum landsins. Einar Mikael Sverrisson töframaður hafði forgöngu um að fá Lim hingað til lands. Heimsmeistari í töfrabrögðum árið 2015 á ferðinni Töframaður Shin Lim leikur listir sínar. Galdrar landann upp úr skónum Selfoss: Fjölbrautaskóli Suðurlands, kl. 14.30, í dag, laugardaginn 3. júní. Hvolsvöllur: Hvoll, kl. 19.30, í dag, laugardaginn 3 júní. Vík: Leikskálar, kl. 19.30, á morgun, sunnudaginn 4 júní. Keflavík: Andrews Theater, kl. 19.30, laugardaginn 10 júní. Akureyri: Hof, kl. 19.30, sunnudaginn 11. júní. Guðrún Baldvina Árnadóttir (1887 - 1975), Guðrún frá Lundi, var einn vinsælasti og af- kastamesti skáldsagnahöfundur þjóðarinnar og metsöluhöfundur í tvo áratugi. Hún fæddist á Lundi í Stíflu í Fljótum í Skagafirði, þar sem hún ólst upp til 11 ára aldurs. Árið 1910 giftist hún Jóni Þorfinnssyni, þau eignuðust þrjú börn og bjuggu á Ytra-Mallandi á Skaga þar til þau fluttust til Sauðárkróks 1940. Dalalíf, fyrsta bindi af fimm, kom út 1946 þegar Guðrún var 59 ára. Eftir það sendi hún frá sér eina bók á ári til ársins 1973, nema árið 1969. Hún skrifaði samtals 26 bækur, sótti efnivið sinn í sveitalífið og lætur flestar sög- urnar gerast upp úr aldamótunum 1900. Sveitalífið upp úr aldamótunum 1900 GUÐRÚN FRÁ LUNDI Kona á skjön - Sýning um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi, verður opnuð kl. 14 í dag, 3. júní, að Að- algötu 2 á Sauðárkróki. Opið verð- ur alla daga frá kl. 13-17 í júní og júlí. Aðgangur er ókeypis og heitt á könnunni. „Hann var gagnfræðingur, laglegur tilhaldspiltur og lét talsvert mikið á því bera að hann væri yfir aðra hafinn. Hafði gaman af að láta út- lend orð fjúka yfir þetta óupplýsta útkjálkafólk“ Utan frá sjó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.