Morgunblaðið - 03.06.2017, Page 14

Morgunblaðið - 03.06.2017, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017 alvöru grillaður kjúklingur Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585 Opið alla daga kl. 11-22 22. NÓVEMBER – 5. DESEMBER VESTUR-KARÍBAHAF Fjölbreytt og lífleg sigling fyrir alla fjölskylduna. Fararstjóri er Sr. Hjálmar Jónsson. FRÁ 249.900 KR. Verð á mann m.v. 2 fullorðna í klefa. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Nauðsynlegt að reyna að komast að því hvar fólk býr svokallaðri óleyfis- búsetu, en með því er átt við búsetu í húsnæði sem er skipulagt undir at- vinnustarfsemi. Þetta segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarna hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að skortur á upplýsingum um fjölda og staðsetningu íbúa í hús- næði geti torveld- að björgunarstörf, t.d. í eldsvoða, en hins vegar sé erf- itt að sinna örygg- is- og brunavörn- um í þágu íbúa sem búa í atvinnu- húsnæði ef ekki er vitað að búið sé í því. Óleyfisbúseta sé annars vegar í húsnæði þar sem að lögheimilisskráning sé möguleg, en hinsvegar þar sem hún sé ekki möguleg. Almennt er ekki hægt að skrá sig með lögheimili á svæði sem er ekki skilgreint til íbúðar, með undantekn- ingum þó. „Sumt atvinnuhúsnæði hefur t.d. einhvern tímann verið byggt með leyfi fyrir húsvarðaríbúð og þar er lögheimilisskráning mögu- leg þó svo að svæðið sé skilgreint sem atvinnu- eða iðnaðarsvæði í skipulagi sveitarfélagsins,“ heldur Bjarni áfram. Niðurstaða könnunar afhent Tölur sem stjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fékk afhentar af slökkviliðsstjóra á stjórnarfundi í gærmorgun gefa vísbendingar um að óleyfisbúseta sé að aukast á höfuð- borgarsvæðinu að Seltjarnarnesi undanskildu. Lauslega áætlað búi á fjórða þúsund manns óleyfisbúsetu á höfuðborgarsvæðinu skv. þeim. „Nýrri tölurnar eru ekki endanlega staðfestar en gefa sterkar vísbend- ingar og það ber að horfa á það þann- ig“ segir Bjarni. Könnun á óleyfis- búsetu hófst eftir að ákveðið var á stjórnarfundi SHS í janúar sl. að óleyfisíbúðir í atvinnuhúsnæði á starfssvæði SHS yrðu kortlagðar og var slökkviliðsstjóra falið það verk- efni, en það var framkvæmt í sam- vinnu við sveitarfélögin. Kannanir sem þessar ná aftur til ársins 2003 en síðast voru gerðar ítarlegar skrán- ingar með eldvarnaskoðun árið 2008. Farið var yfir upplýsingar frá sveit- arfélögunum þar sem grunur lék á óleyfisbúsetu og skráningar hjá SHS og líka lögheimilisskráningar og skráningar á Já.is á svæðum og í hús- næði sem er skilgreint til annars en búsetu. Vettvangskannanir voru gerðar með því að fara á atvinnu- svæði og ganga götur í leit að vís- bendingum eins og ljósi eða „heim- ilislegum gluggum“ á kvöldin, óhirtu sorpi o.s.frv. Þessar kannanir verði aldrei jafnáreiðanlegar og þegar gerð er eldvarnaskoðun, en upplýsing- arnar gefi þó ályktunarbærar vís- bendingar.Yfirlit yfir vitneskju um óleyfisbúsetu sé svo lagt fyrir borgar- og bæjarstjóra sveitarfélaganna. Vinna á grundvelli upplýsinganna haldi áfram og ákvörðunar um fram- haldið sé að vænta í haust. Lögin þarfnist skoðunar Bjarni talar um að skráningar skorti til að aðstoða björgunaraðila við kortlagingu búsetu í byggingum og vísar þar til laga um lögheimili og laga um þjóðskrá sem þarfnist e.t.v. endurskoðunar m.t.t. opinberrar skráningar fólks á heimili sínu. Verst finnst Bjarna þó að heimildir í lögum, til að þvinga eigendur hús- næðis til að fara að tilmælum um endurbætur í þágu aukins öryggis íbúanna, séu ekki nægilega skýrar og vísar til laga um brunavarnir, en ákvörðun um kæru til lögreglu í þeim lögum sé ekki talin nógu traust til sakfellingar og hafi það því lítinn fælingarmátt. Flestir eigendur hús- næðis bregðist hratt og vel við til- mælum um endurbætur, en þó séu til „leiguhákarlar“ sem sinna þeim illa og sýni jafnvel „einbeittan brota- vilja“ og dæmi sé um að þeir taki niður upplýsingar sem að eldvarn- areftirlitið setji upp íbúunum til upp- lýsingar. Það geti endað með því að nauðsynlegt sé að loka húsnæðinu sem hafi þær afleiðingar að íbúarnir missi heimili sín. Gildi lögheimilsskráningar Takmarkanir á því hvar skrá megi lögheimili geta haft ýmsar afleið- ingar fyrir fólk fyrir utan að hafa áhrif á öryggi. Þeir sem ekki geta skráð lögheimili sitt á heimili sínu geta orðið af þjónustu eins og sorp- hirðu, skólaakstri, grunnskóla fyrir börnin og jafnvel réttindum til fé- lagslegrar aðstoðar í kerfinu. Óleyfisbúseta á höfuðborgarsvæðinu  Áætlað að hátt í 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu  Spurning um öryggi íbúanna  Ástandið kannað að frumkvæði stjórnar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu Óleyfisbúseta á höfuðborgarsvæðinu Heimild: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Fjöldi staða með óleyfisbúsetu Mögulegur fjöldi íbúa 20172008 2014 2015 2016 2017 Reykjavík 76 75 86 93 132 1.449 Hafnarfjörður 21 43 48 49 81 1.166 Kópavogur 55 49 53 54 63 668 Mosfellsbær 7 24 24 24 19 176 Garðabær 8 4 4 5 15 155 Seltjarnarnes 3 0 0 1 2 32 Höfuðborgarsvæðið alls 170 195 215 226 312 3.646 Mögulegur íbúafjöldi Mögulegur fjöldi íbúa í óleyfisbúsetu á höfuðborgarsvæðinu Kópavogur Hafnarfjörður Reykjavík Mosfellsbær, Garða­ bær og Seltjarnarnes Heimild: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins 668 363 1.166 1.449 3.646 Grunur um búsetu Fjöldi staða með óleyfisbúsetu og aukning frá 2008 til 2017 Kópavogur Hafnarfjörður Reykjavík 100 75 50 25 Fjöldi 74% 286% 15% Heimild: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Morgunblaðið/Eggert Óleyfisbúseta Svo virðist sem stækkandi hópur fólks búi í atvinnuhúsnæði við minna öryggi og lakari þjónustu. Bjarni Kjartansson Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra heimsótti Þjóðskrá Ís- lands fyrir nokkru og hefur kynnt sér ágalla á löggjöf. Umbætur á lögheimilislögum og lögum um þjóðskrá eru með- al þeirra verkefna sem ráðherra leggur áherslu á og hefur það verið undirbúið í ráðuneytinu. Á næstu dögum verður gengið frá skipun í nefnd sem mun endur- skoða lögheimilislögin og mun nefndin hefja störf nú í júní. Upplýst verður nánar um verk- efni nefndarinnar þegar hún hefur verið skipuð. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Nefnd skipuð í mánuðinum LÖGHEIMILISLÖG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.