Morgunblaðið - 03.06.2017, Síða 16
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Út er komin Árbók Ferðafélags Ís-
lands 2017, Við Djúpið blátt – Ísafjarð-
ardjúp, eftir dr. Ólínu Kjerúlf Þor-
varðadóttur, þjóðfræðing og
fyrrverandi al-
þingismann. Þar
segir frá náttúru,
staðháttum,
mannlífi og menn-
ingu við Ísafjarð-
ardjúpið. Sögu-
sviðið nær frá
Bolungarvík, inn
Djúp – að með-
töldum eyjunum,
Æðey, Borgarey
og Vigur – og út
Snæfjallaströnd að Vébjarnarnúpi. Því
er nokkuð stórt svæði undir og af
mörgu var að taka við bókaskrifin sem
Ólína hóf fyrir um fjórum árum. Bókin
er alls 272 blaðsíður og prýdd fjölda
mynda og korta.
Spennandi grúsk í heimildum
„Mér fannst strax spennandi þegar
ritstjóri Árbókarinnar hafði samband
við mig árið 2013 og spurði hvort ég
hefði áhuga á þessu verkefni,“ segir
Ólína sem tók boðinu. Verkið segir
hún hafa byrjað með heimildavinnu og
grúski í fornsögum, þjóðsögum, nátt-
úrulýsingum, ferðabókum, æviminn-
ingum og fleiru. Í tímans rás hafi ýms-
ir skrifað um einstaka þætti sem
snerta þetta landsvæði en árbókarrit-
unin feli í sér meiri yfirsýn. Síðast var
fjallað um þennan hluta landsins í ár-
bók FÍ árið 1949 þegar Jóhann Hjalta-
son skrifaði um Norður-Ísafjarðar-
sýslu.
„Árbókin sem kom út fyrir bráðum
sjötíu árum var í raun um allt aðra ver-
öld, því þá var byggð inn um allt Djúp
og samfélag sem dafnaði vel,“ segir Ól-
ína. „Síðan hafa orðið miklar breyt-
ingar á samfélagsháttum. Það hefur
líka margt breyst frá því ég fluttist
vestur á Ísafjörð með foreldrum mín-
um árið 1973, þá á unglingsaldri. Þá
var togaraöldin í algleymingi. Núna
hefur byggð í Djúpinu, frá Álftafirði og
út á Snæfjallaströnd, að mestu lagst í
eyði og kaupstaðirnir tveir, Ísafjörður
og Bolungarvík, hafa gjörbreyst..“
Átök og grimmúð
Áhugaverðir áningastaðir og góðar
gönguleiðir eru meðal þess sem Ólína
fjallar um í árbókinni. Hún er sjálf úti-
vistarkona og björgunarsveitarmaður
svo hún er á kunnugum slóðum í orðs-
ins fyllstu merkingu. „Margar þessar
leiðir eru vel þekktar, svo sem gömlu
vermannagöturnar úr Önundarfirði í
Álftafjörð. Víða er auðvelt að ganga
um Vestfjarðahálendið og fjöllin yfir
Djúpinu og þaðan er mikið útsýni,“
segir árbókarhöfundurinn.
Þegar litið er yfir svið atburða ald-
anna segir Ólína áberandi að sögur af
Vestfjörðum séu oft átakamiklar og
grimmúðlegar. Þekktur var Þorvaldur
Snorrason Vatnsfirðingur sem vann
sér til frægðar að brenna bæinn á
Hrafnseyri við Arnarfjörð og vega svo
frænda sinn, Hrafn Sveinbjarnarson,
hvar hann stóð í gættinni á brennandi
húsi. Það gerðist árið 1213. Árið 1615
voru svo framin einu fjöldamorðin sem
orðið hafa á Íslandi, þegar hátt á ann-
an tug baskneskra hvalveiðimanna
sem hér voru skipreka voru vegnir
vestra undir forystu Ara sýslumanns í
Ögri.
Ísafjarðardjúp hefur líka verið vett-
vangur lista- og menningar. Snemma
á 20. öldinni var Sigvaldi nokkur lækn-
ir Djúpmanna og sat þá með fjöl-
skyldu sinni í Ármúla við mynni
Kaldalóns. Þar líkaði honum svo vel að
hann nefndi sig eftir staðnum og allir
þekkja lög læknisins, Sigvalda Kalda-
lóns, sem eru nokkur við ljóð skáld-
konunnar Höllu Eyjólfsdóttur á
Laugabóli í Ísafirði. Þar á meðal eru
tvær af helstu perlum íslenskra söng-
laga, Svanurinn minn syngur og Ég lít
í anda liðna tíð.
„Ísafjarðardjúpið var harðbýlt
svæði en stóð undir öflugu menningar-
lífi sem gat þó verið torsótt. Um það
vitnar sagan af því þegar sveitungar
Sigvalda keyptu handa honum flygil
sem fluttur var með báti frá Ísafirði yf-
ir Djúp og loks borinn heim að bæ í
Ármúla. Þannig vildu Djúpmenn gera
tónskáldinu og lækninum sínum kleift
að semja lög á gott hljóðfæri. Þessi
saga segir okkur að menning er alltaf
að einhverju marki háð afstöðu og
vilja. Stundum þarf að leggja svolítið á
sig til að gæða lífið fegurð og inni-
haldi.“
Stórveldi og menningarbær
Að skrifa jafn ítarlegt heimildarit og
Ferðafélagsbók er löng vegferð og
mikilvægt er að höfundur þekki vel til
allra staðhátta eins og Ólína gerir.
Hún hefur látið að sér kveða í þessu
samfélagi, meðal annars sem skóla-
meistari, alþingismaður, fræðimaður
og fleira.
„Ísafjörður var stórveldi og óvíða
var meiri gerjun en þar til dæmis í
stjórnmálum, atvinnulífi og menning-
armálum. Fyrir öld eða svo þegar sjór-
inn var megin samgönguleið Vestfirð-
inga var lítið mál að ferðast frá Ísafirði
til Kaupmannhafnar og þaðan bárust
ýmsir straumar. Af því spratt að Ísa-
fjörður varð menningarbær en líka
staður þar sem átakalínurnar í stjórn-
málunum urðu skarpar og oft harðvít-
ug átök,“ segir Ólína og heldur áfram.
„Á Ísafirði reis á 19. öld stærsta versl-
unarveldi á landinu með Ásgeirs-
verslun sem byggðist ekki síst á
skreiðarverkun og útflutningi með
fjölda útstöðva. Ísafjörður var á þeim
tíma þriðji stærsti þéttbýlisstaður á
landinu. Ég vona að bókin varpi ljósi á
þessa merku sögu og gefi innsýn í hug-
arheim og líf fólksins við Djúp.“
Frá Víkinni að Vébjarnarnúpi
Djúpið blátt í spánýrri Árbók FÍ Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar
Átök og áhugaverðir staðir Samfélag í gerjun Innsýn í hugarheim
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
List Í Djúpi er minnisvarði um tónskáldið Sigvalda, það er við bæinn Kalda-
lón sem hann kenndi sig við. Í bjarginu eru línur sem sýna mann við flygil.
Vigur Eyjan er stundum nefnd
Perlan í Djúpinu. Þar er bygg-
ingum haldið við af miklum mynd-
arskap sem gerir þetta með öðru að
vinsælum ferðamannastað.
Ólína Kjerúlf
Þorvarðadóttir
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017
• AMT eru hágæða pönnur úr 9 mm þykku áli
• Allar pönnur mega fara inn í ofn við allt að 240° hita
• 3 ára ábyrgð á verpingu
• Ný byltingakennd viðloðunarfrí húð sem
er sterkari en Teflon og án eiturefna
• Nothæf fyrir allar eldavélar
• Má setja í
uppþvottavél
• Kokkalands-
liðið notar
AMT potta
og pönnur
Úlfar Finnbjörnsson
notar AMT potta og pönnur
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið
Þýskar hágæða pönnur frá AMT
Ný sending
WORLD’S
BESTPAN
„
“
THE
* “The world‘s best pan”according to VKD, largest German Chefs Association
*
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Listsýning Guð-
bjargar Lindar
Jónsdóttur verð-
ur opnuð annan í
hvítasunnu, 5.
júní, kl. 18 í safn-
aðarheimili
Kópavogskirkju.
Sýningin sam-
anstendur af úr-
vali verka úr
eigu listamanns-
ins en viðfangsefni Guðbjargar
Lindar hafa löngum tengst vatni. Í
verkum hennar segir af ferðalagi á
vit veraldar þar sem skynja má hið
upphafna í sjálfum einfaldleik-
anum. Kór unglinga frá Lúxemborg
mun syngja nokkur lög í tilefni opn-
unarinnar. Sýningin verður opin
virka daga á milli 9 og13 og eftir
samkomulagi. Lokað er í júlí.
Guðbjörg Lind sýnir
í Kópavogskirkju
Guðbjörg Lind
Jónsdóttir