Morgunblaðið - 03.06.2017, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017
Á morgun, sunnudag, kemur
stærsta skemmtiferðaskip sumars-
ins, MSC Preziosa, sína fyrstu ferð
til Reykjavíkur. Samkvæmt áætlun
á það að leggjast að Skarfabakka í
Sundahöfn klukkan 7 að morgni.
Skipið mun hafa sólarhrings við-
dvöl við Skarfabakka.
Af því tilefni munu starfsmenn
Faxaflóahafna afhenda skipstjór-
anum skjöld til minningar um heim-
sóknina til höfuðborgarinnar.
MSC Preziosa mun koma tvisvar
sinnum aftur í sumar til Reykjavík-
ur, þ.e. 25. júlí og 17. ágúst. Skipið
mun ávallt hafa yfir sólarhrings
viðdvöl.
MSC Preziosa er í eigu MSC
Cruises og er skrásett í Panama.
MSC Preziosa er 139.072 brúttó-
tonn, 333 metrar að lengd og 38
metra breitt. Á skipinu eru 18 þil-
för og þar af eru 13 þilför sem eru í
notkun af farþegum skipsins.
MSC Preziosa getur tekið mest
4.345 farþega en skráðir farþegar í
þessa ferð eru 3.502, auk áhafnar.
sisi@mbl.is
Stærsta skip ársins kemur á morgun
MSC Preziosa Risastórt skip sem kemur þrisvar til Reykjavíkur á þessu sumri.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þing-
maður Vinstri grænna, var ræðu-
kóngur Alþingis að þessu sinni.
Þetta vekur athygli því hann var ný-
liði á þingi.
Kolbeinn talaði í 933 mínútur
samtals. Hann flutti 125 ræður og
gerði 196 athuga-
semdir eins og
það kallast á
ræðulista Alþing-
is.
Fast á hæla
Kolbeins kom
flokkssystir hans
Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir en
hún var einmitt
ræðudrottning
síðasta löggjaf-
arþings.
Stjórnarandstaðan á níu af tíu
þingmönnum á „topp 10“ listanum.
Benedikt Jóhannesson, fjár-
málaráðherra og þingmaður Við-
reisnar, er sá eini í stjórnarliðinu
sem nær inn á listann. Venjan hefur
verið sú að þingmenn stjórnarand-
stöðunnar eiga oftar erindi í ræðu-
stól Alþingis en stjórnarþingmenn.
Vinstri græn eiga eins og oft áður
flesta þingmenn á listanum eða
fjóra. Margfaldur ræðukóngur und-
anfarinna áratuga, Steingrímur J.
Sigfússon, var hársbreidd frá þvi að
komast á listann að þessu sinni.
Hann talaði í 491 mínútu og varð í
11. sæti. Væntanlega þarf að fara
langt aftur í tímann til að finna lög-
gjafarþing þar sem Steingrímur er
ekki á „topp 10.“ Steingrímur hefur
setið lengst allra núverandi þing-
manna á Alþingi eða í 34 ár.
Þegar listinn yfir þá þingmenn sem
skemmst töluðu er skoðaður skera
þeir sig nokkuð úr, Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson og Páll Magnússon.
Reyndar töluðu tveir kjörnir þing-
menn skemur en þeir félagar, pírat-
arnir Eva Pandóra Baldursdóttir og
Gunnar Hrafn Jónsson. En þau tvö
gátu ekki sótt þingfundi í langan tíma
og eru því ekki talin hér með.
Samkvæmt yfirliti Alþingis voru
þingræður í vetur alls 3.902 og at-
hugasemdir 3.653. Þingmenn töluðu
í samtals 320 klukkustundir. Með-
allengd þingræða var 3,6 mínútur.
Vegna alþingiskosninganna í
október í fyrra hófst 146. löggjaf-
arþingið óvenjuseint. Af þeim sökum
eru ræðurnar færri en oftast áður.
Þegar 145. löggjafarþinginu var
frestað í júníbyrjun í fyrra hafði
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir „for-
ystuna“ en hún hafði þá talað í 26
klukkustundir. sisi@mbl.is
Kolbeinn Óttarsson
Proppé talaði lengst allra
Steingrímur J. Sigfússon náði ekki inn á „topp 10“ listann
Kolbeinn Óttarsson Proppé 933mín. (16 klst.)
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir 888mín. (15 klst.)
Björn Leví Gunnarsson 695mín. (12 klst.)
Katrín Jakobsdóttir 686mín. (12 klst.)
Smári McCarthy 576mín. (10 klst.)
Elsa Lára Arnardóttir 552mín. (9 klst.)
Andrés Ingi Jónsson 549mín. (9 klst.)
Logi Einarsson 524mín. (9 klst.)
Oddný G. Harðardóttir 517mín. (9 klst.)
Benedikt Jóhannesson 501mín. (8 klst.)
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
1
2
3
4
5
Þingmenn sem töluðu lengst á Alþingi
Þingmenn sem skemmst töluðu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 23mín.
Páll Magnússon 32mín.
Gunnar Bragi Sveinsson 81mín.
Hildur Sverrisdóttir 83mín.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir 95mín.
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Þingfundum 146. löggjafarþings var frestað 1. júní síð-
astliðinn. Þingfundir falla nú niður í rúma þrjá mánuði
því Alþingi á að koma saman að nýju þriðjudaginn 12.
september næstkomandi.
Í yfirliti á heimasíðu Alþingis kemur fram að þingið
var að störfum frá 6. til 22. desember
2016 og frá 24. janúar til 1. júní 2017.
Þingfundir voru samtals 79 og stóðu
í rúmar 383 klukkustundir. Meðal-
lengd þingfunda var 4 klukkustundir
og 51 mínúta. Lengsti þingfundurinn
stóð í 15 klst. og 32 mín. Lengsta
umræðan var um fjármálaáætlun
2018-2022 sem stóð samtals í rúmar
42 klukkustundir. Þingfundadagar
voru alls 61.
Af 131 frumvarpi urðu alls 53 að
lögum, 78 voru óútrædd. Af 95 þings-
ályktunartillögum voru 23 samþykktar, 72 tillögur voru
óútræddar.
305 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var
192 þeirra svarað og 96 bíða svars er þingi var frestað
en 17 voru felldar niður vegna ráðherraskipta.
Þingmál til meðferðar í þinginu voru 627 og tala
prentaðra þingskjala var 1.087 þegar þingi var frestað
Segir að Alþingi þurfi meira fjármagn
„Hér á Alþingi þarf forysta þingsins að fara yfir
reynsluna af umfjöllun nefnda um fjármálaáætlun,“
sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, m.a. í
ávarpi sínu við frestun þingfunda.
„Ég tel jafnframt einsýnt að styrkja þurfi þjónustu
við nefndir þingsins og tryggja að þingmenn fái nauð-
synlega aðstoð til að geta lagt sjálfstætt mat á ýmsa
þætti áætlunarinnar. Til að svo megi verða þarf Alþingi
aukið fjármagn. Við þurfum einnig að endurskoða
starfsáætlun Alþingis með tilliti til fjármálaáætlunar-
innar. Reynslan í ár sýnir að gefa þarf henni meira
rými í vinnuskipulagi þingsins. En á móti er líka ljóst
að fjárlagameðferðin á haustþingi ætti að geta styst og
jafnvel ætti að vera mögulegt að afgreiða fjárlög fyrr
en verið hefur. Slíkt væri til mikilla bóta fyrir alla aðila
sem þurfa að skipuleggja starfsemi sína á grundvelli
fjárlaga hvers árs,“ sagði Unnur Brá.
Hún sagði jafnframt að fjármálaáætlunin hefði kallað
á breytt verklag við fjárlagagerð, bæði í ráðuneytum og
á Alþingi. Ljóst sé að allt ferlið eigi eftir að slípa enn
betur, bæði undirbúning við gerð fjármálaáætlunar í
Stjórnarráðinu og meðferð málsins í þinginu. „Ég
fagna því yfirlýsingu hæstv. fjármála- og efnahags-
ráðherra í vikunni um að flýta eigi framlagningu fjár-
málaáætlunar svo meiri tími gefist til umfjöllunar
þingsins.“
Unnur Brá sagði að aldrei fyrr hefðu jafn margir
þingflokkar verið á Alþingi sem gerði erfiðara en áður
að koma öllum fyrir í því takmarkaða húsnæði sem
þingið hefur. „Það er því verulegt tilhlökkunarefni að á
árinu 2020 á að taka nýja byggingu í notkun sem mun
bæta aðstöðu alþingismanna og auka sveigjanleika í
nýtingu húsnæðis þegar þingflokkar ýmist stækka eða
minnka, verða til eða hverfa, og leiða til verulegrar
hagkvæmni í rekstri Alþingis,“ sagði þingforsetinn.
Gefa þarf fjármála-
áætlun meira rými
Áætlunin rædd í rúma 42 klukkutíma á nýafstöðnu þingi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Léttleiki í þingsal Birgir Ármannsson og Svandís Svav-
arsdóttir eru hér greinilega að fara með gamanmál.Unnur Brá Konráðsdóttir
20%
afsláttur
af öllum
vörum
TAX
FREE
DAGAR
31. MAÍ - 3. JÚNÍ
T A X F R E E
FRÁ MIÐVIKUDEGI TIL LAUGARDAGS
18.–29. NÓVEMBER
GOLF Á THAILANDI
Glæsileg 10 daga ferð með lúxus gistingu á
Ananatara Hua Hin Resort og spili á sex glæsilegum
völlum á svæðinu. Fararstjóri er Þórður Rafn
Gissurarson.
FRÁ 439.900 KR.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna.