Morgunblaðið - 03.06.2017, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017
EITT
ER VÍST:
ALNO
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
eldhús er
90 ára í ár
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Ákvörðun Bandaríkjanna þess efn-
is að segja sig frá Parísarsamkomu-
laginu um loftslagsmál er mjög mið-
ur og þegar ég segi það er ég að tjá
mig mjög varfærnislega,“ sagði
Angela Merkel Þýskalandskanslari.
Vísar hún í ummælum sínum til
ákvörðunar ríkisstjórnar Donalds
Trump Bandaríkjaforseta, en forset-
inn lýsti þessari stefnubreytingu
Bandaríkjanna yfir á blaðamanna-
fundi sem haldinn var á lóð Hvíta
hússins í fyrradag. Frá því að yfir-
lýsingin féll hafa þjóðarleiðtogar um
heim allan, ráðherrar og önnur
fyrirmenni lýst yfir undrun sinni og
óánægju með afstöðu ráðamanna
vestanhafs í loftslagsmálum.
„Sáttmálinn er óafturkræfur“
„Ákvörðunin má og mun ekki
stöðva okkur hin í því að vernda
plánetuna okkar. Þvert á móti. Við í
Þýskalandi, Evrópu og annars stað-
ar í heiminum erum nú sem aldrei
fyrr ákveðin í að sameina alla krafta
okkar til að mæta einni af helstu
áskorunum mannkyns,“ sagði Merk-
el enn fremur í ávarpi sínu.
Emmanuel Macron Frakklands-
forseti ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi
í gær. Þar sagði hann Frakkland
ekki hafa sagt sitt síðasta orð í um-
ræðunni. „Ég get fullvissað ykkur
um þetta – Frakkland mun ekki
hætta baráttunni. Parísarsáttmálinn
er óafturkallanlegur og verður inn-
leiddur, ekki aðeins af Frakklandi
heldur öllum öðrum ríkjum,“ sagði
Macron. „Ég bið ykkur um að sýna
áfram sjálfsöryggi. Okkur mun tak-
ast þetta því við erum heils hugar.
Hvar sem við búum og hver sem við
erum deilum við öll sömu ábyrgð.
Gerum plánetuna okkar aftur frá-
bæra,“ bætti Macron við og afbakaði
þannig þekkt slagorð Donalds
Trump úr kosningabaráttu hans.
Varðar heiminn allann
Justin Trudeau, forsætisráðherra
Kanada, sagði ráðamenn þar von-
svikna með ákvörðun ríkisstjórnar
Bandaríkjanna. „Kanada stendur
staðfastlega við skuldbindingar sín-
ar þess efnis að berjast gegn lofts-
lagsbreytingum og styðja hreinan
efnahagslegan vöxt,“ sagði hann.
Forsætisráðherra Ástralíu, Malc-
olm Turnbull, tekur í sama streng og
segir ákvörðunina „vonbrigði en
ekki óvænta“. Að sögn hans mun
Ástralía hins vegar standa við sínar
skuldbindingar í loftslagsmálum.
Þá hafa ráðamenn á Indlandi, í
Brasilíu og Kína einnig lýst því yfir
að ríki þeirra muni standa við gefin
loforð. „Loftslagsmál varða heiminn
allan og því getur ekkert eitt ríki
haldið sig þar fyrir utan,“ sagði Hua
Chunying, talsmaður utanríkis-
ráðherra Kína. Vladimír Pútín Rúss-
landsforseti hvatti í gær ríki heims
til að vinna með Bandaríkjunum í
stað þess að „dæma“ þau.
Afstaða Bandaríkjanna fordæmd
Þjóðarleiðtogar um heim allan fordæma ákvörðun ríkisstjórnar Bandaríkjanna Kanslari Þýska-
lands segir önnur ríki staðráðin Gerum plánetuna okkar aftur frábæra, sagði forseti Frakklands
AFP
Jarðefnaeldsneyti Hópur fólks mótmælti ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á götu úti í New York.
Minnst 36 eru
látnir og fjöl-
margir særðir
eftir eldsvoða í
spilavíti í Manila,
höfuðborg Fil-
ippseyja, í fyrri-
nótt. Fréttaveita
AFP greinir frá
því að grímu-
klæddur maður
hafi ráðist þang-
að inn, skotið af sjálfvirkum riffli
og lagt eld að spilaborði með fyrr-
greindum afleiðingum.
Stjórnvöld á Filippseyjum segja
ódæðið ekki rannsakað sem hryðju-
verk. Eftir að maðurinn lagði eld að
borðinu hélt hann lengra inn í
bygginguna og kom sér fyrir inni í
hótelherbergi. Þar er hann sagður
hafa lagst í rúm, hellt eldfimum
vökva yfir sig og kveikt í. Lög-
reglumenn fundu illa brunnið lík
hans þar inni um fimm klukku-
stundum eftir árásina.
FILIPPSEYJAR
Óður maður svipti
sig lífi eftir árás
Ódæði Árásar-
maðurinn lést.
Árleg heræfing
Atlantshafs-
bandalagsins
(NATO), Saber
Strike, er nú í
fullum gangi, en
hún hófst 23. maí
og stendur til 24.
júní. Alls taka
hersveitir 20
ríkja þátt í æf-
ingunni, undir
forystu Bandaríkjanna, sem fram
fer innan landamæra Eistlands,
Lettlands, Litháens og Póllands.
Fyrsti liður æfingarinnar var að
flytja mikinn fjölda brynvarinna
ökutækja og annan herbúnað á
milli staða, en alls fluttu herflutn-
ingaskip yfir eina milljón tonna af
hergögnum til Lettlands á þremur
dögum. Næsti liður æfingarinnar
hefst fljótlega þegar yfir 2.000 her-
menn, bryndrekar og loftför stilla
saman strengi sína og æfa bæði
árásir og varnir. khj@mbl.is
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ
Milljón tonn af her-
gögnum til Lettlands
Æfing Tekið á
móti hergögnum.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Tveir bandarískir herskipaflotar
undir forystu flugmóðurskipanna
USS Carl Vinson og USS Ronald
Reagan, sem bæði eru af svonefndri
Nimitz-gerð flugmóðurskipa, æfa nú
við Kóreuskaga ásamt japönskum
herskipum. Er alls um að ræða 14
herskip af hinum ýmsu gerðum, s.s.
tundurspilla og freigátur. Þá má
einnig gera ráð fyrir að USS
Michigan, einn stærsti kjarnorku-
kafbátur heims, sé skammt undan.
Fjölmiðill bandaríska varnar-
málaráðuneytisins, Stars and
Stripes, greinir frá því að þriðji her-
skipaflotinn, undir forystu flug-
móðurskipsins USS Nimitz, sé
einnig væntanlegur á næstunni, en
það mun vera afar sjaldgæft að
Bandaríkjamenn sendi tvö flug-
móðurskip til æfinga á sama stað,
hvað þá þrjú. Er þetta öflugasta
flotasveit sem sést hefur við Kór-
euskaga um langt skeið, en ástæða
komu flotadeildanna þangað er tíðar
tilraunir stjórnvalda í Pjongjang
með langdrægar skotflaugar.
Nimitz ekki í forystu frá 2013
„Þessar flotadeildir, ásamt tveim-
ur japönskum herskipum, nýttu sér
tækifæri til að æfa og þróa sam-
eiginlegar aðgerðir,“ segir í tilkynn-
ingu 7. flotadeildar bandaríska sjó-
hersins. „Að geta æft tvær
flotadeildir flugmóðurskipa á sama
tíma er einstakt tækifæri og ein af
mörgum leiðum bandaríska sjóhers-
ins til að stuðla að öryggi, stöð-
ugleika og velmegun á svæðinu,“
segir einnig í tilkynningu.
Flugmóðurskipið USS Nimitz
mun hitta tundurspillana USS Kidd
og USS Shoup við flotastöðina við
San Diego í Bandaríkjunum áður en
stefnan er tekin á Kóreuskaga. Lík-
legt er að fleiri herskip sláist í för
eftir því sem nær dregur, en þetta
er í fyrsta sinn frá 2013 sem flota-
deild siglir undir stjórn USS Ni-
mitz.
Tveir risar æfa við Kóreuskaga
Þriðja banda-
ríska flugmóður-
skipið á leiðinni
Mynd/Bandaríski sjóherinn
Skýr skilaboð Flugmóðurskipin USS Carl Vinson (nær) og USS Ronald
Reagan við Kóreuskaga, en á milli þeirra er japanskur tundurspillir.